Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 45
MOKGl.KttLAftlff >PðfetlJ6A,<.;ii'R/ £B.’ DESEMBBRI HftffO ■"1-1)7
45 i
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ANDLEG FÆÐA
Til Velvakanda.
Eins og maðurinn hefur þörf fyr-
ir það að nærast, svo hefur hann
einnig þörf fyrir andlega fæðu.
í þessu sambandi hef ég mikið
leitt hugann að boðorðunum í bibl-
íunni. Því er nefnilega þannig farið,
að með því að fara eftir þeirri guð-
legu leiðsögn, sem þar er að finna,
hlífir maðurinn sér við stórvægileg-
um áfollum sem annars gætu lagt
bæði líkamlegt og andlegt líf hans
í rúst. Sú hin guðlega leiðsögn sem
maðurinn á í biblíunni, er þar hon-
um til góða. I biblíunni gefst mann-
inum kostur á því að læra hvað sé
vilji Guðs, hið góða, fagra og full-
komna. Þar finnur hann ráðlegging-
ar hinum til heilla og veit hvert
hann á að snúa sér þegar hann
stendur frammi fyrir erfiðum
ákvörðunum. Trúað fólk þekkir
þetta mæta vel. En það hefur líka
rekið sig illilega á ef það hefur sök-
um mannlegs breyskleika, sem við
öll erum ofurseld, tekið eigin
ákvarðanir sem btjóta í bága við lög
Guðs. Þó svo allt virðist leika í lyndi,
einhvern tíma, þá kemur að því að
brotalömin gefur sig, og maðurinn
sér að hann hefur gert mistök og
situr eftir særður, og þarf oft að
líða miklar þjáningar af gjörðum
sínum. Vegna þess að þær voru
ekki Guði velþóknanlegar, og ekki
heldur guðsbarninu, manninum
sjálfum. Eins og mannlegur faðir
vill börnum sínum allt það besta,
eins leiðbeinir Guð manninum í
gegnum orð sitt og anda, að velja
hið góða, fagra og fullkomna. Við
getum nefnilega hlíft okkur við
miklum andlegum þjáningum, ef
við förum að lögum og boðum Guðs,
þar sem mest allt mannanna bölið
stafar af broti á boðorðum Guðs.
Þurfum við ekki annað en að líta á
hið nýja boðorð sem Kristur Jesús
gaf okkur mönnunum og er á þessa
leið: Allt sem þér viljið að aðrir
menn gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra. Þegar við skoðum þessi
faliegu orð frelsarans, þá sjáum við
í hjarta okkar hversu breysk og
mannleg við erum, og hljótum að
beija okkur á bijóst og segja: Drott-
inn, miskunna mér.
Tii eru bæði veraldleg Iög og
guðslög. Eins og maðurinn þarf að
taka út refsingu bijóti hann gegn
landslögum, eins þarf hann að líða
þjáningar ef hann fer ekki að lögum
Guðs. I báðum tilfellum refsar hann
sjálfum sér með rangri breytni
sinni. Hann kallar sjálfur yfir sig
dóm og oft þjáningarfulla afplánun.
Okkur er því hollt að hlusta á sam-
visku okkar, og lesa biblíuna til að
sjá hvað sé vilji Guðs, hið góða,
fagra og fullkomna, og lifa í gleði
í sátt við Guð og menn.
Einar Ingvi Magnússon
Fórnum ekki
fullveldinu
Til Velvakanda.
Fyrir nokkrum tugum ára var
drukkinn heiðursmaður aldraður,
leiddur milli tveggja varða laganna
frá Hótel Borg til lögregluvarð-
stöðvarinnar, sem þá var í Pósthús-
stræti. Hinum virta borgara fannst
sér gi-óflega misboðið, og er farið
var með hann yfir 'Austurstrætið
kallaði hann svo undir tók í húsun-
um: „Er enginn íslendingur hér?“
Þessi fleygu orð komu mér í
huga þegar ég las um fund, sem
boðað var til á vegum utanríkisráð-
uneytisins og varð tilefni til blaða-
skrifa vegna óhóflegs kostnaðar.
Þessi fundur mun hafa verið skipu-
lagður til þess að reyna að telja
landsmönnum trú um að við getum
ekki lengur lifað sem fullvalda og
sjálfstæð þjóð og því beri okkur
að afhenda fullveldið í áföngum til
Brussei, hleypa erlendum fiskiflota
í landhelgina og taumlausum flutn-
ingi hingað á fólki og fjármunum,
sem vitanlega yrðu notaðir til þess
að kaupa upp auðlindir landsins.
Og það er eitt ráðuneytanna sem
boðar þessa stefnu í sjálfstæðismál-
um okkar. Já, öðruvísi mér áður
brá.
En hvar voru íslendingarnir,
voru þeir ekki á þessum fundi? Er
nema von að spurt, sé. Fóstuijörðin
virðist ekki eiga marga málsvara
þessa dagana, þótt virðingarverðar
greinar hafi verið birtar, m.a. eftir
Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra
og stórgott viðtal við Sigmund
Guðbjarnason rektor Háskóla ís-
lands. En betur má ef duga skal,
þegar tekið er tillit til að ríkið virð-
ist fara fyrir öðrum í að aflienda
fullveldið til þjóða meginlandsins.
Islendingur
Hver á
þessa læðu?
Þessi læða er búin að eigna sér
heimili í húsi einu í Garðabæ síðan
í sumar. Líklega er búið að taka
hana úr sambandi. Hún er ómerkt,
með frekar loðið skott og mjög
þrifin. Vinsamlegast hringið í
síma 657618.
IixiisssoaaKsssoŒ ,
OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 12.00 S C\) 1 OPIÐ GAMLARSDAG TIL KL. 12.00
fw>«w>ss«»OÆs<jawiíasö5as(>í^i!^
| ' |
ssoíB . 1
VEGNA HLUTABREFAKAUPA
Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur starfað síðastliðin fjögur ár.
Hlutabréfasjóðurinn hf. ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og
skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Spyrjist fyrir um hlutabréf í
Hlutabréfasjóðnum hf., elsta og öflugasta hlutabréfasjóði landsins, þar
sem hluthafar eru hátt á fjórtánda hundrað og eignir tæpur hálfur
milljarður. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbær
frá skattskyldum tekjum upp að vissu marki.
Áhættudreifing á einum stað.
Hlutabréfasjóðurinn hf.
Skólavörðustíg 12,101 Reykjavík, sími 21677.
SKATTAIÆKKIJN
J
I
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
SlMI: 62 84 50
Launaforrit sem hentar fyrir alla
alménna launaútreikninga. Það
þarf aðeins að slá inn lágmarks-
upplýsingar, LAUN sér um allt
annað.
LAUN, sem er einnig þekkt sem
Rafreiknislaun er i notkun í
500 fyrirtækjum og mun vera
mest notaða launaforritið á
íslandi.
Athugiö aö LAUN sér um allt sem snýr aö staögreiöslu skatta.
LAUN fæst í næstu tölvuverslun.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, 108 Reykjavlk. Slmi (91) 686933
51. leikvika - 22. des. 1990
Röðin : 112-111-21X-211
HVERVANN?
2.643.006- kr.
12 réttir: O röö kom fram og fær hún : O-kr.
11 réttir: 41 raöir komu fram og fær hver: 10.478-kr.
10 réttir: 561 raöir komu fram og fær hver: 765 - kr.
Fjórfaldur pottur - næst!
Vinningstölur iaugardaginn
22. des. 1990
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 14.280.553
o Z. 4af5^jgj| 2 692.363
3. 4af5 267 8.946
4. 3af 5 10.573 527
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
23.625.832 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002