Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 28
28 MoSgÍÍSbLÍðið ATviNN^SBlRAffifM^l 2. DESÉtóéR11090 ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR DHL hraðflutningar hf. óska eftir að ráða starfskraft til að sjá um tollskýrslugerð. Um er að ræða vinnutíma frá kl. 13.00 til 17.00. Einungis vant fólk kemur til greina. Launakjör samkomulag. Lysthafendur mæti á skrifstofu DHL hrað- flutninga hf., Skeifunni 7, eftir kl. 13.00 nk. mánudag og þriðjudag. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Járniðnaðarmenn Járniðnaðarmaður óskast til starfa hjá bif- reiða- og vélaverkstæði Kaupfélags Lang- nesinga, Þórshöfn. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu í viðgerðum á bátum. Um áhugavert framtíðarstarf er að ræða. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður í vinnus. 96-81200 og heimas. 96-81115. Verkstjóri/ þvottahús Verkstjóri óskast í þvottahús í Reykjavík. Starfið er krefjandi og áhugavert fyrir drífandi manneskju. Þekking á þvotti og/eða hreinsun er æskileg en ekki skilyrði. Æskilegur aldur 30-50 ár. Reyklaus vinnustaður. Farið verður með allar umsóknir sem trún- aðarmál og öllum verður svarað. Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. des- ember nk. merktum: „Þvottahús - 8596“. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Forstöðumaður Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann við hæfingarstöð Svæðisstjórnar í Hafnar- firði. Á hæfingarstöðinni fer fram markviss verk- þjálfun, félagsþjálfun og þjálfun í athöfnum daglegs lífs. Hæfingarstöðin er nú að flytja í nýtt og hentugt húsnæði á Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 641822. Umsóknarfrestur er til 07.12.’90. Meðferðarfulltrúar Óskað er eftir meðferðarfulltrúum til starfa á sambýlum, hæfingarstöð og vistheimili fatl- aðra barna á Reykjanesi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Svæðisstjórnar, Digranesvegi 5, Kópavogi. Húsvörður Stórt fjölbýlishús í borginni vill ráða húsvörð til starfa. Leitað er að barnlausum hjónum á aldrinum 45-55. Konan getur unnið aðra vinnu. 2ja herbergja íbúð fylgir. Góð laun eru í boði. Tilboð, merkt: „Húsvörður - 8772“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. „Au pair“ Stúlka óskast til Bandaríkjanna á gott heim- ili til barnagæslu og heimilisstarfa. Þarf að byrja strax. Má ekki vera yngri en 18 ára. Sundlaug og bíll til staðar. Upplýsingar í síma 672855 um helgar en eftir kl. 18.00 virka daga. Rafeindavirki Okkur vantar rafeindavirkja til starfa sem fyrst. Reynsla æskileg. Upplýsingar á staðnum. Litsýn, Borgartúni 29. Ritstjórastaða Staða ritstjóra við Bændablaðið er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningum Blaða- mannafélagsins og nánara samkomulagi. Starfsstaður er á Eyrarbakka (möguleiki á húsnæði). Reynsla í blaðamennsku æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar á skrifstofu í Einarshöfn á Eyrarbakka, sími 98-31376. FWX'JOF C x: FWJNINTAR Kerfisfræðingar Við leitum nú að kerfisfræðingum fyrir þekkt hugbúnaðarfyrirtæki. Skilyrði er að umsækj- endur hafi lokið háskólaprófi. Annars vegar er um að ræða forritun fyrir MS-DOS og hinsvegarforritun fyrir UNIX. Störfin eru laus strax, en einnig kemur til greina að bíða eft- ir starfsmanni í allt að 3 mánuði. Nánari upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson hjá ráðningarþjónustu Ábendis. Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9-12 og 13-16. „Au pair“ í Sviss Enskutalandi fjölskylda með tvær stelpur (4ja og 6 ára) óskar eftir „au pair“, 18 ára eða eldri, frá janúarbyrjun. Lágmarkstími 1 ár, má ekki reykja. Upplýsingar í síma 91-83975. Yfirvéistjóri Yfirvélstjóra vantar á skuttogara frá Vest- fjörðum frá næstu áramótum. Upplýsingar í síma 94-2530, heimasími 94-2521. Einu sinni íviku Unga fjölskyldu, sem býr í einbýlishúsi í Sel- áshverfinu í Reykjavík, vantar hjálp við þrif á húsnæðinu eftir hádegi á föstudögum, 4 klst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. desember, merktar: „2500“. Starfsleiðbeinandi Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða starfsleiðbeinanda til starfa í vinnu- pg föndurstofu Vinnu- og dvalarheimilisins. íbúar heimilisins sækja þangað vinnu eftir hádegi 5 daga vikunnar. Æskilegt er að umræddur starfsmaður hafi starfsreynslu, eigi auðvelt með að umgangast fólk og geti starfað sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Tryggvi Friðjónsson, í síma 29133. Umsoknir berist til vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar, Hátúni 12, Reykjavík fyrir 9. desember. ÐAGVI8T BAKNA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dag- vistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Vesturborg Hagamel 55 s: 22438 BREIÐHOLT Völvuborg Völvufelli7 s: 73040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.