Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
15
Ólafur Skúlason biskup íslands
sem Jeremía spámaður talaði um,
en fullvissaði þá, sem heyrðu, að
væri engu að síður hamingjuleiðin,
af því að henni fylgdi hvíld fyrir
sálir. Þetta voru boðorðin tíu enn
flutt og enn ætlast til að fylgt væri.
Ekki mjög flókin né merkileg
mynd, sem ég hef lýst, en varð mér
þó ógleymanleg, og hefur ekki föln-
að, þótt árum fjölgi frá því ég leit.
Sjálfsagt það einnig komið til, að
ég fann sannleikann í því, sem þarna
var fjallað um. Hverfi vísindin af
leiðum skaparans, er öllu stefnt í
voða. Glati leiðtogar auðmýktinni
fyrir honum, sem er æðri en þeir
sjálfir, leiða þeir þjóð afvega. Ef
treyst er á mátt tortímingar og eyð-
ingar, já, dauða, en ekki hlúð að
lífi og leitað farsælla hamingjuleiða
eftir gömlu götunum, þá er gjörvöll-
um heimi stefnt í hættu.
En vonin er enn til staðar. Og
vitna ég aftur í Jeremía, sem tók í
fangelsi mót frænda sínum Han-
ameel og vildi sá bjóða honum for-
kaupsrétt að landi, þar sem frænd-
inn taldi, að allt væri að verða að
engu fyrir framsókn óvinahers. En
Jeremía keypti af honum ættatjörð-
ina. Ekki af hollustu við áa og ömm-
ur, heldur til að leggja áherslu á
það, að enn væri ástæða til að varð-
veita vonina. Von um betri tíma,
von um frið með heri íjarlægða.
Von vegna Guðs, sem yfirgefur ekki
lýð sinn. Og Jeremía flutti orð Guðs,
þar sem fyrirheitið var til staðar:
„Enn skulu hús keypt verða og akr-
ar og víngarðar í þessu landi.“ Með
verkum sínum túlkaði hann traust
sitt á forsjá Guðs. Þannig ber okkur
einnig að heyra og breyta, þrátt
fyrir ógnir að austan. Guð hefur
ekki yfirgefið börn sín, Guð er enn
að verki.
En við þurfum ekki að fara svo
langt til baka til að sjá réttmæti
vonarinnar. Þótti mér merkilegt,
þegar framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska Biblíufélags var í hópi starfs-
bræðra sinna af Norðurlöndum í
boði í Rússlandi nú á jólaföstu. Var
tilefnið mikill fjöldi Biblía, sem gef-
inn hafði verið Rússum. Var okkar
hlutur ekki lítill og var nokkurs
konar afmælisgjöf á tímamótum í
Biblíufélagi okkar, þegar við höfð-
um mikið til að þakka fyrir. Alexy
patríarki Moskvu og alls Rússlands
færði þakkir og rifjaði upp, þegar
gjafabiblíurnar bárust til Leníngrad
fyrir tveimur árum. Hann sagði
þakkarkenndina hafi gripið sig svo
ólýsanlegt væri, er hann hélt hinum
rússnesku Biblíum í hendi sgr, gjöf
kirknanna á Norðurlöndum. En það
er til marks um það, að aldrei á að
gefa upp vonina, þrátt fyrir erfið-
leika, kúgun og harðstjórn, að nú
gat Alexy patríarki fært gestum
sínum Biblíur, sem prentaðar hafa
verið heima, heima í Rússlandi. Erf-
iðleikar voru miklir og skortur á
pappír og öllu því, sem þurfti til
verksins auk mikillar verðbólgu. En
það tókst samt og nú eru þeir eftir
öll þessi ár að prenta sínar eigin
Biblíur í Rússlandi. Og ógleyman-
legt var það gestunum, að ekki sé
talað um heimamenn, þegar hús
hins rússneska Biblíufélags var af-
hent þeim að nýju, eftir að hafa
verið tekið af þeim í trúarofsóknum
árið 1917. Margt þarf að gera fyrir
þetta gamla hús, en það er þó kom-
ið til Biblíufélagsins rússneska að
nýju — og hefðu einhvern tímann
þótt merkar fréttir.
„Enn skulu hús keypt verða og
akrar og víngarðar í þessu landi,“
sá Jeremía spámaður .fyrir. Höfum
við ekki á nýliðnu ári séð marga
drauma rætast og vonir verða að
staðreynd, og megum við þá ekki
einnig með Persaflóann í huga
vænta þess að sjá skip sigla þar án
hindrana og vísindaiðkun mannanna
og fé til annars varið en tortímingar?
Bænarefni á nýársdegi árið 1991,
bæn fyrir friði. En er þetta ekki
endurtekning þess, sem svo ótrúlega
oft hefur verið efst á bænarlista,
er vá var fyrir dyrum? Hættur, sem
steðja að, grimmd, sem tærir,
dramb, sem leiðir til tortímingar?
Jú, vissulega. En enn er tréð óhögg-
við og beðið er um eitt ár enn, svo
að ávöxtur komi í ljós. Eitt ár enn,
eitt ár enn, er það ekki von okkar?
Og í þeirri von ber að halda áfram
eins og ekkert geti slökkt hana. Já,
af því að ekkert fær slökkt von
þess, sem veit, hveijum hann treyst-
ir. Heiðraðu Guð og gættu að bróð-
ur og systur og samspili þínu við
örlög þeirra og sjá, þar finnst ávöxt-
ur, sem enginn vár fyrr til staðar.
Von við áramót. Von allra tíma.
Von vegna Jesú, sem sannar nálægð
Guðs og kærleika hans.
Gleðilegt nýtt tár. Sé það farsælt
friðarár, sem nú er hafið. Ekki að-
eins þar sem vopn eru munduð,
heldur einnig hér hjá okkar vopn-
lausu þjóð. Gefí Guð okkur náð til
þess að vinna svo saman, að leiðtog-
ar fari í fararbroddi þakklátrar þjóð-
ar. Hjálpi Guð okkur til þess að
rugla ekki verkum á nýju árí, enda
þótt við getum fært til stafi í ártal-
inu, án þess að merking raskist.
Færi nýtt ár öllum mönnum frið
í farsælli trú á hinn eina sanna
Guð, þann sem í árdaga skóp og
enn varðar gömlu göturnar til ham-
ingjuleiðar. í Jesú nafni er.beðið,
nú og ævinlega. Hvíli blessun hans
yfir okkur öllum og gjörvöllum
hpimi.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Frá helgileik nemenda Andakíls-
skóla í Hvanneyrarkirkju.
Helgileikur
í Hvanneyr-
arkirkju
Grund, Skorradal.
EINS og undanfarin jól þá buðu
nemendtir og kennarar Andakíls-
skóla foreldrum til helgileiks í
Hvanneyrarkirkju.
Nemendakórinn var svo vel þjálf-
aður, að það hafði enginn áhrif á
hann þótt kirkjuorgelið þagnaði í
miðju lagi.
Leikarar allir stóðu sig vel og er
þeim, ásamt kór, skólastjóra og
kennurum, þökkuð ánægjuleg
stund í kirkjunni.
- D.P.