Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 9
C -9 MÓRGUNBLÁDH) MANNLÍf^gmAUiygAmiR^ló^^ 2t ÐESEMBEK11990 SIÐFRÆÐI/flWrjfcrþungt vegur lofordid um œvilanga íryggö? Breyskleiki ogframhjáhald „ÉG GJÖRI það sem ég vil ekki,“ sagði frægur maður. Bindast hjón órjúfanlegum böndum með loforði sínum um tryggð og heið- arleika? Hvað er það sem fær maka til að svíkja loforðið? Geta tilfinningarnar hlaupið með fólk í gönur hvenær sem er? Hvers vegna gerir fólk það sem það veit og skilur að er rangt? Nægir þekkingin ekki til að sigra hinn mannlega breyskleika? Hve alvar- leg er framhjátekt hjóna? Gifting — Maður og kona heita hvort öðru ævilangri tryggð, þau lofa að vera hvort öðru trú. Nú ætla ég að víkja að torveldu vandamáli hvað mannlega hegðun snertir, en það er breysk- leikinn eða að breyta gegn betri vitund. Sókrates (469-399 f.Kr.) hélt því fram að enginn myndi breyta rangt ef hann hefði þekk- ingu á því hvað væri rétt. Ef menn gerðu eftir Gunnor rangt, þá væri Hersvein það vegna van- þekkingar eða misskilnings á því sem væri þeim fyrir bestu. Sókrates hafði með öðrum orðum ofurtrú á mætti þekkingarinnar. - Aristóteles (384-322 f. Kr.) kom hins vegar auga á breyskleikann eða veik- leikann gagnvart freistingum sem gæti yfírbugað styrkleika þekk- ingarinnar. Til að rannsaka breyskleikann ætla ég að nota tvö boðorð; „Þú skalt ekki drýgja hór“ og „þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.“ Dæmi: Kristján og Kristjana gifta sig og lofa hvort öðru ævarandi tryggð og ást uns dauðinn skilur þau að. Aður en athöfnin fór fram uppfræddi presturinn þau og menntaði. Hann skýrði út fyrir þeim hví rangt væri að drýgja hór og sagði meðal annars: „Þið lofíð hvort öðru frammi fyrir guði og mönnum að vera trú og heitið að halda þetta loforð allt til dauðadags. Framhjáhald er því hjúskaparbrot og svik. Þið eruð sem ein vera í heiðarlegu sambandi. Ekkert má skyggja á ykkar samband. Ef þið haldið framhjá þá svíkið þið ykkur sjálf, aðra menn og guð. Þá eruð þið að gera eitthvað á bak við luktar dyr lyginnar. Þið blekkið og hjóna- bandið er í rauninni ónýtt og ást- arsambandið rofíð, en sambandið byggist á gagnkvæmu loforði. Þið getið ekki gefið hvort öðru leyfi til að stunda framhjáhald, því þið hafíð lofað þessu frammi fyrir guði og mönnum." Presturinn hætti ekki að þylja yfír þeim fyrr en hann var fullviss um að skjól- stæðingarnir hefðu öðlast skilning á merkingu hjónaloforðsins og í giftingunni gangast þau sjálfvilj- ug undir það og heita að svíkja það ekki. Einu ári síðar vandast málið hjá Kristjáni. í næsta húsi býr þokkafull fegurðardís og svo óheppilega vill til að þau eru bæði hundaeigendur og hittast oft þeg- ar þau eru að viðra hundana sína. Þau fara að mæla sér mót og viðra hundana klukkan 10 á kvöidin. Brátt kemur að því að þau fallast í faðma og freistni í tómum kofa á holtinu. Hundunum kemur líka vel saman. Breysk halda þau heim á leið. Girndin varð skynseminni og þekkingunni yfírsterkari. Þau vita bæði að framhjátekt er rangt athæfi (Kristján gerði slíkt atferli óumdeilanlega rangt með því að lofa konu sinni eilífri tryggð). Nú hafa þau stofnað hjónabandi Kristjáns í voða og í rauninni sam- eiginlega svikið Kristjönu. Hér er um mannlegan breyskléika að ræða, eða að breyta gegn betri vitund og falla fyrir freistingum: Siðfræðing fýsir að vita, hvers vegna þau gera það sem þau vita að er rangt og gegn þeirra skyn- ssamlega vilja, nokkuð sem þau hafa vonað að myndi ekki eiga sér stað. Hví falla þau í freistni? Var viljinn ekki nógu sterkur? Var raunveruleg þekking ekki fyrir hendi? Hafa aðstæður alræðisvald yfir hegðun manna? Hvar liggur hundurinn grafínn? Hví gera menn það sem þeir vita að er rangt? Hugtakið loforð er mikilvægt í dæminu um brúðhjónin. Maður og kona heita hvort öðru ævi- langri tryggð, þau lofa að vera hvort öðru trú. En hvað er loforð og orðheldni? Loforð er orð eða merki, það er trygging um að eitthvað verk verði unnið. Loforð er samkomu- lag milli manna um eitthvað og það er gert ráð fyrir því að lof- orðið sé haldið, en það er jafn- framt þess eðlis að mögulegt er að svíkja það. Loforð eru nefnilega gefin af fúsum og fijálsum vilja en ef einhver er þvingaður til að lofa, þá er ekki um loforð að ræða, heldur hótun, „þú verður að lofa þessu, annars brýt ég á þér hand- legginn“. Loforð getur verið munnlegur samningur á milli tveggja manna um tiltekið atriði, en oft eru loforðin innsigluð með handabandi. í viðskiptaheimi nú- tímans telst tilhlýðilegt að skrifað sé undir samning af viðkomandi aðilum, traustum ábyrgðarmönn- um sem staðfesta að loforðið verði haldið og einnig af vitundarvott- um sem votta að allt sé með felldu í samningsgerðinni. Loforðin eru tryggð í bak og fyrir og löggiltir lögfræðingar sendir út af örkinni ef annar aðilinn gerir sig líklegan til að svíkja loforðið. Loforð er ekki eitt af efnislög- málunum en það er nauðsynlegur þáttur í mannlífinu og væri gagns- laust ef engum væri treystandi. Það er mikil áhersla lögð á lof- orðin í uppeldi einstaklinga. Börn- um er kennt að halda loforð og að fá samviskubit ef þau halda þau ekki. Fólk, sem leggur það í vana sinn að svíkja loforð, eflir varla farsæld sína því það á erfitt með að fá aðra til að hjálpa sér. En hvers vegna ættum við að halda loforðin? Ef við svíkjum þau verður okkur sjálfum ekki treyst og þá getum við ekki reiknað með hjálp annarra. En ef við höldum loforðin, getur það komið okkur til góða síðar meir. Viðkomandi hjálpar okkur seinna því við eigum greiða inni hjá honum. Fólk sem þarf oft á hjálp annarra að halda ætti þar af leiðandi að leggja sig í líma við að halda loforð sín. Við höldum því loforðin til að vera treyst og til að auka líkurnar á því að aðrir haldi loforð sín gagn- vart okkur. Sjálfselskan er ekki langt undan hvað loforðin snertir. Uppruni margra loforða er því sjálfselskan, en loforð geta einnig verið gefín af dyggð eða þeirri trú að okkur beri að hjálpa náungan- um án þess að reikna með ein- hveiju í staðinn. Loforð brúðhjóna er þýðingar- mikið loforð og er það til að mynda gert heyrinkunnugt og opinbert fyrir mönnum og guði. Það er fært í kirkjubækur og bækur ríkis- ins og því má spyrja hvort það sé ekki sannanlega siðferðilega rangt að svíkja það með framhjá- haldi eins og áðurnefndur Kristján gerði? Hjón losna nefnileg ekki undan loforði sínu nema þau ákveði sameiginlega að slita sam- bandi sínu, persónulega, lagalega og fyrir guði. Til umhugsunar: Vega öll loforð jafn þungt? Leggðu höfuðið í bleyti og veltu fýrir þér hvort það sé hugsanlega réttlætanlegt að svíkja loforð, eða hvort maður eigi skilyrðislaust að halda öll loforð. Innritun á vorönn 1991 stendur til 5. des. nk. Sérstök athygli er vakin á því, að starfrækt verður námsbraut fyrir vélaverði og 30 rúm- lesta réttindanám skipstjórnarmanna, ef næg þátttaka fæst, Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans og í síma 95-35488. Bt5BABHEl.Gl^Gin8SOH ....hér er fengist af einlœgni og alvöru við vanda sem ef til vill er lykill að samtímareynslu okkar. Vanda sem ekki verður lýst til hlítar nema í skáldskap. “ Matthías V. Sæmundsson í umfjöllun í Ríkisútvarpinu. 0 FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188 NABTNASTIILDUR RÚNAR HELGI VIGNISSON Egill grímsson, drengur úr dreifbýlinu, skólaður í Reykjavík, tví- stígandi í Kaupmannahöfn, á framabraut í Bandaríkjunum. í bölv- uðu basli við þann veruleika sem nútíminn leggur ungum manni á herðar. Og ekki er ástin honum beinlínis auðveld - hvað þá girndin! Enda ekkert grín að velja sér konu og lynda við hana á tímum jafnréttis og framafíknar. Getur verið að Egill þjáist af þeirri algengu angistar- truflun nútímamanna sem kallaður hefur verið nautnastuldur. Þessi snjalla skáldsaga er í senn táknræn og sértæk, nautnaleg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg. Sannkallaður nautnafundur. ISBN 9979-53-010-3 AUK k507-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.