Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Vertu samstaiísfús í peningamál- um í dag. Tekjur þfnar ættu að vera viðunandi núna og viðleilni þfn til áð öðlast aukinn frama ber árangur. Þú verður óvepjudríf- andi í kvöld, en ættir að forðast ýtni og karp. Naut (20. apríl - 20. maí) Svaraðú nánum ættingja eða vini ekki í styttingi. Ferðalög og sam- skipti við ráðgjafa eru efst á dag- skránni. Þér hættir til að kaupa eitthvað f fljótfæmi núna og er ráðlegast að halda fast utan um budduna þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú kemst hvorki fram né aftur í verkefni sem þú hefur núna með höndum. Sinntu fjármálum þínum í dag og reyndu að fitja upp á einhveiju nýju. Það er um að gera að festast ekki í farinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$í Þú ert enn í hátíðarskapi og átt ánægjulega daga með fjölskyidu þinni og vinum. Þú lýkur við ýmis verkefni sem þú hefur ýtt á undan þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú blandar farsællega saman leik og starfi núna. Þú leggur mjög hart að þér í dag, en heldur góða skapinu og félagslyndinu. Þú ert ef til vill að skipuleggja veislu- hald. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Samtal sem þú átt í dag kemur þér í uppnám. Aukaframlag þitt kemur þér vel í starfinu. Hyggðu að ferðamöguleikum og öðrum hugðarefnum þínum. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Prýddu heimili þitt og farðu í útivistarferð. Reyndu að forðast að lenda í rimmu við ráðgjafa þinn. Fjárhagur þinn breyisl nú til hins betra. Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Þér hættir til sérviskuháítar fyrri hluta dagsins, en að öðru leytí verður þetta dagur fjölskyldu, samveru og samheldni. Þú telur þig hafa öll spil á hendi til að ráðast í ákveðna fjárfestirtgu. Bógmaður (22. nóv. - 21. desember) &) Það hefur einhver slegið þig út af laginu í vinnunni, en þinn tími kemur innan skamms. Tekjur þínar fara vaxandi núna, en í kvöld verður þú að forðast að vefa yfirþyrmandi við ástvini þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Afbrýðisemi vinar þíns kemur þér á óvart. Rómanlfk og skemmti- legheit setja svip á daginn. Forð- astu óþolinmæði í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það gætir einhverrar stöðnunar hjá þér í vinnunni. Þig langar til að veija tímanum í hópi ástvina þinna í dag. Þú gerir breytingar heima fyrir. Ráskaðu ekki með artnað fólk. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£* Einhver þeirra sem þú átt skipti við núna er þverúðarfullur. Þú nýtur þess að taka þátt í félags- legum athöfnum og það verður heldur betur asi á þér í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ er bæði sjálfstætt og samvinnufúst. Það er reiðubúið að leggja hart að sér til að ná langt og er líklegt til að fara sínar eigin leiðir. Það hneigist til fræðastarfa og getur orðið góður kennari, rithöfundur eða vfsindamaður. Tónlist og op- inber þjónusta kunna einnig að höfða til þess. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS [@ f>AÐ efZ srófz kxer/t 'A so’ónvA^p/nu / 7^------------- ií/in/ii rvr*1 icmiui 1 UIVlIVI1 Uu JtlMIMI FERDINAND SMÁFÓLK f I AlUlAVS > THOUGHT 5ANTA CLAU5 SAIP/'HO, WO, HOI" i UIOOF UUOOF UIOOF Ég hélt alltaf að jóla- Voff voff voff. sveinninn segði „ho, ho, BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ás er bara einn slagur, hvort sem drepið er á hann í fyrsta eða síðasta slag. Þetta skilja spilarar mæta vel í þremur gröndum með Áxx á móti tveim- ur hundum. Þá er enginn vandi að dúkka. En það er erfiðara í trompsamningi með ás á móti einspili: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁG63 ♦ 9752 ♦ K4 + ÁG3 Austur ♦ 8742 II JG10643 ♦ 9876 Suður ♦ 5 ¥ÁD ♦ ÁG108753 ♦ K104 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 2 tfglar Pass 2 grönd Pass 5 tiglar Pass Pass Pass Utspil: spaðakóngur. Formálinn segir svo sem alla söguna. Vestur er í vanda stadd- ur ef hann fær að eiga fyrsta slaginn á spaðakóng. Hann get- ur engan lit hreyft að skaðlausu, en viðheldur þó baráttunni með því að spila trompi. Sagnhafi tekur slaginn heima, tekur svo tígulkóng, trompar spaða heim, leggur niður tígulás og sendir vestur aftur inn á tromp. Og nú kemst vestur ekki hjá því að gefa slag. Ef drepið er strax á spaðaás verður nauðsynlegt að finna laufdrottinguna. Vestur ♦ KD109 ♦ K8 ♦ D962 ♦ D52 Umsjón Margeir Pétursson Fyrir jólin fór fram í Þýzka- landi atskákmót sem sjónvarpað var frá og nefnt var „Deutschland Cup“. Mótið var í útsláttarformi og þessi staða kom upp í úrsiitun- um en þar mættust stigahæsti skákmaður Þjóðveija, Robert Hiibner (2.585) og bandaríski stórmeistarinn Larry Christian- sen (2.595), sem hafði svart og átti leik. 16. - Rxf2!, 17. Rxf2 (17. Kxf2 - Db6+ var einnig vonlaust) 17. - Re3, 18. Dxd8 - Rc2+, 19. Kd2 - Hfxd8+, 20. Rd3 - Rxal, (Hótar 21. - e4, svo hvítur reyndi:) 21. Bxe5 - Rb3+, 22. Ke3 - He8, 23. Bh3 - Hcd8 og hvítur gafst upp, þvi svartur hefur skiptamun yfir og áframhaldandi sókn. Lokaskákirnar voru fremur snubbóttar, því í baráttunni um þriðja sætið vann Kortsjnoi Jus- upov í aðeins 18 ieikjum. Mótið var mjög vel heppnað, á hveijum degi sóttu það u.þ.b. 800 manns. Úrslit á Islandsmótinu i atskák fara fram helgina 18.-20. janúar með þessu sniði og stendur til að sjónvarpa a.m.k. úrslitaskákinni. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.