Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 28
«s 3 28 C MOKGb'NBLADlD' IVIINIMIIMGARsUNNtJDAG UK 2.' DESK.MBKK 1990 Minning: ÆgirÞ. Guðmunds- son bifreiðastjóri Fæddur 28. september 1951 Dáinn 25. nóvember 1990 Ægir Þór Guðmundsson bifreiða- stjóri hjá Vestfjarðaleið, lést í svefni á heimili sínu sunnudaginn 25. nóv- ember sl. Hann hafði lokið störfum sínum seint á föstudagskvöld og átti helgarfrí fyrir höndum. Enginn vissi annað en að hann væri heilsu- hraustur og kenndi sér einskis meins, en aðeins tveim dögum síðar var hann allur. Ægir fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Bjamasonar málmsteypumanns, sem lifir son sinn, og Sigurrósar Rósinkransdótt- ur, sem latin er fyrir nokkrum árum. Ægir var yngstur 5 systk- ina. Eftirlifandi systur hans eru: Aðalheiður, gift Bimi Ásgeirssyni sjómanni í Grundarfirði, Erna, býr með Gunnari Jóhannessyni í Reykjavík, Guðmunda, gift Bimi Þórðarsyni gjaldkera hjá ÁTVR í Reykjavík og Svanfríður, gift Gunn- ari Jónassyni lögreglumanni í Reykjavík. Áð loknu skyldunámi fór Ægir til sjós m.a. frá Stykkishólmi, en um það tímabil í ævi hans veit ég næsta lítið. Heyrt hefí ég samt að hann hafí lent í slysi á sjómanns- áram sínum, og hugsanlegt sé að það eigi þátt í ótímabæra andláti hans nú. Þá ók hann um skeið á Nýju sendibílastöðinni í Reykjavík. Árið 1976 hóf Ætir störf á smur- stöð Jóhannesar Ellertssonar og Sigurbjargar Bjamadóttur í Sætún- inu, og tveim áram seinna, þegar þau keyptu Vestfyarðaleið, fór hann einnig að aka. Á síðasta áratug hefur aksturinn verið aðalstarfið auk viðhaldsvinnu á verkstæðinu. Það era því orðin 15 ár sem Ægir vann hjá þeim hjónum og þar með þeirra elsti starfsmaður. Um skeið fór hann að vinna hjá Tollvöra- geymslunni en hvarf brátt aftur að akstrinum, sem átti hug hans allan. Lengst af ók Ægir. á Búðardals- og Reykhólaleiðum á vetram en Isafjarðarleiðinni á sumrin. Auk þess var hann oft í Straumsvík- urakstri og með hópa Ferðafélags- ins og Útivistar. Þeir eru því orðnir æðimargir ferðamannimir, sem hafa átt samskipti við Ægi og not- ið þjónustu hans. Það er ekki víst að allir geri sér ljóst hve ábyrgðarmikið og krefj- andi starf rútubílstjórans er í akstir í bleytu, hálku og við óvæntar að- stæður. Góður bílstjóri þarf að sam- eina marga góða eiginleika. Ægir leysti hlutverk sitt farsællega og með prýði. Samt verð ég að viður- kenna að hann hafði lúmskt gaman af þegar farþegamir gripu andann á lofti í kröppum beygjum á fjall- vegum er framendi bílsins kom út yfír vegabrún en hjólin sjálf vora í fullkomnu öryggi inni á veginum. Sá sem þetta ritar hefír áram saman verið leiðsögumaður í helg- arferðum Vestfjarðaleiðar til ísa- fjarðar á sumrin og æðioft var Ægir ökumaðurinn í þeim ferðum. Ægir var alltaf ljúfur og þægilegur í 'viðmóti, rólegur og yfírvegaður og aldrei varð ég var við óþolin- mæði gagnvart erfíðum farþegum eða verkefnum. Samt gat hann ver- ið ákveðinn þegar nauðsyn krafði. Það var greinilegt að hann hafði yndi af starfí sínu. Samstarf okkar var með ágæt- um, og þó að hann væri gerkunnug- ur á leiðum okkar sýndi hann mér fullkomna háttvísi og reyndi aldrei að gripa fram fyrir hendumar á mér í leiðsögumannsstarfinu. Samstarfsmenn Ægis hjá Vest- fjarðaleið munu sakna hans á vinnustað. Hann var þar góður fé- lagi í góðum hóp, alltaf léttur í lund og gamansamur, stundum dálítið stríðinn en þoldi ekki alla stríðni sjálfur, eins og oft vill verða. Fastir viðskiptavinir Vestfjarða- leiðar á áætlunarleiðunum munu einnig sakna lipurs og velviljaðs bílstjóra sem Ægir var. Félag eldri borgara: Skerðingu til Framkvæmda- sjóðs aldraðra mótmælt Á fundi sem Félag eldri borg- ara, hélt fyrir skömmu var þess krafist að sú fjárhæð, sem merkt er á skattseðli, renni óskert til Framkvæmdasjóðs aldraðra. í bókun fundarins kemur meðal annars fram að framlag til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra átti að vera 260 milljónir á þessu ári en sjóðurinn fékk einungis 197 millj- ónir af þeirri upphæð. Talað er um að sama sagan eigi eftir að endurtaka sig á næsta ári. Samkvæmt fjárlagagerða á að inn- heimta 350 til 370 milljónir króna en framlag til sjóðsins á að skerða um 1/3 þeirrar upphæðar. Nemur fjárframlagið þá 240 milljónum króná. Fundarmenn töldu það orka tvímælis að tekjutengja almennan ellilífeyri en verði það gert leggur félagið áherslu á að skerðingin byrji ekki fyrr en aðrar tekjur hafa náð 90.000 hjá einstaklingi. Fundurinn fagnaði því að Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita 300 miiljónum króna til bygg- ingar nýs hjúkranarheimilis fyrir aldraða. Einnig ítrekaði félagsfund- urinn áskorun sína til til Borgarráðs Reykjavíkur um að ellilífeyrisþegar fái að ferðast ókeypis með strætis- vögnum SVR. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð, tvö erindi, teftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meg'nregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Eigendur Vestfjarðaleiðar, Jó- hannes og Sigurbjörg, fólu Ægi iðulega stjórn fyrirtækisins í fjar- veru sinni. Hann brást aldrei trausti þeirra í þeim verkefnum, og nú er þar skarð fyrir skildi. Ægir hafði yndi af að aka á góðum vögnum og fór vel með þá. Oft fékk hann nýjustu og bestu vagnana til um- ráða og naut þar bæði traustsins og starfsaldurs. Ægir kvæntist Guðfínnu Frið- björnsdóttur en þau skildu eftir nokkurra ára sambúð. Börn þeirra era Rósinkar Friðbjöm 13 ára og Guðrún Inga 7 ára. Eigendur og starfsfólk Vest- fjarðaleiðar senda bömum Ægis sem og öðram aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur og þakka Ægi samfylgdina á liðnum árum. Útförin verður gerð frá Lang- holtskirkju mánudaginn 3. desem- ber kl. 13.30. Einar Þ. Guðjohnsen Minning: Olga G. Sigur- bjömsdóttir Fáeinar línur langar mig að festa á blað og minnast svilkonu minnar, Olgu Guðbjargar Sigur- björnsdóttur, sem lést í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 23. nóvember sl. eft- ir fárra daga legu þar. Hun var dóttir hjónanna Val- borgar Jónasdóttur og Sigurbjörns Gíslasonar sem bjuggu á Höfða- húsum í Fáskrúðsfirði, fædd 23. júlí 1932. Börn Valborgar og Sig- urbjöms voru fjögur. Tvö þeirra era á lífí ásamt móður sinni. Olgu hef ég þekkt frá því við voram unglingar og aldrei borið skugga á okkar kynni. Manni sínum, Páli Gunnarssyni frá Tungu í Fáskrúðsfirði, giftist hún 26. júlí 1952. Þau reistu sér hús á Búðum, þar sem Palli lærði húsasmíði og hafa búið þar síðan. í 14 ár stóðu heimili okkar nærri og eigum við, ég og mín fjölskylda, dýrmætar minningar frá þessum tíma. Stönd- um við í mikilli þakkarskuld við Olgu og Palla frá þeim tíma og ætíð síðan. Olga var einstaklega vönduð manneskja til orðs og æðis og kom sér alls staðar vel. Hún var framúr- skarandi samviskusöm þar sem hún réðst til starfa. Heimilið henn- ar bar líka vott um það að þar var farið um allt nærfærnum höndum, heimilið var hennar helgireitur. Þangað var gott að koma. Bömin þeirra eru þrjú, öll mesta efnisfólk og barnabörnin fímm. Þau syrgja nú ömmu sína, en mikl- ir kærleikar voru milli hennar og þeirra. Olga veiktist fyrir tæpu ári af banvænum sjúkdómi og tók hún því með æðraleysi og ótrúlegri hugarró. Heimili sínu sinnti hún fram til hins síðasta. Samkvæmt ósk hennar sjálfrar var útför hennar gerð í kyrrþey. Við sem eftir stöndum kveðjum hana með virðingu og þökk. Steinunn Úlfarsdóttir Petrea Guðmunds dóttir - Minning Fædd 23. mars 1909 Dáin 7. nóvember 1990 Þegar flólan fellur bláa fallið það enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst. (Bj.Th.) Þessar ljóðlínur hins merka skálds komu mér fyrst í hug, þeg- ar mér barst fregnin um andlát Petreu Guðmundsdóttur, Petu, en svo var hún löngum nefnd af kunn- ugum. Mér „hneit við hjarta“, þegar ég nam að þessi elskulega kona, þessi einstaki ljúflingur var ekki lengur á meðal okkar. Svo mun og mörgum hafa farið, því að hún hlaut, að verðugu vinsældir allra, sem áttu með henni leið um ævi- veg. Hún var og verður elskuð, því að þótt hún sé horfin sjónum, lifir minningin ljúfa, sem fagurt Ijós. Ekki er mér kunnugt um ætt né uppvaxtarár Petu. En heima- byggð hennar var í Kjós og komin mun hún hafa verið af góðu fólki. Hún giftist ekki né átti börn. En vandamenn átti hún að, sem sýndu henni tryggð og elskusemi til efsta dags. Það, og þær frábæra vin- sældir, sem henni veittust hvar sem hún fór færðu henni mikla auð- legð. Þegar Peta var á besta ald- ursskeiði veiktist hún af berklum og lá þá leið hennar að Vífilsstöð- um. Ekki veit ég fyrir víst hversu dvöl hennar þar varð löng. En hún fékk heilsubót. Fáir, urðu fullkom- lega samir eftir þau áföll, sem hin skæða veiki olli, og mun Peta ekki hafa verið þar undantekning. En það mun hún hafa borið, sem ann- að er á móti blés, með einstöku æðraleysi. Hún hafði aldrei hátt, og allra síst um eigin hagi. Vera Petu á Vífilsstöðum mun hafa orðið til þess, að þegar hún hvarf þaðan varð samastaður hennar, — Reykjalundur. Þangað k.ora.hún.25. nóvember árjð .1948, og þar var hún æ síðan, uns hún lést á Borgarspítalanum þann 7. nóv. sl. eftir örfárra daga dvöl. Ung mun Peta hafa lagt það fyrir sig að læra að sauma og orðið mætavel að sér í þeirri grein. Á fyrstu árum sínum á Reykjalundi réðst hún líka til starfa á sauma- stofu þeirri) sem rekin var á staðn- um og veitti henni forstöðu um mörg ár, eða þar til aldur og þreyta sóttu að henni og annar tók við. Að sjálfsögðu hélt hún samt tryggð við þetta ríki sitt, sem hún var orðin samgróin, og stjórnaði ávallt með einkar kyrrlátum hætti, — skilningi og mildi. Enginn þurfti að óttast að valdi yrði beitt, þar sem Peta var til staðar. Enda naut hún ómældra vinsælda í þessu starfi, sem á öðrum vettvangi, — hvar sem hún fór um huga sínum og höndum. Saumastofan á Reykjalundi dró Petu til sín, svo lengi, sem hún fékk einhveiju orkað, og vann hún þar stuttan tíma flesta daga, fram á síðustu ár. Kynni okkar Petu hófust, þegar ég kom til dvalar á Reykjalundi í fyrsta sinn vorið 1980. Þau urðu fljótt hlý og minnileg og dýpkuðu við hvem minn dvalartíma á staðn- um og hvern samfund. En þeir urðu sumir stuttir um of, þegar ég leit aðeins inn sem gestur, skamma stund. En þá var mörgum að heilsa og reynt að koma víða við. Oft fórum við Peta saman í heimsókn til sumra vina okkar beggja. Löngum var svo endað í litlu fallegu íbúðinni hennar á Lengjunni við E-ganginn. Við fárra arin hefur mér orðið hlýrra, en þann, sem þar var að finna. Þarna gáfust margar svo yndislegar stundir, að seint mun gleymast. Gestrisnin var í háu sæti hjá henni Petu. Kaffí var hitað og það borið fram með snyrtibrag, ásamt góm- sætum kökum og konfekti. Kerta- ljós loguðu og kyrrðinni og hlýj- unni er ekki unnt að lýsa, — að- eins þakka af heilum hug. Hinar tíðu heimsóknir mínar til Petu milduðu marga þraut. Einlæg og sönn vinátta hennar staðfesti að „þar sem góðir menn fara eru guðsvegir". Óþreytandi var Peta við að rétta fram sína hlýju hönd og bjóða lið- veislu, væri fyrir nokkurn mun á hennar færi að veita slíkt. Hún var sem fædd til að fækka tárum og græða sár. Þessari frábærlega fórnfúsu og hjartahlýju konu, fannst hún aldrei geta gjört nógu vel til annarra, — þeirra, sem með henni voru á vegi. Öðram hrósaði hún jafnan, en eigin verðleikum vildi hún ekki láta hafa orð á. Hógværð og háttprýði voru sem vígðir þættir í eðlisfari hennar. Allir, sem áttu því láni að fagna að þekkja Petu munu kveðja hana með eftirsjá og hlýrri þökk. Margir myndu vilja tjá hug sinn til hennar með orðum — við þessi þáttaskil. En í þögn mun minning- in geymd. Kærir vinir Petu, hjónin á Hamrafelli í Mosfellsbæ, Jóna Sveinbjarnardóttir og Ólafur Helgason, vilja færa henni heilar þakkir fyrir áratuga ógleymanlega vináttu og elskusemi. Við Jóna geymum skýrt í minni sanna ánægjustund, sem við áttum eitt sinn með Petu á heimili húsfreyj- unnar í Hlíðartúni 10, Mosfellsbæ, Hlínar Ingólfsdóttur, gáfaðrar öð- lingskonu. Okkur kom saman um, að þar hafi brosað við raðir ljósa. Stundaglasið er tæmt og tjaldið fallið, sem skilur að tíma og eilífð. — Útför Petreu Guðmundsdóttur fór fram í heimahögum hennar, — frá Reynivallakirkju í Kjós, laugar- daginn 17. nóv. sl. Langri og fagurri ævi er lokið. í vitund minni er fárra minning svo heið, sem hennar Petu. Hún var sem blómið er hneigir höfuð og hnígur, en skilur ilminn eftir. Allt líf hennar á tímans sviði var hénni lof. Sé hún um eilífð blessuð í vorsins heimi, „Þar sem víðsýnið skín“. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.