Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991 Utanríkisþj ónustan; Fyrsta ís- lenska kon- an skipuð sendiherra SIGRÍÐUR Snævarr hefur verið skipuð sendiherra og tekur við emb- ætti sendi- herra íslands í Stokkhólmi frá 1. febrúar. Sigríður er fyrst íslenskra kvenna til að verða skipuð sendiherra. Sigríður Snævarr sagði við Morgunblaðið, að hún hlakkaði til að starfa í Svíþjóð en hún hefði dvalið þar á unglingsárum og Norðurlandasamvinna væri sér nánast í blóð borin. í Svíþjóð væri nú einn stærsti byggðakjarni ís- lendinga og því væri sendiherra- starfið þar vafalaust mjög mikil- vægt og lifandi. Undir sendiherra íslands í Stokkhólmi heyrir einnig Finn- land, Albanía, Júgóslavía og Saudi-Arabía. Sigríður Snævarr hóf störf í utanríkisþjónustunni 1978, og vann þá um skeið í sendiráði ís- lands í Moskvu. Hún kom aftur til íslands þar sem hún sá um málefni Evrópuráðsins og var síðan blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins. Árið 1987 tók hún við starfi sendifulltrúa í Bonn og hef- ur gegnt þvi síðan. Sigríður er gift Kjartani Gunn- arssyni framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Sigriður Snævarr. Féll 100 metra fram af Burstarfelli í Vopnafirði: Má teljast heppinn að vera lifandi - segir Olafur Gauti Sig’urðsson, en eftir fallið gekk hann í um klukkustund eftir aðstoð Sólargeisli á spássitúr í Eyjum Hægt og sígandi fer sól nú hækkandi og hinir löngu skuggar mesta skammdegisins hörfa fyrir blússandi sólargeislum á milli hryðja. Myndina tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum af Eyjabyggð baðaðri í sól, en það er eins og sólargeislarnir hafi rétt skotist inn í bæinn milli ijallanna. Utanríkisráðuneytið tilkynnti einnig um áramótin, að Gunnar Pálsson hefði verið skipaður sendi- herra og falið fyrirsvar í afvopnun- armálum frá 1. janúar. Þá hefur Gunnar Gunnarsson verið skipað- ur sendifulltrúi og starfar hann í alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins frá 1. janúar. Að öðru leyti vildu forráðamenn Heklu hf. segja eftirfarandi um þessar breytingar: Um áramótin 1990—1991 verða nokkrar breytingar á yfirstjórn Heklu hf., sem gerðar eru í því skyni að efla fyrirtækið og auð- velda frekari vöxt þess og við- gang. Frá stofnun 1933 hefur Hekla hf. verið hreint fjölskyldu- fyrirtæki, fyrst í eigu Sigfúsar Bjarnasonar og konu hans, en síðan fjögurra bama þeirra. Nú mun Davíð Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og Seðlabanka- stjóri, hins vegar taka sæti í stjóm „ÞETTA verða mér eflaust mjög eftirminnileg áramót, ég má teljast hegpinn að vera lif- andi,“ sagði Olafur Gauti Sig- urðsson, 17 ára piltur frá Aðal- bóli í Hrafnkelsdal, en hann féll að kveldi gamlársdags um 100 metra niður af Burstarfelli í Vopnafirði. Ólafur Gauti ligg- félagsins. Davíð er þjóðkunnur fyrir farsæl störf að efnahags- og atvinnumálum og hefur ætíð verið fremstur í flokki þeirra, sem mælt hafa fyrir verslunarfrelsi og einka- framtaki. Eigendur og stjórnendur Heklu hf. eru sannfærð um það, að mikill fengur sé að því, er maður með reynslu háns og yfir- sýn kemur til liðs við fyrirtækið. Jafnframt mun Ingimundur Sigfússon láta af starfí forstjóra, en gerast stjómarformaður í fullu starfi. Sigfús Sigfússon, núverandi framkvæmdastjóri, mun taka við starfí forstjóra, en Sverrir Sigfús- ur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og var hann nokkuð sprækur í gær þegar Morgun- blaðsmenn heimsóttu hann á FSA og ræddu við hann um þessa óveiyulegu lífsreynslu. Ólafur Gauti sagði að hann ásamt fleiri piltum hefðu lagt upp son, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri bifreiðadeildar, verður framkvæmdastjóri Heklu hf. Stjóm Heklu munu því skipa Ingimundur Sigfússon, formaður, Davíð Ólafsson og Margrét Sigfús- dóttir, en í varastjórn sitja Sigfús Sigfússon og Sverrir Sigfússon. Þá hefur verið gengið frá sér- stakri stefnuyfírlýsingu fyrirtæk- isins, og verður hún kynnt fljótlega eftir áramót. Það er von stjóm- enda og eigenda Heklu hf., að þær breytingar, sem nú eru að verða á stjóm fyrirtækisins, nái því markmiði sínu að treysta fyrirtæk- ið enn í sessi, svo að það geti hér eftir sem hingað til boðið neytend- um góða og ódýra vöm og þjón- ustu, veitt því úrvalsfólki, sem hjá fyrirtækinu starfar, nauðsynlegan bakhjarl og stundað enn sem fyrr ánægjuleg viðskipti til hina út- lendu framleiðendur, sem Hekla hf. er umboðsaðili fyrir. Hekla hf. átti velgengni að fagna árið 1990, og stjómendur fyrirtækisins vona, að næsta ár verði viðskiptavinum þess hérlendis sem erlendis og starfsfólki öllu farsælt. frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal áleiðis til Vopnafjarðar á gamlárs- kvöld. Voru þeir á tveimur bílum og komu að. Burstarfelli síðla kvölds. Þar var ákveðið að skjóta upp flugeldum. Ólafur Gauti kom þeim fyrir fremst á fellinu, en hin- ir piltamir voru nokkru íjær. „Eg var að stinga flugeldunum niður er snjóhengja gaf sig skyndi- lega og allt fór af stað. Það var ekki nokkur leið að ná taki á ein- hverju, þetta gerðist svo hratt, maður gat ekkert gert, ég féll bara niður. Auðvitað hugsaði ég að þetta væri mitt síðasta, þama í fallinu," sagði hann, en fyrst féll hann um 20-30 metra niður á syllu og þaðan strax áfram níður um 60-70 metra. „Ég lenti í snjó- skafli, fékk mikið högg og varð hálfvankaður á eftir, en ég man eftir öllu sem gerðist." Tvö rifbein brotnuðu, hægri öxl og úlnliður bólgnuðu nokkuð og Ólaf Gauta kennir til í baki og mjöðmum vegna bólgu, en að öðru leyti slapp hann ómeiddur. Eftir Morgunblaðið/Rúnar Þðr Ólafur Gauti Sigurðsson. fallið gekk hann í um klukkutíma og sagðist hafa hugsað sér að ganga heim að Burstarfelli. „Ég sá ekki til félaga minna og þeir ekki til mín, þannig að ég brölti á fætur og af stað. Ég ætlaði að ganga niður að Burstarfelli, en þegar ég hafði verið á ferðinni í um klukkustund heyri ég að strák- arnir hóa í mig og sá líka ljós á lögreglu- og sjúkrabílunum koma til móts við mig. Þeir náðu mér og ég fékk lánaða úlpu því mér var orðið býsna kalt,“ sagði Ólafur Gauti og viðurkenndi einnig að hann hefði kvalist mjög. „Svona eftir á þá hugsa ég auð- vitað um hversu heppinn ég var, þetta er ótrúlega heppni og ég er afar þakklátur fyrir hve vel þetta fór. Þetta verða mér eftirminnileg áramót, maður gleymir þessu ekki í bráð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði að fara við tæki- færi og líta á aðstæður. „Ætli ég kíki ekki á þetta, en ég býst við að það verði neðanfrá.“ Hekla hf.: Breytingar á yfírstjóm * Davíð Olafsson tekur sæti í stjórn fyrirtækisins Um þessi áramót verður sú breyting á yfirstjóm Heklu hf., að Ingimundur Sigfússon, sem verið hefur forstjóri fyrirtækisins sl. 23 ár, verður stjórnarformaður í fullu starfi en Sigfús Sigfússon tekur við starfi forsljóra fyrirtækisins og Sverrir Sigfússon við starfi framkvæmdastjóra. Jafnframt mun Davíð Ólafsson, fyrrver- andi alþingismaður og Seðlabankastjóri, taka sæti í sljóm Heklu hf. og verður sljórn félagsins skipuð þremur fulltrúum en auk þeirra Ingimundar og Davíðs á Margrét Sigfúsdóttir sæti i sljórn- inni. Varamenn í stjórn verða þeir Sigfús Sigfússon og Sverrir Sigfússon. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingimundur Sigfússon, að með aðild Davíðs Ólafssonar að sljórn fyrirtækisins vildu forráðamenn þess aðlaga rekstur Heklu hf. að breyttum aðstæðum og nýjum tímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.