Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 35
MOKGUNBLAÐH) SAMSAFNiÐ Sl'NNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
C 35
Hótel Loftleiðir og Reykjavíkurflugvöllur í baksýn.
Grótta og Seltjarnarnesið séð úr vestri.
SfMTALID...
ER VIÐ BJÖRN BJÖRNSSONPÓSTMEISTARA
RE YKJA VÍKUR___
Þrjármilljón
jólakveðjur ípósti
636000
Póstur og sími
- Góðan dag, er Björn Björns-
son við?
Augnablik. Halló.
— Góðan daginn, ég heiti
Brynja Tomer og er blaðamaður
á Morgunblaðinu, mig langaði
að forvitnast um jólapóstinn.
Sendir fólk ekki alltaf jólakveðjur
sín á milli?
Jú, jú fólk gerir það. Þetta er
gamall og skemmtilegur siður
sem hefur haldist kynslóð eftir
kynslóð.
- Sendir þú sjálfur jólakveðj-
ur?
Já, ég geri það og gef mér
góðan tíma til að skrifa á jóla-
kortin. Mér finnst bæði gaman
að senda kveðjur og fá þær.
- Hvað fara mörg jólakveðju-
bréf í gegnum Póstinn í desem-
ber?
Það hafa verið um þrjár
milljónir á síðustu árum og talan
mjög svipuð frá ári til árs. Við
gerum ráð fyrir álíka magni af
jólapósti í ár og á síðustu árum,
eða um þremur milljónum.
- Hversu margar eru bréfa-
sendingar aðra mánuði ársins?
Þær eru að meðaltali 250 þús-
und á mánuði.
- Er mikið af starfsfólki
bætt við hjá Póstinum
fyrir jólin?
210 manns og þar
af er námsfólk í mikl-
um meirihluta. Auka-
fólkið aðstoðar bæði
við útburð á pósti og
eins í póstmiðstöðinni
í Ármúla og í útibúun-
um.
- Er mikil aukning
á bögglasendingum í
desember miðað við
aðra mánuði?
Já, það er nánast
því helmingi meiri
bögglapóstur í jóla-
mánuðinum en aðra mánuði. '
Yfirleitt eru um 44 þúsund pakk-
ar sendir með pósti á mánuði en
í desember fara þeir uppí 80
þúsund.
- Hafið þið í hyggju að gefa
viðskiptavinunum jólaglaðning
eins og í fyrra?
Já, og það verður sama gjöf
og í fyrra, kassi undir jólapóst-
inn. Þessa kassa er hægt að fá
á öllum afgreiðslustöðum Pósts-.
ins og ef fólk óskar eftir því,
getur það hringt til okkar og
fengið -kassana senda heim end-
urgjaldslaust.
- Hvenær á að skila jóla-
póstinum inn?
Það er alltaf best að vera
tímanlega tilbúinn með jólapóst-
inn og nú er skilafrestur fyrir
jólapóst til Evrópulanda 16. des-
ember en 17. desember fyrir inn-
anlandspóst. Allur jólapóstur
verður borinn út jafnóðum og
hann berst, eins og gert hefur
verið síðastliðin þijú ár.
- Hvers vegna tókuð þið upp
á því að dreifa útburðinum yfir
svo langan tíma?
Ein helsta ástæðan er sú að
þar sem þetta er gífurlegt magn
af pósti verður álagið of mikið á
starfsfólki pósthúsanna og þeim
sem annast útburðinn. Svo kom
það stundum fyrir áður að áríð-
andi bréf lentu óvart
í flokki með jólapósti
og voru því ekki borin
út á réttum tíma. Ég
hef unnið hjá Póst-
inum í 46 ár og ég
man að fyrir 40 árum
var jólapósturinn ein-
göngu borinn út á Þor-
láksmessu og
aðfangadag.
- En það er sem sé
liðin tíð. Þakka þér
fyrir góðar upplýsing-
ar.
Vertu sæll.
Blessuð.
Ein af myndunum sem birtust í Morgunblaðinu eftir leikinn við
Bury. í myndartexta segir: „Heimir Guðjónsson markvörður KR.
vakti sérstaka athygli í leik gegn Bury í fyrrakvöld. Sýndi hann
á stundum frábæran leik og í heild góðan leik. Frammistaða hans
í þessum leik og góð frammistaða í vor verður vart á annan
hátt launuð en að hann verði reyndur í landsliðinu. Hér á mynd-
inni sést Heimir veija fast jarðarskot út í horni. Hann endasent-
ist hornanna á milli og varði allt er að marki bar.“
EINN sögufrægasti leikur í annálum knattspyrnuliðs KR var leik-
urinn gegn enska annarrar deildar liðinu Bury árið 1958. KR
vann þann leik 1:0 og var það ekki hvað síst að þakka frammi-
stöðu markvarðarins, Heimis Guðjónssonar. Hann stóð i ströngu
í markinu gegn nær stöðugri sókn Bury en tókst að verja öll
skot frá liðsmönnum þess. Heimir var meðlimur í svokölluðu
„gullaldarliði" KR, stóð í marki þess á árunum 1956-66. En hvar
ætli Heimir sé í dag?
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Heimir Guðjónsson eins og hann lítur út í dag.
Heimir Guðjónsson hefur unnið
sem vélgæslumaður hjá
Varnarliðinu 8.1. 30 ár, nú síðastu
ár í ijarskiptastöðinni í Grindavík,
og líkar starfinn vel. Hann heldur
enn sambandi við gömlu félag-
anna frá þeim árum sem hann var
í marki KR. Hópurinn safnast
saman reglulega á hvetjum laug-
ardagsmorgni í KR-heimilinu,
drekkur kaffi, rifjar upp gamla
tíma, fyllir út getraunaseðla og
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
HEIMIR GUÐJÓNSSON
MARKMAÐUR ÍKR1956-66
Gaman þeg-
armikiðvar
aðgeraí
markinu
skammast yfir gengi liðsins nú á
síðustu árum. „Við erum orðnir
langeyjir eftir bikar hér í húsið,“
segir Heimir.
Heimir er fæddur á Patreksfirði
en flutti í Vesturbæinn 8 ára gam-
all, nánar tiltekið á Holtsgötuna.
„Við strákarnir í hverfinu spiluð-
um fótbolta á gamla Framnesvell-
inum frá átta á morgnana til tólf
á kvöldin og það var aldrei spurn-
ing um annað en ganga í KR,“
segir Heimir.
Heimir gekk í KR 11 ára gam-
all og hóf að leika með meistara-
flokki félagsins 17 ára gamall,
fyrst sem varamarkvörður en á
árunum 1956 til 1966 átti hann
fast sæti í liðinu. Á þessum tíma
lék hann einnig nokkra leiki með
landsliðinu.
Þegar Heimir rifjar upp fram-
angreindan leik gegn Bury segir
hann að fyrst og fremst hafí hon-
um þótt hann skemmtilegur, „Það
var alltaf gaman að vera í.mark-
inu þegar nóg var að gera, og í
þessum leik var það svo“ segir
hann.
Aðspurður um hvað honum sé
minnisstæðast frá þessum ferli
sínum í KR segir hann það
tvímælalaust vera vináttuna og
félagsskapinn sem myndaðist með
þeim hóp sem þarna lék saman
með KR. „Ég tel að ekkert félag
eigi jafnsterkar rætur í þeim
mönnum sem léku með því hér á
árum áður. Það sést líka af því
að manni finnst vikan alveg
ómöguleg ef maður kemst ekki í
KR-heimilið á laugardögum til að
heilsa upp á gömlu brýnin,“ segir
Heimir.