Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 29 Sex fengu 4,9 millj- ónir króna í Lottóinu SEX miðar komu fram í lottó með fimm tölur réttar og fékk hver vinningshafi rúmar 4,9 milljónir kr. í sinn hlut. Þrír miðanna voru seldir í Reykjavík, einn í Vestmannaeyjum, einn í Mosfellsbæ og einn á Helhi. 25 manns voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fékk hver í sinn hlut rúmar 106 þúsund kr. Rúmar 29,6 milljónir kr. voru í fyrsta vinning lottósins um síðustu helgi og hefur vinningsupphæðin aldrei verið hærri. 752 manns voru með fjórar tölur réttar og kemur 6.128 kr. í hlut hvers. Þá voru 26.052 manns með þijár tölur rétt- ar og fá þeir 412 kr. í sinn hlut; FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 2. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 137,00 90,00 127,95 15,273 1.954.358 Smáþorskur(ósl.) 82,00 82,00 82,00 0,059 4.838 Smáþorskur 90,00 90,00 90,00 0,270 24.300 Ýsa 145,00 100,00 109,66 3,612 397.197 •Smáýsa (ósl.) 30,00 30,00 30,00 0,056 1.680 Karfi 48,00 48,00 48,00 2,478 118.944 Steinbítur 83,00 83,00 83,00 0,018 1.494 Langa 61,00 61,00 61,00 0,050 3.050 Keila (ósl.) 47,00 47,00 47,00 0,085 3.993 Samtals 114,54 21,902 2.508.856 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sl.) 115,00 98,00 111,04 22,632 2.512.999 Þorskur smár 93,00 ■93,00 93,00 1,528 142.104 Þorskur(óst) 83,00 80,00 80,81 0,372 30.060 Ýsa (sl.) 145,00 82,00 129,32 6,187 800.085 Ýsa (ósl.) 96,00 92,00 93,24 1,166 108.720 Hrogn 115,00 115,00 115,00 0,003 345 Karfi 46,00 46,00 46,00 0,518 23.828 Keila 60,00 60,00 60,00 3,150 189.000 Langa 74,00 74,00 74,00 1,076 79.624 Lúða 445,00 365,00 410,36 0,276 113.260 Lýsa 65,00 65,00 65,00 0,148 9.620 Tindabikkja 20,00 20,00 20,00 0,069 1.380 Undirmálsfiskur 85,00 40,00 67,95 1,227 83.380 Samtals 106,76 38,352 4.094.405 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. desember 1990 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 11.497 '/z hjónalífeyrir ..................................... 10.347 Full tekjutrygging ..................................... 21.154 Heimilisuppbót ......................................... 7.191 Sérstök heimilisuppbót .................................. 4.946 Barnalífeyrir v/1 barns ................................. 7.042 Meðlag v/ 1 barns ....................................... 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ........................ 11.562 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri ............. 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða .......................... 14.406 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða ......................... 10.802 Fullurekkjulífeyrir .................................... 11.497 Dánarbæturí8ár(v/slysa) .............................. 14.406 Fæðingarstyrkur ...................................... 23.398 Vasapeningar vistmanna .................................. 7.089 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ........... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 133,15 20% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í desember, er inni í upphæöum tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sórstakrar heimilisuppbótar. Morgunblaðið/ólafur Bemódusson Jólapósturinn bori'nn út á nýstárlegan hátt á Skagaströnd. Skagaströnd: Jólasveinar bera út jólapóst Skagaströnd. SKÍÐADEILD Fram opnaði skrifstofu rétt fyrir jólin. Skrifstofan var ekki opin nema nokkra klukkutíma en hlutverk hennar var að taka á móti jólapósti fyrir jólasveinana. Jólasveinarnir mættu svo sjálfír í bæinn á Þorláksmessu og báru út jólapóstinn. Sveinarnir hafa tekið tæknina í þjónustu sína því þeir komu á tveimur fjórhjólum með pakkana á kerrum. Jólasvein- arnir sögðust eiga heima í Borgar- hausnum og vera 300-800 ára gamlir. Grýla gamla er við bestu heilsu en einhver lurða hefur ver- ið í Leppalúða í haust. Eitthvað virtust sveinarnir vera ruglaðir í ríminu því einn sagðist heita Gluggakrækir, annar Hurðasníkir og sá þriðji Kertasleikir. Börnin sem hópuðust að sveininum könn- uðust ekki við þessi nöfn og héldu helst að þeir væru orðnir svo kalk- aðir að þeir myndu ekki lengur hvað þeir hétu. - ÓB. C Greiðslukortafyrirtækin hafa samið við Tryggmgamiðstöðina Greiðslukortafyrirtækin VISA og Eurocard hafa samið við Trygginmiðstöðina hf. um að annast ferðatryggingar korthafa sinna frá áramótum. Samningur- inn nær til um 125 þúsund kort- hafa og er gert ráð fyrir að ið- gjöld kortafélaganna vegna hans muni nema um 50 milljónum króna á næsta ári. Greiðslukortafyrirtækin sömdu um ferðatryggingar korthafa sinna við Trygginamiðstöðina hf. að und- angengnu útboði, en áður höfðu þessar tryggingar verið í höndum Sjóvá-Almennra trygginga hf. í fréttatilkynningu um samninginn segir, að með því að semja við sama tryggingafélagið um að annast þessar sérhæfðu persónu- og ferða- tryggingar fyrir bæði greiðslu- kortafyrirtækin náist fjárhagslegur ávinningur, sem meðal annars muni gera kleift að halda árgjöldum greiðslukorta niðri. Einar S. Einarsson, framkva'mdastjóri VISA og Gunnar Bærings- son, framkvæmdastjóri Eurocards, takast í hendur að lokinni undir- ritun samnings greiðslukortafyrirtækjanna við Tryggingamiðstöðina hf. um ferðatryggingar korthafa. Milli þeirra situr Gísli Ólafsson, forsljóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 22. okt. - 31. des., dollarar hvert tonn UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 28. des. 1990 Talsvert annríki var aðfaranæt- ur síðustu helgar ársins. Þannig gistu 32 fangageymslurnar að- faranótt íaugardags og er það með meira móti. Á aðfaranótt sunnudags brá hins vegar til hins betra, en þá þurfti „einungis“ að vista 13 í fangageymslunum. Nokkuð var um skemmdarverk, líkamsmeiðingar, rúðubrot og inn- brot. Tilkynnt var um 42 umferð- aróhöpp um helgina. Af þeim voru 6 umferðarslys og í tveimur tilvik- um er grunur um ölvun við akstur viðkomandi. Áramótin voru með friðsamara móti framan af, én talsvert annríki var þegar líða tók á morg- un nýársdags. Snerist það aðal- lega um ölvun og henni tengd málefni. 12 ökumenn eru grunað- ir um ölvun við akstur, en flestir ■2.jan. 1991 þeirra voru stöðvaðir eftir kl. 8.00 á nýársdag. Alls eru 24 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur þar sem af er nýju ári. Aðfaranótt nýársdags lenti gangandi vegfar- andi fyrir bifreið á Tryggvagötu, en meiðsli hans eru ekki talin al- varlegs eðlis. Alls var tilkynnt um 18 rúðubrot á gamlársdag og að- faranótt nýársdags, 12 innbrot, 3 líkamsmeiðingar og eina nauðg- un. Hún mun hafa átt sér stað á „skemmtistað“ í miðborginni. Snemma á nýársdagsmorgun varð lögreglan að stöðva skemmtana- hald í tveimur „skemmtistöðvum" í miðborginni. Nýársdagur var fremur róleg- ur, einungis 66 tilkynningar bók- aðar í dagbókina, sem í sjálfu sér telst til tíðinda. Þó kom upp mál þann dag, sem telja má umfangs- meiri en önnur. Skömmu fyrir hádegi barst tilkynning um vopn- aðan ölvaðan mann í íbúð í húsi við Laugaveg. Við nánari eftir- grennslan benti allt til þess að tilkynningin hefði við rök að styðj- ast. Var sérsveit lögreglunnar þá kölluð til og hún sett íyiðbragðs- stöðu á vettvangi. Áfram var margítrekað. reynt að fá viðkom- andi mann til þess að láta af hót- unum sínum, en án árangurs. Síðdegis réðust menn úr sérsveit- inni til inngöngu og handtóku manninn. Hann reyndist óvopnað- ur og engin vopn var að fínna í íbúðinni. Á tímabilinu frá 28. desember 1990 til 2. janúar var alls tilkynnt um 8 umferðarslys til lögreglu, 4 ökumenn virtust undir áhrifum áfengis í umferðaróhöppum, 24 ökumenn aðrir eru grunaðir um ölvun við akstur, árekstrar voru 47, útköll beinlínis vegna ölvunar voru 144 af 742 tilkynningum. 25 innbrot votu tilkynnt, 4 þjófn- aðir, 32 rúðubrot, 8 líkamsmeið- ingar, 1 nauðgun, 2 mál vegna ólöglegrar sölu áfengis og 1 fíkni- efnamál. Lögregian óskar lesendum Morgunblaðsins gleðilegs árs. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.