Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
m
m
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Margrét
Heinreksdóttir, stjórnarformaður, og Jóhannes Tómasson, frétta og
fræðsiufulltrúi, kynna landssöfnunina, sem hefst nú um helgina.
Hjálparsöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar að hefjast:
Verja á 13 milljónum til
hjálparstarfs á næsta ári
ÁRLEG landssöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, Brauð
handa hungruðum heimi, hefst í
byrjun desember, og hafa um 90
þúsund söfnunarbaukar og gírós-
eðlar verið sendir til lands-
manna. Söfnunin hefst formlega
með aðventuhátíð í Hallgríms-
kirkju sunnudaginn 2. desember
kl. 16.30, að viðstöddum forseta
Islands, forsætisráðherra og
biskup. Söfnunin í ár fer fram
undir slagorðinu „40 þúsund
börn deyja daglega vegna nær-
ingarskorts og sjúkdóma“. Und-
anfarin tvö ár hefur Hjálpar-
stofnun kirkjunnar einkum sinnt
verkefnum í Asíu og Afríku, og
var um 7 milljónum króna varið
til þeirra á þessu ári, en rúmlega
4 milljónum var varið til verk-
efna innanlands. Á næsta ári er
áætlað að verja um 13 milljónum
til þeirra verkefna sem stofnunin
vinnur að.
af sparifé þínu
Ymsar eignir eru undanþegnar eignaskatti9
t.d. innstœða á BAKHJAKLI sparisjóðsins.
BAKHJARL sparisjóðsins hentar þeim mjög vel sem vilja njóta
hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. BAKHJARL
ber háa vexti umfram verðtryggingu, nú 6.5%, og er aðeins
bundinn í 24 mánuði. Með BAKHJARLI opnast einnig
ýmsar leiðir hjá sparisjóðnum til hagsbóta fyrir þig og þína.
Jafnframt er vert að hafa í huga að talsverður munur
getur orðið á skattbyrði þeirra sem eiga um áramót
inneign á BAKHJARLI, og hinna sem eiga á sama tíma
álíka fjárhæð í verðbréfum og svipuðum eignum.
Athugaðu kostina sem fylgja því
að ávaxta fé þitt á BAKHJARLI sparisjéðsins.
Haföu sparisjóðinn að bakhjarli
SPARISJÓÐURINN
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR, SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS,
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA.
Að sögn Jónasar Þórissonar,
framk'væmdastjóra Hjálpar
stofnunar kirkjunnar, berast stofn-
uninni stöðugt beiðnir um aðstoð,
bæði innanlands og erlendis frá.
Hann sagði að áhersla hefði verið
lögð á að sinna afmörkuðum verk-
efnum, sem væru ekki umfangs-
meiri en það að auðvelt væri að
halda utan um þau og sjá fyrir
endann á.
Jónas sagði að meðal helstu verk-
efna sem unnið verður að á næsta
ári væri áframhaldandi verkefni í
Indlandi, þar sem byggja á lítið
sjúkrahús með aðstöðu fyrir 20
rúmliggjandi sjúklinga. Fram-
kvæmdir við þá byggingu eru þegar
hafnar, og er áætlað að þeim verði
lokið næsta haust. Hjálparstofnunin
hefur ákveðið að aðstoða 100 mun-
aðarlaus börn á Indlandi með því
að fæða þau og klæða og kosta
skólagöngu þeirra. Það kostar um
eitt þúsund krónur á mánuði fyrir
hvert barn, og er hugmyndin að
leita eftir föstum styrktarmönnum
í þetta verkefni. Þá hefur Hjálpar-
stofnunin lagt fram um 3 milljónir
króna til byggingar sjúkraskýlis
sem verið er að reisa í Suður-
Eþíópíu, og á næsta ári verða lagð-
ar fram 3,5 milljónir til að ljúka
því verki.
Jónas sagði að Hjálparstofnun
kirkjunnar styddi verkefni sem unn-
ið væri að í Nairobi í Kenýju, sem
fólgið væri í því að styðja fátækar
konur, sem lent hefðu í erfiðleikum
vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu
eða vændis. Hann sagði að 10-12
konum yrði kenndur saumaskapur
og þeim sköpuð aðstaða til að geta
framfleytt sér og börnum sínum.
„Þetta er grasrótarstarf, sem ör-
ugglega ber árangur ef við fáum
frið til að sinna þessu verkefni,“
sagði hann.
Áætlaðúr kostnaður við þau
verkefni sem Hjálparstofnun kirkj-
unnar ætlar að vinna að á næsta
ári er samtals um 13 milljónir
króna, og er stefnt að því að afla
þess fjármagns að miklu leyti í söfn-
uninni í desember, en þá fer einnig
framm sala á friðarkertum stofnun-
arinnar. Undanfarin ár hafa um
80% af því fé sem Hjálparstofnunin
hefur varið til hjálparstarfa safnast
í landssöfnuninni, og á næsta ári
er áætlað að um 2 milljónir króna
safnist að auki í gegnum styrktar-
mannakerfi stofnunarinnar.
Pennavinir
Sautján ára vestur-þýskur piltur
með áhuga á tónlist, dansi, íþróttum
o.fl.:
Stefan Schaffer,
Sonnenstrasse 8,
8451 Hahnbach,
West-Germany.
Sextán ára menntaskólapiltur í
Ghana með áhuga á körfubolta,
ferðalögum o.fl.:
Osman Minia,
P. O. Box 1027,
Tema,
Ghana,
West-Africa.
Sextugur japanskur bílaverk-
smiðjuhagfræðingur og frímerkja-
safnari:
Toshio Terawaki,
197-8, Chome Showa Minami-
dori,
Amágasaki-660,
Japan.
Sextán ára Austur-Þjóðveiji með
áhuga á íþróttum og frímerkjum
m.a.:
Veit Wagner,
Lutherstrasse 13, 6-20,
Sonneberg,
DDR-6412.