Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 Flutt inn í fyrstu Búsetaíbúðirnar FLUTT var inn í fyrstu íbúðirnar sem Búseti á Akureyri hefur byggt fyrir félagsmenn sína á Þorláksmessu. Ibúðirnar eru í tíu íbúða fjöl- býlishúsi við Múlasíðu 9, en félagið keypti fjórar íbúðir í húsinu, eina fjögurra herbergja og þrjá þriggja herbergja. Rétt fyrir jól var flutt inn í fyrstu tvær íbúðirnar, en í hinar tvær verð- ur fiutt um miðjan janúar. Húsið er hannað af Teiknistofu HÁS á Akureyri, en framkvæmdir annaðist Trésmiðjan Fjölnir hf. Félagið er nú með í smíðum tíu íbúðir í Giljahverfi, en þær eru allar í raðhúsum sem byggingafyrirtækið SS-byggir sér um byggingu á. Fyrstu sex íbúðirnar þar eru u.þ.b. fokheldar og ljórar til viðbótar verða fokheldar innan tíðar. Húsin eru hönnuð af Teiknistofu HÁS og er áætlað að þær verði afhentar fullbúnar 1. nóvember á næsta ári. íbúðunum hefur öllum verið úthlut- að til félagsmanna. Búseti á nú inni hjá Húsnæðis- stofnun lánsumsókn þar sem félag- ið sækir um lán til byggingar þijátíu íbúða á árinu 1991. Sá fjöldi er í samræmi við þá áætluðu þörf sem húsnæðiskannanir félagsins endur- spegia, að sögn Heimis Ingimars- sonar formanns Búseta. Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Blóm oggjafavörur Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Blóm og gjafavörur í Ólafsfirði. Þórhildur Þorsteinsdóttir sem rekið hefur verslunina er nú að flytja frá Ólafsfirði og hefur selt Sigríði Guðmundsdóttur verslunina og er hún tekin við rekstrinum. Að sögn Sigríðar munu ekki verða miklar breytingar og áherslan verður áfrám á blóm og hverskyns gjafavörur. . SB Morgunblaðið/Rúnar Þór Flutt hefur verið inn í fyrstu íbúðirnar sem Búseti á Akureyri hefur byggt fyrir félagsmenn sína. Á myndinni eru þau Sæunn Jóhannsdóttir með Elfu Rán, Rúnar Steingrímsson, Heimir Ingimarsson formað- ur Búseta á Ákureyri og Magnús Guðjónsson framkvæmdasljóri Fjölnis hf. Utgerðarfélag Akureyringa: Aflamarksskipin á veiðum milli hátíða FJÖGUR skip Útgerðarfélags Akureyringa héldu til veiða um miðnætti annan dag jóla, en þess er nú freistað að ná hluta af þeim kvóta sem félagið á óveidd- an. Ljóst er þó að ekki næst að veiða upp í úthiutaðar veiðiheim- ildir á þessu ári og félagið mun eiga kvóta um áramót sem ekki nýtist því þar sem nú má ekki færa hann á milli ára. Vilhelm Þoreteinsson fram- kvæmdastjóri ÚA sagði iið afla- marksskipin hefðu farið á veiðar, þ.e. Sléttbakur, Harðbakur, Kald- bakur og Svalbákur, en þau skip sem eru á sóknarmarki, Hrímbakur og Sólbakarnir tveir væru í landi. „Við eigum eftir þó nokkuð af okkar kvóta og freistum þess að ná að minnsta kosti hluta hans áður en árið er allt,“ sagði Vilhelm. Sólbakur EA- 307, sem félagið keypti frá Keflavík í sumar á eftir 660 tonn af karfa og sagði Vilhelm að menn hefðu vitað er skipið var keypt að ekki yrði unnt að veiða allan karfakvóta þess. Unnið er í frystihúsi ÚA á milli jóla og nýárs og vinna hefst aftur 2. janúar. Skipin verða að vera komin inn fyrir kl. 16 á gamlársdag samkvæmt samningum við sjómenn og bjóst Vilhelm við að þau yrðu úti fram að þeim tíma nema veður gerðust válynd. Tónleikar í Sjallanum I KVÖLD, föstudagskvöld, efnir Hringleikahús Akureyrar til hljómleika í Sjallanum. Á hljómleikunum koma fram hljómsveitirnar, Skurk, Exit, Dust, Hrafnar, Svörtu kaggarnir, Hljóð- færaleikararnir og Norðanpiltar. Búist er við að dagskráin hefjist upp úr kl. 22. (Fréttatilkynning) + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar og tengdamóður, GUNIMLAUGAR KARLOTTU EGGERTSDÓTTUR, er lést 6. desember sl. Snorri Karlsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Hörður Karlsson, Maria Karlsson, Rósa B. Karlsdóttír, Hjörtur Hjartarson, Sigurlaug R. Karlsdóttir, Páll B. Helgason ogfjölskyldur. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Stóra-Laugardal. Sigurrós Jónsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Erna Jónsdóttir, Theódór Jónsson, Gerða Jónsdóttir, Sveinn B. Hálfdánarson, Leifur Jónsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför litla drengsins okkar og bróður, JÓNS VÍDALÍN SIGURHANSSONAR, Laugarásvegi 24. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningasjóð Land- spítalans. Erla Bára Jónsdóttir, Sigurhans Hlynsson og systkini. Minning: Ólöf Jónsdóttir Fædd 10. júlí 1937 Dáin 17. desember 1990 Með sorg í hjarta kveðjum við yndislega konu sem við misstum alltof fljótt. Konu sem var stór í hugsun, stór í verki og með stórt hjarta. En nótt, þú sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi geyrnir. Ég veit, að augu þín lykja um Ijósið sem myrkrið. 'því leita ég horfinna geisla í skuggum þínum. Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, er sefí söknuð alls þess, er var og kemur ei framar. (Fagra veröld, Tómas Guðmundsson) Elsku Baldur og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar rniklu sorg. Elfa og Ólöf. Við kveðjum elsku konuna mína, móður okkar, ömmu ogtengdamóð- ur, Ólöfu Jónsdóttur, sem gaf okkur svo mikið, að seint verður þakkað, þá hjartahlýju sem hún átti og bros- ið sem við þurftum svo oft á að halda og hlýju höndina sem hún strauk okkur með um kinn. Látum skáldin segja tilfinningar okkar á þessari stundu: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, * miklu fegri en sól unun og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Gleðin er léttfleyg og lánið er valt. Lífið er spurning, sem enginn má svara. Vinirnir koma, kynnast og fara. Kvaðning til brottfarar lífið er allt. (F.G.) Hinsta kveðja frá eigin- manni, börnum, barna- börnum og tengdabörnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.