Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 10
MÖRGUNBLAÐIÐ MANIVILÍFSSTRAUMAR SÚNNUDAGÚr' 2. DESEMBER 1990 io c 'LÖGF'RÆÐl/Nýturfóstur réttarvemdarf Fóstureyðingar Andstæö viöhorf — ... að líta fóstureyðingu nánast sömu augum og manndráp, þ.e. að hún sé siðferðilega óréttlætanleg nema í algjörum undantekningartilfellum... .. ,að fóstureyðing sé aðgerð á líkama konunnar sem eigi að vera undir hennar eigin fijálsu ákvörðun komin. NÝLEGA var lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Fiutnings- maður frumvarpsins er Hulda Jensdóttir varaþingmaður Borg- araflokksins. Veigamestu breyt- ingarnar sem lagðar eru til varða heimildir til fóstureyðinga. Ifrumvarpinu er gert ráð fyrir því að heimildir til fóstureyðinga verði verulega þrengdar frá því sem nú er og að þær verði aðeins heimil- aðar af læknisfræðilegum ástæð- um. í samræmi við það er lagt til að fóstureyðingar á grundvelli félags- legra ástæðna verði ekki lengur leyfðar. Breyting- artillögurnar eru m.a. reistar á þeirri meginfor- sendu að líf sem kviknað hefur í móðurkviði sé friðheilagt, eins og það er orðað í frumvarpinu. í gréin- argerðinni er einnig lögð áhersla á að eftir gildistöku laganna frá árinu 1975 hafi fóstureyðingum fjölgað mjög hér á landi. Þetta eigi einkum rót sína að rekja til þess að frjáls- lega hafí verið farið með heimild til fóstureyðinga af félagslegum ástæðum. Bent er á að hlutfall fé- lagslegra ástæðna hafi aukist úr 63,1% á árinu 1976 í 87,7% árið 1985. í tilefni af þessu frumvarpi er við hæfi að riija upp hvernig málum þessum er nú hagað hér á landi. Margs konar réttarreglur eru tengdar' við fóstur. í lagalegum skilningi hefst fósturstig við_getnað og því lýkur við fæðingu. í ritinu Persónuréttur eftir Þórð Eyjólfsson frá 1967 segir, að lögvernd fósturs sé tilkomin vegna þess að „fóstrið er maður á tilteknu þróunarstigi, sem hefur möguleika til þess að fæðast lifandi". Þetta er ekki aðeins umdeild fullyrðing frá læknisfræði- legu og heimspekilegu sjónarmiði, heldur er einnig vafamál hvort þetta er samrýmanlegt íslenskum lögum. Er þá einkum til þess að líta að íslensk löggjöf veitir lífi fósturs ekki jafn ríka vernd og lifandi fædd- um börnum. Engu að síður eru til ýmsar réttarreglur sem bæði í senn er ætlað að vernda líf fósturs og tengja við það viss réttaráhrif. Mik- ilvægustu ákvæðin í þessu sam- bandi er að finna í 216. gr. hegning- arlaga og 1. 25/1975 sem nefnd eru hér að framan. Samkvæmt 1. mgr. 216. gr. hegningarlaganna er það refsivert ef kona deyðir fóstur sitt. Þá er það refsivert samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að deyða fóstur með sam- þykki konu eða ljá henni lið við fósturdráp. Um fóstureyðingar er fjallað í II. kafla laganna frá 1975. í 8. gr. þeirra segir að fóstureyðing sé læknisaðgerð, sem kona gengst undir í því skyni að binda endi á þungun, áður en fóstrið hefur náð lífvænlegum þroska. í samræmi við þetta er gert ráð fyrir að fóstureyð- ing verði eingöngu framkvæmd af læknum og á stofnunum sem ráð- herra hefur viðurkennt í þessu skyni. í 10. gr. segir að fóstureyð- ingu skuli framkvæma eins fljótt og auðið er, helst fyrir lok 12. viku meðgöngunnar. Síðan kemur fram að fóstureyðingu skuli aldrei fram- kvæma eftir 16. viku meðgöngu- tímans, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæð- eftir Davíð Þór Biörgvinsson Heillandi ævi- saga rokk- kóngsins Elvis Presley er komin i allar bókabúðir, bráðskemmtileg og Sogur gföS handa þúsund- um aðdáenda. Metsölubók sem allir vilja svo gjaman eiga. Verð að- eins kr. 2280 Sendum Elvis i póstkrðfu, hvert sem er. FJölvi, Njörvasund 15 A, Sími 688-433 BAÐHENGI BAÐMOTTUR BAÐHERBERGISÁHÖLD Veggfóðrarinn býður eitt mesta úrval landsins af baðmottum og baðhengjum. Nýkomin stór sending af hinum vönduðu þýsku Dússelplast vörum. Einnig baðherbergis- áhöld í 5 litum - handklæóa- slár og fleira. Líttu við og skoðaðu úrvalið. VEGGFÓDRARINN ÍVERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK 1 SÍMAR:(91) - 687171 / 687272 SKÓLAMÁL//fcu?d langar mig abgera? Síarfsval EITT AF ÞVISEM stuðlar að hamingju hvers og eins er að hann sé sáttur við starf sitt. Til þess að svo megi verða þarf að grunda vel það sem menn ætla að taka sér fyrir hendur svo þeir „lendi“ síður í vinnu sem þeim fellur ekki og eru alla daga óánægðir með, Þetta er svo sem ekki einfalt mál síst af öllu nú á tímum og ekki einhlítt að vel fari. í flest- um tilvikum fer saman námsval og val á starfssviði. Námsbrautir þurfa nemendur að velja sér ungir og því þarf skól- inn jafnframt að kynna þeim at- vinnulífið í landinu. Starfskynning eftir Gylfo hefur lengi palsson tíðkast í 10. bekk grunnskóla. Nemendur fá að dvelj- ast í fyrirtæki eða á vinnustað 1-3 daga. Sums staðar er um að ræða heila starfsviku. Með góðum undir- búningi er mörgum að þessu mikill stuðningur þegar framtíðin er skipulögð. Mikilvægt er að kenna unglingum að þekkja sjálfa sig. Spyija: Hvað langar mig að gera? Til hvers er ég fær? Hvað hæfir mér miðað við kröfur starfsins og eigin hæfileika? Að fleiru þarf að hyggja svo sem atvinnuhorfum og afkomu. Eins og við vitum byggja ung börn sína loftkastala og framtíðaráform þeirra eru harla óraunhæf og yfir- borðsleg, mótuð af leikjum eða borðalögðum búningum. Telpur vilja verða flugfreyjur, drengir slökkviliðsmenn eða flugmenn. Læknar og hjúkrunarfólk eiga sína aðdáendur í þessum hópi. A ungl- ingsárum beinist hugurinn meira að því sem ofarlega er á baugi í þjóðfélaginu hveiju sinni. Nægir að nefna fjölmiðlastörf, tölvu- vinnslu, ferðamál og fiskeldi. Þessi starfssvið vekja áhuga og komast í tísku þótt ekki hafi allir erindi sem erfiði. Starfskynning skólanna kemur mörgum niður á jörðina. Val nemenda einkennist gjarnan af þrennu. I fyrsta lagi er um þá að ræða sem enn eru óráðnir og ekki að sligast af ábyrgðarkennd. Þeir velja sér oft heimsóknir í kvikmyndahús þar sem þeir geta setið í makindum og horft á hveija myndina af ann- arri eða koma sér í sælgætis- og gosdrykkjaverksmiðjur óðfúsir að bragða á framleiðslunni. Við þessu er ekkert að gera, þessir unglingar eru einfaldlega ekki tilbúnir en þeirra tími kemur vonandi síðar. Á þeSsum stöðum kynnast þeir þó fólki sem tekur starf sitt alvarlega. Hjá þessum hópi eru spennumál eins og löggæsla og tollvarsla einn- ig vinsælt rannsóknarefni. í öðru lagi eru nemendur sem hafa e.t.v. lengi verið að að hugsa um ákveðin störf en þekkja ekki nægilega vel til þeirra. Þegar kom- ið er á staðínn uppgötva þeir að vinnan er allt annars eðlis en þeir héldu og verða afhuga starfinu á augabragði. Það er í sjálfu sér nið- urstaða góðra gjalda verð því að þetta fólk snýr sér þá að einhveiju öðru í leit sinni. í þriðja lagi eru svo þeir sem fá staðfestingu á því sem þeir hafa verið að velta fyrir sér og velja sér námsbraut í sam- ræmi við það. Þeir mega teljast heppnir. Eða hafa unnið rökrétt og markvisst. Dæmi er til að tengsl hafi skapast milli nemanda í náms- kynningu og fyrirtækis sem leitt hafa til þess að neminn hefur feng- ið þar sumarvinnu. Þegar svo skólastjórinn hans þurfti, tuttugu árum síðar, að tala við forstjóra fyrirtækisins var honum vísað inn á kontór þar sem þessi sam nem- andi sat í forstjórastólnum. Þá má geta þess að ekki er ótítt að börn fari í starfskynningu til foreldra sinna, einkanlega í iðn- greinum og feti síðan i fótspor þeirra líkt og alsiða var fyrr á tímum. Heildarskipulag i þessum starfs- kynningarmálum er ekki um aö ræða þótt liðnir séu meira en þrír áratugir síðan Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur frá Vík í Lóni gaf út bókina Starfsval. Gerður G. Óskarsdóttir fyrrum skólastjóri í Neskaupstað, nú ráðunautur menntamálaráðherra, hefur einnig unnið þarft starf í þessum efnum og ekki ólíklegt að þeir njóti þess enn fyrir austan. Brýnt er að koma á sívirkri samvinnu menntakerfis- ins annars vegar og samtaka at- vinnuveganna, ríkis- og bæjar- stofnana hins vegar til að koma góðri skipan á þessi mál. Þessir aðilar njóta allir góðs af ef vel tekst til. Starfskynning — hefur lengi tíðkast í 10. bekk grunnskóla. Með góðum undirbúningi er mörgum að þessu mikill stuðningur þegar framt- íðin er skipulögð. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.