Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991 13 Blönduós: Allt sorp urðað eftir áramót Blönduósi. FRÁ og með áramótum verður allt sorp á Blönduósi urðað í landi Hjaltabakka sunnan bæjarins. Með þessari breytingu á eyðingu sorps verður aflagður brennslu- ofn í svokölluðu Draugagili og losun úrgangs í gilið verður ekki lengur heimil. Sveitahrepparnir í nágrenni Blönduóss verða með í þessu verkefni. Að sögn Ófeigs Óestssonar, bæj- arstjóra á Blönduósi, verður sorpið fyrst um sinn urðað í landi Blöndu- óss en í nánustu framtíð verður sorpið urðað í Hjaltabakkalandi. Það er Vilhelm Harðarson á Skaga- strönd sem mun annast sorphirðu í bænum en bæjarstarfsmenn munu sjá um urðunina. í kjölfar þessarar breytingar á sorphirðu Blönduós- inga munu sorphirðingargjöld hækka úr 3.000 kr. í 4.000 kr. Bæjarstjórinn sagði að þessi breyt- ing á sorphirðu hefði í för með sér aukinn kostnað og sem dæmi nefndi hann að kostnaður við sorpeyðingu á árinu 1990 hefði verið um 1,3 milljónir en gert væri ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 1991 að sorpeyðingin muni kosta um það bil 4,5 milljónir króna. Eins og fyrr greinir þá varð þessi breyting um áramótin og verður fólki þá óheimilt að fleygja rusli í Draugagilið en þess í stað getur fólk hent rusli í gáma á urðunar,- stað eða gáma sem staðsettir verða á nokkrum stöðum í bænum. Sam- starfsaðilar Blönduóssbæjar í þessu verkefni verða að minnsta kosti Engihlíðarhreppur, Svínavatns- hreppur og Torfalækjarhreppur en að sögn Ófeigs Gestssonar er hugs- anlegt að fleiri sveitarfélög komi í þetta samstarf í nánustu framtíð. — Jón Sig. Bæjarráð Hafn- arfjarðar: Hafnfirðing- ar greiði 5.000 króna sorp- eyðingargjald BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti nýlega að óska eftir heim- ild umhverfismálaráðuneytisins til innheimtu sorpeyðingar- gjalds. Jafnfram var samþykkt að óska eftir staðfestingu ráðu- neytisins á þvi að gjaldið verði kr. 5.000 á hveija íbúð í bænum. Fýrri umræða um málið fór fram í bæjarsljórn á föstudag fyrir áramót og verður málið endan- lega afgreitt i byijun janúar. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag lagði Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri, fram til- lögu, um að óskað verði eftir heim- ild til álagningar sorpeyðingar- gjaldsins vegna nýrrar aðstöðu og bættra vinnubragða við meðferð og eyðingu sorps með tilkomu Sorp- eyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í tillögunni var gert ráð fyrir að gjaldið verði ákveðið árlega af bæj- arstjórn og innheimt með fasteigna- gjöldum. Lagt var til að gjaldið yrði kr. 5.000 á hveija íbúð í bæn- um. Fyrri umræða um álagningu gjaldsins fór fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á föstudaginn. Gert er ráð fyrir því að málið verði af- greitt á fyrsta bæjarstjórnarfundi næsta árs, sem verður í byrjun janú- ar. KÚLUTÚSSPENNi NO. 335 .10 S.TK. i KASSA KR. 410,- ÞÚ SPARAR KR. 100,- PENINGASKÁPAR H. 50 BR. 34 D. 40 CM KR. 32-920,- H. 68 BR. 46 D. 48 CM KR. 58.560,- H. 114 BR. 69 D. 69 CM KR. 124.280,- SKJALAHILLUR / LAGERHILLUR H. 190 BR. 80 D. 32 CM 1 EINING MEÐ 6 HILIUM KR. 8.288,- TÖLVUBORÐ FRÁ KR. 9.980,- PRENTARABORÐ FRÁ KR. 6.374,- FÓTSKEMLAR FRÁ KR. 2.950,- SKRIFBORÐ, FUNDARBORÐ, TEIKNIBORÐ, TEIKNIVÉLAR, FUNDASTÓLAR,TÚSSTÖFLUR, TEIKNINGASKÁPAR, SKÓLATÖFLUR, TEIKNINGASKÚFFUR SKRIFSTOFUSTÓLAR KÚLUTÚSSPENNI SÁ GRÆNI GÓÐI 12 STK í PAKKA KR. 750,- ÞÚ SPARAR KR. 18' - Sendingarþjónusta Við bjóðum sendingarþjónustu sem sparar fyrirtækjum bæði ferðir og tíma. Þá er bara að hringja eða fylla út pöntunarlist- ann okkar og senda hann með hraði. Pöntunarsími 83211.Telefaxnr 680411. STÓRVERSLUN SKRIFSTOFUNNAR Hallarmúla 2, Austurstræti, Kringlan. — Með því að hugsa stórt og gera hagkvæm innkaup má spara ótrúlega mikið. Um þessi ára- mót og í upphafi bókhaldsárs geta þeir sem eru stórtækir hagnast vel og sparað mörg spor með því að gera magninnkaup á sérstökum tilboðsmarkaði Pennans í Hallarmúla 2. Með beinum innflutningi og hagstæðum innkaupum getur Penninn boðið ýmsar vörur á lægra verði. Þar að auki verður Penninn nú með sérstakt janúartilboð sem miðast við magninnkaup. Hagræðingin fyrir þá sem notfæra sér þetta tilboð felst ekki eingöngu í lægra verði. heldur líka í færri sendiferðum og hlutirnir eru við hendina þegar á þarf að halda. GATAPOKAR A4 100 STK. t KASSA KR. 560,- ÞÚ SPARAR KR. 140,- MERKÚR GEYMSLUBOX A5 50 STK. i KASSA KR. 2.050,- ÞÚ SPARAR KR. 700,- MERKÚR GEYMSLUBOX A4 50 STK. i KAáSA KR. 2.250,- ÞÚ SPARAR KR. 600,- KÚLUPENNI NO. 3050 50 STK. í KASSA KR. 1.150,- ÞÚ SPARAR KR. 300,- L-PLASTMÖPPUR A4 100 STK. i KASSA KR. 960,- ÞÚ SPARAR KR. 240,- BBZa a gjQÉ V.k r' bj • • • • • • - BRÉFABINDI 25 STK. i KASSA KR. 5.100,- ÞÚ SPARAR KR. 1.700,- Ýmislegt SKJALAKASSAR 4 SKÚFFUR KR. 2.650,- 7 SKÚFFUR KR. 3.490,- SKJALASKÁPAR 2 SKÚFFUR KR. 21.912,- 3 SKÚFFÚR KR. 58.560,- 4 SKÚFFUR KR. 124.280,- LEITZ REIKNIVÉLARÚLLUR 100 STK. í KASSA KR. 3.000,- ÞÚ SPARAR KR. 1.000,- CITIZEN CITIZEN 335 REIKNIVÉL 1/n O c\cr\ Hkl'l onxnm l/r-* J nnn STOR- VERSLUN SKRIFSTOFUNNAR Byrjið árið með betri innkaupum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.