Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 17 i Sjónvarpið, fyrir hveija? eftir Sigurlínu M. Sigurðardóttur Þann 15. október 1990 sendi ég til útvarpsstjóra beiðni Félags heyrnarlausra um að setja texta á árlegt áramótaskaup Sjónvarpsins. Megintilgangur með þessari beiðni var að gera Sjónvarpið að „Sjón- varpi allra landsmanna" eins og stendur í auglýsingu frá þeim, þetta eina kvöld ársins, þar sem öll fjöl- skyldan og vinir koma saman við sjónvarpið og hlæja að skopstæltum atburðum líðandi árs. Þar sem þessi auglýsing hefur haft villandi upp- lýsingar með þeirri staðhæfingu að sjónvarpið sé sjónvarp allra lands- manna, það er bull. Heymarlausir, heyrnarskertir og þeir sem eiga erfitt með að heyra eru um 7.000 á íslandi, samkvæmt tölum frá Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Þetta fólk á erfítt með að setja sig í samband við íslenskt efni í sjón- varpi, vegna þess að það er ekki textað. Beiðni minni fyrir að fá þetta eina sjónvarpsleikrit var vel tekið, og fundað um málið í hæstvirtu útvarpsráði. í útvarpsráði sitja full- trúar stjórnmálaflokka, þessir full- trúar eru þjóðkjörnir, og við treyst- um þeim til að gæta hagsmuna okkar með veru sinni í útvarpsráði. Því miður hefur eitthvað misfarist hjá okkur og mér að treysta þeim til að styðja beiðnina, því miður fóru atkvæði á þann veg að aðeins tveir studdu beiðnina, 5 fulltrúar voru á móti, þessi tvö jákvæðu at- kvæði sem beiðnin fékk komu frá Ástu Ragnheiði Jóhannsdóttur (fulltr. Framsóknarflokks) og Magdalenu Schram (fulltr. Kvenna- listans). Þeim eru hér með færðar þakkir fyrir skilning og að láta at- kvæði sitt, sem því miður nægði ekki til að það gæti orðið 7.000 manns til góða, að geta setið í faðmi fjölskyldunnar, þetta síðasta og eina kvöld ársins, og vita um hvað hláturinn snýst, þetta eina kvöld 5 50 mínútur. Því miður. Ekki var mér sögð ástæðan fýrir að beiðnin fékk neikvæða afstöðu útvarpsráðs. Ég get því aðeins get- ið mér til. Kannski var álitið að textinn myndi skemma myndgæði áramótaskaupsins í sjónvarpinu, það tel ég vera mestu fírru, texti hefur aidrei eyðilagt góðar erlendar bíómyndir á heimsmælikvarða. Kannski fannst höfundi og öðrum að textinn myndi skemma mein- fyndnina í áramótaskaupinu þar sem í því er að raddblær viðkom- andi er mikilvægur, texti myndi eyðileggja gæði skaupsins. Það tel ég einnig vera firru, margir erlend- ir skemmtiþættir hafa verið textað- ir eins og til dæmis „Spéspegill“ (á ensku Spitting Image) enginn hefur kvartað. Kannski spilaði fjármagn sjónvarpsins inní, ég tel að svo sé ekki, því að það kostar tæpar kr. 30.000 að texta 50 mínútna erlenda mynd ásamt þýðingu. Það myndi kosta minna, þar sem þýðandinn er óþarfur. Kannski var álitið að það væri óþarfí að texta áramóta- skaupið, þessi 7.000 manna hópur yrði bara að fínna sér annað að gera, en að horfa á áramótaskaupið í faðmi fjölskyldunnar þetta eina. kvöld ársins. Það er endalaust hægt að telja upp ástæður fyrir þessari neitun, og hvers vegna 5 manns gáfu neikvæða afstöðu í málinu. Það þætti mörgum mjög fróðlegt að vita hver raunverulega ástæðan var. Nú í dag, 17. desember, hefur Félagi heyrnarlausra verið tilkynnt um þessa ákvörðun útvarpsráðs, en samt einhvern veginn á ég erfitt með að trúa því að beiðnin hafí fengið neitun, en vona þó innst inni að þetta birtist til að vekja útvarps- ráð til umhugsunar og að þeir 5 fulltrúar sem tóku neikvæða af- stöðu, endurskoði afstöðu sína svo hægt sé að senda áramótaskaupið textað út, í fyrsta sinn á gamlárs- kvöldi á árinu 1990. Úr því að enginn texti verður á áramótaskaupinu, ætla ég mér ekki að deyja ráðalaus, vitið þið hvað ég'ætla að gera á gamlárskvöld, já, ég ætla sko að horfa á áramóta- Sigurlín M. Sigurðardóttir „Ég ætla sko að horfa á áramótaskaupið og fá mér túlk, reikninginn fyrir túlkinn ætla ég að senda útvarpsráði.“ skaupið og fá mér túlk, reikninginn fyrir túlkinn ætla ég að senda út- varpsráði. Þetta er lágmarkskrafa að ég geti átt ánægjulegt gamlárs- kvöld. Ég vona að flestir heyrnar- lausir geri það sama. Ég er bara að biðja um sjálfsögð mannréttindi að geta skilið um hvað hlátur fjöl- skyldu minnar snýst á gamlárs- kvöld og tekið þátt í umræðum um það, ég ætla ekki að leggja það á fjölskyldu mína að túlka fyrir mig, fjölskyldan á fríkvöld. Útvarpsráð skal fá að borga túlk- inn, ég sé um að greiða afnotagjald- ið það er nóg, ég mun einnig halda þessu áfram þegar íslenskir áhuga- verðir þættir verða í boði. Ég ætla mér ekki að missa af því sem er að gerast í mínu eigin landi. Ég er jafngildur íslendingur og fjöldi ís- lendinga er á landinu. Eg er jafn- rétthá og allir aðrir íslendingar. Ég greiði mitt atkvæði í þjóðarkosn- ingum. Ég á sama rétt og allir aðr- ir íslendingar. Ég er fædd íslend- ingur og ætla ekki að láta heyrnar- leysi skemma stolt mitt sem Isiend- ings. Ég tala ekki bara fyrir mig sjálfa, heldur líka annan hóp sem er málminnihlutahópur en er þó íslenskur málminnihlutahópur. Það stendur jú, í margfrægri auglýs- ingu, að sjónvarpið sé „Sjónvarp allra landsmanna". En ég bara spyr hvaða landsmanna? Höfundur er félagsmálafulltrúi Félags heyrnarlausra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.