Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Harðstjórn í þágn nýlenduveldis Framkvæmdir í Smárahvammslandi í Kópavogi: Nýtt samkomulag Kópavogs- bæjar og Fijáls framtaks Réttir verulega hlut bæjarins, segir formaður bæjarráðs NÝTT samkomulag hefur tekist milli bæjaryfirvalda í Kópavogi ann- ars vegar og Fijáls framtaks hins vegar um framkvæmdir og kostnaðar- skiptingu vegna þeirra í Smárahvammslandi í Kópavogsdal, en þegar nýr bæjarstjórnarmeirihluti tók við í Kópavogi að loknum kosningum síðastliðið vor taldi hann samninga fyrri meirihluta við Frjálst framtak óhagstæða bæjarfélaginu og vanhöld á efndum af hálfu Frjáls fram- taks. Ráðgjafarnefnd var skípuð til viðræðna við Frjálst framtak og náði hún fýrir skömmu samkomulagi sem báðir aðilar hafa staðfest. Meðal þess sem samkomulag er um, er að Kópavogsbær getur boðið fjölbýlis- og raðhúsalóðir í Smárahvammslandi strax eftir næstu ára- mót. „Eftir þessa samninga hefur gróið um heilt á milli aðila og er samkomulag viðunandi," sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, í samtali við Morgunblaðið. Orð Actons lávarðar hafa oft verið notuð, þegar nauð- synlegt er að lýsa áhyggjum vegna valdabrölts eða andstöðu við það. Hann komst þannig að orði: Vald spillir, alræðisvald spillir algjörlega. Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur enn verið að auka völd sín um hátíðirnar. Hann hefur í hótunum við full- trúaþingið sem nú situr á fund- um í Kreml. Síðast í gær gaf hann til kynna að sovéska for- ystusveitin myndi segja af sér, ef þingið kysi ekki Gennadij Janajev varaforseta Sovétríkj- anna. Með þeim hætti knúði Gorbatsjov fram vilja sinn á þinginu. Hann lét einfaldlega endurtaka atkvæðagreiðslu undir þessari hótun, af því að hann vildi ekki sætta sig við að meirihluti þingheims hafnaði Janajev, eina frambjóðandunum í embættið. Þessi nýi skjólstæð- ingur Gorbatsjovs segist vera kommúnisti fram í fingurgóma. Harðlínumennimir eru að færa sig upp á skaftið í skjóli Gorb- atsjovs. Á þeim tæpu sex árum sem liðin eru síðan Mikhaíl Gorb- atsjov komst til æðstu valda í Sovétríkjunum hafa miklar von- ir verið bundnar við störf hans. Breytingarnar hafa einnig orðið ótrúlegar á mörgum sviðum. Sovéska heimsveldið hefur tekið að gliðna og íbúar fylgiríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu geta nú um frjálst höfuð strokið eft- ir rúmlega 40 ára kúgun. Innan Sovétríkjanna hefur sú breyting orðið, að nú er ekki lengur rætt um hvort veita eigi einstökum lýðveldum ríkisins aukin völd heldur hvert eigi að vera valdsvið þeirra gagnvart miðstjórninni í Moskvu. Þar deila þeir helst Gorbatsjov og Boris Jeltsín, forseti lýðveldisins Rússlands. Það er ekki heldur lengur rætt um hvort eigi að falla frá miðstýrðum áætlunar- búskap í efnahagsmálum heldur hve hratt eigi að afnema sós- íalíska stjórnarhætti. Um þetta hefur þá greint Gorbatsjov og Nikolaj' Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sem nú liggur þungt haldinn eftir hjartaáfall. Á fulltrúaþinginu, sem nú er haldið í Moskvu, hefur Gorb- atsjov ekki aðeins beitt þvingun- um ti! að fá harðlínumann kjör- inn varaforseta. Hann hefur fengið samþykkt forystuhlut- verk sitt í lýðveldaráði Sov- étríkjanna, þar sem ætlunin er að forystumenn einstakra lýð- velda og miðstjórnarinnar í Moskvu ráði ráðum ' sínum. Gorbatsjov hefur fengið sam- þykkt, að ríkisstjórn Sovétríkj- anna verði valin af honum. I þriðja lagi hefur hann undirtök- in í nýju öryggisráði ríkisins, þar sem hann stjórnar störfum fulltrúa hers og öryggislögregl- unnar KGB. Boris Jeltsín segir, að Gorbatsjov hafí nú fengið meiri völd en einræðisherrann Jósep Stalín hafði á sínum tíma. Gorbatsjov hefur meðal ann- ars rökstutt nauðsyn hinna miklu valda fýrir sig með því að vísa til „myrkraafla“ í landinu, sem óhjákvæmilegt sé að halda í skefjum. Óljóst er hvort forsetinn á hér við al- mennan glæpalýð eða fólkið og forystumennina í einstökum lýðveldum, sem vilja ekki sætta sig við fyrirmæli frá Moskvu. Hvað sem því líður blasir við öllum, sem það vilja sjá, að vald- aklíkan í Kreml með Gorbatsjov í fylkingarbrjósti sættir sig ekki við sjálfstæði einstakra sov- éskra lýðvelda. Kremlverjar eru enn í sporum nýlenduherra sem mega ekki til þess hugsa að láta þumlungs lands af hendi til þjóðanna sem löndin byggja. Efnahags- og atvinnustarf- semin hefur hrunið í Sovétríkj- unum í valdatíð Gorbatsjovs. íbúar stórborga eins og Moskvu og Leníngrad búa við verri kjör en áður og hungur veldur mörg- um angist. Hvorki Gorbatsjov né aðrir forystumenn Sovétríkj- anna hafa framkvæmt nokkuð til úrlausnar á þessum vanda. Þeir eiga nú fullt í fangi með að halda Sovétríkjunum saman. Ótti íbúa Eystrasaltslandanna við valdbeitingu gegn sjálfstæð- iskröfum þeirra sýnir, að völdin sem Gorbatsjov hefur sankað að sér eru líklega forsenda þess að hervaldi verði beitt í þágu Kremlveija í Iýðveldunum. Kommúnismi og kommún- istaflokkurinn er ekki lengur bakhjarl Kremlveija. Þeir geta ekki treyst á flokkinn eða flokksmenn til að reka erindi fyrir sig í einstökum lýðveldum eða til að halda uppi aga meðal almennings. Þeir vilja ekki held- ur leyfa fólkinu að ráða í al- mennum kosningum í fjöl- flokkakerfi. Þá er aðeins vald í skjóli hers og lögreglu eftir. í krafti þessa valds situr Gorb- atsjov enn á forsetastóli og það er farið að hlakka í harðlínu- mönnunum. Gunnar sagði að meðal þess sem meirihlutinn hafi deilt á sé hvernig staðið var að samningunum við Fijálst framtak. „í þeim samningum fyrir bæinn stóðu menn sem höfðu hvorki reynslu né þekkingu til þess arna og eru slík vinnubrögð með öllu óverjandi. Erlendis, ef menn hefðu gert slíkar „bommertur", yrði stjórnmálaferill þeirra ekki lengri," sagði hann. Gunnar sagði síðan hafa komið í ljós að ekki væri allt með felldu í samningum Kópavogsbæjar við Fijálst framtak hf., eins og á hefði verið bent af fulltrúum núverandi meirihluta bæjarstjórnar fyrir kosn- ingar. „Eftir kosningar þótti okkur lítið gerast þarna niðri í dal. Þegar málið var kannað kom í ljós að við samningagerðina höfðu embættis- Með lögum um fjarskipti frá 1984 var einkaréttur ríkisins til innflutn- ings og verslunar með notendabúnað vegna fjarskipta afnuminn, en sam- kvæmt lögunum er Póst og símamál- astofnuninni falið eftirlitshlutverk menn bæjarins, eins og bæjarlög- fræðingur og bæjarverkfræðingur, verið lítið með í ráðum og vissu harla lítið um málið. Oddvitar fyrri meirihluta og þáverandi bæjarstjóri voru mennirnir sem töldu sig færa um að semja við fulltrúa Fijáls fram- taks, þrátt fyrir algjöran skort á sérþekkingu og reynslu í slíkri samn- ingagerð eins og niðurstöðurnar sýndu. Oftrú þeirra á eigin hæfileik- um var því með eindæmum og sýnir það því mikinn skort á dómgreind þessara manna,“ sagði Gunnar. Lækkuðu verðið Gunnar segir margt ámælisvert hafa komið í ljós þegar kafað var ofan í málið með embættismönnum bæjarins. „Í fyrsta lagi að þegar bærinn keypti landið og gekk inn í með vamingi keppinauta og jafn- framt verslunarstarfsemi á sama sviði. Telur umboðsmaður Alþingis ástæða sé til að endurskoða þessa skipan með hliðsjón af þeim viðhorf- um, sem fram koma í lögum um tilboð SÍS til landeigenda seldu þeir Fijálsu framtaki stærra land heldur en þeir höfðu keypt, fyrir sama verð, það er að segja lækkuðu verðið til Frjáls framtaks um verulega upp- hæð. í öðru lagi var norðurhluta svæð- isins breytt úr iðnaðarsvæði í íbúðar- byggð. Við það breytast gatnagerð- argjöld og hækka verulega, í þessu tilviki um nálægt 90 milljónir. Þrátt fyrir það var samningunum við Fijálst framtak í engu breytt, utan að þeir voru látnir leggja hluta af götum sem lækkar þessa upphæð eitthvað. I þriðja lagi vantaði nægileg veð fyrir skuldum Fijáls framtaks við bæinn sem nema 20 til 25 milljónum króna. I íjórða lagi var gert leynisam- komulag við Fijálst framtak án þess það væri nokkurs staðar borið upp, í bæjarstjórn eða bæjarráði, um að allar framkvæmdir á vegum bæjar- ins í Kópavogsdal skyldu fram- kvæmdar af Fijálsu framtaki. Þetta var búið sem við tókum við af fyrri meirihluta," sagði Gunnar. Eftir að þetta kom í ljós, sagði Gunnar að skipuð hafi verið ráðgjaf- arnefnd fyrir bæjarráð sem skyldi kanna málið varðandi allt svæðið í Kópavogsdal, einnig það sem ekki kom Frjálsu framtaki við. Sú nefnd verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. í áliti hans kemur fram að viðurkennt sé af hálfu Póst- og símamálastofnunar- innar og samgönguráðuneytisins að núverandi skipan mála sé óæskileg, og þessir aðilar telji sjálfir að eftir- lit með innflutningi væri betur kom- ið í höndum óháðrar prófunarstofn- unar. byijaði á samningunum við Fijálst framtak. Nefndina skipa, auk bæjar- verkfræðings, Halldór Jónsson og Björn Ólafsson verkfræðingur. Hlutur bæjarins réttur „Þeir byijuðu á því að ganga til viðræðna við Fijálst framtak þar sem samband bæjaryfirvalda og fyr- irtækisins var stirt á þeim tíma,“ sagði Gunnar. „Niðurstöður nefnd- arinnar voru þær að Fijálst framtak hefði staðið í skilum við bæjarfélag- ið í einu og öllu og framkvæmda- áætlanir þeirra staðist, en engar byggingar höfðu risið. í samningun- um við Fijálst framtak var reyndar ekkert ákvæði um tímasetningar byggingaframkvæmda, aðeins sagt að stefnt skyldi að því að byggingum verði lokið 1995. Nefndin lagði síðan fyrir bæjarráð, eftir langar samn- ingaviðræður, samkomulag við Fijálst framtak sem réttir hlut bæj- arins verulega varðandi áður nefnd atriði. Einnig var í samkomulaginu gert ráð fyrir að báðir aðilar mundu vinna að uppbyggingu svæðisins af öllum rnætti." Gunnar sagði að í hinu nýja sam- komulagi felist, að Kópavogsbær fái lóð undir félagslegar íbúðir frá Ftjálsu framtaki og að tryggt sé að bærinn geti úthlutað fjölbýlishúsa- lóðum og raðhúsalóðum strax eftir næstu áramót. „Og hefur núverandi meirihluti eftir aðeins sex mánaða setu á valdastóli náð að hafa nægi- legt lóðaframboð í bæjarfélaginu, en slíkt var ekki raunin þegar hann tók við.“ Gunnar sagðist vænta hins besta af samstarfi við Fijálst framtak um uppbyggingu í Kópavogsdal í fram- haldi af þessu nýja samkomulagi. „Þarna mun rísa einn stærsti versl- unarkjarni höfuðborgarsvæðisins í einni veðursælustu og miðlægustu byggð svæðisins og þarna verður einnig HM-húsið. Á þessu svæði byggja einnig BYKO, Ikea og Hagkaup og eru byggingarnar enn á hönnunarstigi, en framkvæmdir hefjast að líkindum á næsta ári. Næsta verk ráðgjafar- nefndarinnar verður að ræða við þessa aðila, og einnig Toyota, sem byggir iíka í Kópavogsdal," sagði Gunnar Birgisson. Varaforseti Skáksamband íslands: Vill að ísland gangi úr Skák- sambandi Norðurlanda Einar S. Einarsson segir af sér öllum störfum fyrir norræna skáksambandið ÁSKELL Örn Kárason, varaforseti Skáksambands íslands, hefur tilkynnt stjórn Norræna skáksambandsins að hann muni leggja tii að Islendingar segi sig úr Skáksambandi Norðurlanda. Málið verður tekið fyrir í stjórn Skáksambands íslands upp úr áramótum og eru allar líkur taldar á að þar verði úrsögn úr norræna skáksamband- inu formlega samþykkt. Þá hefur Einar. S. Einarsson, fyrrv. formað- ur Skáksambandsins, sent stjórn Skáksambands Islands bréf þar sem hann segir af sér öllum störfum á vegum norræna skáksambands- ins. Hann hefur m.a. verið ritari sambandsins um árabil. Ástæður þessa eru megn óánægja með hlut íslenskra skákmanna í norrænu skáksamstarfi, andað hafi köldu í garð íslendinga og þeir ekki feng- ið forystuembætti sem sóst hafi verið eftir. Þá sé Iítið gagn í aðild að sambandinu, að sögn Áskels. Áskell sagði að á seinustu árum hefði verið vaxandi óánægja með samskiptin við Norræna skáksam- bandið. Á þingi sambandsins í Finnlandi árið 1989 bauð Einar S. Einarsson sig fram í embætti svæðisforseta Norðurlandanna gagnvart Alþjóða skáksamband- inu. „Einar hafði unnið mikið starf innan sambandsins og naut mikils stuðnings. Forseti sænska skák- sambandsins gerði úrslitakröfu um að hann fengi þetta embætti þar sem Svíar ættu að sjá um næsta skákþing Norðurlandanna og gaf í skyn að Svíar myndu segja sig úr sambandinu ef þetta gengi ekki eftir. Það varð úr að Svíinn tók við embættinu eftir eitt ár en nota átti tímann til að leysa úr þessari Onnu llltl lUtllilIUl deilu. Að okkar mati hefur ekkert gerst annað en að reynt hefur ver- ið að grafa undan Einari með ýmsu móti,“ sagði Áskell. Hann sagði að á þingi Skáksam- bands Norðurlandanna í Novi Sat í Júgóslavíu á dögunum hafi verið lögð fram tillaga um að forseti sænska skáksambandsins, forseti danska sambandsins og Einar skiptu með sér þremur embættum og að sænski forsetinn fengi for- setaembætti sambandsins. „Þetta hafði verið undirbúið á bak við tjöldin og allir aðrir en við íslendingarnir fengnir til.að sam- þykkja þetta. Það var svo keyrt í gegn og var dropinn sem fyllti mælinn hjá okkur," sagði Áskell. Áskell krafðist þess þá að hald- inn yrði fundur með norrænu full- trúunum þar sem hann rakti óánægju íslendinga. „Ég sagði að ekki væri tekið tillit til okkar og við meðhöndlaðir eins og smápeð út í hafi þrátt fyrir að við teljum okkur þó vera sterkustu skákþjóð Norðurlandanna. Ég tilkynnti þeim að við teldum okkur hafa lítið gagn af þessu samstarfi og að ég myndi leggja til að Skáksamband íslands gengi úr Skáksambandi Norður- landanna,“ sagði hann. „Skáksamband Norðurlandanna gerir ekki neitt fyrir skák og er orðið steinrunnið samband. Okkur hefur helst verið akkur í unglinga- skákmótum á vegum þess og það er auðvitað eftirsjá í þeim en að- stæður á þessum mótum hafa ver- ið misjafnar og keyrði um þverbak á í Danmörku í sumar þar sem aðstæður voru algerlega óviðun- andi. Þetta hefur bæst ofaná annað í þessu samstarfi og ég tel að við eigum að ganga út úr samband- inu,“ sagði Áskell. Umboðsmaður Alþingis: prófunarstofnun annist eft- irlit með innflutningi símtækja UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, hefur sent frá sér álit þar sem segir að sú tilhögun að Póst- og símamálastofnunin hafi með höndum innflutning og sölu á símtækjum og auk þess eftirlit með inn- flutningi samkeppnisaðila sé óæskileg, og telur hann að eftirlitinu væri betur komið í höndum óháðrar prófunarstofnunar. Oháð MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 25 íshúsfélag Bol- ungarvíkur hf.; Hluthafa- fundur um sameiningu fjögurra fyrirtækja Bolungarvík. HLUTHAFAR í íshúsfélagi Bol- ungarvíkur hf. koma saman til fundar á morgun, laugardag, þess að ræða sameiningu við fyrirtækin Völustein hf., Baldur hf. og sjávarútvegsdeild Einars Guðfinnssonar hf. og taka ýmsar lykilákvarðanir varðandi sam- eininguna. Hluthafafundir hinna þriggja fyrirtækjanna hafa þegar sam- þykkt sameininguna. Fyrirhuguð sameining þessara fyrirtækja er liður í hagræðingará- taki í rekstri þeirra. Nafn hins nýja fyrirtækis verður ákveðið á fundin- um á morgun. Völusteinn hf. er eigandi Heið- rúnar ÍS, Baldur hf. er eigandi Dagrúnar ÍS. Rekstur allra fyrir- tækjanna þriggja, sem fyrirhugað er að sameinist sjávarútvegsdeild Einars Guðfinnssonar hf. hefur verið í höndum Einars Guðfinns- sonar hf. Þegar hefur verið ákveðið að sameiginlegur rekstur hefjist um áramót. Gunnar. Boðað til landsfundar fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný Morgunblaðid/RAX Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er nú risið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þotuhreiðrið risið við Leifsstöð HÖGGMYND Magnúsar Tómassonar, Þotuhreiðrið, hefur nú verið sett upp við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Er Þotuhreiðrið annað tveggja Iistaverka, sem hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um listaverk við flugstöðina, en hitt verkið, Regnbog- inn eftir Rúrí, verður væntanlega sett upp snemma í janúar. Magnús Tómasson sagði við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með verkið í sinni endan-. legu mynd og tekist hefði framúr- skarandi til með útfærslu og upp- setningu verksins. Þotuhreiðrið er risastórt egg úr ryðfríu stáli sem goggur brýst út úr. Eggið situr á steinhrúgu sem rís upp úr tjörn á lóð flug- stöðvarinnar. Eggið er um 5,6 metrar að hæð og 4,2 metrar á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 metrar í þvermál og tjörni'n er um 1.800 fermetrar. Listaverkið allt er um 9 metrar á hæð. Fyrirtækið Oití hf. sá um smíð- ina á egginu en T.V. verktakar hlóðu steinhrúguna og gengu frá tjörninni. Að sögn Magnúsar Tómassonar er endanlegur kostn- aður við verkið ekki ljós, en hann yrði þó innan við 30 milljóna króna fjárveitingu sem veitt var til verksins. Stjórn Landssambands smábátaeigenda: STJÓRN Landssambands smá- bátaeigenda (L.S.) hefur sam- þykkt að fljótlega eftir að Al- þingi kemur saman á nýju ári verði ráðherrar og þingmenn boðaðir til landsfundar í Reykja- vík og smábátaeigendur um land allt hvattir til að mæta á fund- inn. Þá beinir L.S. þeim tilmælum til svæðisfélaga Landssambands- ins að þau haldi almenna fundi hvert á sinu svæði nú i jólafríinu og boði til þeirra þingmenn við- komandi kjördæmis, ráðamenn í héraði og fjölmiðla, segir í frétta- tilkynningu. Landssamband smábátaeigenda skorar á sjávarútvegsráðherra að hafíst verði nú þegar handa við að finna leiðir til lausnar þeim vanda- málum er við blasa hjá smábátaeig- endum, hvort heldur sem er innan ramma þeirra laga, er nú koma til framkvæmda, eða með breytingum á þeim í gegnum Alþingi. í fréttatilkynningunni segir einn- ig, meðal annars: „Tilraunaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins til smá- bátaeigenda hefur berlega leitt í ljós þá alvarlegu ágalla, sem L.S. hefur lengi bent á að séu í lögum um stjórn fiskveiða. L.S. lagði fram bókanir og athugasemdir í ráðgjaf- anefnd um stjórn fiskveiðistefnu hvað eftir annað og eins var sjávar- útvegsnefndum Alþingis gerð ítar- Ieg grein fyrir þeim afleiðingum er lögin kynnu að hafa. Þá skal á það minnt að allir þingflokkar áttu sæti í ráðgjafanefndinni, þannig að und- arlegt verður að teljast ef þingmenn eru nú fyrst að vakna upp við vond- an draum. L.S. telur þá stöðu, sem nú er komin upp aðeins eiga sér tvær leið- ir til lausnar. Annars vegar að kannað verði nú þegar hvort svig- rúm sé innan laga þeirra og reglu- gerða er koma til framkvæmda um næstu áramót, sem leitt gæti til leiðréttingar á þeirri miklu skerð- ingu, sem annars dynur á smábáta- eigendum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, ekki aðeins fyrir ein- staklinga, heldur heilu byggðarlög- in. Sé það hins vegar ljóst að ekki verði unnt að rétta hlut smábátaeig- enda með þessum hætti er það af- dráttarlaus krafa L.S. til Álþingis að það taki til endurskoðunar og breytinga lögin um stjórn fískveiða. STÚDENTAR við Háskóla ís- lands hafa undanfarna daga sent fjölda póstkorta til Ólafs Ragn- ars Grímssonar fjármálaráð- herra, þar sem hvatt er til þess að ráðherrann geri sitt til að leysa kjaradeilu stundakennara við HI, sem fyrirsjáanlegt er að valdi verulegum vanda í skólan- um á komandi vorönn. Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, for- manns Stúdentaráðs HÍ, hafa 1.500-2.000 stúdentar ritað fjár- málaráðherra kort. Texti póstkortsins er svohljóð- andi: „Sem stúdent við Háskóla íslands hef ég áhyggjur af því að kennsla við skólann skuli hafa fall- ið niður í nokkrum námskeiðum vegna launadeilna stundakennara við yfirvöld. Ef fram heldur sem horfir þá mun kennsla lamast í ein- stökum deildum eftir áramót. Deil- urnar bitna á þeim sem sízt skyldi, Tillögur L.S. varðandi slíkar breyt- ingar hafa lengi legið fyrir. Hagræðingarsjóður hefur verið til umræðu í beinu' sambandi við þau byggðarlög er mest byggja á smábátaútgerð. L.S. lítur svo á að með tilkomu slíks sjóðs felist bein viðurkenning á skipbroti kvótakerf- isins. Annars vegar að kvótakerfið hafi engan veginn skilað þeim ár- angri, sem að var stefnt og til ætl- þ.e. nemendum Háskólans, og geta haft alvarlegar afleiðingar þar sem fyrirsjáanlegt er að mörgum nem- endum mun seinka í námi eða ná ekki að útskrifast. Það er slæmt að kennsla við æðstu menntastofn- un landsins, Háskóla íslands, skuli Heimssambandið tekur undir öll kæruatriði í kæru BHMR til stofn- unarinnar. Heimssambandið leggur þó sérstaka áherslu á einhliða riftun löglegs kjarasamnings með beitingu bráðabirgðalagavalds. Þennan ast og hins vegar að innri uppbygg- ing þess kvótakerfis, sem kemur til framkvæmda um áramót, sé ekki sterkara en svo að sérstaka sjúkra- deild þurfí til. L.S. lítur svo á að sjálfsbjargarviðleitni og stolti íbúa byggðarlaga, sem alfarið byggja afkomu sína á smábátaútgerð, sé gróflega misboðið með því að bjói^f slíka aðstoð, sem sjóður af þessu tagi óhjákvæmilega felur í sér.“ vera í hættu. Þvi vil ég hvetja þig, Ólafur, til að leggja þitt af mörkum til að leysa málið áður en frekari óþægindi hljótast af fyrir stúdenta þannig að kennsla verði með eðli- legu móti eftir áramót." gerning telur Heimssambandið alls ekki standast ákvæði 98. sam- þykktar Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar um fijálsan samningsrétt, segir í frétt frá BHMR. Kjaradeila stundakennara við HÍ: Um 2.000 stúdentar rita fjármálaráðherra kort Heimssamband kennara kærir ríkisstjórnina Heimssamband kennarafélaga, „World Confederation of Organisati- ons of the Teaching Profession", sendi hinn 14. desember sl. kærU gegn ríkisstjórn Islands til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, f.h. Hins íslenska kennarafélags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.