Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
37
SóIveigÁsa Júlíus
dóttír - Minning
Fædd 6. desember 1938
Dáin 26. desember 1990
Þó í okkar ferðafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Björn Jónsson frá Gröf.)
Við erum sorglega oft minnt á
hvað lífið er stutt. Það þyrmdi yfir
okkur þegar við fréttum á annan
dag jóla að vinkona okkar, Sólveig,
væri látin, þegar flestir sitja og
gleðjast í faðmi fjölskyldunnar á
þessari mestu hátíð ársins.
Minningarnar hlaðast upp. Okk-
ar kynni hófust veturinn 1956-57
þegar við komum hver af sínu
landshorninu á Húsmæðraskólann
að Varmalandi í Borgarfirði. Frá
þessum vetri höfum við haldið
kunningsskap og aldrei fallið
skuggi á okkar vináttu né styggð-
aryrði öll þessi ár. Við höfum ver-
ið svo lánsamar að geta leitað hver
til annarrar ef eitthvað bjátaði á
og töluðum við alltaf saman í*full-
um trúnaði sem hefur verið ómet-
anlegt.
Sólveig var sérstaklega heil-
steypt manneskja. Hún var alltaf
tilbúin að hjálpa þegar þess var
þörf. Alltaf hefur verið jafn nota-
legt að heimsækja þau hjónin, Sól-
veigu og Steinar, hvort sem var á
Bugðulæk eða í sumarbústaðinn
austur í Hraunborgum. Þau voru
höfðingjar heim að sækja og mætti
okkur alltaf hlýja og trygglyndi.
Hennar trygga fas var með ein-
dæmum og öll framkoma hennar
bar vott um æðruleysi allt til hinstu
stundar.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa átt vináttu Sólveigar og hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast henni.
Við biðjum Guð að geyma hana
og styrkja Steinar og synina í
þeirra miklu sorg og vottum þeim
og öðrum aðstandendum samúð
okkar.
Sá einn sem reynir skynjar best og skilur,
hve skin frá vinarhug er gott að finna.
I hjarta þér bjó fegurð ást og ylur,
sem innstu lífsins rætur saman tvinna
en kærleikurinn er það Ijós á leið
sem lýsir skærast mannsins æviskeið.
(Ág. Böðvarsson.)
Ása og Únna
Við spyijum ávallt er góðir vinir
eru burt kallaðir langt um aldur
fram, hvers vegna? Við leitum
svara, en kunnum engin svör, okk-
ur finnst það ekki réttlátt og viljum
mótmæla en skynjum um leið að
Hinn hæsti himins og jarðar gefur
okkur ljósið og birtuna og sefar
sorgina.
Elskuleg mágkona mín, Sólveig
Ása Júlíusdóttir, lést á Borg-
arspítalanum 25. desember sl. eftir
erfiða sjúkdómslegu.
Ása eins og við kölluðum hana
var fædd að Vífilsnesi, Hróars-
tungu, N-Múlasýslu, dóttir hjón-
anna Jónínu Ásmundsdóttur og
Júlíusar Jónassonar sem bæði eru
látin, hún var næstelst fjögurra
systkina en þau eru Sigríður, Þor-
bjöi-g og Frímann.
Um fermingaraldur fluttist hún
með foreldrum sínum til
Reykjavíkur og átján ára kynntist
hún bróður mínum, Steinari Freys-
syni. Sólveig og Steinar eignuðust
tvo syni, Ásgeir Einar, f. 19. apríl
1958, og Jón Frey, f. 7. maí 1967.
Ása var einstök kona sem ekki
fór hátt með skoðanir sínar. Hún
var hæglát og trygg, kom það
best fram í því hvað hún annaðist
tengdaforeldra sína af mikilli um-
hyggju og alúð.
Ása bjó manni sínum og sonum
fallegt og hlýlegt heimili á Bugðu-
læk 2, sem öllum fannst gott að
koma til. Eftir að þau keyptu sum-
arbústaðinn var tekið til hendinni
þar við að gróðursetja og fegra
umhverfið.
Þegar góður vinur er kvaddur
er margs að minnast. Minningarn-
ar streyma fram sem óstöðvandi
elfa og við spyijum enn, hvers
vegna? Það er svo ótalmargt sem
kemur í hugann og maður spyr
sjálfan sig hvernig get ég fullþakk-
að samfylgdina, þakkað fyrir allt
það sem Ása gaf af sjálfri sér.
Elsku Steinar, Ásgeir og Jón,
ég bið góðan Guð að styðja ýkkur
og styrkja. Björg
Námskeið
TIL 30 TONNA
RÉTTINDA
hefst miðvikudaginn
9. janúar.
Kennsla ferfram
á mánudags-
og miðvikudags-
kvöldum kl. 7-11.
Próf ílokfebrúar.
Kennslaskv. námsskrá
samþykktri af menntamála-
ráðuneytinu.
Verð kr. 16.000,-
Námskeið
TIL HAFSIGLINGA
(Yachtmaster offshore)
hefstfimmtudaginn lO.janúar.
Kennsla fer fram á þriðjudags-
og fimmtudagskvöldum kl. 7-11.
Próf ílokfebrúar.
Kennsla skv. kröfum ISSA.
Verðkr. 16.000.-
BÓKANIR
á skútusiglinganámskeið sumarsins
hefjast 15.janúar.
Öll kennslugögn
fáanleg í skólanum.
Upplýsingar og innritun í símum 68 98 85
og 3 10 92 alla daga og öll kvöld.
Hjónaafsláttur 10%
SICUNCASKOLINN
- medlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA.
Minning:
Matthías
E. Jónsson
Við, sem erum á efri árum, verð-
um oft að þola það að sjá vini og
vandamenn hverfa af sjónarsvið-
inu. Stundum verður okkur að orði:
Mikið er gott að hann eða hún
þarf ekki að líða meira af þessa
heims kvalræði — nóg var nú kom-
ið af slíku — eða þá að við segjum
eða hugsum: Hvernig má það vera
að hann sé dáinn — hann sem var
svo hraustlegur og frískur, hress
og glaður? Og stundum á allt þetta
við.
Þannig var það með vin okkar
og félaga Matthías E. Jónsson,
Miðvangi 41, Hafnarfirði. Þó að
kynni okkar væru ekki löng, aðeins
örfá ár við söngiðkan og félagslíf
í Félági eldri borgara í Reykjavík
og nágrennni, urðu okkur félögum
hans ljósir mannkostir hans.
Matthías var fríður maður, afar
sviphreinn, hægur og prúður, með-
almaður á hæð og bar sig vel, án
minnsta fyrirgangs eða yfirlætis.
Hann var ágætur söngmaður —
einn okkar besti tenór — og mun
hafa sungið einsöngs- og sólóhlut-
verk á yngri árum í sinni heima-
byggð, Bolungarvík.. Hann var
stundvís og hafði sterka félagslega
samkennd í okkár áhugaverða fé-
lagsstarfi — var það sem segja
má úrvals félagi.
Við þökkurn vináttu hans og
samstarf.
Söngfélagar í kór FEB
Wterkurog
kl hagkvæmur
auglýsingamiðill!
JlfofjguiiMttfrife
Enska er okkar mál
NÁMSKEIDIN HEFJAST 14. JANUAR
INNRITUN STENDUR YFIR
JACQUIFC
ENSKUKENNARI
HELEN EVERETT
ENSKUKENNARI
♦ ♦
FYRIR NYTT NYTT
FULLORÐNA 7 vikna enskunámskeið 12 vikna samræðuhópar 12 vikna enskar bókmenntir 12 vikna rituð enska 12 vikna viðskiptaenska 12 vikna Bretland; saga, menning og ferðalög FYRIR BÖRN 12 vikna morgunnámskeið fyrir byrjendur 12 vikna laugardagsnámskeið 12 vikna „Pub“ námskeið
EINKATÍMAR HÆGT ER AÐ FÁ EINKATÍMA EFTIR VALI FYRIRTÆKI Við komum á staðinn og bjóðum upp á sérhæfða enskukennslu fyrir starfsmenn ykkar ENGINN BÝÐUR MEIRA ÚRVAL ALMENNRA OG SÉRHÆFÐRA ENSKUNÁMSKEIÐA.
12 vikna leikskóli 3ja-5 ára 12 vikna forskóli 6-8 ára 12 vikna enskunámskeið 8-12 ára 12 vikna unglinganámskeið 13-15 ára
T.O.E.F.L. Ensku Skólinn
7 vikna undirbúningsnámskeið fyrir prófið TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK
HRINGDU Í SÍMA
25330/25900
OG KANNAÐU MÁLID.