Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 an söng bæði í „addio“-atriðinu í 1. þætti og í „Caro nome“. Leikur og söngur Sigríðar E. Magnúsdóttur í hlutverki Maddalenu var góður, einkum er hún bað hertoganum gi’iða. í minni hlutverkum voru: Jón Sigurbjörnsson (Monterone), Þorgeir Andrésson (Borsa), Loft- ur Erlingsson (Marullo), Ragnar Davíðsson (Ceprano), Ásrún Davíðsdóttir, Elísabet Erlings- dóttir og Þóra Einarsdóttir. Karlakórinn var sérlega góður, einkum í 2. þætti, þegar ráninu á Gildu er lýst fyrir hertoganum. Garðar Cortes fór með hlutverk hertogans og söng glæsiaríur verksins mjög vel en var bestur í „E il sol dell’anima“ og sömu- leiðis í „addio“-atriðinu í 1. þætti. Sparafucile var mjög góð- ur hjá Guðjóni Óskarssyni og ásamt Paskalís var hann sterk- asti karakter sýningarinnar. Og að óperan mun lifa _________Tónlist___________ JónÁsgeirsson Nú hafa stjómvöld tryggt óperunni starfsgrundvöll, sem líklega mun endast til nokkurra ára og þá er aðeins að bíða þess að Islenska óperan standi sig. Fyrsta verkefnið við þessar nýju aðstæður er Rigoletto eftir Verdi, sem segja má að sé tákn- rænt, því árið 1951, hundrað árum eftir að óperan var frum- flutt í Feneyjum, fumrsýndi Þjóðleikhúsið þessa sívinsælu óperu. Nú, eins og 1951, er aðeins einn erlendur söngvari í sýningu íslensku óperunnar á Rigoletto en það er gríski söngvarinn Kost- as Paskalis. Frumraun hans á óperusviði var í hlutverki Rigo- letto árið 1951 í Aþenu, svo að saga hans sem söngvara er jafn löng því sem kalla mætti sögu og tilvist óperuflutnings á íslensku leiksviði. Paskalis er þróttmikill söngvari og ágætur leikari og gerði hlutverki hirð- fíflsins góð skil, bæði hvað snert- ir söng og í hófstilltum leik. Söngur hans og leikur var bestur í 2. þætti, er Rigoletto reynir að telja hirðmennina á að hjálpa sér og syngur þeim reiðilestur sinn og sérstaklega er hann sver þess eið að hefna sín á hertoganum. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng Gildu og var í raun stjarna kvöldsins með sérlega glæsileg- Sviðsetning var í höndum Bríetar Héðinsdóttur og var margt þar ágætlega leyst en sviðsmynd Unu Collins var ein- um of samlit til að styðja við andstætt umhverfi þáttanna, þ.e. þann mun sem þarf að vera á björtum sölum hertogans, heim- ili Rigolettos sem utan dyra er dimmt og autt en innan hlýtt og verndandi og svo kránni, þar sem svallað er og háskinn liggur í leyni. Þarna kemur til önugt svið og erfiðleikar í að skipta hrein- lega um sviðsmynd. Þá var maskinn á kórnum svolítið ræn- ingjalegur. . Hljómsveitin var sérlega góð undir öruggri stjórn Per Ake Anderssons en konsertmeistari var Sigrún Eðvaldsdóttir. Aðrir sem áttu þátt í þessari ágætu sýningu voru Jóhann B. Pálma- son, er sá um lýsingu, Kristín S. Kristjánsdóttir. er var sýning- arstjóri, Nanna Ólafsdóttir, er samdi og æfði dansana í 1. þætti og Peter Locke sem stjórnaði kórnum og var æfingastjóri. Þessi sýning markar tímamót því nú hafa stjórnvöld játað sig skyld til að styðja við rekstur óperunn- ar „og að óperan mun lifa“. _Til viðskiptamanna_ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagar w m Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar miðvikudaginn 2. janúar 1991. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1990. Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Presthólahreppur og Qxarfjarðarhreppur sameinast: Sameining í nýjan Öxarfjarðar- hrepp samþykkt með 87% atkvæða Kópaskeri. ÍBÚAR Presthólahrepps og Oxafjarðarhrepps í Norður-Þingeyjar- sýslu samþykktu í almennri atkvæðagreiðslu að sameina hreppana undir nafninu Öxarfjarðarhreppur. Stærsti þéttbýliskjarni hrep- panna er Kópasker í Presthólahreppi. Sameiningin var samþykkt með 93,6% atkvæða i Presthólahreppi og 74,2% í Öxafjarðarhreppi. Atkvæðagreiðslan fór fram síðastliðinn laugardag. í Presthóla- hreppi voru 183 á kjörskrá, 127 greiddu atkvæði. Já sögu 117 (93,6%), nei sögu 8 (6,4%), auðir seðlar og ógildir voru 2. í Öxarfjarð- arhreppi voru 92 á kjörskrá, 68 greiddu atkvæði. Já sögðu 49 (74,2%), nei sögðu 17 (25,8%) og 2 seðlar voru auðir og ógildir. í báðum hreppunum greiddu því 166 at- kvæði með sameiningu, það er 86,9% gildra atkvæða, en 25 vorud á móti en það er 13,1%. Ingunn Svavarsdóttir oddviti Presthólahrepps segir að nú þegar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir ræði gömlu hreppsnefnd- irnar saman um framkvæmd sam- einingarinnar. Samkomulag væri um að hreppsnefndirnar tilnefni fulltrúa á sameiginlegan lista frá- farandi hreppsnefnda og síðan þyrfti að ákveða kjördag. Ingunn sagði að nýja sveitarfélagið myndi heita Öxarfjarðarhreppur en nota byggðamerki Presthólahrepps. Hún sagði að áhugi væri fyrir því að sameiningin gilti frá áramótum. Ingunn sagði að sameiningar- nefnd hreppanna hefði talið veru- legan ávinning af sameiningu, ekki síst með því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga myndi jafna skulda- stöðu hreppanna. Presthólahreppur hefði orðið að taka allhá lán til að geiða ábyrgðir sem á hann hafa fallið vegna gjaldþrota atvinnufyrir- tækja á undanförnum árum. Þetta lán myndi Jöfnunarsjóðurinn taka á sig við sameiningu, auk þess sem tekjujöfnunar- og þjónustuframlag sjóðsins myndi aukast um 4 milljón- ir kr. til hins sameinaða sveitarfé- lags. Þá hefðu hreppsnefndirnar óskað eftir stofnframlögum vegna lagningar hitaveitu að grunnskólum hreppanna. Hún sagði að bættar samgöngur væri ein af forsendum sameiningar og því hefði verið ósk- að eftir því við samgönguráðuney- tið að lagt yrði bundið slitlag á þjóð- veginn frá Skinnastað í Öxarfirði, í gegn um Presthólahrepp og fyrir Melrakkasléttu, að Raufarhöfn. Óskað hefði verið eftir því að ráðist yrði í þessar framkvæmdir á árun- um 1992 til 1994. Upphaflega var rætt um samein- ingu þriggja hreppa við Öxarfjörð, Kelduneshreppur yrði með, en íbú- arnir þar höfnuðu því í almennri atkvæðagreiðslu að skipa fulltrúa í sameiningarnefnd. Marinó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.