Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 14
14 C
T^/Ji i/ririsov
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
Björn ó Löngumýri segir frn eftir Gylfn Gröndnl rithöfund
/
EQ HEF LIFAÐ
MERTILGAMANS
MEÐAL nýútkominna
bóka þessar vikurnar eru
minningar Björns Páls-
sonar, fyrrv. alþingis-
manns og bónda á Löngu-
mýri. Höfundurinn er
Gylf i Gröndal og er þetta
fimmtánda ævisaga þessa
fjölhæfa rithöfundar.
Björn segir í bókinni frá
uppruna sínum og ættum,
námi og ferðalögum á
unga aldri yfir hnöttinn.
Heimkominn hefur hann
búskap á ættaróðali sínu
og stundar jafnframt
umsvifamikla útgerð.
Hann segir frá sigursælli
kosningaglímu sinni við
kempuna Jón Pálmason á
Akri 1959 og störfum sín-
um á Alþingi um 15 ára
skeið. Þannig segist Birni
frá um lífið á þingi:
Reiðir mælskumenn
f yy tundum var dá-
V lftið skemmtilegt
í þinginu; en oftar
var þó vistin þar
t dauf og tilþrifalítil.
ÉL W Þegar litið er yfir
r þingbekki, sérstaklega í
néðri deild, eru auðu sætin mörg,
og til þess liggja ærnar ástæður.
Oft hefur verið ákveðið löngu
fyrirfram í þingflokkunum og um
það samið, hvemig mál verða af-
greidd, svo að til lítils er að flytja
ræður eða fylgjast með skoðana-
skiptum manna; það breytir engu.
Einnig verða þingmenn þreyttir
á að sitja lengi á hörðum bekkjum,
ekki síst eldri menn; nauðsynlegt
er að teygja úr sér og liðka sig
öðm hveiju, og þá bregða menn sér
gjarnan í hliðarherbergin.
Ef snjall maður steig í stólinn
og spenna lá í loftinu, þustu þing-
menn inn í salinn til að hlusta á
hann; þá gat orðið góð stemmning
og eftirminnileg.
Einkennandi var fyrir marga af
okkar sterkustu ræðumönnum, að
þeim þurfti að renna í skap til að
menn veittu ræðum þeirra sérstaka
athygli.
Bjarni Benediktsson var yfirleitt
ekki skemmtilegur ræðumaður, ef
hann reiddist aftur á móti varð
hann flugmælskur, rökfastur og
grimmur; þá sátu allir í sætum sín-
um og hlustuðu; við vildum ekki
missa af slíkum sennum.
Bjarni hafði hæfíleika til að
stjórna; líklega hefði viðreisnin ver-
ið lengur við völd, ef hann hefði
ekki fallið frá með voveiflegum
hætti á Þingvöllum; hann var hug-
rakkur og beitti hörku og aga í
flokknum hjá sér, menn voru hálf
smeykir við hann og þorðu ekki að
gera honum á móti skapi.
Dugnaður hans minnti mig á
móður mína, það var ómögulegt að
ganga með honum úti á götu; hann
tuddaðist áfram og gaf sér ekki
tíma til að tala fyrir ákafanum.
Það voru ólíkir stjórnmálamenn,
hann og Ólafur Thors; Ólafur var
glaður og góðlyndur, í kaffistofunni
í þinginu sat Bjami oft einn úti í
horni, en ævinlega var margt fólk
í kringum Ólaf.
En menn báru óskorað traust til
Bjama, þótt hann laðaði ekki að
sér fólk; hann var vitur og gat orð-
ið tilkomumikill í ræðustóli, ef
þykknaði í honum.
Hið sama var að segja um Ólaf
Jóhannesson; hann gat flutt þmm-
andi ræður og látið að sér kveða,
ef honum hitnaði í hamsi.
Magnús Kjartansson var af-
burðagóður ræðumaður; hann und-
irbjó sig vel, áður en hann sté í
stólinn; ég veit ekki, hvort hann
skrifaði ræður sínar niður, en hann
var ábyggilega oftast búinn að
semja þær í huganum. Hann talaði
sjaldan lengi, en málfar hans var
kjarnyrt og gott, og hann gat verið
meinlegur.
Honum tókst ósjaldan að velgja
Bjama undir uggum. Ég taldi
Magnús með bestu ræðumönnum
þingsins. Lúðvík Jósefsson talaði
líka vel, en hann flutti sjaldan inn-
blásnar og upptendraðar ræður, því
að hann varð eiginlega aldrei reið-
ur; hann er lundgóður.
Gísli Guðmundsson var enn einn
þingmaðurinn, sem ekki gat talað
almennilega, nema blóðið rynni örar
í æðum hans. Hann var ofurlítið
haltur og var því lengi að koma sér
í ræðustólinn; og áður en hann
byijaði að tala, þurfti hann að
gretta sig; þegar hann hóf svo loks-
ins ræðuna, hafði hann svo langt á
milli orðanna, að fáir entust til að
hlusta á hann.
Gísli krafðist þess jafnan, að við-
komandi ráðherra væri í salnum,
þegar hann talaði. Ég man, að eitt
sinn þurfti Ingólfur Jónsson, þáver-
andi landbúnaðarráðherra, að sitja
undir ræðu hans, og ég tók eftir,
að honum leiddist afskaplega; hann
tók út þrautir, enda var þá afar
langt á milli orðanna hjá Gísla.
Eg læddist aftan að Ingólfi og
spurði hann, hvort honum þætti
ekki gaman að hlusta á Gísla.
Þá leit ráðherrann upp eins og
varnarlaus fugl og svaraði:
,jÞað er bara alls ekki hægt!“
Ég hef sjaldan séð jafn átakan-
legt augnaráð.
En eitt sinn tekst Þorvaldi Garð-
ari Kristjánssyni að gera Gísla reið-
an; hann verður kafijóður í framan;
og þá bregður svo við, að hann
gerist flóðmælskur. Þingmenn
leggja undrandi við hlustir, því að
Gísli talar reiprennandi og leikandi
létt; málfar hans er svo þróttmikið
og rökvísin slík, að Þorvaldur Garð-
ar verður að láta í minni pokann;
hann hafði ekki roð við Gísla í þess-
um ham.
Bjarni Benediktsson er viðstadd-
ur, því að hann sótti fundi yfirleitt
vel; ég stend við hlið honum og
segi við hann:
„Finnst þér ekki Gísli tala vel?“
„Jú,“ svarar Bjarni og brosir.
„Það þarf ekki að bíða lengi eftir-
orðunum hjá honum núna.“
Síðustu árin, sem ég sat á þingi,
,fór samkomulagið að versna innan
nýja flokksins, Samtaka fijáls-
lyndra og vinstri manna; einkanlega
tókust þeir á, Hannibal Valdimars-
son og Bjami Guðnason. Bjarni gat
ekki séð Hannibal í friði; þurfti að
skjóta á hann alltaf öðru hveiju.
Við Hannibal sátum saman einn
vetur, og eitt sinn tók ég eftir, að
hann kipptist til og roðnaði í vöng-
um undir ádrepum Bjarna.
„Þú verður að mótmæla þessu,“
hvíslaði ég að honum.
Þá vatt karl sér í pontuna og
svaraði fyrir sig; ég dáðist að því,
hve vel honum mæltist, því að hann
hafði ekkj búist við að þurfa 'að
munnhöggvast við samheija sinn;
hapn gjörþekkti það málefni, sem
Bjarni gagnrýndi, og flutti snjalla
ræðu.
Svipurinn á Lúðvík og Magnúsi
Kjartanssyni var ánægjulegur, á
meðan fóstbræðurnir deildu, því að
þeir höfðu lítla ást á þeim, þótt
þeir sætu saman í stjórn; það leyndi
sér ekki.
Ég velti því oft fyrir mér, hvers
vegna Hannibal klyfí alla flokka,
sem hann væri í; og ég gat ekki
komist að annarri niðurstöðu en
þeirri, að hann yrði að fá að vera
formaður, hann var ekki ánægður
nema hann fengi að vera fremstur
í hveijum flokki, ef það gekk ekki,
ja, þá klauf hann bara og fór sína
leið.
En alltaf stóð karl sig eins og
hetja í kappræðum; fljótur að hugsa
og mælskur.
Við höfðum góða skemmtun af
karpi þeirra félaga í þinginu.
Það var líka fjörugt hjá okkur
út af nýjum lögum um barnavemd,
sem Gylfí Þ. Gíslason ætlaði að
setja; hann var svo duglegur að
skipa nefndir og láta semja fyrir
sig frumvörp; þetta voru stærðar
lagabálkar.
Eitt af ákvæðunum í þessu
barnaverndarfrumvarpi fjallaði um
vinnutíma barna; hann mátti ekki
vera nema stuttur; það var unnt
að dæma foreldra í tveggja ára
fangelsi, ef börn voru látin vinna
eftir klukkan fimm á daginn.
Ég minntist á búskapinn í sveit-
um landsins og hvemig hann ætti
að geta gengið, ef gamlir foreldrar
yrðu að basla við það einir að mjólka
á kvöldin, en stálpaðir krakkar
þeirra mættu ekki einu sinni reka
kýrnar út fyrirtúngirðinguna. Engu
var líkara en þeir, sem sömdu þetta