Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 21 Albanskir kommúnistar búa sig undir kosningar: Yngt upp í forystusveit- inni og stalínisma hafnað Tirana. Reuter, Thc Daily Telegraph. GERÐAR hafa verið breytingar á miðstjórn albanska kommúnista- flokksins og er litið á þær sem lið í undirbúningi flokksins fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið í febrúarmánuði. Ramiz Alia, forseti Albaníu, sagði í ræðu er hann flutti á miðvikudag að alban- skir kommúnistar hefðu hafnað kennisetningum stalínismans en lagði jafnframt áherslu á að flokkurinn myndi hér eftir sem hingað til grundvalla stefnu sína á kenningum Karls Marx. Albanska ríkisútvarpið skýrði frá því að fimm yngri menn hefðu tek- ið sæti í miðstjórn albanska komm- únistaflokksins auk þess sem níu menn aðrir hefðu verið teknir inn í stjórnina þó svo þeir hefðu ekki atkvæðisrétt þar. Ramiz Alia hafði í ræðu er hann flutti á miðvikudag hvatt til þess að yngt yrði upp í forustusveit flokksins til að alban- skir kommúnistar gætu lagað sig að breyttum aðstæðum í landinu. Forsetinn staðfesti að ákveðið hefði verið að hafna stalínískum stjórnar- háttum sem kommúnistar í Albaníu hafa fylgt í fjóra áratugi en lýsti jafnframt yfir því að kenningar Karls Marx væru enn í fullu gildi. Þykir sýnt af þessu að albanskir kommúnistar hyggist ekki fylgja fordæmi skoðanabræðra sinna í Austur-Evrópu, sem hafa, a.m.k. að nafninu til, hafnað marxískum fræðum og kenna sig nú flestir hveijir við lýðræðislegan sósíal- isma. Alia varði hins vegar minn- ingu Envers Hoxha, forvera síns, sem lést árið 1985. Hoxha var læri- sveinn Jósefs.Stalíns og var öðrum fremur ábyrgur fyrir þeirri algjöru einangrun sem Albanir bjuggu við allt þar til í byijun desember er stjórnvöld slökuðu á klónni eftir fjölmenn mótmæli stjórnarand- stæðinga. Kosningar hafa verið boðaðar í Albaníu 10. febrúar og verður það í fyrsta skipti í 46 ár sem andstæð- ingum kommúnista verður leyft að bjóða fram. Fyrr í þessari viku hafn- aði þing Albaníu kröfu stjórnarand- stöðunnar um að kosningunum yrði frestað fram í maí en talsmenn Lýðræðisflokksins, sem stjórnar- andstæðingar stofnuðu þann 12. þessa mánaðar, höfðu sagt að ella gæfist ekki tíini til nauðsynlegs undirbúnings. Í gær kröfðust leið- togar flokksins þess að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kosn- ingadaginn og ítrekuðu fyrri full- yrðingar þess efnis að yfirvöld gerðu allt hvað þau gætu til að spilla fyrir stjórnarandstöðunni og hefta skipulagningu flokksins. Lýð- ræðisflokknum hefur enn ekki tek- ist að koma sér upp málgagni þar sem stjórnvöld hafa þráast við að gefa leyfi fyrir því að blaðið verði prentað í prentsmiðju ríkisins. Þá hefur flokkurinn aðeins fengið af- not af einni bifreið, einni ritvél og einu telex-tæki. Talsmenn flokksins telja litlar líkur á því að sigurinn verði þeirra í kosningunum og segja tilganginn með framboðinu einkum þann að mynda stjórnarandstöðu á þingi. Reuter Kasparov heldur titlinum Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, náði 12 vinninga markinu eftir að jafntefli varð í 22. skák þeirra Anatólíjs Karpovs eftir 43 leiki á miðvikudaginn. Kasparov heldur því heimsmeistaratitilinum næstu þtjú árin. Kasparov hefur nú tveggja vinninga forskot á áskorandann í 24 skáka einvígi þeirra, 12 — 10. Einvígið heldur þó áfram. Fái hann hálfan vinning til viðbótar fær hann bróðurpart- inn af verðlaunafénu, eða 1,7 milljónir af alls þremur milljónum dollara (um 168 millj. ísl. kr.). A myndinni sjást Kasparov og Karpov spjalla saman eftir jafnteflisskákina á miðvikudag. Sjá ennfremur skáksskýringu á bls. 16. Meö sparnaöi á METBÓK og GULLBÓK Búnaðarbankans leggur þú grunninn aö fjárhagslegu öryggi í framtíöinni. METBÓK og GULLBÓK eru verötryggöir sparireikningar sem sameina hámarks öryggi og ávöxtun sparifjárins. Auk þess eru þeir einfaldir og þægilegir í notkun. Þessu eru þeir sparifjáreigendur sammála sem ávaxta 16 milljarða króna á 50.207 Metbókum og Gullbókum í Búnaöarbankanum. BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS ...bankinn minn ...þetta er fjölskyldan í dag ...og þetta er bankabókin okkar! Franskir komm- únistar: Marchais endurkjör- inn leiðtogi París. Reuter. GEORGES Marchais var endur- kjörinn formaður franska komm- únistaflokksins á lokadegi flokksþings sem lauk laugardag- inn fyrir jól, en hann hefur gegnt þessum starfa fra 1972. Á þinginu voru ekki teknar til greina óskir „andófsmanna“ um breytingar á stefnu flokksins í ljósi lýðræðisþróunarinnar í Evrópu síðustu misseri; að horfið verði frá kröfunni um alræði öreigannna sem enn er hornsteinn flokkstefnunnar og laga flokksins. Marchais hefur markvisst unnið að því að koma umbótasinnuðum mönnum úr áhrifastöðum innan flokksins en á flokksþinginu studdi hann kjör tveggja slíkra, Charles Eitermans og Guys Hermiers, í 10 manna stjórnmálaráð flokksins í þeirri von að koma í veg fyrir frek- ara brotthvarf félaga úr flokknum.. Franski kommúnistaflokkurinn var stærsti flokkur landsins á árun- um eftir stríð og naut þá stuðnings rúmlega íjórðungs kjósenda. Und- anfarin ár hefur fylgi hrunið af flokknum og er nú komið í 7% á landsvísu. Grænfriðung-ar: Hrefnuveið- artafðar Wellington. Reuter. Grænfriðungár sögðust hafa hindrað hrefnuveiðar Japana í Suðurhafi um jólaleytið, að sögn talsmanns Greenpeace. Á Þorláksmessu sigldu grænfrið- ungar hraðbátum sínum í veg fyrir japanska hvalbáta og komu í veg fyrir veiðar þeirra. Skip grænfrið- unga, Goodwana, hefur fylgt fjór- um japönskum skipuni sem verið hafa við hrefnuveiðar undan Suður- skautslandinu, frá því í byijun des- ember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.