Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDÁGUR 2. DESEMBER 1990 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNATHEÓDÓRA BJARNADÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, er lést aöfaranótt 30. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 5. desember kl. 10.30. Hrefna Birgisdóttir, Sigurjón Þórarinsson, Brynja Birgisdóttir, Kristfn E. Guðjónsdóttir, Hafsteinn Hasler, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Björgvin Þórðarson, Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Örn Kristján Arnarson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA ÍSAFOLD EMILSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. desember kl. 13.30. ÁsthildurTómasdóttir Gunnarsson, Torfi B. Tómasson, Anna Ingvarsdóttir, Sturla Tómas Gunnarsson, Sigríður Maria Torfadóttir, Tómas Ingi Torfason. t Sonur minn, faðir okkar, bróðir og mágur, ÆGIR ÞÓR GUÐMUNDSSON, Efstasundi 65, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.30. Guðmundur Bjarnason, Rósinkar Friðbjörn Ægisson, Guðrún Inga Ægisdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Björn Ásgeirsson, Erna Guðmundsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Björn Þórðarson, Svanfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Jónasson. t ÁGÚSTINGVARSSON bifvélavirki, Hraunbraut 38, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 28. nóvember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 15.00. Ragna Friðriksdóttir. LEGSTEINAR GRANÍT- MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Minning: Sölvi Sigurðs- son, Reyðarfirði Fæddur 21. febrúar 1921 Dáinn 4. nóvember 1990 Þegar höfðingi kímninnar kvaddi heima hljóðnaði í hugans innum. Þar brast sá strengur sem sleginn var löngum af ærinni íþrótt og allir hljóta að sakna, sem óm hans náðu að nema. Glettni án rætni er gefin svo afar fáum, en þann kliðmjúka, létta tón í tilsvör- um öllum og athugasemdum átti Sölvi Sigurðsson í svo ríkum mæli að í notalegri návist hans undi maður sér lengur en ella. Hann var góður granni og á göngu sinni fram hjá til sinnar daglegu iðju staldraði hann oft við til að spjalla um atburði líðandi stundar og gerði góðlátlegar athugasemdir við ýmislegt í pólitík dagsins, en við deildum aldrei, þó leiðir þar lægju ekki saman. Það voru góðar stund- ir, sem geymast mér í glöggri vit- und, yljaðar einhverri óskilgreindri hlýju, svo varmt var viðmót hans allajafnan. í starfi sínu sló hann gjaman á gamanþræði', gaf sér tíma til að spjalla, en var þó fyrst og síðast boðinn og búinn að leysa hvers manns mál og greiða úr vanda, svo vel sem hann kunni. Ómetanlegt er það hveijum vinnu- veitanda að eiga starfsmann, sem leggur að verki sínu alúð alla og sýnir samvizkusemi og vandvirkni í verki hveiju. Ekki er það síðra að hann geti um leið glatt lund og gefið af sér vinhlýtt vermandi bros svo sem var um Sölva vin minn. Ég fullyrði utan efa, að það var mikið lán litlu sveitarfélagi, þar sem öll vandamál, smá og stór eru nálæg öllum íbúðum, að eiga svo samvizkusaman iðjumann sem Sölvi var, enda á hann hjá Reyðar- fjarðarhreppi farsæla starfssögu. A skrifstofunni þar sat hann, sam- vizkusamur og nostrari með köfl- um, talnavís vel og hélt vel á hlut- unum og hafði fallega og skýra rithönd, svo handbragðið var sem lýsandi um hug þann er að baki bjó. Einhvern veginn þótti mér sem Sölvi væri ómissandi hluti okkar t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR, Karfavogi 28, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 13.30. Jakob Þórhallsson, Ingi Þór Jakobsson, Hanna Birna Jóhannesdóttir, Hreinn Jakobsson, Aðalheiður Ásgrímsdóttir, Þórhallur Jakobsson, Rakel Viðarsdóttir og barnabörn. t Þökkum hlýjan hug og auðsýnda samúð við útför móður okkar, HANNESÍNU KRISTÍNU EINARSDÓTTUR frá Reynifelli. þann 25. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar og fósturmóður, SÓLVEIGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Marius Sigurjónsson, Herdis Hauksdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför DEMUSAR JOENSEN. Guðbjörg María Guðjónsdóttir, Súsanna Demusdóttir, Jón Guðmundsson, Alda H. Demusdóttir, Sveinn Þór ísaksson, Berglind Demusdóttir, Birgir Ingvarsson, Vignir Demusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vinsemd og samúð við fráfall og útför okkar ástkæru móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GESTSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 13. Vigdis Aðalsteinsdóttir Taylor, Ronald Taylor, Aðalsteinn Jón Taylor, Juanita Taylor, Kristín Jónína Taylor, Jónfna Marie Taylor. litla byggðarlags, enda bar hann hag þess sannarlega fyrir bijósti. Og nú er þessi ágæti þegn allur og aðeins að minnast og sakna þess sem aldrei kemur aftur. Mér varð snemma ljóst af góðum kynnum við Sölva að þar fór vænn drengur og vel hugsandi. Hann var vel greindur, skýr og rökræn hugsun hans nýttist honum vel í daglegri önn sem og við uppá- haldsiðju hans í tómstundum, hann var flysjungur enginn, hélt fast fram sínu máli ef svo bar undir og fýsti lítt að fara í öllu troðnar slóðir í viðhorfum og afstöðu til ýmissa mála efst á baugi. Starf hans var samskiptastarf umfram annað, þar sem ævinlega var gert allt sem unnt var til að greiða götu manns og það spillti ekki er spaugsyrðin góðu flutu með í farteskið út frá Sölva. En þó glettninnar blæ væri brugðið á veg væri rangt að segja að á gleðinnar gullna streng væri slegið einvörðungu. Sölvi átti vissulega sín vandamál sem vinn- ast urðu og örugglega mun mörg örðug stundin hafa verið á lífsgöngu hans, þegar tæpt var og tvísýnt- um, hver húsbóndavaldið hefði. En hann gekk uppréttur til ævi- loka, sáttur við samferðafólk sitt, sem saknar nú vinar í stað. Umfram annað átti Sölvi það lífslán að eiga lífsförunaut, sem auðveldaði honum erfiða stund, þar sem athvarf var ævinlega að fínna í veraldarvolki, þann hjartans auð sem æðri er öllum öðrum verðmæt- um. Sölvi var í vitund okkar umfram margt annað hinn undrasnjalli spilamaður, þar sem hann naut sín til fullnustu, enda í fremstu röð, þó á landvísu væri leitað. Brids var íþrótt hans íturgóð og VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Blómastofa Friöfmm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.