Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR ‘SUN.NÍ'DAGÚR 2: DESEMBER 1990 Fjölmiðlakönnun Gallup; Fjölgnn útvarps- stöðva eykur ekki hlutfall hlustenda FJÖLGUN útvarpsstöðva hefur ekki aukið hlutfall hlustenda ef marka má nýlega fjölmiðlakönnun, sem Gallup á Islandi hefur unn- ið fyrir Samband íslenskra auglýsingastofa. Samkvæmt könnuninni er ekki nema ákveðinn hluti fólks, á milli 20% til 30%, sem getur eða vill hlusta á útvarp yfir daginn og er það svipað hlutfall og verið hefur allt frá því samkeppnin hófst með tilkomu Rásar 2. Útvárpsstöðvarnar hafa því verið að skipta á milli sín jafnstórum hlustendahópi í sífellt fleiri hluta. Viðmælendur í könnuninni voru valdir af handahófi úr þjóð- skrá úr hópi 15-75 ára einstakl- inga, samtals 1.000 manns. Alls svaraði 721 eða 72% úrtaksins, 504 svarendur bjuggu á höfuðborgar- svæði og á Reykjanesi, eða 70%. Spurt var hvort viðkomandi hefði eitthvað hlustað á útvarp fimmtu- daginn 8. nóvember (frá klukkan 7 til 20) og miðvikudagskvöld 7. nóv- ember (frá klukkan 20 til 24). Spurt var á hvaða stöðvar viðkornandi hafði hlustað sl. viku. Einnig var spurt hvort viðkomandi kynnti sér dagskrá útvarps og sjónvarps. Af aðspurðum kváðust 79% eitt- hvað hafa hlustað á útvarp þann 8. nóvember, en 78% kváðust hafa hlustað í júní. 29% sögðust hafa hlustað á útvarp miðvikudagskvöld- ið 7. nóvember. Eins og áður segir hlusta á milli 20% til 30% á útvarp yfir daginn að undanskildu hádegi þegar yfir 40% hlusta og síðdegis (kl. 18-19) þegar yfir 30% hlusta. Orlítið meiri hlustun mældist nú, en í könnuninni í júní og er hlut- fallslega mest aukning á Bylgj- unni. Á Effemm, Stjörnunni og Aðalstöðinni var hlustendafjöldi svipaður. Af aðspurðum kváðust 23% kynna sér dagskrá útvarps og um 80% sögðust kynna sér dagskrá sjónvarps að jafnaði. Að fréttum Ríkisútvarpsins frátöldum er mest hlustað á Þjóðarsálina á Rás 2, en allt að 26% landsmanna hlustuðu á hana. Besta mynd ársins valin í nýrri samkeppni: Árlegur viðburð- ur ef vel tekst til > -segir Lúðvík Geirsson formaður BI Á næsta ári verður efnt til samkeppni á vegum Blaðamannafélags- ins og nýstofnaðs félags blaðaljósmyndara þar sem besta mynd árs- ins 1990 verður valin. Jafnframt verður efnt til sýningar á þeim myndum sem þátt taka í samkeppninni og verður sú sýning haldin í ASÍ-salnum um mánaðarmótin febrúar/mars á næsta ári. Frestur til að skila inn myndum er til 10. janúar n.k.. Lúðvík Geirsson formað- ur BÍ segir að ef vel takist til muni þetta verða að árlegum viðburði í framtíðinni. Samkeppnin verður þannig upp- byggð að keppt er í sjö efnis flokkum. Eru þeir almennar fréttir, íþróttir, daglegt líf, andlitsmyndir, myndasyrpur, skop og svokallaður opinn flokkur. Lúðvík Geirsson seg- ir að aðalmarkmiðið með þessari samkeppni sé að hvetja ljósmyndara til dáða en einnig sé hugmyndin að gefa út bók með þessum mynd- um. „Okkur fannst kominn tími til að halda svona keppni hér á landi, þær tíðkast víðast hvar annarsstað- ar í nágrannlöndum okkar,“ segir Lúðvík. Dómnefnd hefur þegar verið skipuð og eiga sæti í þenni þeir Ómar Valdimarsson fyrrum form- aður BÍ, Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari og Gunnar Öm Gunn- arsson iistmálari. Fyrsta íslenska myndbandið um alnæmi er líklegra til þess að hafa áhrif vegna þess að það byggir á raunveruleika sem er kunnur þeim sem með- taka eiga boð- skapinn 0RUGGARA KYN^) lif y „Þessi mynd lýsir því, á hispursiausan hátt, hvernig unnt er að lifa ðruggu en jafnframt skemmtilegu kynlífi" Án þess að koma því eins vel til skila og mögulegt væri hvað alnæmi sé, þá lýsir fyrsta íslenska mynd- bandið um sjúkdóm- inn því skilmerkilega hvernig unnt er að lifa öruggu en jafn- framt skemmtilegu kynlífi. Fræðsla sett á oddinn Alnæmi er ógnvaldur sem slær fyrir neðan beltisstað. Vestur- landabúar vissu fyrst ekki hvernig þeir áttu að bregðast við þess- um vágesti sem hvorki pillur, sprautur né skurðaðgerðir gátu fjarlægt. Fljótlega urðu menn sammála um að árangursríkast væri að upplýsa og fræða almenning í þeirri von að hann breytti samkvæmt því. Síðan þá hafa lærðir sem leikir deilt um það hvernig best sé að fræða og upplýsa um alnæmi. Nýverið kom út fyrsta íslenska fræðslumyndbandið um þennan sjúkdóm. Þetta myndband er hvorki betra né verra en mörg erlend bönd um sama efni, en þar sem það er íslenskt er það byggt á veruleika þeirra sem meðtaka eiga boðskapinn. Þegar upp er staðið skipt- ir það miklu máli. Fræðslumyndbönd snúast um þekkingu. Öruggara kynlíf, en svo heitir þetta nýja myndband kvikmyndafélags- ins Nýja bíós, fjallar um líffræði- legar og félagslegar staðreyndir, viðhorf og atferli. Markmið mynd- bandsins virðist vera að fræða um þessar staðreyndir og á grund- velli þeirra móta heilbrigð viðhorf og hvetja til réttrar hegðunar. Styrkleiki myndbandsins felst í því að fólki er ráðlögð æskileg kynhegðun á hispurs- og kinn- roðalausan hátt. Hjúkrunarfræð- ingur horfir í augu áhorfenda og talar til þeirra um munngælur, tippi, smokka og samfarir rétt eins og byggingarverkfræðingur um burðarþol og alkalískemmdir. Hann er alvarlegur en afslappaður og málfar og orðaval er gott, eðli- legt ,og óþvingað. Skilaboðum er komið til áhorfandans á persónu- legan og beinskeyttan hátt. Að sögn aðstandenda var þessi leið farin að ráði bandarísks kyn- fræðslufræðings og vafalaust má færa haldgóð rök fyrir því að hún sé betri en margar aðrar, þegar tilgangurinn er að hafa áhrif á viðhorf fólks og hegðun. Þegar markmiðið er hins vegar að upplýsa um staðreyndir eins og t.d. einkenni ólíkra kynsjúk- dóma eða sögu alnæmissjúkdóms- ins eða eðli og starfsemi alnæmis- veirunnar er einmitt sú leið, að láta andlit á skjá þylja romsur, einhver sú versta sem hægt er að hugsa sér. Þar eru möguleikar myndmiðilsins alls ekki nýttir sem skyldi. Myndskreytingar, graf- ískar skýringarmyndir eða texta- BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson upptalning hefði gert framlag læknanna tveggja, sem fram koma í myndbandinu, markviss- ara og eftirminnilegra. Nemand- inn hefði þá beitt bæði skynfærum heyrnar og sjónar, sem ávalft er áhrifameira þegar markmiðíð er að bera á milli þekkingarmola. Þannig er það að sama kennslu- aðferðin er helsti styrkur þessa myndbands og um leið veikasti hlekkurinn. Aðferð, sem hentar vel til þess að fá ungling til þess að nota smokk, getur reynst gagnslítil við að útskýra fyrir honum, hvernig alnæmisveiran brýtur niður ónæmiskerfi líka- mans. Það er gömul viska og ný að leiðir skulu metnar í ljósi mark- miða. Myndval þessa 25 mínútna langa myndbands er fjölbreytt og textahandrit er vandað og gott. Uppbygging og röð efnisþátta er rökræn og framlag mannsins á götunni er eðlilega ofið efnisþátt- um myndbandsins. Aðstandandi myndbandsins sagði að markmið- ið hefði m.a. annars verið að fræða en ekki hræða og h'klega hefur það tekist. Á hulstri mynd- bandsins stendur að það lýsi hvernig unnt sé að lifa öruggu en jafnframt skemmtilegu kynlífi. Óhætt er að skrifa undir það. Kennarar og aðrir uppalendur svo og þeir í heilbrigðisgeiranum sem koma nærri kynfræðslu hljóta að fagna Öruggu kynlífi. Þarna er á ferðinni fræðsluéfni sem nem- endur átta sig vél á, því þarna heyrast íslensk sjónarmið og við- horf, — þama sést íslenskur veru- leiki. Alnæmi, í víðasta skilningi, er ekki síður félagslegur sjúkdóm- ur en líffræðilegur. Aðför að hon- um verður því að byggjast á for- sendum sem finnast í samfélagi okkar hér á landi. Því ætti þetta myndband að geta nýst betur en mörg ágæt erlend myndbönd um sama efni. Því má hins vegar ekki gleyma, að eitt fræðslumynd- band leysir aldrei allan vanda. Það kemur hins vegar að gagni ef rétt er á málum haldið. Aðforin að fimrnta h-inu Langtum of margir fréttamenn hér heima og ekki síst illu heilli þeir sem starfa við blöðin sýnast vera búnir að glata tímaskyni sínu eða af- - skrifa það einsog hvernann- an hégóma. Þeir láta alla- vega hver um annan þveran einsog tímasetning í fréttum sé einskær fyrirtekt og vitna til dæmis óspart og einsog ekkert væri sjálfsagðara í allskyns fólk útum allar trissur án þess að skeyta hið minnsta um að segja okkur frá því við hvaða tækifæri þessar blessaðar manneskjur hafi gerst svona skrafhreif- ar. Viðmælendur fyrr- greindra fréttamanna einsog dingla fyrir bragðið í lausu lofti, enda vonlaust með öllu í æði mörgum tilvikum að geta sér til um hvort ummæl- in sem þeir eru bornir fyrir -séu síðan í gær_eða frá því í fyrradag eða jafnvel þaðan- af eldri. Svo sagði í upphafi DV- fréttar ekki alls fyrir löngu: „Við erum bjartsýnir og von- um að þetta verði upphafið að því að fólk geti lokið stúd- entsprófi hér heima,“ sagði Sigrún Oddsdóttir, kennari á Vopnafírði. Og í inngangs- orðum fréttar hér í Morgun- blaðinu sem birtist skömmu síðar sagði á þessa leið: „Ástæðan fyrir uppsögn minni er einfaldlega sú að niðurstaðan á félagsfundi SIF síðastliðinn föstudag var í þá veru að ég taldi í raun og veru ekki annað fyrir mig að gera,“ sagði Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda í samtali við Morgunblaðið. í hvorugu fyrrgreindra til- vika hafa fréttamennirnir fyrir því að upplýsa okkur um hvenær þeir hafi rætt við viðmælendur sína. Þau Sig- rún og Magnús einsog detta bara sisona ofanúr skýjunum og setja við svo búið umsvifa- laust talfærin í gang einsog hveijar aðrar strengjabrúð- ur. í SÍF-fréttinni er „tíma- leysið“ raunar að því leyti aðfinnsluverðara en ella að fjölmiðlar höfðu einmitt lagt nokkuð uppúr því svona til bragðbætis kannski að sögu- hetjan var raunar víðsfjarri góðu gamni þegar fréttin um uppsögnina barst út, var ekki einu éinni á landinu heldur á ferð og flugi um Frakkland í erindum sölu- samtakanna. Hvar og hve- nær blaðamanninum hafði auðnast að klófesta stjórann var því fjarri því að vera aukaatriði. Hafði okkar mað- ur gómað hann í einhverri saltflskskemmunni barna ytra eftir æsispennandi elt- ingaleik þvert yfir Frans eða var Magnús okkar þegar fréttin var samin búinn að skila sér heim og sat bara þá stundina í særhilegasta yfirlæti nánast oná herðun- um á blaðamanninum, nefni- lega á skrifstofu SÍF á hæð- inni fyrir ofan ritstjóm Morgunblaðsins? Fyrir kemur meira að segja — svona forhertir ger- ast menn — að sjálfur at- burðurinn sem um er fjallað á sér stað í tómi af því tagi sem hér hefur verið lýst. I inngangi fjögra dálka for- síðufréttar sem ég tók til handargagns sagði svo fyrir skemmstu: „London, Reuter. — Breskir, bandarískir og ástralskir sjóliðar fóru um borð í íranskt flutningaskip, Tadmur, á Persaflóa og sneru því til hafnar þegar í ljós kom að farmur skipsins braut í bága við viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna." Ekki bætti úr skák að ekki var vikið að því einu orði í framhaldinu hvort heldur atburðurinn hafði átt sér stað í gærkvöldi eða í gær- morgun ef svo var ekki eða jafnvel bara einhverntíma í fyrrinótt. í veröld þarsem stríðin eru stundum hespuð af á fimm sex dögum skiptir tímasetn- ing augljóslega máli. Ansi er ég hræddur um það til dæmis að þeir þættust vakna við heldur svona bágborinn draum, stjórarnir á Washing- ton Post skulum við segja, ef uppsláttarfréttin sem þeir væru skrifaðir fyrir þann daginn væri jafn vanburða og sú sem vitnað er í hér efra. Hjá okkur virðist á hinn bóginn svo komið núna að það sem til skamms tima mátti rekja til slysni eða víta- verðs kæruleysis það fremja sífellt fleiri fréttamenn vit- andi vits og komast upp með það. Mér skilst meira að segja að á sumum bæjum flokkist svona vinnubrögð orðið undir „hagkvæmni" eða „hagræðingu" eða eitt- hvað álíka viturlegt: ef menn eru ekkert að fárast útaf því hvenær hlutirnir gerast (kvað vera brellan) þá skiptir það svosem ekki alltaf öllu máli að heldur hvenær þeim er komið á framfæri. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta hinsvegar hin fáránlegasta fréttamennska sem á eftir að vinda uppá sig ef þeir sem ráða fjöl- miðlaferðinni hér uppi á Fróni taka ekki í taumana. H-in fimm (hvað, hveijir, hvemig, hvar og hvenær) sem maður ólst upp með hér á Mogga meðal annars eru ennþá í fullu gildi. Þeir fjölmiðlagarpar sem hneigjast til þess að meta fréttir eftir geymsluþoli þeirra eru einfaldlega á rangri hillu. Frægðin og framinn kynni fremur að bíða þeirra í kart- öflurækt til dæmis. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.