Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991
43
tíðin virtist blasa við fjölskyldunni
þegar sorgin kvaddi dyra. Sjúkdóm-
ar gera ekki boð á undan sér og
barátta Jóhönnu var stutt og hörð,
en bjartsýnina bar hún til dauða-
dags.
Við ljúkum þessum fátæklegu
orðum með innilegum samúðar-
kveðjum til Guðjóns, dætranna
ungu og allrar fjölskyldunnar, og
vonum að minningin um Jóhönnu,
elskulega og glaðværa, verði þeim
styrkur í sorginni.
Fyrir hönd bekkjarsystranna.
Bryndís og Sigrún Klara
Látin er í Reykjavík frænka mín
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, aðeins
47 ára að aldri. Hún varð eins og
fleiri nú á dögum að lúta í lægra
haldi fyrir- ógnvaldi nútímans,
krabbameininu. Baráttan hafði
staðið í nokkurn tíma og var hetju-
leg.
Jóhanna var næstelst fjögurra
barna Jóns Stefánssonar fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar
á Siglufirði og konu hans Ástu
Guðmundsdóttur. Jón lést fyrir um
ári en Ásta lifir dóttur sína. Það
er því skammt stórra höggva á milli.
Æskuheimili Jóhönnu minnist ég
með hlýju frá fyrstu tíð. Mikil reisn
var yfir öllu og bar það glöggt
merki þess að tengsl við umheiminn
voru mikil og tíð.
Eftir stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Akureyri hélt hún til
Þýskalands og Bandaríkjanna til
að afla sér aukinnar þekkingar og
reynslu.
Minningarnar um frænku mína
eru þó fyrst og fremst tengdar þeim
tíma er við bjuggum bæði í
Reykjavík, en Jóhanna var um langt
árabil ritari föður míns. Hafði hann
oft á orði hve hann og stofnunin
væru lánsöm að fá að njóta svo
hæfra starfskrafta. Allt verklag og
framkoma var til fyrirmyndar og
ekki spillti það fyrir að bæði höfðu
létta og góða lund. Reynslan sem
hún aflaði sér erlendis kom oft að
góðum notum þar sem samskipti
við erlenda aðila voru mikil.
Árið 1977 giftist Jóhanna Guð-
jóni Heijólfssyni trésmíðameistara
og eignuðust þau þrjár dætur, sem
nú sjá ungar á bak móður sinni.
Megi góður Guð gefa þeim styrk
til að standast þessa þungu raun.
í stuttri heimsókn til frænku
minnar viku fyrir andlát hennar
kom vel i ljós að baráttukrafturinn
var óskertur og trúin sterk.
Minningarnar um Jóhönnu
frænku eru skýrar og bjartar.
Við sem eftir lifum þökkum sam-
fylgdina og sendum öllum aðstand-
endum innilegustu samúðarkveðjur.
Megi kær frænka hvíla í friði.
Kjartan Jónsson
Orð eru fátækleg og segja svo
lítið, einkum þegar sorgin er svo
sár sem raun ber vitni.
Ekkert verður hér eftir sem fyrr.
Jóhanna vinkona mín er horfin í
blóma lífsins. Hún lést 20. desem-
ber sl. eftir hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm.
A skilnaðarstundu er mér þó
nauðsyn að fá að kveðja hana með
minningarbrotum úr lífi okkar.
Sögusviðið er Siglufjörður. Það er
sjómannadagur 1954. Lítil stúlka
hefur flust með foreldrum sínum
úr sveitaþorpi austan af fjörðum til
Siglufjarðar sem í hennar augum
er framandi „heimsborg“. Hún hef-
ur verið flutt nauðug, að því henni
fínnst, burt frá vinum og kunnugum
slóðum. Fyrsti dagurinn á nýjum
stað er runninn upp. Sól skín í heiði
og fánar prýða bæinn í stafalogni
og heiðríkju. Þar sem hún stendur
í fyrsta sinni úti fyrir húsinu birtist okkar er líkamleg nærvera ekki
henni sýn sem aldrei hverfur úr nauðsyn og við þá staðreynd hugga
minni. Niður brekkuna fyrir ofan ég mig á þessari stundu. Slík vin-
húsið kemur maður gangandi með átta lifir að eilífu og fylgir- manni
litla stúlku sér við hönd. Stúlkan á önnur tilverustig. Eftir stúdents-
er dökk yfirlitum og tiguleg og með próf skildu leiðir okkar Jóhönnu um
tvær þykkar fléttur og hefur hatt tíma. Við fórum til náms og starfa
á höfði og með tösku og hanska á eins og systur sem vissu að þær
höndum. urðu að skilja til þess að læra að
Aldrei hef ég, sveitastúlkan, séð lifa sjálfstæðu lífi. Jóhanna fór til
aðra eins fegurðardís nema í Þýskalands og Ameríku og dvaldi
myndabókum frá útlöndum. Nær þar um tíma, en sneri fljótlega heim,
því eins og í draumi virði ég fyrir enda var hún tengd_ fjölskyldu sinni
mér þessa mynd sem upp frá því og ættlandi sterkum böndum. Hún
verður táknræn fyrir þá gæfu sem hefði aldrei þrifist til langframa í
vera mín í þessum bæ færði mér. útlöndum.
Mig óraði ekki fyrir því á þessari Árið 1966 hóf Jóhanna störf sem
stundu að þessi fallega stúlka ætti einkaritari forstjóra Áfengis- og
eftir að verða besta og tryggasta tóbaksverslunar ríkisins og var það
vinkona mín. Sú varð raunin. í hennar ævistarf upp frá því ef und-
meira en 35 ár stóð vinátta okkar an eru skilin fáein ár, þegar telpurn-
þessara tveggja stúlkna, sem ar hennar þrjár voru að komast á
sprottnar voru úr ólíkum jarðvegi legg.
en höfðum svo óendanlega margt Eiginmanni sínum, Guðjóni Her-
að gefa hvor annarri. Við Jóhanna jólfssyni, húsasmið frá Vestmanna-
fylgdumst að í gegnum barna- og eyjum, miklum mannkosta manni,
unglingaskóla á Siglufirði og von- kynntist Jóhanna í kjölfar Vest-
glaðar héldum við haustið 1959 mannaeyjagossins, en þá fluttist
saman á vit fræða og ævintýra í Guðjón til Reykjavíkur. Þau gengu
MA á Akureyri. í fjóra hamingju- í hjónaband sumrið 1977 og áttu
ríka vetur, eða til stúdentsprófs, þrettán hamingjurík ár saman. Þau
deildum við litlu herbergi á heima- eignuðust þijár efnilegar dætur,
vist MA og einn vetur eftir það í þær Ástu Júlíu fædd 1978 og
Reykjavík. Aldrei þá né heldur tvíburana Margréti og Guðbjörtu
nokkru sinni síðar á ævinni féll sem fæddar eru 1979. Mannkostir
styggðaryrði okkar í milli. Slík var , beggja foreldra og ástríkt uppeldi
gæfa okkar beggja. Jóhanna átti hefur mótað þessar litlu stúlkur og
þar þó drýgstan þátt því hún var verður þeim vörn í sárri sorg þeirra
úr hófi tillitssöm og kunni að stilla nú.
skap sitt. „Aðgát skal höfð í nær- Fjölskyldan hefur lengst af búið
veru sálar" var einn af hennar eftir- í næsta nágrenni við foreldra Jó-
lætis málsháttum og henni tókst hönnu eða frá því að Ásta og Jón
betur en flestum að lifa samkvæmt fluttu búferlum frá Sigflufirði. Var
honum. Við urðum eins og óvenju það mikill styrkur fyrir bæði heimil-
nánar systur og máttum varla hvor in, enda var alltaf óvenju kært með
af annarri sjá. Jóhönnu og foreldrum hennar og
Á Siglufirði varð ég heimagangur sama gilti um Guðjón síðar. Jón
á heimili foreldra Jóhönnu, þeirra lést árið 1989 en Ásta býr enn á
Ástu J. Guðmundsdóttur og Jóns sínum stað og mun sem fyrr verða
Stefánssonar framkvæmdastjóra til taks fyrir telpurnar sínar.
síldarútvegsnefndar þar í bæ. Að leiðarlokum kveð ég vinkonu
Heimili þeirra bar með sér fram- mína með trega en jafnframt þakk-
andi blæ. Þar var svo fíiit að í læti. Þakklæti til almættisins fyrir
mínum augum var það líkast kon- að hafa átt jafn trygglynda og heil-
ungssölum. Þar kynntist ég nýjum steypta vinkonu og Jóhönnu sem
siðum m.a. lærði ég að drekka te alltaf var til taks jafnt í sorg og
við eldhúsborðið hjá Ástu. Bæði gleði.
Ásta og Jón tóku mér af ástúð sem Minningin um hana mun lifa með
var engu lík og létu mig alltaf finna mér og öllum ástvinum hennar og
að ég var velkominn gestur. leggja okkur líkn með þraut.
Mörgum árum síðar fannst mér Við Ingólfur og börnin okkar
því eðlilegt að láta það vera eitt sendum Guðjóni, Astu Júlíu, Mar-
af mínum fyrstu verkum sem gift gréti og Guðbjörtu og svo og Ástu
kona að fara með manninn minn og systkinum Jóhönnu okkar inni-
til Siglufjarðar, sýna honum bæinn legustu samúðarkveðjur.
ogkynnahannfyrirÁstuogJóni. Guð blessi minningu Jóhönnu
í Reykjavík fylgdi ég Jóhönnu inn Sigríðar Jónsdóttur.
á heimili Camillu ömmu. Ekkert Lára Björnsdóttir
virtist eðlilegra en að ég bættist í
hóp „barnabarnanna" hennar.
Þarna komst ég á snoðir um forfeð-
ur Jóhönnu, en langafi hennar og Með fáeinum kveðjuorðum viljum
faðir Camillu var Thor Jensen, sá við minnast jafnöldru okkar Jó-
mikli athafnamaður. Aldrei mikl- hönnu S. Jónsdóttur, sem lést á
aðist Jóhanna af uppruna sínum, Borgarspltalanum í Reykjavík 20.
enda var það henni ijarri skapi. desember sl.
Þótt hún væri af höfðingjum kom- Jóhanna ólst upp á Siglufirði í
in, var hún alþýðlegri en flestir sem samhentum vinahópi jafnaldra. Jó-
ég hef kynnst. Þó var Jóhanna mjög hanna var alla tíð góður félagi og
ættrækin og hreykin af forfeðrum tryggð hennar við heimabæ sinn
sínum eins og vera bar. Við áttum er viðbrugðið.
ógleymanlega stund í sumar sem Jóhanna er þriðji jafnaldrinn,
leið, þegar við gengum um sem hverfur á burt úr rúmlega 60
Fríkirkjuveginn í blíðskaparveðri og manna hópi. Minningin um góðan
skoðuðum minnisvarðann um Þor- vin, félaga og jafnaldra mun lifa
björgu og Thor Jensen, sem reistur meðal okkar hinna sem eftir stönd-
hefur verið í garðinum við húsið sem um, þó svo óviðbúin.
þau byggðu þar. Stundirnar okkar Við sendum eiginmanni Jóhönnu,
Jóhönnu voru alltaf gjöfular og Guðjóni, dætrum, móður og öllu
dýrmætar. Jafnvel þann tíma þegar venslafólki okkar innilegustu sam-
við áttum þess ekki kost að hittast úðarkveðjur. Megi góður guð
eins oft og við vildum var samband styrkja þau í sorg þeirra.
okkar mjög náið. í vináttu sem Árgangurinn 1943fráSigIufirði
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ERLENDUR INDRIÐASON,
Skúlaskeiði 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. janúar
kl. 15.00.
Vilhelmína Arngrímsdóttir,
Sigurfljóð Erlendsdóttir,
Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Asgeirsson,
Davið Erlendsson,
Vignir Erlendsson, Inga Áróra Guðjónsdóttir,
Arngrímur Erlendsson,
Steinar Erlendsson,
Erla M. Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður-
systur minnar,'
ÞÓRHILDAR HJALTALÍN,
Grundargötu 6,
Akureyri.
Fyrir hönd vandamanna,
Rafn Hjaltalín.
Minningarathöfn um ástkæra eiginmenn okkar, föður, son og
tengdason,
VAGN MARGEIR HRÓLFSSON
°9
GUNNAR ÖRN SVAVARSSON
sem létust af slysförum á mb. Hauk IS 195 þann 18. desember
sl., verður í Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 5. janúar nk.
kl. 14.00. Athöfninni verður einnig útvarpað í Ráðhússal.
Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á að láta Slysavarnafélag
íslands og starfsemi þess í Bolungarvík njóta þess.
Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Erna Sörensen,
Margrét Vagnsdóttir, Svavar Sigurðsson,
börn, systkini, tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinir.
+
Föðursystir okkar,
JÓNÍNA G. SIGURÐARDÓTTIR,
Ægisíðu 96,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. desember siðast-
liðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. janúar
kl. 15.
Fyrir hönd frændfólks og vina,
Ástríður Guðmundsdóttir,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, '
Sigurður Þ. Guðmundsson,
Gylfi Guðmundsson,
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Gerður G. Bjarklind.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýnt hafa okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
GUNNARS NÍELSAR SIGURLAUGSSONAR
frá Grænhóli.
Tryggvi N. Sigurlaugsson,
Fanney Sigurlaugsdóttir.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Bogabraut 3,
Skagaströnd.
Hólmfríður Guðjónsdóttir,
Sigurjón Ástmarsson Jökulrós Grímsdóttir,
Signý Ástmarsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson,
Ingvar Ástmarsson, Jóna Guðfinnsdóttir,
Ástmar Kári Ástmarsson, Jóhanna Harðardóttir
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug
og vináttu vegna fráfalls
BRYNJÓLFS BJÖRNSSONAR,
Ártúni 6, Selfossi.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild A-6 Borgarspítalans.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Sveinsdóttir
og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, dóttur,
tengdamóður, systur og mágkonu,
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR,
Tjarnargötu 16.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Tímans.
Baldur Zóphanfasson,
Þyrí Marta Baldursdóttir,
Soffía Kolbrún Pitts, David Lee Pitts,
Elías Bjarni Baldursson,
Smári Örn Baldursson, Elvur Rósa Sigurðardóttir,
Hafdís Birna Baldursdóttir,
Þyri Marta Magnúsdóttir,
Erna Jónsdóttir, Ólafur Ólafsson,
og barnabörn.