Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991
21
Félagsmálastofnun 1989:
Félagsmál 37,7% af rekstr-
argjöldum borgarinnar
Fjárhagsaðstoð vaxandi útgj aldaþáttur
REKSTRARGJÖLD Reykjavíkurborgar vegna félagsmála námu
2.774 m.kr. árið 1989 og hafa aukizt sem hlutfall af heildarrekstrar-
gjöldum borgarinnar úr 26,6% árið 1983 í 37,3% árið 1989, sam-
kvæmt Arsskýrslu Félgagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1989.
Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar ráðstafaði rúmum 260 m.kr. í
fjárhagsaðstoð á liðnu ári (2.493 mál - 76% af málafjölda deildarinn-
ar).
Framangreindar tölur um framlög
borgarinnar ná aðeins til rekstar-
gjalda, ekki fjárfestinga. Samkvæmt
skýrslunni var 69,6% af framlagi
borgarinnar til félagsmála lögboðin
gjöld, styrkir og framlög til starf-
semi, sem aðrar stofnanir en Félags-
málastofnun annast. Framlag borg-
arinnar til félagsmálastofnunar eru
því rúmlega 30% af framlagi hennar
til þessa málaflokks. Félagsmála-
stofnun fékk í sinn hlut 11,4% af
Til félagsmála
Framiög Reykjavíkurborgar
til félagsmáia sem hlutfail af
heildarrekstrartekjum 1982-89
36,3 36,3
33,7 33,4 ■ ■ ■
1982.'83 '84 '85 '86 '87 '88 '89
Framlag Reykjavíkurborgar til
félagsmála (1982-1989) sem hlut-
fall af heildarrekstrargjöldum.
heildarrekstrargjöldum borgarinnar
1989.
Helztu útgjaldaliðir Félagsmála-
stofnunar eru félagsmálaþjónusta
(heimilishjálp, unglingadeild, ungl-
ingaathvarf, útideild unglinga,
vímuefnavandi, sumardvöl fyrir
mæður og börn, tilsjónarmanna-
kerfí, aðkeypt vist, o.fl.), rekstur
heimila (gistiheimili, gistiskýli, dag-
vistir, vistheimili barna, fjölskyldu-
heimili, mæðraheimili, unglinga-
heimili) og margs konar starfsemi í
þágu aldraðra, svo sem félagsráð-
gjöf, fjárhagsaðstoð, heimilishjálp,
matarþjónusta, dagvistun o.fl. Fé-
lagsmiðstöðvar, opnar öldruðum, eru
að Norðurbún 1, Lönguhlíð 3, Furu-
gerði 1, í Oddfellow-húsinu, Gerðu-
bergi, Hvassaleiti 56-58, Seljahlíð
v/Hjallasel, Bólstaðahlíð 43 og Vest-
urgötu 7. Auk þess er rekið félags-
og tómstundastarf fyrir íbúa í þjón-
ustuíbúðum við Dalbraut og að
Droplaugarstöðum.
Barnaverndamefnd fjallaði um
mál 99 bama úr 60 fjölskyldum,
alls 157 sinnum. Um var að ræða
ákvarðanir um dvalarstað bama,
eftirlit með heimilum þeirra, tíma-
bundin umsjármál og úrskurði um
sviptingu foreldravalds. Kveðnir
voru upp 9 úrskurðir um sviptingu
foreldravalds, sem tóku til 10 barna.
14 börnum úr 11 fjölskyldum var
komið í fóstur til reynslu með fram-
búðarfóstur í huga.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflytur sinfóniuna Turangalila eftir franska tónskáldið Olivier
Messiaen í Háskólabíói á þrettándanum undir stjórn Pauls Zukofskys.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar
frumflytur verk eftir Messiaen
NEMENDUR Sinfóníuhljómsveitar æskunnar æfa nú af fullum
krafti sinfóníuna Turangalila eftir franska tónskáldið Olivier
Messiaen á 10 daga námskeiði undir stjórn Pauls Zukofskys.
Verkið verður frumflutt á íslandi í Háskólabíói 6. janúar nk.
kl. 14.
Turangalila-sinfónían er stór-
brotið verk sem gerir miklar
kröfur til flytjandanna og hafa
erlendir nemendur verið fengnir
til liðs við hljómsveitina þar sem
verkið er skrifað fyrir mjög stóra
hljómsveit. Erlendu nemendurnir
eru um 20 talsins og koma flest-
ir þeirra frá Bandaríkjunum og
Frakklandi. Hljómsveitina munu
skipa yfir 90 hljóðfæraleikarar
þegar Turangalila verður flutt.
Einleikarar með hljómsveit-
inni eru Anna Guðný Guðmunds-
dóttir á píanó og Jeanne Loriod
á „onde marteno" sem er nk.
rafmagnshljóðgervill.
Landsbanki íslands, Sjóvá-
Almennar og Flugleiðir hafa með
fjárstuðningi sínum gert Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar kleift
að halda námskeiðið.
(Fréttatilkynning)
DANSSKÓLI
n
JONS PETURS 09 KORII
FÍD - Fólag íslenskra danskennara
Dí - Dansráö íslands
Nýjir nemcndLur velhomnir:
Börn - Unglingar - Einstaklingar - Pör og hjón -
Starfsmannahópar - Félagasamtök
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Kennum alla dansa:
Samkvœmisdansa: standard og suður-amerískir
Barnadansa og Gömlu dansana
Gestahennarar shólans t vetur:
oooo
^ ^
Julie Tomkins og Martin Cawston fró Englandi
Kennaluataöir: Bolholti 6 í Reykjavik
IT'jrJSTRI'TZJJST í SllVtUlvr: 36645 og 685045
AJLI.A RAGÆ kl. 13 - 22 2. - 6. jan. 1991
IC E J\T J\T S E A HJERSJT
RAÐGREIÐSLUR
og Garðalundi í Garðabœ