Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.; DESEMBER 1990 C 27 þar var hann hinn fjölhæfi og glaði félagi, sem lífgaði og yljaði allt í kring um sig. Þar kynnu aðrir mér betur frá að greina, en vel fann ég svo víða hversu virtur Sölvi var fyrir kunn- áttu sína, leikni og ljómandi snilld- artakta við græna borðið. Þar var hinn kjömi vettvangur glöggskyggni hans og góðra hæfi- leika. Sölvi átti til traustra og góðra ættstofna að’ telja og átti indælt heimili í bernsku og æsku. Fæddur var hann að Ekkjufellsseli í Fellum, en foreldrar hans voru Fellamenn bæði, þau hjónin Jóhanna Guð- mundsdóttir og Sigurður Sig- bjömsson, sem verkstjóri var hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði um árafjöld. Sigurði kynntist ég mæta vel og mat mjög mikils fyrir mann- kosta sakir, en í engu mun eigin- konan hafa staðið honum að baki, en hún dó á bezta aldri. Systkini Sölva er upp komust eru 3. Sölvi flutti með foreldrum sínum til Reyðarfjarðar barnungur og þar var bernsku- og æskuvettvangur hans. Tvítugur að aldri fór hann til náms í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prífi 1945. Árið eftir eða 5. júní 1946 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Aðalheiði Þórarinsdóttur frá Keldudal í Dýrafirði, mikla ágætis- konu og myndarlega húsmóður um leið. Þau bjuggu í Reykjavík allt til ársins 1961, þar sem Sölvi stundaði ýmist afgreiðslu- eða skrifstofustörf, enda áttu þau vel við lunderni hans og lipurð. 1961 fluttu þau svo heim á Reyðarfjörð þar sem Sölvi vann að ýmsu m.a. bókhaldsstörfum hjá SR og skrifstofustörfum í kaupfé- laginu, en lengst og allt til loka sem skrifstofumaður Reyðarfjarð- arhrepps. Þau hjón eignuðust tvær dætur: Jóhönnu Sigríði, sem'býr á Eskifirði, gift Davíð Valgeirssyni bifreiðastjóra og eiga þau fimm börn og Þórunni Freydísi, sem býr í Neskaupstað, gift Jóni Þorláks- syni húsasmíðameistara og eiga þau tvær dætur. Sölvi varð bráðkvaddur að heim- ili sínu 4. nóvember sl. Nær sjötíu ára lífsgöngu var lokið. Það húmar í hugans innum, þegar horfinn er á braut samferðamaður um svo langa leið. Með söknuði er kímninnar meistari kvaddur og aðstandend- um öllum sendar af alúð samúðar- kveðjur. Tómleg mun mörgum þykja koman í „ráðhúsið" hans Sölva míns, þegar hann er á brott. Minning hans mæt er mér hug- umkær. Helgi Seljan A K Útfararþjónustan "m Öll þjónusta viö útfarir og kislulagningar. Sjáum um flutninga á kislum ög likflutn- inga innan og utan höfuöborgarsvœöisins. Sérhæfð þjónusta unnin af fagfólki. Útfararþjónustan sími 679110, heimasími 672754. * ■ ' ~ * Sii I Ifp I I leö simsvara Sjálfvirkt val — Innbyggdur hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. / tilefni dagsins bjóðum viðuppá heitt súkkuiaði meðrjóma ognýbakaðar piparkökur. Komið og skoðið okkar sérstæðu aðventu- skreytingar. Margar nýjungar. Opið alia daga frá kl. 9-21. Bióvi lAMxrm Hafnarstræti 3 íGrófinni - Símar 12717 og 23317 I dag ER FYRSTI SUNNUDAGURí ADVENTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.