Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 1. tbl. 79. árg. ______FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrengt að Barre Sómalíuforseta: Uppreisnarmenn hafna viðræðum Nairóbí. Reuter. SOMALSKIR uppreisnarmenn höfnuðu í gær friðarviðræðum við full- trúa s'tjórnar Siads Barre forseta sem stjórnað hefur Sómaliu í 21 ár. Sögðu þeir það ófrávíkjanlegt skilyrði af sinni hálfu að forsetinn færi frá völdum og kæmi sér úr landi áður en þeir settust niður til við- ræðna um framtíð landsins. Starfsmenn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu landið í gær og sögðu við komuna til nágranna- ríkisins Kenýu að gífurlegir, linnulausir skotbardagar hefðu átt sér stað undanfarna daga i höfuðborginni Mogadishu og rotnandi lík lægju hvarvetna á götunum. „Við semjum ekki frið við Siad Barre,“ sagði Abdul Kadir, talsmaður samtaka uppreisnarmanna í skrif- stofum þeirra í Rómaborg. „Það verður barist uns Barre fer úr landi og við hvetjum ríki heims til að þrýsta á hann að láta sig hverfa," sagði Kadir. Sómalíustjórn hafnaði í gær tillög- um og áætlunum ítala um brottflutn- ing erlendra þegna frá landinu og í yfirlýsingu sómalska sendiráðsins í Rómaborg sagði að engin átök ættu sér stað; sama kyrrð ríkti í Mogad- Lettland; Útgáfumið- stöð hertekin ishu og sérhverri evrópskri höfuð- borg. Fólk sem komist hefur úr landi hefur hins vegar skýrt frá hörðum bardögum undanfarna fimm daga. Frönsk freigáta siglir nú til Sóm- alíu til þess að flytja útlendinga úr landi ef þörf verður talin en a.m.k. 350 ítalskir borgarar dveljast þar í landi og 120 aðrir Vesturlandabúar. Uppreisnarmenn tóku til vopna gegn Barre í ágúst sl. og ráða nú stórum hluta landsins. Bardagar hóf- ust í Mogadishu 29. desember og sögðust uppreisnarmenn í gær hafa umkringt neðanjarðarbyrgi sem Barre hefðist við í og ætti hann enga undankomuleið. Fulltrúar SÞ sem komust úr landi í gær og aðrir heim- ildarmenn sögðu mjög óljóst hvor fylkingin hefði yfirhöndina í Mogad- ishu, en þó virtist sem stjórnarherlið réði enn alþjóðaflugvellinum og út- varpinu. Reuter Albanskir flóttamenn fagna frelsinu Alþanskir flóttamenn fagna því að vera sloppnir undan oki kommúnismans. Myndin var tekin í skóla í bænum Tsamadas í norðurhluta Grikklands en þangað brutust um þijú þúsund albanskir karlar, konur og börn um áramótin. Kleif fólkið fjöll og firnindi á flóttanum og lagði á sig ómælt erfiði við að komast á brott. Um fimm þúsund Albanir hafa flúið til Grikklands með þessum hætti frá í desemb- er sl. Flóttamennirnir tilheyrðu flestir gríska minni- hlutanum í landinu. Sjá ennfremur „Þúsundir Albana flýja land ...“ á bls. 24. Reynt til þrautar að finna stjórnmálalega lausn á Persaflóadeilunni: Bush varar viö undariláts- semi gagnvart Iraksstjóm Atlantshafsbandalagið ákveður að styrkja varnir Tyrkja með 40 herþotum Brussel, Washington, Bagdad, Nicosiu. Reuter. MARLIN Fitzwater, talsmaður George Bush Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Irakar hefðu í engu svarað tillögum Bandaríkjastjórnar um fundardag fyrir viðræður James Bakers utanríkisráðherra og Saddams Husseins Iraksforseta í Bagdad. írakar virtust einnig staðráðnir í að halda Kúveit. Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar er verður forysturíki Evrópubandalagsins (EB) fyrri helming ársins, sagðist hins vegar viss um að Saddam myndi hörfa áður en til átaka kæmi. Atlants- hafsbandalagið hefur ákveðið að senda 40 herþotur, þ.á m. 18 frá Þýskalandi, til styrktar vörnum Tyrklands vegna ástandsins. Moskvu. Reuter. HERMENN vopnaðir Kal- ashnikov-rifflum umkringdu í gær útgáfumiðstöð nokkurra blaða og tímarita sem eru til húsa í sömu byggingunni í Riga, höfuðborg Lettlands. Starfsmenn efndu þeg- ar í stað til mótmælaverkfalls. Um tuttugu „svarthúfur" sem eru hermenn á vegum innanríkisráðu- neytisins lokuðu inngangi miðstöðv- arinnar og umkringdu það síðan. Þeir skipuðu lögreglu sem var innan dyra að yfirgefa liúsið. Talsmaður innanríkisráðuneytisins í Moskvu sagði að þetta hefði ekki verið gert samkvæmt skipunum frá Kreml. Edúard Shevardnadze, sem sagði nýlega af sér embætti utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, segir í viðtali við vikuritið Moskvufréttir að hann geti ekki sætt sig við að beitt verði ofbeldi til að koma á lögum og reglu í landinu. „Svo gæti farið að atburð- irnir í Bakú og Tbilisi endurtækju sig,“ sagði Shevardnadze og vísaði þar til drápa Sovéthersveita á óbreyttum borgurum. Bush sagðist í sjónvarpsviðtali sem ætlunin var að birta í gærkvöldi vona að stríð við Iraka stæði ekki lengi en bætti við: „Það verður aldrei of dýru verði keypt að hrekja Saddam frá Kúveit... Það er augljóst að ef við stöðvum ekki þessa árásarstefnu, ef Sameinuðu þjóðirnar og okkur öllum mistekst ætl- unarverkið munum við þurfa að gjalda það enn hærra verði síðar.“ Að kvöldi nýársdags ræddi forsetinn stöðu mála við Persaflóa á fundi með helstu ráðgjöf- um sínum, þ.á m. James Baker ut- anríkisráðherra, Dick Cheney varnarmálaráðherra, Brent Scowcroft öryggismálaráð- gjafa og Colin Powell, forseta banda- ríska herráðsins. Mögulegt er að Baker heimsæki á næstu dögum bandamenn Vestui’veldanna í araba- löndum til að samræma pólitískar og hernaðarlegar aðgerðir. írakar vilja að Baker komi til við- ræðna í Bagdad 12. janúar en það álíta Bandaríkjamenn að sé of seint. 15. janúar rennur út frestur sem SÞ hafa sett írökum til að yfirgefa Kú- veit og mega aðildarríkin hefja hern- að gegn þeim hlíti þeir ekki sam- þykktum SÞ fyrir þann tíma. „Það stefnir ekki í styrjöld því að ég hef það á tilfinningunni að Sadd- am muni á síðustu stundu draga her sinn á brott frá Kúveit,“ sagði Jaequ- es Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, í gær. „Öflugasti og nýtísku- legasti herafli í heimi stendur and- spænis her sem að vísu er fjölmenn- ur en frá ríki úr Þriðja heiminum. Ef Saddam Hussein kannar stöðuna mun hann sjá að hann hlýtur að tapa og þá lætur hann undan," sagði Poos. Talið er mögulegt að á skyndi- fundi utanríkisráðherra aðildarríkja EB á morgun um Persaflóadeiluna muni þeir heimila Poos að hefja samningaviðræður við stjórnvöld í Bagdad. Belgískir ráðamenn hafa gefið í skyn að þeir séu ósammála afstöðu Bandaríkjastjórnar í deilunni um tímasetningu viðræðna við íraka; öllu skipti að hefja viðræður jafnvel þótt það verði ekki fyrr en á síðustu stundu. Ýmsir stjórnmálaskýrendur segja þó að ráðherrar EB muni á morgun fyrst og fremst leggja áherslu á samstöðu með Bandaríkja- mönnum. Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagði í útvarpsviðtali að ef Saddam drægi her sinn á brott yrði mögulegt að ræða önnur deilu- mál. Hins vegar kæmi ekki til mála að tengja saman lausn á Kúveit-deil- unni og ágreining um málefni Pal- estínumanna. Sjá ennfremur „Atlantshafs- bandalagið sendir herþotur .. á bls. 24. Með plaströr í brjóstinu í 11 ár Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSK kona gekk með tíu sentimetra langt plaströr í brjóstinu í heil ellefu ár áður en læknar áttuðu sig á hvað að henni nmaði. Rörið hafði orðið eftir þegar konan gekkst undir aðgerð vegna krabbameins. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum urn að sjúklingar hafi orðið að þola ónauðsynleg óþægindi og þjáningar vegna mistaka á norskum spítölum að því er fram kemur í skýrslu sem Tryggingastofnun sjúklinga gaf út fyrir skömmu. í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að þess séu uggvænlega mörg dæmi að hlutir gleymist inni í sjúkl- ingum. Af 413 kærum sem stofn- uninni bárust fyrstu tvö árin sem hún starfaði voru ellefu vegna slíkrar gleymsku. Það þykir mjög hátt hlutfall þegar tölumar eru bornar saman við sambærilegar tölur frá Svíþjóð. Þarna er einkum um að ræða vatttappa (til að stöðva blæðingar), kompressur og plast- rör. Maður sem gekkst undir aðgerð á blöðruhálskirtli Jenti í svipaðri hremmingu. Um tíu mánuðum eftir aðgerðina dró hann 12 sentimetra langa gúmmíslöngu út úr þvagrás- inni. Læknirinn sem annaðist að- gerðina hafði aðeins fjarlægt lítinn hluta slöngunnar. Forseti norsku læknasamtak- anna, Jon Haffner, vísar því á bug að norskir læknar geri sig oftar seka um handvömm en starfsfélag- ar þeirra í öðrum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.