Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 52
■ B
Kaffipokar
FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Snæfellsnes:
Rúta fauk
þrisvar útaf
Grundarfirði
MIKIÐ hvassviðri var á norðan-
verðu Snæfellsnesi síðdegis í gær.
Áætlunarbíil sem var á leiðinni frá
Grundarfirði til Reykjavíkur fauk
þrisvar út af veginum í Kolgrafar-
firði.
Norð-austan ofsaveður var á þess-
um slóðum og mjög byljótt. I mestu
hviðunum fauk rútan út af án þess
að velta, en komst alltaf á veginn
a^ur- Hallgrímur
Sex manna
saknað við
Snæfell
LEIT að sex mönnum á tveimur
jeppum á Fljótsdalsheiði stóð enn
yfir seint í gærkvöldi, en leit að
þeim hafði þá staðið yfir frá því
í gærmorgun. Mennirnir fóru frá
Norðfirði á sunnudag og ætluðu
að koma til byggða á nýársdag.
Mikið hvassviðri og skafrenning-
ur tafði för leitarmanna í gær,
en þeir voru á tveimur snjóbílum.
Talstöð var í öðrum jeppanum,
en ekkert samband náðist við
sexmenningana.
Björgunarsveitarmenn ætluðu í
nótt að reyna að komast að þremur
skálum við Snæfell, þar sem talið
var líklegt að mennirnir hefðu leitað
skjóls.
A ÞROSKULDI NYS ARS
Morgunblaðið/ Arni Sæberg
Kortið sýnir leitarsvæðið við
Snæfell á Austurlandi
Flugeldum og margskonar skrautljósum var skotið á loft um allt land í tilefni áramótanna sem víðast hvar voru haldin í blíðskaparveðri og
bjartviðri undir fullu tungli. Myndin var tekin á miðnætti gamlárskvölds frá Landakotsspítala í Reykjavík og sér yfir Reykjavíkurtjörn og austur
yfir bæinn.
Viimslustöðin og Isfélag Vest-
mannaeyja sögðu sig úr SH
Vinnslustöðin dró úrsögn sína til baka eftir viðræður við
SH í Eyjum í gær. Fundir með ísfélagsmönnum í dag.
TVEIR af stærstu aðilum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, ísfélag
Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. í Eyjum tilkynntu úrsögn sína
úr samtökunum um áramótin, en fyrirtækin eru hvort um sig 5,6%
aðilar að SH. Þrír af forystumönnum Sölumiðstöðvarinnar,-Friðrik
Pálsson forstjóri, Jón Ingvarsson stjórnarformaður og Bjarni Lúðvíks-
son framkvæmdastjóri, héldu til Vestmannaeyja í gær og áttu viðræð-
ur við eigendur Vinnslustöðvarinnar og varð niðurstaða fundarins sú
að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. í dag munu þeir ræða við
eigendur Isfélagsins.
Að sögn Friðriks Pálssonar for-
stjóra SH gera reglur sölumiðstöðv-
arinnar ráð fyrir að úrsagnir aðila
að SH taki gildi á áramótum ef um
það er að ræða. Friðrik sagði að for-
ráðamenn Isfélags Vestmannaeyja
hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. hefðu
haft samband við forráðamenn sölu-
miðstöðvarinnar um áramótin og
óskað eftir fundi til að ræða ýmis
mál sem þeir vildu fá nánari skýring-
ar á. „Við erum hér í Vestmannaeyj-
um til að ræða þau við báða aðila,“
sagði Friðrik í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Við höfum þegar átt fund með
Vinnslustöðinni og að honum loknum
liggur fyrir að engin breyting verður
á samstarfi Sölumiðstöðvarinnar og
Vinnslustöðvarinnar Þeir munu
halda áfram að selja í gegnum sam-
tökin sem hingað til. 1 dag verður
svo haldiim fundur með forráða-
mönnum ísfélagsins," sagði hann.
Friðrik vildi lítið tjá sig um ástæð-
ur þessa máls. „Samskipti þessara
félaga eru margþætt og inn í það
blandast allir þættir starfseminnar.
Ég tel að tæplega sé hægt að draga
eitt mál frekar út úr sem ásteytingar-
stein en annað," sagði hann.
Magnús Kristinsson stjórnarfor-
maður ísfélags Vestmannaeyja stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í gær
að viðræður myndu heijast í dag við
fulltrúa Sölumiðstöðvarinnar vegna
bréfsins þar sem úrsögn ísfélagsins
var tilkynnt.
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
Níu ráðuneyti raunhæf viðmiðun
Fækka ber þingmönnum í 55 samhliða kjördæmabreytingu
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fækka
beri ráðuneytum til að vinna að sparnaði í ríkisrekstrinum og raun-
hæft sé að miða við niu ráðuneyti. Þetta beri að gera með samruna
ráðuneyta. Hann segir æskilegast að sameina viðskipta- og iðnaðarráðu-
neytin og að stofnað verði nýtt ráðuneyti, umhverfis- og byggðaráðu-
neyti þar sem felldar yrðu saman ýmsar eftirlitsstofnanir ríkisins í
eitt og leggja þar með niður félagsmála- og samgönguráðuneytið í
núverandi mynd. Þá segir Þorsteinn rétt að sameina Alþingi i eina
málstofu og fækka þingmönnum í 55 samhliða breyttri kjördæmaskip-
an, þar sem landinu yrði skipt upp í lítil einmenningskjördæmi og hins
vegar einn landslista.
Þorsteinn sagði í áramótagrein
sinni í Morgunblaðinu að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni fyrir kosningar gefa
skýr og ákeðin fyrirheit um mark-
visst aðhald og sparnað í ríkisrekstri
og koma í veg fyrir skattahækkanir.
Hann var spurður í samtali við Morg-
unblaðið hvort hann væri ekki með
þessu að draga í land með fyrri yfir-
lýsingar um að Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaði að afnema þá skatta sem
núverandi ríkisstjórn hefur lagt á.
Hann sagðist vera þeirrar skoðunar
að miðað við gífurlegan halla á ríkis-
sjóði og þá miklu áherslu sem lögð
er á hækkun skatta af stjórnarflokk-
unum verði það meiriháttar átak að
ná jöfnuði og stöðva þensluna án
skattahækkana. „Megin stefnumun-
urinn á milli flokkanna í komandi
kosningum felst í því að núverandi
ríkisstjórn ætlar að halda áfram á
sömu braut með meiri skattheimtu
og auknum ríkisútgjöldum meðan við
sjálfstæðismenn á hinn bóginn segj-
um að þetta ætlum við að stöðva,"
sagði hann.
Þorsteinn sagði í áramótagrein
sinni að til að koma í veg fyrir skatta-
hækkanir eigi að byija á æðstu stjórn
ríkisins og minnka yfirstjórnarkostn-
að þess. „Ég tel æskulegt að sameina
viðskipta- og iðnaðarráðuneytið í eitt
ráðuneyti og má þá skírskota til þess
að í eina tíð voru atvinnuvegirnir
allir undir einu ráðuneyti. Þá tel ég
eðilegt að ýmis mál sem nú heyra
undir samgönguráðuneytið s.s.
ferðamál, Póstur og sími og tækni-
þjónusta af ýmsu tagi heyri undir
þetta sameinaða ráðuneyti."
Þorsteinn sagði að í eitt umhverf-
is- og byggðaráðuneyti megi stað-
setja með afdráttarlausari hætti
ýmis umhverfismál en gert er í dag.
Auk þess megi staðsetja þar byggða-
mál, sveitarstjórnarmál, skipulags-
mál, vegamál og hafnamál. Hluti
verkefna félagsmálaráðuneytis ætti
og að færa undir heilbrigðisráðuneyt-
ið.
Þorsteinn sagði að sameining Al-
þingis í' eina málstofu muni draga
mjög úr kostnaði við þinghaldið. Og
fyllilega raunhæft væri að miða við
fækkun niður í 55 þingmenn.
Veðurofsi um
allt land:
Fárviðri olli
skemmdum
á Siglufirði
MIKIÐ hvassviðri olli veru-
legum skemmdum á Siglu-
firði í gærmorgun og fyrri-
nótt. Plötur fuku af húsþök-
um og bílar fuku til og
skemmdust. Einnig brotnuðu
rúður í húsum og bílum. Er
talið að tjónið nemi milljónum
króna. Slæmt veður og hvas-
sviðri var um mest allt land
í gær.
Á nokkrum stöðum norðan-
lands urðu rafmagnstruflanir í
gær. Útsendingar útvarps og
sjónvarps féllu víða niður. Vind-
hraði komst upp í 11 vindstig
á Vestfjörðum.