Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 C 25 'BLXS/Hvar stendur íslenskur blús? Esa, Aija oglsmo ÞAÐ hefur mikið gengið á í islenska blúsheiminum síðustu vikur. Stutt er síðan haldin var alþjóðleg blúshátíð á Tveimur vinum, þar sem fram kom íslenska blúslandsliðið og tvær erlendar sveitir, ein dönsk og ein þýsk, og fyrir viku var hér á ferð finnska blúsrokktríóið Honey B. and the T-Bones. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Honey B. and the T-Bones Esa, Ismo og Aija í Tveimur vinum. vakti yfir öllum gerðum þegnanna, og í stað hefðbundinna refsinga gekk allt út á að fá þá sem gengu gegn vilja „Stóra Bróður“ til að leiðrétta sín mistök, sjá hversu gott þjóðfélagið væri fyrir alla og aðlagast því af fúsum vilja. Þetta eru í raun sömu skilaboðin og bandarískir listamenn fá nú frá National Endowment for the Arts. Þeir eiga eftirleiðis að ritskoða sín verk sjálfir, og sjá til að þau særi örugglega engar sómatilfinningar; þá mun þeim launað ríkulega, en að öðrum kosti kann að bíða þeirra umtalsvert fjárhagstjón. — Hvar ætli myndskreyting þessa pistils, sem er eftir frægan breskan lista- málara, mundi lenda í slíkri flokk- un? Ef listamenn fara almennt eftir þessum skilaboðum, er hætta á að hin nýja ritskoðun á myndlist verði mun áhrifameiri en eldri aðferðir, því að hún beinist að því að kæfa alla ögrun á frumstigi, áður en listamaðurinn hefur sett hana á léreft. Þetta mál varðar ekki aðeins bandaríska listamenn, heldur lista- fólk og listunnendur alls staðar. Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum listamanna, og sjá hver örlög þessara reglna verða. — Það er heldur engin ástæða fyrir menn að hrósa happi yfir því að svona nokkuð gerist bara erlendis. Hér er í gildi ein fornfálegasta lög- gjöf á þessu sviði sem fyrirfinnst á norðurhveli jarðar; ekki er langt síðan sjónvarpsstjóri var dæmdur fyrir sýningar á tuttugu ára göml- um grínmyndum, og í vor var rætt um að loka ætti sýningu á erót- ískri list í miðborginni vegna svip- aðra viðhorfa. Sá dagur kann því að koma fyrr en menn vænta að áhrifahópar vilji spyrða saman fjár- veitingar til listrænnar starfsemi og einhvern ákveðinn siðgæðis- staðal — og þá fyrst kemur í ljós umburðarlyndi íslendinga á myndlistarsviðinu. ótal spurninga, sem Pina Bausch svarar alls ekki, því hún setur sig ekki í neitt dómarasæti. Verk hennar fjalla öðru fremur um einsemd og vanmatt manneskjunnar, þrá hennar eftir félagsskap og ást og um eirðar- leysið og vonbrigðin sem eru oft sam- fara leitinni. Þessi þrá umbreytist oft í örvæntingu, sjálfsafneitun og grimmd. Viðleitni manneskjunnar í þessum efnum er stundum svo sterk, að hún gerir öðrum rangt. Samt hættir hún aldrei að reyna, vonin er alltaf til staðar. Við samningu sjálfra sýningarat- riðanna beitir Pina ákveðnu spurn- ingakerfi, sem hún hefur þróað með sér og dönsurum sínum undanfarin 15 ár. A æfingatímanum þurfa dans- aramir að svara spurningum og sýn- ingarnar verða síðan til úr svömm þeirra. Sem dæmi, þar sem þessu spurningakerfí var beitt, má nefna sýninguna „Nellikur" frá 1982, þar sem aðalþemað var ástin svo og „Valsar" frá sama ári. í þeirri syn- ingu var einn úr hópnum látinn leika einhverskonar „leikstjóra", sem stndur við hljóðnema og segir: Dag einn spurði Pina Bausch: „Hvað ger- ir maður við blóm? Og þá gerði ég svona“ — og um leið tekur hann blómvönd og notar hann eins og t.d. flugnaspaða eða bankara. Hljóðneminn er mjög mikilvægur þáttur og leikmunur í sýningum danshópsins. Annað stíleinkenni er búningarnir, sem eru yfirleitt og gegnumgangandi veislufatnaður. Konurnar klæðast kvöldkjólum og skóm með háum hælum. Karlmenn- irpir klæðast jakkafötum og/eða kjölfötum eða jafnvel kvenmannsföt- um. Tónlistin sem Pina Bausch notar er brjálað samansafn af þýskum dægurlögum og slögurum frá 3. og 4. áratugnum með aðaláherslu á valsa og tangóa. Hér heima má sjá greinileg áhrif þessa stíls í sýningum þremenninganna Guðjóns Pedersen, Hafliða Arngrímssonar og Grétars Reynissonar, nú síðast í uppsetningu þeirra í Borgarleikhúsinu á verðlaun- aleikritinu „Ég er hættur, farinn". ANorðurlöndum hefur blúsinn lif- að einna bestu lífi í Svíþjóð, enda er þar starfandi kraftmikill fé- lagsskapur, Skandinavian Blues Association, sem gefur út tímaritið góða Jefferson. Nágrannar Svía, Finnar, hafa ekki verið eins áberandi á blúsvettvangin- um, en þó hefur borið nokkuð á eftir Árna finnskum blús hér Matthíasson á landi, því Honey B and the T-Bones voru í sinni þriðju heimsókn hingað, auk þess sem plötur sveitarinnar hafa sumar fengist hér á landi. Honey B. og t-beinin leika ekki tæran blús, enda segja þau ekki í sínum verkahring að varðveita form- ið. I því var gaman að bera saman Vini Dóra og Honey B., en sveitirnar léku saman í Hótel Borg. Ekki fór á milli mála að Vinir Dóra er meiri blússveit og sem slík í fremstu röð. Honey B. byggir aftur á móti mikið á að spila eftir eyranu og gítarkafl- ar, sem voru stuttir á Borginni, þar sem frekar fátt var, teygðust í það óendanlega á Tveimur vinum á föstu- dagskvöld og á sunnudagskvöld, þar sem margt var og meiri stemmning. Tónlist sveitarinnar er ekki ýkja frumleg og lagasmíðar þeirra sjáífra minna meira á popprokk en blús, en það skipti ekki svo miklu máli, enda sveitin geysiþétt og lífleg. Gítarleik- arinn, Esa Kuloniemi, er enginn virtúós, en smekklegur og hæfilega lipur. Rytmaparið, systkinin Aija og Ismo Puurtinen, er þétt og allar skiptingar öruggar. Esa, Aija og Ismo eru skemmtileg sveit að horfa á og hlusta á tónleik- um og ekki úr vegi að heimsóknir þeirra yrðu árlegur viðburðir, en ljóst að íslenskar sveitir þurfa ekki að óttast samanburð, a.m.k. við skand- inavískar blús- eða rokkblússveitir. AEG OORNIIMG mm * ZWILLING J.A.HENCKELS Kaffivélar. Eldföst mót í settum. Stálpottar, 10 ára ábyrgð. Hnífar, stakir. Brauðristar. Eldfösl mót, stök. Steikarpönnur, 10 ára ábyrgð. Hnífasett. HEPPILEGAR GJAFIR HJA ORMSSON! • Það er alltaf skemmtilegt að gefa gjafir. Ekki síst ef þær sameina notagildi og smekkvísi. Það ergóðurvitnisburðurum þann sem gefur. • í verslun okkar að Lágmúla 9 er úrval af glæsilegri gjafavöru til heimilisins. Allt skínandi gæðamerki. • Þar finnurðu áreiðanlega gjöf sem hæfir tilefninu. Bræðurnir ORMSSON - hagsýni í heimilishaldi! BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 9, simi 38820 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.