Morgunblaðið - 03.01.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.01.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 j- VON VIÐ ARAMOT Prédikun herra Olafs Skúlasonar biskups í Dómkirkjunni á nýársdag Guðspjall Lúkas 13, 6-9. Ég bið ykkur öllum, sem hafið lagt leið ykkar hingað í Dómkirkj- una þennan fyrsta dag nýja ársins, blessunar Guðs. Sú sama bæn er borin upp vegna þeirra, sem úr íjar- lægð kunna að taka þátt í þessari athöfn fyrir tilstilli útvarps. Og þá vil ég einnig telja hinn þriðja hóp þar með, sem blessunar er beðið vegna framtíðar. Ég bið vitanlega líka fyrir þeim, sem hvorki hafa beint sporum hingað í helgidóminn né ]áta ljósvaka flytja sér fyrirbæn. Ég bið öllum landsmönnum bless- unar Guðs, á þessu ári, sem ljær okkur með tölum sínum möguleika til að færa stafí til, frá þeim fyrstu til þeirra síðustu, án þess merking raskist. Blessi Guð okkur öllum árið 1991, landsmönnum öllum, já, og öllum þjóðum og öllum mönnum. Bægi blessun Guðs frá böli, og leiði fúsleiki hollustunnar við hinn hæsta til þess að forystumenn sem aðrir leggi eyra sitt að fyrirmælum Guðs, er leiða til friðar og farsældar. Ég hef beint huga héðan úr pré- dikunarstólnum til þriggja hópa. Fyrst þess, sem hér er og kýs að þiggja nálægð við helgi með kirkju- göngu, síðan þeirra er að heiman hugsa hingað og finna áhrif frá guðsþjónustu gegnum útvarpið, og loks að þeim, er enn kunna að merkja áhrif næturinnar í líkama og anda og láta svefninn ráða í þeirri von, að hann veiti styrk, sem gengið hefur verið á í næturvöku. Ollum er blessunar beðið. Guð fer ekki í manngreinarálit, og þótt fari víðs ijarri, að allt sé jafnt fyrir aug- liti hans, svo að ekkert skipti máli/ þá erum við öll börnin hans og kærleikur hans stendur okkur til boða. Það var fyrir heiminn, sem frelsarinn fæddist, vegna kærleika föðurins himneska, eins og Jóhann- es guðspjallamaður hermir frá. Síst ber okkur því, að ímynda okkur múra, sem útiloka einhveija frá náð Guðs. Hitt vitum við, að sjálf getum við meinað áhrifum hins hæsta að komast að. Skellt á boðskapinn eins og veitingamaður í Betlehem gjörði forðum, er hann lokaði á þreytta ferðamenn, svo verðandi móðir hraktist í Ijárhús, þar sem hún ól son sinn og vafði reifum. En sonur himna vitjaði veraldar, þótt hvergi væri húspláss að finna við fæðingu hans. Guð breytti ekki ákvörðun sinni. Hún stóð óhagganleg, þrátt fyrir kulda mannanna. Kærleikur Guðs slokknar aldrei. Og enn sýnir hann ^okkur von okkar í kærleikanum. í guðspjalli nýársdags er það vonin, sem lögð er áhersla á. Von um endurbætur, von um breytingu, von um árangur, þar sem fyrr var allt snautt. Eða bað ekki vínyrkinn um einn frestinn enn, áður en tréð yrði höggvið upp og annað gróðursett í stað_þess, sem engan ávöxt hafa borið? Ar eftir ár hafði verið leitað ávaxtar án árang- urs. Það var eðlilegt, að þolinmæðin væri á þrotum. En beðið var um eitt ár enn, og sjá, fresturinn var veittur. Tréð skyldi ekki höggvið. Og þess freistað með enn meiri að'- hlynningu og áburði að vekja það til lífs, svo það bæri góða ávexti. Er þetta ekki enn vonin sanna við áramót? Leiddi einhver hugann að breyt- ingum á lífi sínu síðustu nótt gamla ársins og þá fyrstu hinsijýja? Fund- um við fyrir misfeilum, sem særðu enn frekar af því að stundin var stór? Leituðum við í huganum ann- arra leiða, af því þær gömlu höfðu leitt í ógöngur? Bárum við liðna árið með örlögum þess, reynslu og afleiðingum verka upp að því, sem við áformuðum við síðustu áramót, fyrir tólf mánuðum og sáum, að við svo búið mátti ekki sitja? Fundum við, að það þarf að standa með öðr- um hætti að verki á nýju árj? Ganga eftir öðru hljómfalli, skima eftir öðrum vegvísi? Fundum við í nótt, að árið sem við höfðum kvatt, kannski með trega í huga, hafði ekki orðið sá náðartími sem vænst var fyrir ári, vegna þess eins, að við höfðum ekki látið efndir fylgja áformum? Og þurftum við því á ný að brýna okkur vegna þessa sér- staka árs, sem bendír í senn í upp- hafi sem lokum til hins sama svo að það minnir á hið tvíhöfða goð, sem janúar dregur nafn sitt af og gat í senn horft til baka og fram á leiðina. Og er það ekki einmitt það, sem gerði nóttina sérstaka og þennan morgun engum öðrum líkan? Þessi þrá að horfa til baka og sjá í fet- aðri slóð fyrirboða framtíðar. Og hvað sáum við? Hvernig lásum við? Ekki aðeins vegna okkar sjálfra og þeirra, sem við gátum faðmað við klukkuslögin tólf á miðnætti, heldur vegna veraldar allrar og allra barna hennar? Lesa margir spádóma og leggja þó misjafnlega mikið upp úr fræðun- um. En þessi þrá að skyggnast fram í tímarin virðist hafa fylgt mann- kyni allt frá véfréttinni í Delfí, og þó miklu fyrr, og til þeirra, sem í dag rýna í kúlu eða spá í spil og lesa stjörnukort. En hver þekkir tím- ann og hver ræður í hið ókomna, svo ekki skeiki? Skyldi það vera nema einn, sá sem er ofar tímanum, svo að liðið og ókomið rennur saman við andartakið og verður allt að ei- lífri nútíð. „Ég er sá sem ég er,“ sagði Guð Abrahams og Jakobs og Guð okkar, forðum daga, er hann var inntur eftir nafni. Hann verður aldrei hlekkjaður í einhveijar viðjar, sem takmarka hann, hvorki í tíma né að öðrum hætti. Hann er, hann verður ekki og hann var ekki, hann er. En þrátt fyrir þetta freistar hið ókomna okkar, ekki síst við ára- mót. Og þó hygg ég flestir geta tekið undir með Braga Siguijóns- syni er hann lætur hug leiða á vit slíkra spurninga og segir: Flesta fýsir að vita, hvað framundan bíði sín, og efalaust þykir öllum einskisverð leiðsöp mín: En langa ferð hef ég farið. Sú ferð hefir kennt mér eitt, að farsælast varð mér fyrir um ferð þá að vita ekki neitt. Að vita ekki neitt? Hvorki um heill né böl? Hamingju né vonbrigða- áföll? Hefur skáldið rétt fyrir sér, þegar hann eftir langa Ieið kýs ekki að vita? Margur mun taka undir með honum, þótt spádórrrar freisti. Og þó fer ekki hjá því, að meir hugsum við um ákveðna þætti, sem við vitum að bíða, heldur en al- mennt um framtíð. Við hugsum um val, sem bíður að vori. Úrslit þess ráða um forystusveit landsins okk- ar. Hvort framlengt verður umboð eða öðrum fengið það í hendur. Skiptir okkur öll miklu. Stjórnmál mega aldrei vera hversdagsmál ein, og þjóðin má aldrei sætta sig við það, að stjórnmálamenn láti sér það nægja, sem næst er jafrisléttu. For- ystumönnum ber að lyfta öðrum með sér í krafti hugsjóna sinna. Þeir eiga ekki að vera eins og ímynd auglýsingaheimsins, þar sem raun- veruleikinn er títt fjarri. Leiðtogar eiga að færa bjartar vonir yfir í heim veruleikans og sannfæra okk- ur um, hvað það er, sem þeir vilja beijast fyrir og hvers vegna. Því er eðlilegt á nýársdegi, þegar horft er til komandi árs, að kosning- ar séu hugleiddar og val forystu- sveitar. Það er alls ekki orðagjálfur eitt, þegar kirkjan biður fyrir þeim, sem vandastörfum gegna í al- mannaþágu. Kirkjunni ber að styðja til hinna góðu verka, alveg eins og það er köllunarverk hennar að vara við hinum. Ég horfi því mót vordög- um valsins og bið um það, að vel megi til takast. En annar dagur og nær snertir okkur sérstaklega. Það er þessi ein- kennilegi 15. janúar. Þótti fyrr á liðnu ári sem nýr og farsæll frið- artími væri að færast yfír heims- byggðina. Sáust myndir af leiðtog- um hins vestræna heims á tali við starfsbræður sína frá landsvæðum austan hins rifna járntjalds og var ekki verið að fjalla um byssur og eyðingu, heldur brauð og samstarf. Horfðu margir á í mikilli undran og ekki síst þeir, sem mundu hat- rammar rimmur og vopnaskak. En seint mun sá tími koma, að allir geti sameinast í hinum góðu verkum eða verið sammála um, hver þau séu. Augu mæna því enn í austurátt, þótt lengra sé litið en fýrr dugði. Allt austur til Persaflóa, þar sem herir standa gráir fyrir járnum og ógn er hótað, sem þótti ekki einu sinni fært að beita í vitfirringu síð- ari heimsstyijaldar. Kemur enn fram, hve hættulegt er, þegar við leitum ætíð lengra og lengra og virð- um engin takmörk. Náttúran lýtur lögmálum, ekki aðeins vors og hausts, sumars og vetrar, það eru líka önnur öfl að verki. Og þegar maðurinn fer að leita leiða til tak- markalítillartortímingar undir skjóli vísinda og hættir að bjóða fram lyf, en ógnar með sýklum, þá er svo langt hrakið af leið, sem í upphafi var vörðuð og manninum fengin forsjá fyrir, að skilning brestur. Það er því beðið fyrir friði. Friði austur þar á nýju ári. Beðið fyrir leiðtogum og að viska þeirra þijóti ekki né þolinmæði. Beðið fyrir þeim, sem vaða sandinn og vita ekki, á hveiju kann að vera von. Beðið fyr- ir heimi öllum, þar sem ijarlægðir eru að hverfa og ógn takmarkast aldrei við eitt svæði og afmarkað. En á þetta að vera svona? Hlýtur þessi spenna ævinlega að fylgja við- leitni mannsins? Spenna í stjórnmál- um hér heima og fyrirboði kosn- inga. Spenna hjá stríðsþjóðum og leiðtogum heija. Spenna, sem tærir, spenna sem eyðir og er ekki í fylgd friðar. Ég sá einu sinni í kvikmynd fyrir mörgum árum, þegar ógn var talin stafa frá öðrum en nú er, að vi- trustu menn heims komu saman og mötuðu tölvu með alls kyns upplýs- ingum. Var loks svo komið, að tölvu hafði verið fengið allt, sem talið var að koma mætti að gagni til að leysa vanda veraldar. Spurt var, hvar lausnin væri fólgin og hvert bæri að líta. Drunur fylgdu úrlausn og suð, og svo kom strimill og kepptist hver við annan um að lesa. Kom þar fyrst fram hjá tölvu sem svar við spurningu um, hvar mætti leita leiða til lausnar vanda og farsællar framtíðar, að hún sagði: Svo mælir hinn heilagi: „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.“ Litu vísindamenn hver á annan og þótti eitthvað skjóta skökku við og áttu von á allt öðru. Og þegar næsti liður birtist og fjallaði um helgi nafns hins hæsta og nauðsyn að helga honum tíma, lá við örvænting speglaðist á hvers manns brá. Og þannig hélt tölvan áfram að miðla vísdómi sínum og talaði næst um helgi heimilisins og kæmi fram í afstöðu barna til foreldra og gagn- kvæmt vitanlega. Varað var við drápi og höfðað til helgi lífs, ekki síður var lögð áhersla á trúmennsku og hreint líferni og fylgdi, að orð væru ekki síður merk en athafnir og skyldi vanda val og hafa sann- leikann einan að leiðarljósi. Réttur annarra til eigna sinna var áréttað- ur og varað við þeirri ágirnd, sem svífst einskis til að öðlast það, sem aðrir eiga. Fór ekki framhjá vel lærðum vís- indamönnum, hvað það var, sem tölvan var að skýra þeim frá. Það var ekki nýr vísdómur, ekki nýjar leiðir. Þetta voru gömlu göturnar, HUGMYND VERÐUR OFT AÐ ENGU VEGNR PENINGALEYSIS Pað er hægt að verða ríkur á góðri hugmynd - en það kostar peninga að hrinda jafnvel arðvænlegustu hugmyndum í framkvæmd. Þú gætir stytt þér leið! í Happdrætti Háskóla íslands eru vinningslíkur sem þekkjast hvergi annars staðar í heimi og þar eru vinningar - í beinhörðum og skattfrjálsum peningum - sem geta breytt hugmyndum í veruleika. HAPPDRÆTTI HASKÖLA ISLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.