Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 „Borð lyrirtvo. ftlat íyrir -ft'mm" Ast er... 10-21 ... að halda góðu sam- bandi. Með morgunkaffinu HVER GETUR HJÁLPAÐ? Til Velvakanda. Hvers konar þjóðfélag er þetta orðið? Ég bara spyr. Þannig er mál með vexti að ég er einstæð móðir með þrjú ung börn og hef ekki mikla möguleika á því að vinna úti. Enda hef ég ekkert sérstakan áhuga á því, ég vil frekar vera heima með börnin. Hvernig stendur á því að félagsmálakerfíð hleypur ekki undir bagga hjá fólki sem þarf á því að halda? í mínu tilfelli er það þannig að elsta barn mitt, sem er fimm ára, hefur þurft að ganga í gegnum langa og stranga læknismeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Og gat ég ekki vegna þess unnið úti og þurfti því að hætta að vinna, eins og gefur að skilja. En á meðan söfnuðust upp skuld- ir sem að stórum hluta til orsökuðu skilnað og er ég nú með ógreiddar skuldir sem eru upp á tæpa millj- ón. Og er meiri hlutinn lögfræði- kostnaður. Hvernig í veröldinni á að fara að þessu? Ekki fæ ég lán enda engin borgunarmanneskja. Og hver vill skrifa uppá þegar ekki er stað- HEILRÆÐI Um áramótin er að jafnaði kveikt í miklu af margs konar flugeld- um, stjörnuljósum og blysum. Slíkt getur verið stórhættulegt, ef ekki er rétt að staðið og margir hafa slasast alvarlega þess vegna. Kynnið ykkur því vel allar leiðbeiningar um meðferð og notkun þessara skrautljósa. Farið í einu og öllu samkvæmt þeim ráðum, sem þar eru gefin. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. ið í skilum? Því sem einstæð móðir með þijú börn fæ ég frá trygging- unum kr. 40.485, sem er meðlag og mæðralaun. Nú, ég fæ einnig kr. 8.386 í barnaörorkubætur og samtals gerir þetta kr. 48.781. Ekki eru það miídir peningar þegar maður borgar 35.000 í húsaleigu og á eftir að kaupa í matinn sem allir íslendingar vita að er alveg fáránlega dýrt. Og ég tala nú ekki um að reka bíl. Og ég verð að segja það að þeg- ar ég leita eftir niðurfellingu hjá lögfræðingum, þá er ekki um mik- inn skilning að ræða þar. Þeir vilja bara fá sína okurvexti. Meira að segja er gengið svo langt að taka af manni bíldrusluna sem er einsk- is virði en kemur manni þó á milli staða. Hvernig er þetta hægt og hver getur hjálpað? Ég bara spyr. Björk --------------- Merk bók Til Velvakanda. Það er af skyldugri virðingu og þökk sem ég vil víkja nokkrum orðum að Velvakanda nú er jól ganga í garð. Fyrir skemmstu barst mér í hendur bókin Mér leggst alltaf eitt- hvað til, er Jónína Mikaelsdóttir hefur ritað um ævi og störf Ses- selju Sigmundsdóttur á Sólheimum. Virðingin fellst í aðdáun á því brautryðjendaverki sem Sesselja vann fyrir fatlaða í landinu. Þökkina á þessi merki brautryðj- andi einnig, ásamt henni, sem af einstakri alúð og list hefur unnið úr dreifðum heimildum um líf og starf Sesselju. Það var því við hæfi að bók þessi markaði lok merkisatburða á 60 ára afmælisári starfs á Sólheimum í Grímsnesi. Enda er með henni í heiðri höfð þau orð er Þórarinn Björnsson skól- ameistari við Menntaskólann á Akureyri lét eitt sinn falla og eru á þá leið, að af því að við íslending- ar erum svo fáir, skipti það enn meira máli en ella að hver einstakl- ingur dugi. Styrktarsjóði Sólheima ber þökk fyrir að stuðla að útkomu þessarar bókar. Gylfi Jónsson safnaðar- prestur, Grensáskirkju. Víkverji skrífar ótt margir hafi átt um sárt að binda vegna hörmulegra slysa rétt fyrir jól, voru hátíðarnar stór- slysalausar. Samkvæmt heimildum Víkveija var kirkjusókn góð og var hún slík t.d. í Bústaðakirkju á að- fangadagskvöld, að alls staðar var setið og staðið, í fordyri kirkjunnar og safnaðarheimili. XXX Síðustu fréttir frá Sovétríkjunum gefa ekki góðar vonir um áframhald perestroiku þar í landi. Afsögn Edúards Shevardnadze ut- anríkisráðherra á fimmtudag fyrir jól og síðan afsögn fjármálaráð- herra Rússlands um jólin, sem einn- ig hefur verið mikill talsmaður auk- ins frjálslyndis eru daprir atburðir. Kerfiskarlarnir gömlu virðast komnir á kreik að nýju og forsætis- ráðherrann liggur veikur eftir hjartaáfall. KGB lætur meir á sér bera en áður og foringi öryggislög- reglunnar, Vladimír Kríútskov, flyt- ur nú ræður, sem þykja minna á ræður frá tímum Brezhnevs. Allt er þetta heldur válegt og kerfiskarlarnir væna nú Vesturlönd um að selja JSovétríkjunum skemmdan varning og að þau vinni að því að tærna gjaldeyrissjóði Sov- étríkjanna. A sama tíma og Vestur- lönd senda gjafir og styrki til lands- ins og veita beztu viðskiptakjör, vinna þessi öfl að því að auka á tortryggni í garð lýðsræðisríkjanna, svona rétt eins og verið sé að und- irbúa stefnubreytingu, afturhvarf til fyrri tíma. En þótt þessi válegu tíðindi ber- ist nú að austan, er eitt víst, að eftir þessa fijálsræðisbylgju, verður eigi aftur snúið til fyrri tíma í fyrr- um leppríkjum Sovétríkjanna. Þar hafa víða farið fram lýðræðislegar kosningar og nú situr erkióvinur kommúnismans í Póllandi, Lech Walesa, á forsetastóli. Hann sem aðrir forystumenn þessara nýfijálsu þjóða eiga nú mikið og erfitt verk fyrir höndum, uppbyggingu efna- hagslífsins. Sovétríkin ætla hins vegar að því er virðist að halda áfram á vonleysisbraut kommún- ismans, enn um sinn. Það virðist verða sorgarsaga þessara annars jákvæðu breytinga. xxx Starfsmenn Hitaveitu Reykjavík- ur hafa unnið hörðum höndum við að koma upphitunarmálum í húsum í samt lag og samkvæmt fréttum virðist sem það sé að tak- ast. Fátt er eins óskemmtilegt en sitja í köldum húsakynnum og það þá ekki sízt á jólum, þegar menn vilja hafa það sem notalegast. En það virðist ekki aðeins vera mann- fólkið, sem orðið hefur fyrir barðinu á vandræðum Hitaveitunnar. Fugl- arnir á Tjörninni hafa ekki farið varhluta af erfiðleikunum, nú er engin vök á Tjörninni við Iðnaðar- mannafélagshúsið svo sem endra- nær, þegar heitt vatn streymir í Tjörnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.