Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 34
M0RGUNBÍ.AÐ1!) SAMSAFNIÐ -Tmr[)A,irR''j .rI)ÉSÉMBÉR;flð90 __ ___________ ÆSKUMYNDIN... ERAF JÓHANNESIGUNNARSSYNIFORMANNI NEYTENDASAMTAKANNA Ætlaðiað gerast bóndi „HANN VAR mjög lifandi persóna strax sem ungur strákur og hafði fljótt áhuga á öllu því sem var að gerast í kringum hann. Pólitískur áhugi er mér sérstaklega minnisstæður og það fengu allir í kring- um hann að heyra skoðanir hans á málunum hvort sem þeir vildu það eða ekki. Þrátt fyrir fastmótað- ar skoðanir var hann afskaplega ljúfur og þægileg- ur í allri umgengni. Hann var greiðvikinn og alltaf hefur hann verið félagslyndur. A timabili var hann aftur á móti þó nokkuð uppreisnargjarn, sér í lagi á það við um unglingsárin," segir Guðbjörg Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur um bróður sinn, Jó- hannes Gunnarsson, sem verið hefur formaður Neytendasamtakanna síðan 1984. Jóhannes er fæddur í Reykjavík þann 3. október 1949. Foreldr ar hans eru Gunnar Jóhannesson fyrrum póstfulltrúi og Málfríður Guðný Gísladóttir. Jóhannes er næstyngstur sjö systkina. Fram að sjö ára aldri hafði hann búið á þrem- ur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en þá flutti hann í Vesturbæinn og hefur alla tíð Síðan litið á sig sem Vesturbæing þó að hann búi reynd- ar ekki á þeim slóðum lengur. Pilt- urinn hóf sína skólagöngu í Mela- skólanum og síðan tók Hagaskólinn við. Eftir annan bekk í Hagaskóla hafði Jóhannes framtíðarsýn sína á hreinu. Hann ætlaði að gerast bóndi og hafði reyndar gengið með þann draum í maganum frá tíu ára aldri. Þá fór hann fyrst í sveit á Keis- bakka á Skógarströnd. Tveimur árum seinna gerðist hann vinnu- maður á Steinaborg í Berufirði og aftur að tveimur árum liðnum fór hann á Hvanneyri þar sem hans titill var vinnumaður í fjósi. Þess á milli togaði borgarlífið í hann. Verð- andi bændur þurftu að hafa kynnst sveitastörfum bæði að vetri og sumri til að komast inn í Bænda- skólann í þá daga og í þeim til- gangi dvaldi hann í eitt ár í Hraun- Jóhannes Gunnars- son þótti bæöi póli- tískur og róttækur í æsku, en þófélags- lyndur, greiövikinn og Ijúfur. gerði í Hraungerð- ishreppi. Þá lá leið- in að Núpi í Dýra- firði þar sem hann lauk gagnfræða- prófi, en jafnframt snerist honum hugur hvað bónd- anum viðvék. „í raun kann ég enga skýringu á því. Eg held þó að þeg- ar til kom, þá hafi mig langað að vera áfram í Reykjavík sem innfætt borgarbarn þó að mér hafi alla tíð líkað vel í sveit. Mér fannst mjólkur- fræðin hafa vissan skyldleika við bændastéttina svo ég ákvað að drífa mig í hana.“ Jóhannes lauk mjólkur- fræðiprófi í Danmörku 1970. I nokkur ár vann hann sem slíkur úti á landi og síðan tók við tíu ára tímabil hjá Verðlagsstofnun þar sem hann hafði umsjón með gerð verðk'annanna. Frá 1. mars sl. hefur hann verið starfandi formaður Neytendasamtakanna. „Hann hafði mjög ákveðnar skoð- anir strax sem ungur strákur og var mjög svo róttækur ungur mað- ur. Ahugi hans á pólitík kom snemma í ljós og var óvenjulega vel að sér á þeim vettvangi að okk- ur hinum félögum hans fannst," segir Þórarinn Þórarinsson inn- kaupastjóri hjá Olíufélaginu hf. um æskuvin sinn og skólafélaga. „Við vorum nú aðallega í því að mæla göturnar utan skólatímans. íþrótt- irnar áttu ekki mikið upp á pallborð- ið hjá Jóhannesi enda var hann allt- af frekar stirður í leikfimi. Hann hafði mjög sterka réttlætiskennd og fylgdi því vel eftir sem hann tók sér fyrir hendur. Jóhannes var og er greindur maður, en hann lagði ekkert óskaplega mikið á sig í skóla. Ég held að hann hafí reiknað það nokkurn veginn út hvað hann þyrfti að læra mikið til að komast sæmi- lega áfram. Ég held að oftar en ekki hafi hann verið með sögubók innan í kennslubókunum þegar hann átti að vera inni í herberginu sínu að læra,“ segir Þórarinn. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Loftmynd Frá fyrstu tíð hefur sú löngun blundað með manninum að geta flogið eins pg fuglinn um loftin blá. Það var líka bara tíma- spursmál hvenær sá draumur rættist og með örri þróun í flugtækni á þessari öld hefur þetta reynst sífellt auðveld- ara. Um leið fóru menn að skoða jörðina ofan frá og þá varð til nýtt hugtak í ljósmyndun, loftmyndin. Þær eru ófáar flugferðirnar sem Olafur K. Magnússon hefur brugðið sér í til að mynda staði og atburði úr lofti fyrir Morgunblaðið og hér birtast nokkrar slíkar myndir. Þær eiga tvennt sameiginlegt, annars vegar að þær voru allar teknar fyr- ir um það bil tuttugu árum og hins vegar að þær eru ekki teknar af neinu sérstöku tilefni. í þessum til- fellum hefur myndasmiðurinn beint linsu sinni að ýmsum byggingum í höfuð- borginni sem fyrir augu bar í flugferðinni og það er gaman að skoða þær og bera saman við nú- tímann, til dæmis hvernig hótelin tvö, Saga og Loftleiðir, hafa aukist að vexti og viðgangi. Og það er ótrúlegt að gamla frystihúsið við Kirkjusand skuli nú vera höfuð- stöðvar Sambands íslenskra sam- ( vinnufélaga, og þar sem áður var sjór skuli nú vera hraðbraut. En tímarnir breytast og mannvirkin ( með, ef svo má að orði komast ... Séð yfir Laugardal. Fremst á myndinni er frystihúsið á Kirkju- sandi þar sem nú eru höfuðstöðvar SÍS. Ofarlega til hægri má sjá í Laugardalsvöll, en laugin er óbyggð svo og ýmis fleiri mann- virki sem nú eru í Laugardalnum. SUNNUDAGSSPOI Skvass SKVASS, eða Squash eins og það heitir á frummálinu, hef- ur verið spilað á íslandi í nokk ur ár. Þetta er inni-íþrótt þar sem tveir menn spila hvor á móti öðrum. Einar Haukur Reynis, 32 ára rafeindavirki hjá gagnadeild Pósts og síma, er meðal fjölmargra íslend- inga sem stunda skvass reglulega. 0 Eg spilaði tennis þegar ég var erlendis fyrir nokkr- um árum og þegar ég kom heim í fyrra langaði mig að halda áfram. Þá frétti ég af skvassinu og leist ágætlega á það sem málamiðlun, þar sem það er ekki auð- hlaupið að leika tennis hér á landi,“ segir Einar, en hann leikur skvass þrisvar sinnum í viku í æfingasal hjá Veggsport vestur á Granda. Einar segir að skvass sé að sumu leyti líkt tennis og badminton, þar sem allt séu þetta tveggja manna leikir með spaða. „í skvassi leika menn á móti vegg í lokuðu rými og nota litla bolta sem skoppa lítið. Það þarf þess vegna töluverða tækni til að halda boltanum á lofti.“ Hann segir að skvass sé íþrótt sem krefjist mikils úthalds auk þess sem menn þurfi að vera kvikir í hreyfingum og útsjónarsamir. „Þegar fólk byijar að spila skvass notar það yfirleitt bolta sem skoppa meira en hefðbundnu Einar Haukur Reynis: „Stór- amir, og þetta auð- veldar byij- endum að tak- ast á við leik- inn,“ segir Einar og bætir við að menn séu fljótir aðþjálfastefþeir vanda sig. Aðspurður um kostnaðinn við að stunda skvass segir Einar að fólki sé það í sjálfsvald sett hversu miklum fjármunum það eyðir í íþróttina. „Vissulega er ákveð- inn fastur kostnaður," segir hann og bætir við: „Stakir tímar í æfingasal kosta um 500 krónur á mann, en þeir sem kaupa nokkra tíma í einu fá verulegan afslátt auk þess sem skólafólk er á sérstökum kjörum. Spaðar kosta frá S þúsund uppí 10 þúsund krónur en einnig er hægt að fá þá leigða gegn vægu gjaldi. Yfir- leitt eru menn bara í stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm svo ekki er það hár útgjaldaliður. Skvass er stórskemmtileg íþrótt sem veitir mikla útrás!" sagði Einar að lokum og mundaði spaðann. BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM Helgi Björnsson leikari og söngvari 0 Eg hef verið að velta mér uppúr tveimur smásagnasöfnum eft ir Somerset Maugham. Annað heit- ir Meinleg örlög og í eru sögur frá Austurlöndum og hitt heitir Suð- rænar syndir. Þetta eru mjög skemmtilegar smásögur sem segja frá samskiptum innfluttra hvítra manna við innfædda. Guðrún Drífa Hólm- geirsdóttir nemi í Breið- holtsskóla Stjómin er uppáhaldshljómsveitin mín og lagið þeirra Eitt lag enn er ennþá í miklu uppáhaldi hjá mér. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns er líka mjög góð. Ég á þó ekki neina spólu með þeirri hljóm- sveit - bara með Stjórninni. Valgerður Hallgríms- dóttir nemi í uppeldisfræði Sigríður Ingvars- dóttir kenn- ari á Siglufirði tli námsskrá Háskólans sé ekki sem stendur bókin á náttborðinu hjá mér svo og kennslubækumar auðvitað. Og Bi- blían. Hún er alltaf á náttborðinu. Jafnframt er að finna þar nokkrar bamabækur, svo sem Pabbi, mamma, börn og bíll og Kusa í stof- unni, sem gjarnan er gripið til á kvöldin. Sjálf hef ég mjög gaman af alls konar fræðslubókum. að væri ágætt að hlusta á plöt- ur ef maður hefði nægan tíma. En aðalspólurnar, sem eru í tækinu hjá mér þessa dagana, eru Bamale- ikir 1 og 2. Ég og hún dóttir mín, sem er tveggja ára, hlustum gjarn- an á þær á meðan við emm að baka smákökurnar fyrir jólin. Sjálf er ég hinsvegar mjög hrifin af Bob Dylan, Marianne Faithfull og Edith Piaf. MYNDIN ÍTÆKINU Ævintýramyndin The Lion of Africa var síðasta myndin sem ég setti í myndbandstækið. Annars era gamanmyndir í mestu uppáhaldi hjá mér. Ég er til dæmis nýlega búin að sjá Micky and Maude, sem var hin ágætasta mynd. Sjálf tek ég ekki oft mynd- bönd. Þau era allt of dýr. Síðast í gær var ég að horfa á Pelle sigurvegara í annað sinn. Ég mæli með henni. Hún er mjög góð. Uppáhaldsmyndirnar mínar era góðar alvarlegar myndir - jafn- vel sannsögulegar til dæmis eins og Pelle. Eg held bara að hún sé ein besta myndin sem ég hef séð og sérstaklega vel leikin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.