Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 296. tbl. 78. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bonner varar við kúgnn með auknum völdum Gorbatsjovs Boston. Reuter. JELENA Bonner, ekkja sovéska andófsmannsins Ándrei Sakharovs, spáði því í gær að her og lögregla ættu eftir að efna til herferðar gegn andstæðingum Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Lagði hún til að Bandaríkjamenn hættu stuðningi við Gorbatsjov en tækju í staðinn afstöðu með Eystrasaltsríkjunum og öðrum lýðveldum sem segja vildu sig úr sovéska ríkjasambandinu. Bonner lét þessi ummæli falla í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð sama daginn og sovéska þingið samþykkti að veita Gorbatsjov stór- aukið framkvæmdavald. „Gorb- atsjov er ekki að stuðla að auknu lýðræði heldur er hann að hverfa aftur til grimmilegrar alræðis- stjórnunar. Og við getum átt von á því sama frá henni og öðrum alræð- isstjórnum, óviðjafnanlégum vanda- Persaflóaríkin: Brottflutn- ingur banda- rískra þegna undirbúinn Washington, Amman. Reuter. BANDARÍSKA varnarmála- ráðuneytið er nú að ljúka gerð áætlunar um brottflutning rúm- lega 30.000 óbreyttra banda- rískra þegna frá Miða'usturlönd- um fyrir 15. janúar nk., að sögn CAW-sjónvarpsstöðvarinnar, en þann dag rennur út sá frestur sem írakar hafa til að hverfa með innrásarlið sitt frá Kúvæt. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar gerir áætlunin ráð fyrir því að all- ir óbreyttir bandariskir þegnar sem dveljast í löndum við Persa- flóa verði fluttir burt frá svæðum sem liggja að hugsanlegu átaka- svæði komi til bardaga við íraka eftir 15. janúar. í fyrradag fyrirskipaði banda- ríska utanríkisráðuneytið starfs- mönnum sendiráðanna í Jórdaníu og Súdan og skylduliði að koma sér úr landi „löngu“ fyrir 15. jan- úar vegna. Aðeins örfáir sen.di- ráðsmenn verða eftir til þess að sinna nauðsynlegustu störfum. Aðrir bandarískir þegnar voru sömuleiðis hvattir til að koma sér strax frá þessum löndum. Jórd- önsk yfirvöld sökuðu Bandaríkja- menn um að valda óþarfa spennu með þessari ákvörðun. Sjálf und- irbúa þau sig þó af kappi undir hugsanleg átök á Persaflóasvæð- inu því undanfarna daga hefur viðbúnaður jórdanska hersins ver- ið stórefldur meðfram ísraelsku landamærunum. Jórdanskir emb- ættismenn sögðu í gær að óttast væri að ísraelar myndu dragast inn í stríð við Persaflóa og að þeir myndu þá ráðast inn í Jórd- aníu til árása á Irak. Sjá „íraksher verði kvaddur frá Kúvæt“ á bls. 20. málum fyrir íbúa heilu svæðanna [lýðvelda] sem áður voru hluti af einu og sama ríkinu." Frú Bonner hvatti til þess að lýð- veldunum yrði send matvæla- og lyfjaaðstoð sem mikil og knýjandi þörf væri fyrir. Sagði hún að til- gangurinn með glasnost-stefnu Gorbatsjovs hefði verið að skella skuldinni vegna efnahagsörðug- leika Sovétmanna á fyrri ráðamenn. Leiðtoginn hefði ekki séð afleiðing- ar stefnunnar fyrir. og hálfpartinn misst hana úr böndum. Skapast hefði pólitískt andrúmsloft og opn- ari umræða sem hundruð þúsunda borgara hefðu fært sér í nyt. „Það var aldrei ráð fyrir því gert og þess vegna má búast við mikilli kúgun,“ sagði Jelena Bonner. Gennadí Janajev varaforseti í ræðustól í sovéska þinginu. situr Míkhaíl Gorbatsjov forseti. Reuter Að baki Sviss: Afhenda ber innstæður Mareosar Genf. Reuter. ÆÐSTI dómstóll Sviss kvað í gær upp þann úrskurð að afhenda bæri ríkisstjórninni í Maníla á Filippseyjum 330 milljóna dollara innstæðu af svissneskum banka- reikningum Ferdinands Marcosar fyrrum Filippseyjaforseta og ætt- menna hans. Til þess að fá peningana þarf stjórn Corazon Aquino Filippseyja- forseta að fá.dómstóla heimafyrir til þess að samþykkja kröfu um að þeir verði gerðir upptækir. Úrskurðurinn er talinn mikilvæg- ur sigur fyrir stjórn Aquino í þeim tilraunum að komast yfir íjármuni sem Marcos mun hafa flutt úr landi á síðustu dögum sínum i embætti í febrúar 1986. Úrskurðurinn nær einungis til reikninga í Ziirich og Friborg. Búist er við að tekið verði tillit til hans við málarekstur í kant- ónunum Genf, Vaud og Luzerne þar sem einnig er að finna bankainn- stæður á nafni Marcosar-íjölskyld- Míkhaíl Gorbatsjov um deilur við leiðtoga Rússlands um stefnu í efnahagsmálum: Sovétríkin liðast í simdur náist ekki samkomulag Mn«kvn. Rpnlor. Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti sagði í gær að yrðu ekki deil- ur stjórnvalda í Kreml og leiðtoga Rússlands, stærsta lýðveldis Sov- étríkjanna, um stefnu í efnahags- málum til lykta leiddar myndu Sovétríkin liðast í sundur. So- véska þingið hafnaði Gennadí Janajev varaforsetaefni Gorb- atsjovs við fyrstu atkvæða- greiðslu í gær en þar sem fá at- kvæði vantaði á að hann næði til- skildum lágmarksfjölda atkvæða fór forsetinn fram á að atkvæða- greiðslan yrði endurtekin og náði Jánajev þá kjöri. Gorbatsjov lét í ljós greinilega vanþóknun með úrslit fyrri atkvæðagreiðslunnar í varaforsetakjörinu og sagði í tilfinningaþrunginni ræðu að nú gæfist síðasta tækifærið til þess að tryggja umbætur. Komið væri að tímahvörfum og fengi hann ekki mann sér við hlið sem hann gæti treyst til að fylgja stefnu sinni fram yrði stjórninni vikið frá. Gorbatsjov hvatti leiðtoga Rúss- lands til að undirrita bráðabirgða- samkomulag sem þingið veitti Kremlarstjórninni og yfirvöldum Sovétlýðveldanna frest til að ljúka fyrir 10. janúar en því er ætlað að koma í veg fyrir að efnahagslíf stöðvist vegna deilna um yfirráða- rétt yfir auðlindum. Rússar lýstu yfir fullveldi í maí sl. og yfirráðum yfir auðlindum sínum en nær allar auðlindir Sovétríkjanna er að finna í lýðveldinu. Samþykktu þeir síðan eigin áætlun um innleiðingu mark- aðskerfis á 500 dögum og stofnuðu Walesa leggur að Mazo- wiecki að sitja áfram Víirsiú. Rpntor Varsjá. Reuter. LECH Walesa forseti Póllands lagði hart að Tadeusz Mazo- wiecki starfandi forsætisráð- herra að sitja áfram, að því er háttsettur embættismaður skýrði frá í gær. Walesa og Mazowiecki ræddust við í forsetahöllinni í Varsjá í gær og eftir fund þeirra sagðist Wal- esa vongóður um að þrátt fyrir hatrammar yfirlýsingar og átök í nýafstöðnum forsetakosningum gætu sættir tekist þeirra í millum. „Ég á erfitt með að ímynda mér að forsætisráðherrann muni hafna því að vinna með mér og þjóðinni við að endurreisa Pólland. Pað er útilokað. Til þess er þjóðernisást hans of mikil,“ sagði Walesa í sam- tali við pólsku fréttastofuna PAP. Heimildarmenn töldu þó ólíklegt að Mazowiecki breytti afsagnar- ákvörðun sinni en PAP-fréttastof- an sagði að hann hefði þó ekki hafnað bón Walesa. „Þetta voru könnunarviðræður, hinar fyrstu, og það eru margir möguleikar á borðinu," sagði forsætisráðherr- ann við PAP eftir fundinn. Stjórn hans mun ræða óskir Waiesa á fundi í dag, föstudag, en sam- kvæmt stjórnarskránni verður waiesa ao gera tmogu um forsæt- isráðherraefni sitt á þingfundi 4. janúar nk. Mazowiecki baðst lausnar frá starfi forsætisráðherra að lokinni fyrri umferð forsetakosninganna í lok nóvember en þar fékk hann aðeins 18% atkvæða og hafnaði í þriðja sæti á'eftir Walesa og Stan- islaw Tyminski, burtfluttum kaup- sýslumanni. í síðustu viku sagði Walesa að sér hefði mistekist að finna nýtt forsætisráðherraefni og bað Mazowiecki og stjórn hans að sitja fram yfir þingkosningar á næsta ári. með því til enn frekari átaka við Sovétstjórnina um efnahagsmálin. Tilraunir Rússa til að innleiða markaðskerfi biðu þó hnekki í gær er Borís Fjodorov, hinn 33 ára gamli fjármálaráðherra Rússlands, sagði af sér vegna óánægju með að enginn árangur hefði náðst í þeim efnum. Hann sagði að í stað markaðskerfis væru Rússar aftur á hægri leið inn í hið gamla miðstýringarkerfi komm- únista. Deila Sovétstjórnarinnar og Rússa lýtur að yfirráðum yfir auðlindum og útflutningi á olíu, gasi, gulli og demöntum. Gorbatsjov vill að auð- lindirnar og útflutningurinn heyri að öllu leyti undir stjórn sína og 40% af gjaldeyristekjunum renni til greiðslu erlendra skulda Sovét- manna. 1 seinni atkvæðagreiðslu um vara- forsetaefni Gorbatsjovs hlaut Janajev 1.237 atkvæði eða 117 at- kvæðum meira en nauðsynlegt var til þess að tilnefning hans yrði sam- þykkt. I fyrri atkvæðagreiðslunni hlaut hinn 53 ára fyrrum leiðtogi sovésku verkalýðssamtakanna 1.089 atkvæði og vantaði því 31 atkvæði til að ná kjöri. í fyrra kjörinu greiddu 583 mótatkvæði en 563 í seinni kosningunni. Janajev sagði við fjöl- miðla að hann væri kommúnisti í húð og hár en hann hefur m.a. átt sæti í stjórnmálaráði sovéska komm- únistaflokksins. Sjá „Gorbatsjov . valdamesti Sovétleiðtogi ...“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.