Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
Hvatning til Islendinga:
Brautryðjandanum
megum við ekki gleyma
eftir Hallgrím
Sveinsson
„Því betur sem menn athuga elju
hans, í smáum hlutum sem stórum,
því meir vex hann. Látum oss viður-
kenna hvort tveggja, að Jón hafi
verið uppi á réttum tíma og rétti
maðurinn á þeim tíma. Eitt er víst,
að þar eignuðust íslendingar mann
sem lánaðist, varð bæði gæfumaður
sjálfur og gæfa þjóð sinni.“ (Sigurð-
ur Nordal í minningarræðu um Jón
Sigurðsson á Hrafnseyri 17. júní
1944.)
„Vér eigum fáa öfluga, áreiðan-
lega leiðtoga, þá er vilja leggja líf
sitt við vort líf — það vitið þér sjálf-
ir, — vér eigum ekki nema einn
mann sem vér getum kallað öflug-
an, óbilugan leiðtoga, — sem hefur
lagt hin bestu ár sín og krapta og
atvinnu í sölumar fyrir yður.“ (Jón
Guðmundsson, ritstjóri, í setningar-
ræðu á Þingvallafundi árið 1855).
„Fólk, sem helst hafði haft spurn-
ir af spunahúsi og rasphúsi í Dan-
mörku, verður ekki lítið hissa, þeg-
ar allt í einu er kominn þar maður,
sem er boðinn og búinn að taka við
veikburða fólki utan af íslandi,
koma því undir læknishendur í
sjúkrahúsi og jafnvel leggja með
því fé, ef allt um þrýtur um borgun-
ina að heiman. Svona tíðindi leyn-
ast ekki í hreppi sjúklingsins, þau
berast sveit úr sveit. Og maður sem
er svona brjóstheíll við landa sína,
hlýtur að vilja gera eitthvað fleira
fyrir þá. Hvers vegna ekki að biðja
hann um að koma syninum í hand-
verksnám og hjálpa honum um
nokkra daii, ef illt skyldi upp á
koma? Hvers vegna ekki að biðja
skjalavörðinn um afrit af landa-
merkjaskrá? Og úr því úrið bilaði,
hvers vegna ekki að senda honum
það? Hvers vegna ekki að biðja
hann um að selja saltfisk og láta
lita vaðmálið? Hvers vegna ekki að
biðja hann um að kaupa púður í
byssuna og legstein á leiði? Fyrr
en varir er Jón Sigurðsson orðinn
Auðvitað hefur engin
þjóð efni á að gleyma
brautryðjendum sínum.
Það má aldrei verða að
Jón Sigurðsson falli í
gleymsku og dá hjá
íslensku þjóðinni.“
þingmaður allra íslendinga, ísland
allt er orðið hans kjördæmi." (Úr
bókinni Á slóðum Jóns Sigurðsson-
ar, eftir Lúðvík Kristjánsson.)
„Líf og'starf Jóns Sigurðssonar
er dýrmætur hluti af sögulegum
arfi Islendinga og hversu vel hans
er geymt sker úr um örlög þjóðar
hans í nútíð og framtíð.“ (Lokaorð
bókarinnar Jón Sigurðsson, forseti,
eftir Einar Laxness.)
Ýmsir hafa á það bent á seinni
árum, að svo virðist sem Jón Sig-
urðsson sé ekki lengur sá fasti
punktur sem vera ætti með þjóð-
inni. Alltof fáir kunni orðið deili á
þessum manni og hvert hlutverk
hans var í íslandssögunm.
Ef þetta er rétt, þurfa íslending-
ar að staldra við og íhuga hvort
ekki sé kominn tími til að „endur-
reisa“ Jón Sigurðsson, ekki þó hans
vegna, heldur okkar sjálfra vegna.
En þurfum við eitthvað á Jóni
Sigurðssyni og sögu hans að halda?
Vissulega. Þjóð sem er sjálfri sér
sundurþykk þarf á sameiningar-
tákni að halda. Okkar litla þjóð
nýtur í dag ríkulega ávaxtanna af
starfi Jóns Sigurðssonar fyrir end-
urheimt stjórnfrelsis úr erlendum
höndum. En, ef stór hluti þjóðarinn-
ar er búinn að gleyma þessu, er
hættan sú að við týnum sjálfum
okkur í eigin landi.
Auðvitað hefur engin þjóð efni á
að gleyma brautryðjendum sínum.
Það má aldrei verða að Jón Sigurðs-
son falli í gleymsku og dá hjá
íslensku þjóðinni. En það er ekki
nóg að hafa nafn hans á hraðbergi
í skálaræðum eða við önnur hátíðleg
tækifæri og síðan ekki söguna meir.
Við þurfum að gera betur okkar
sjálfra vegna, eins og áður segir.
Úm þetta markmið eru væntanlega
SÍNE mót-
mælir nið-
urskurði
FUNDUR Sambands íslenskra
námsmanna erlendis, SINE, 29.
desember sl. mótmælti harðlega
200 milljóna kr. niðurskurði sem
gerður var á fjárveitingu til LÍN
í fjárlögum fyrir árið 1991.
Á fundinum var farið yfir stöðu
hagsmunamála námsmanna erlend-
is og horfur í málefnum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna, sér í lagi í
ljósi nýsamþykktra fjárlaga fyrir
árið 1991, segir í fréttatilkynningu
frá SÍNE.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi ályktyn: „Jólafundur SÍNE
haldinn 29.12. 1990 mótmælir
harðlega þeim 200 milljóna kr. nið-
urskurði s_em gerður var á fjárveit-
ingu til LÍN í nýsamþykktum fjár-
lögum fyrir árið 1991. Jafnframt
bendir fundurinn á þá hættu sem
í því er fólgin að draga úr beinu
ríkisframlagi og auka fjármagns-
byrði sjóðsins með auknum lántök-
um.“
Vf-.
ítí'.V'
Er nú ekki komin
tími til að
þú
farir að hreyfa þig?
TEYGJU OG ÞREKLEIKFIMI
hjá okkur er hress og skemmtileg leikfimi, þar
sem við látum hoppið eiga sig.
Tímarnir okkar eru byggðir upp á góðri upphitun,
teygjum og styrkjandí æfingum fyrir maga, rass
og læri.
Hringdu og veldu þér tíma sem hentar þér. Við
bjóðum upp á tíma í hádeginu kl. 13.20-16.10-
17.10-18.10-19.10 og 20.10. Þessir tímar eru
bæði fyrir karla og konur. Einnig bjóðum við uppá
sér karlatíma.
Ath.: Takmarkaður fjöldi í tímunum svo kennarinn
geti leiðbeint hverjum og einum.
Kennarar: Emilía Jónsdóttir,
Sóley Jóhannsdóttir og Ástá Ólafsdóttir.
Innritun hafin í símum 687701 og 687801.
Engjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701
allir góðir menn sammála. En hvaða
leiðir eru færar í þessu efni?
Skólakerfi okkar ætti að öðru jöfnu
að vera best í stakk búið til að
annast fræðslu sem dygði um Jþn
Sigurðsson jafnt og aðra þætti Is-
landssögunnar. Margir vilja þó
halda því fram, að þarna sé brota-
löm í skólakerfi okkar, því ef svo
væri ekki, þyrfti engar áhyggjur
af slíkum hlutum að hafa eins og
sögu sjálfstæðisbaráttunnar og
Jóns Sigurðssonar. Skyldi það geta
verið að slíkum undirstöðuatriðum
sé sleppt í sögukennslu í íslenskum
skólúm?
Hvað sem um það má segja, skal
þess freistað að setja hér fram í
Morgunblaðinu örfáar ábendingar
um hvernig hugsanlega væri hægt
að „endurreisa“ Jón Sigurðsson í
þjóðarvitundinni. Að sjálfsögðu eru
hugmyndir þessar misjafnlega
raunhæfar, en ef þær gætu orðið
til þess að menn hefjist handa, er
tilganginum náð.
Hugmyndalisti
Hvernig er hægt að vekja áhuga
þjóðarinnar á Jóni Sigurðssyni?
1. Útvarp og sjónvarp: Erinda-
flutningur. Stutt innskot í
myndum og máli. Spurninga-
þættir þar sem fjölskyldur
taka þátt.
2. Skólar: Byrja strax í 1. bekk
grunnskóla að segja frá Jóni
Sigurðssyni í myndum og
máli og halda því áfram út
skólann. Ritgerðasamkeppni í
efri bekkjum grunnskóla og
framhaldsskólum. Fá átrún-
aðargoð æskunnar til að taka
að sér erindaflutning og kynn-
ingu á viðfangsefninu.
3. Fýrirtæki og opinberar stofn-
anir: Mynd af Jóni Sigurðs-
syni á bréfsefni og örstuttan,
hnitmiðaðan texta með.
4. Blöð og tímarit: Greinaskrif.
Birting mynda með góðum
texta. Sérstakar útgáfur.
5. Ýmsir aðilar. Myndir af J.
Sig. á sem flest heimili. Barm-
merki. Áþrykktar myndir á
fatnað t.d. boli. Stuttur texti
á' mjólkurfernur, innkaupa-
poka o.þ.l.
Svo vill til, að á þessu nýbyijaða
ári eru 180 ár liðin frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar. Er það gott
tækifæri til athafna fyrir áhuga-
menn um land allt. Einkum þarf
ungt fólk, framtíð þjóðarinnar, að
láta málið til sín taka. Við skulum
hafa það í huga að við höfum ekki
efni á að gleyma Jóni Sigurðssyni
og sögu hans.
llöfundur er bóndi á Hrnfnseyri
og skólastjóri á Þingeyri.