Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
Kasparov verður heims-
meistari næstu þijú árin
Skák
Margeir Pétursson
Nú þegar 22 skákir í heimsmeist-
araeinvíginu hafa verið tefldar hef-
ur Gary Kasparov, heimsmeistari í
skák, lokið titilvörn sinni. Hann
hefur hlotið tólf vinninga, en áskor-
andinn, Anatoly Karpov, tíu vinn-
inga. Kasparov hefur því tryggt sér
jafntefli í einvíginu og heldur titli
sínum næstu þijú árin. Einvígið
heldur þó áfram í Lyon í Frakkl-
andi þar sem Karpov á ennþá mögu-
leika á að ná jöfnu og ef svo fer,
verður verðlaununum skipt jafnt.
Fyrirhugað er að tefla 23. einvígis-
skákina á morgun, laugardag, og
hefur Karpov þá hvítt.
Það var svo til útséð um mögu-
leika Karpovs eftir að honum tókst
ekki að nýta möguleika sína í 21.
skákinni fyrir jólin til sigurs. Hann
frestaði síðan 22. skákinni fram á
aðfangadag og þá greip Campoma-
nes, forseti FIDE, í taumana og
ákvað að ekki yrði teflt þá, vegna
jólahátíðarinnar og frestaði henni
fram á annan dag jóla. Karpov var
greinilega staðráðinn í að selja sig
dýrt, þótt hann hefði svart. Hann
beitti eina ferðina enn sömu útgáf-
unni af eigin afbrigði spánska leiks-
ins, þrátt fyrir hrikalegt afhroð í
20. skákinni. Hann hlýtur að hafa
tröllatrú á möguleikum svarts í af-
brigðinu, því hann hefur þrívegis
tapað með því í heimsmeistaraein-
vígi gegn Kasparov, en aldrei unn-
ið. Flestir aðrir væru líklega búnir
að gefa það upp á bátinn.
Það eru mikil meðmæli með
fræðilegri stöðu Karpov-Zaitsev
afbrigðisins að Karpov skuli ennþá
reiðubúinn til að tefla það. Þessi
skák mun líklega hafa þau áhrif
að það fellur ekki úr tízku eins og
vænta hefði mátt eftir 20. skákina.
Karpov fórnaði fljótlega tveimur
peðum fyrir frumkvæðið og náði
að þrengja verulega að stöðu heims-
meistarans. Kasparov brá á það
sfijalla ráð í 30. leik að fórna manni
til að losa um stöðu sína. Hann
hafði síðan þijú peð fyrir mann og
trausta stöðu, sem Karpov gat ekki
fundið snöggan blett á. Þegar skák-
in var síðan að fara í bið tryggði
Kasparov sér jafntefli með þráskák
og titilinn var í höfn.
Eftir stórbrotið einvígið var þetta
því vei'ðugur endir á titilvörn heims-
meistarans.
21. einvígisskákin
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 Be7
6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 -
0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8
II. Rbd2
Ávarpsorð flutti forseti félagsins,
dr. Max Adenauer. Fyrirlesarar
voru fjórir: Þórir Einarsson, pró-
fesáor við Háskóla íslands, ijallaði
um stöðu íslands í efnahagssam-
runa Evrópu. Dr. Schunke, prófess-
or við Göttingen-háskóla, greindi
frá jöklalandslagi á íslandi, dr. H.
Uecker, prófessor við háskólann í
Bonn, flutti frásögn um séra Pál
r'--. Vi'lnr.
Dags. 28.12 1990
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4543 3700 0000 2678
4543 3700 0001 5415
4929 541 675 316
4548 9000 0021 2540
4548 9000 0027 9424
Kort frá Kuwait sem byrja á nr.:
4506 13** 4966 66** 4509 02**
4507 13** 4921 04** 4921 90**
4547 26** 4552 41** 4560 31**
4508 70** 4507 77** 4966 82**
V}
Afgreiöslufolk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ISLAND
-K
Eftir 11. Rg5 á'svartur ekkert
betra en 11. — Hf8 og Karpov hef-
ur reyndar einum sjö sinnum á ferli
sínum gert stutt jafntefli með þrá-
leik í þessari stöðu. Hvort hann
hefði sætt sig slíkt í þessari skák
veit hann einn, því Kasparov reyndi
sem betur fer ekki að halda titlinum
á svo lágkúrulegan hátt.
11. - Bf8 12. a4 - h6 13. Bc2 -
cxd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl —
c5 16. d5 - Rd7 17. Ha3
Þessa stöðu vann Kasparov
tvívegis í einvíginu við Karpov
1986 og einu sinni nú, hina örlaga-
ríku 20. skák.
17. - f5 18. exf5
í 20. skákinni lék Kasparov hér
18. Hae3l? og vann glæsilega, en
gerir greinilega ráð fyrir að Karpov
hafi sett undir þann leka. Nú svar-
aði Karpov með 18. — Rf6 í fjórðu
skákinni, sem gafst honum nokkuð
vel, en samt hristir hann nýjung
fram úr erminni:
18. - Bxd5!? 19. Re4
Með tilliti til þess að Kasparov
lendir nú í þröngri stöðu og erfítt
er að benda á endurbætur á tafl-
mennsku næstu leiki má draga þá
ályktun að þetta sé ónákvæmni og
19. axb5 sé betra. Svartur virðist
ekki eiga neitt annað en 19. —
axb5 og eftir 20. Re4! — Bf7 mætti
hvítur leika 21. Rxd6! — Hxel 22.
Rxel án þess að yfir honum vofi
mannstap.
19. - Bf7 20. axb5
20. Rxd6? gekk auðvitað ekki
vegna 20. — Hxel+ 21. Rxel —
Rf6 og hvítur tapar manni. Nú
gæti hann hins vegar svarað 20. —
axb5? með 21. Rxd6!, svo Karpov
fórnar peði.
20. - d5! 21. Rc3 - Hxel+ 22.
Rxel — d4 23. Ra2 — Rxa2 24.
Bxa2 - c4! 25. Hxa6 - Rc5! 26.
Hxa8 - Dxa8 27. Bbl - d3 28.
Be3 - Da5
sjá stöðumynd
Nærri allir leikir hvíts frá því
Karpov fórnaði peði fyrir frum-
kvæðið hafa verið þvingaðir og
áskorandinn má vel við útkomuna
úr byijuninni una. Svörtu peðin á
c4 og d3 eru mjög ógnvekjandi og
ef svartur næði að leika 29. —
Dxb5 í friði hefði hann mjög sterk
tök á stöðunni. Kasparov sér sig
tilneyddan að fórna manni til að
losa um sig:
29. b3! — Rxb3 30. Rxd3 — cxd3
31. Bxd3 - Rc5 32. Bfl
Hvítur hefur þijú peð fyrir mann-
inn og mjög trausta stöðu. Þótt
möguleikarnir séu svarts megin þá
er Kasparov ekki í teljandi tap-
hættu.
32. - Dc7 33. Dg4 - Kh7 34.
Bc4! — Bxc4 35. Dxc4 — De5 36.
Df7 - Bd6 37. g3 - De7 38. Dg6+
Hvítur þyrfti ekki að óttast enda-
taflið eftir 38. Dxe7 — Bxe7 39.
Kg2, en Kasparov hefur komið auga
á fljótvirkari jafnteflisleið.
38. - Kh8 39. Bd4 - Be5 40.
Bxc5 — Dxc5 41. De8+ — Kh7
42. Dg6+ - Kh8 43. De8+. Jafn-
tefli, þar sem svartur sleppur ekki
úr þráskákinni.
A
Málþing um Island í Köln
"ÞÝSK-ÍSLENSKA félagið í Köln hélt árlegt málþing sitt um íslensk
málefni, svokallað Island-Kolloquium, 1. desember sl. Var það hið
sautjánda í röðinni.
Björnsson, fræðimann á 17: öld.
Að lokum talaði dr. H. Schwab,
prófessor við Kielar-háskóla um ís-
lenska nútímatónlist. Fjörugar um-
ræður urðu eftir hvert erindi. Mál-
þingið sótti á annað hundrað
mánns. Stjórnandi þess var Her-
mann Höner, fyrrverandi • sendi-
kennari á íslandi.
K
STYTTU ÞER LEIÐ
TIL LÍFSGÆÐA!
Áttu þér draum um nýtt og betra líf, um tíma til að
sinna hugðarefnum þínum, ferðast, stofna eigið
fyrirtæki, safna listaverkum eða fágætum bókum...?
Ef þú átt miða í Happdrætti Háskóla íslands gætu
draumar þínir hæglega orðið að veruleika í einni svipan
- og það þarf ekki stærsta vinninginn til.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings