Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 BAKÞANKAR Síðbúið bamaafmæli að hafðl dregist úr hófí fram að halda upp á 8 ára afmæli yngsta fjölskyldumeðlimsins frá í sumar. Hann hafði rukkað um veisluna annað veifið en ferðalög og stórafmæli beggja foreldr- anna höfðu geng- ið fyrir. Þrek til að halda fleiri af- mælisveislur var því af skornum skammti. Skólinn byrj- aði og þar með öll afmælin, sem varð okkur öllum stöðug áminn- ing um að eftir væri að halda upp á afmælið hans. En nú voru jólin í nánd og árið senn á enda og ekki lengri frest að hafa. Ákveð- inn var sunnudagur í nóvember. í ljós kom að faðirinn yrði ekki á landinu þann dag og var afmæl- inu enn frestað. Hann skyldi sko ekki missa af afmælisveislunni! En hverjum átti að bjóða eða réttara sagt hveijum átti að sleppa? Ragnheiður í hans bekk hafði boðið öllum bekknum i af- mælið sitt! Dálítið ógnvekjandi tilhugsun en ég áræddi samt að spyija soninn hve mörg þau væru. Svarið kom daginn eftlr: „Tuttuguogtvö!" og þá vantaði vinina í götunni og alla hina. Ég fór að litast um i íbúðinni og fannst hún skreppa saman. Ekki vildi ég gefa honum upp einhvern kvóta eins og trillukarli og láta hann velja á milli skóla- systkina sinna. I versta falli yrðu þetta 30 börn! „Elskan mín, bjóddu bara öllum bekknum", sagði ég sísvona og fannst ég ansi göfug. Ég verð að játa að það setti að mér smá ugg annað veif- ið þegar nær dró. Hvað ætlar þú að hafa í afmæl- inu? spurði pabbinn. Ég las stolt upp matseðilinn: „Afmælisterta með ijóma og kertum, skúffukök- ur, hrískökur, (tveir nýir réttir!) sælgæti, kók ... já og pítsurnar, þær eru þín deild! Um morguninn áður en veisl- an brast á mátti sjá sjaldgæfa sjón her í eldhúsinu, við hjón bæði að „eldast". Hann sönglandi að strá ostinum yfir svogott sem tilbúnar pítsurnar en ég búin að bræða úr hrærivélinni með deig- ið að skúffukökunni í sjóðheitu vatnsbaði. „Maður hrærir aldrei köldu smjörlíki saman við þurrefni," heyrði ég sagt fyrir aftan mig. „En heldurðu að kakan byrji nokkuð að bakast í vatnsbað- inu?“, spurði ég áhyggjufull. En „sjónvarpskokkurinn" hafði því miður engin ráð að gefa. Hann bakar ekki. Svo einfalt er það. íbúðin fylltist af bökunarlykt, ég sveif um eins og fyrirmyndar húsmóðir og einsetti mér að baka miklu oftar. Ég fyllti mörg ílát af deiginu góða. Siðan dró ég þau fín og flott út úr ofninum og reyndi að virkja listræna sköp- unargáfu m ína í að raða sælgæs- ismolum á kremið. Gestirnir ungu mættu hver af öðrum. í fyrstu gat ég vel legið á hleri og hlaupið inn í eldhús til að endur- segja pabbanum gullkornin eins og: „Eg elska óperur! Stundum þegar ég er að hlusta á óperur renna bara tárin," sagði ein. Fleiri bættust í hópinn og þá var farið að ræða um Sadam Husseín og Hitler. Þegar allir voru komn- ir, ein 17 börn, var ekki lengur hægt að hlera þessar skemmti- legu samræður. Þegar eltingar- leikurinn var kominn á fullt var ég öruggust í eldhúsinu. Ég gerði nokkrar tilraunir til að ná hljóði, en það tókst ekki nema einu sinni þegar ég hrópaði: „Gjöriði svo vel!" Allir fengu sæti. Pítsurnar kláruðust og hrískök- urnar. „Ætlarðu að geyma þetta lengi?" spurði „sjónvarpskokkur- inn“ með votti af hæðnistón og benti á fötin með skúffukökun- um og svotil ósnerta ijómatert- una, þegar verið var að taka sam- an á eftir. Það síðasta sem ég heyrði áður en ég leíð út af um kvöldið var: „Það var meira hvað þeim þóttu pítsurnar góðar!" eftir Helgu Thorberg • hárblásarinn vöfflujárn llmandi, fallegar vöfflur. hárliðunartæki með heitum blæstri Elnar Farestvett&Co.hf. BORCARIWII28, SÍMI622901. LalA 4 stoppar vM dymar Græn tónleikaröð Hrífandi, glæsileg, fogur, skemmtileg. Þessi orð koma upp í hugann, þegar tónlistarúrval Grænu tónleikaraðarinnar er skoðað. Græna tónleikaröðin á erindi til allra, lærðra sem leikra í tónlist. Þeir, sem ekki hafa kynnst æðri tónlist, ættu að kynnast henni á þessum vettvangi! Dagskrá Grænu tónlistarraðarinnar er sem hér segir: 13. desember: Jólatónleikar. MeÖal efnis: Árstíöirnar eftir Antonio Vivaldi. 17. janúar: Nýárstónleikar/Vínartónleikar. Efni þeirra veröur sívinsœl Vínartónlist. 21. mars: Páskatónleikar. Meðal efnis: Sjö síðustu orö frelsara vors á krossinum eftir Haydn. 3. maí: Vortónleikar/Óperutónleikar. Efni þessara tónleika verður vinsœl óperutónlist. Áskriftarskírteini veita 15% aflsátt á þessa tónleikaröð og einnig 10% afslátt á alla aðra tónleika vetrarins. Sala áskriftarskírteina á Grænu tónleikaröðina stendur yfir til 7. desember. Eftir þann tíma hefst sala lausamiða. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255. er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Islands á þessu starfsári. HEIMUR ÆVINTÝRA í Florida skín sólin alltárið — Flugleiðir fljúga tvisvar í viku beint til Orlando. Veðursældin í Florida er einstök . Þar geturðu iökað íþróttir, notiö skemmtanalífs og kynnst óviðjafnanlegri ævintýraveröld: Disney World, Sea World og Cypress Gardens eru staðir sem seint gleymast. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eöa ferðaskrifstofur og fáið nánari upplýsingar. FLUGLEIDIR Þegar ferðalögm liggja I loftmu Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farmiðapantanir í síma 690300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.