Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 17
Sitthvad um nóvember mánub ÍJ^L Niels- Hennings ogfleira sent á markaðinn. Þar leikum við m.a. Old folks með strengjum og það er ekkert erfiðara en að leika ballöðu vel. Ég er kannski frægastur fyrir að leika hratt en ekkert reynir eins á mann og að leika fáa tóna í hljómaröð — tóna sem eiga að segja allt sem segja þarf.“ Count Basie var svo hrifinn af Niels ungum að hann bauð honum að ganga til liðs við hljómsveit sína en pilturinn vildi heldur ljúka menntaskólanámj en að flytjast til Bandríkjanna — svo hefði ég heldur aldrei getað húgsað mér að gegna herskyldu þar. Niels lék lengi í tríói Oscar Peter- sons og þar öðlaðist hann mesta frægð í Bandaríkjunum. En nú vill hann ráða tíma sínum meira sjálfur og satt að segja höfum við aðdáend- ur hans oft óskað þess að hann hljóð- ritaði meira undir eigin nafni. „Ég var á ferð og flugi hálft árið en hinn helminginn dvel ég heima og hjálpa Sólveigu við að ala upp dæturnar okkar þijár. Það er dálitið erfitt að ala þær upp gegnum síma. Að vísu er ég duglegur að skrifa heim og þær hafa kynnst mörgu gegnum reynslu mina. Nú höfum við Philip verið að taka upp plötu og svo er ég að fara í ferðalag um Spán með sænska gítaristanum Ulf Wakenius og bandariska trommar- anum Alvin Queen. Við ætlum að fara í tónleikaferð um Norðurlönd í mars eða apríl og þá langar mig mikið til að koma til Islands og leika þar aftur.“ Niels hefur verið mikill íslands- vinur frá barnsaldri. Hann las frá- sagnir af hetjum ísiendingasagn- anna ungur og síðan hefur Sögueyj- an verið draumalandið — en hvenær draumurinn um að ferðast yfir há- lendið rætist veit enginn. Það er svo mikið að gera í tónlistinni. Vonandi kemur Niels hingað með tríóið sitt. Það eru engir smákallar sem leika þar með honum. Ulf Wak- enius hóf feril sinn í rokki og blús. Lék síðan flamenkó, klassík og djass. Hann hefur hljóðritað með jafn ólík- um tónlistarmönnum og brasilíska harmónikkuleikaranum Sivuca og danska fiðlaranum Svend Assmusem og er talinn einn helsti virtúós í evr- ópskum djassgítarleik. Alvin Queen spilaði m.a. með Horace Silver, Ge- orge Benson og Milt Jac.kson áður en hann settist að í Sviss 1979 og er af skóla Elvins Jones. Kannski endurtekur frægðarsagan frá Há- skólabíóstónleikunum 1978 sig er þeir kappar spila með Niels í stað Philips og Billy Harts. í það minnsta er víst að engum mun leiðast á tón- leikunum þeim. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 Félagsheimilið í Efri-Ey. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Fyrsta athöfn í Séra Friðriks kapellu NÝLEGA fór fram fyrsta at- höfn innan veggja Séra Frið- riks kapellu sem nú er verið að reisa að Hlíðarenda í Reykjavík. Styrktarmenn samtaka um byggingu kapell- unnar komu þá saman í tilefni eins árs afmælis samtakanna. Séra Valgeir Ástráðsson flutti hugleiðingu og fór með bæn. Framkvæmdir við byggingu Séra Friðriks kapellu hafa gengið mjög vel. Lokið er við að steypa upp útveggi og vinna við þak er hafin. Um eitthundrað ein- staklingar greiða reglulega styrk til kapellubyggingarinnar auk fyr- irtækja sem veitt hafa kapellunni stuðning í formi fjárframlaga og efnisgjafa. Arkitekt kapellunnar er Nikulás Úlfar Másson, verkfræðingur er Þórður Búason og byggingaraðili er Álftárós hf. Félagsheimilið í nýjan búning Meðallandi. FÉLAGSHEIMILIÐ í Efri-Ey í Meðallandi hefur nú verið klætt og einangrað að utan. Sá bygg- ingarfyrirtækið Hagur hf. á Kirkjubæjarklaustri um þetta. Má segja að þarna lofi verkið meistarann. Var húsið mjög óhijálegt að utan og talið það ljótasta í Meðallandi. Hefur þetta nú snúist í andhverfu og talið að ekki sé nú annað hús hér fal- legra. Er þó eftir að mála þakið, þar sem ekki var tíð til þess, og smámunir ófrágengnir. f Húsið var byggt um 1930 og notað í það að miklum hlut efni úr gamla samkomuhúsinu á Bakkakotsrima sem þá var rifið. Tvisvar var byggt við húsið eftir 1950 og þá á vegum Félagsheimila- sjóðs en í byijun var húsið byggt sem skólahús og einnig ætlað til samkomuhalds. Þarna var skóli fram undir 1970 að hrepparnir hér sameinuðust um kennslu á Kirkju- bæjarklaustri. Tvær veislur eru minnisstæðar úr húsinu. Þær héldu Bretar okkur 1955 og 1956. Strönduðu þátogar- amir King Sol og Crispin. Var þetta viðurkenning fyrir að bjarga áhöfn- unum. Þarna voru ræður fluttar og þess minnst að þetta voru ekki fyrstu áhafnir af breskum skipum sem bjargað var á Meðallandsfjör- um sem frá öndverðu hafa verið mesti strandstaður landsins. Veittu Bretar vel og fór allt fram í mesta bróðerni, þótt þjóðirnar ættu þá í landhelgisdeilu. í Kaupmaitnahöfn » FÆST i BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG A RÁOHÚSTORGI Á Efri-Eyjarbóli þar sem félags- heimilið er, og mýrinni austan við, var áður löggiltur áningarstaður á meðan hesturinn var alls ráðandi á þjóðvegunum. Og þarna í gamla félagsheimilinu ér vinsæll áningar- staður ferðamannahópa sem fara Meðallandshringinn. Er það vel við- eigandi, því þarna hefur verið áð frá ómunartíð. - Vilhjálmur. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur bæn í Séra Friðriks kapellu. * tSSri T FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI91 -25188 MARTA ÖIIEST DORIS LESSING Ein frægasta skáldsaga Doris Lessing og fyrsta bókin í sagnabálki hennar um Mörtu, uppreisnargjarna sveitastúlku af breskum ættum í Afríku. Hún tvístígur á mörkum bernsku og þroska og á sér drauma um réttlátara samfélag og frelsi hinnar fullorðnu konu. En hvað veit Marta um lífið? Um þá baráttu mannanna að lifa í samræmi við hug- sjónir sínar - að takast á við ranglætið í stað þess að tala um það - að vera sjálfstæð kona í heimi sem stýrt er af hvítum karlmönnum? Marta Quest er ástríðufull þroskasaga sem byggir að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - saga nútímakonu í átökum við samvisku sína og samtíð. Birgir Sigurðsson þýddi. isbn 9979-53-008-1 innb. ISBN 9979-53-006-5 kilja Meðalland: AUK k507-39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.