Morgunblaðið - 01.02.1991, Page 40
n_
40
mwc aAQagM x %'száMimm gpiiAJgscjaacwg
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1, FEBRÚAR 1991
t
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
ÓLAFUR JÓHANNESSON,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 31. janúar sl.
Þorbjörg Björnsdóttir
og Gunnar Hámundarson.
t
Móðir okkar,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Frambæjarhúsi,
Eyrarbakka,
lést 30. janúar á vistheimilinu Sólvöllum.
Gunnar Sigurjónsson,
Jón Sigurjónsson.
t
Móðir mín og amma okkar,
JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
saumakona á Akureyri,
andaðist miðvikudaginn 30. janúar á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Pétursson og fjölskylda.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS JAKOBSSON,
Fagradal, Mýrdal,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi 30. janúar.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Unnur Hermanns-
dóttir - Minning
Fædd 26. október 1910
Dáin 25. janúar 1991
I dag verður kvödd hinztu kveðju
ein bezta og nánasta vinkona móð-
ur minnar. Báðar fæddust þær
austur á Seyðisfirði, ólust upp í
nágrenni hvor við aðra, gengu sam-
an í barnaskólann og bundust
slíkum órofa vináttu- og tryggðar-
böndum, sem entust þeim ævina
út, að ég tel annað eins vera vand-
fundið.
Unnur Hermannsdóttir hét hún,
og ég fékk snemma að kynnast
henni, þar sem móður minni var
að mjög tíðrætt um hana og rifjaði
þá oftar en ekki upp minningar frá
uppvaxtarárum þeirra á Seyðisfirði
í leiðinni. Eg leyfi mér að efast um,
að móðir mín hafi talað jafn mikið
um aðrar sínar vinkonur og Unni.
Mér fannst ég því gjörþekkja þessa
vinkonu móður minnar, þótt ég sæi
hana ekki, svo ég myndi eftir, fyrr
en hún fluttist til Reykjavíkur. Þó
geri ég ráð fyrir, að móðir mín
hafi farið með mig ungbarn í heim-
sókn til Unnar, þá þegar við fórum
austur á Seyðisfjörð til afa og ömmu
í byijun fimmta áratugarins, og
eins brá Unnur aldrei út af þeim
vana sínum að heimsækja foreldra
mína, þá þegar hún kom í heimsókn
til Reykjavíkur, þótt minni mitt reki
ekki svo langt.
Fyrsta minning mín af þessari
kæru vinkonu móður.minnar var
líklegast um jólin 1954, þegar af-
löngum jólapakka var skilað heim
á bernskuheimilið mitt, sem reynd-
ist vera gjöf frá Unni og dóttur
hennar til mín. Gjöfin sú varð líka
eitt af mínum uppáhaldsleikföng-
um, brúða, sem fékk nafn þeirra
mæðgna að launum. Ég sá m.a. í
því sambandi, hvað móðir mín mat
vinkonu sína mikils og gjöf þessa,
að mér var varla treyst svo ungri
fyrir þessari vandmeðförnu brúðu
og fékk ekki að leika mér með hana
fyrr en a.m.k. ári síðar, þegar mér
hafði lærst að skilja, að brúðuna
þá varð ég að fara sérlega vel með,
betur jafnvel en þær aðrar, sem ég
átti. Með þeim og ýmsum öðrum
hætti var mér kennt að virða og
meta Unni Hermannsdóttur.
Unnur fæddist 26. október 1910
á Seyðisfirði og var 4. elzt af 10
systkinum, og voru sum þeirra hálf-
systkini hennar, enda faðir hennar
tvíkvæntur. Hann hét Hermann
Þorsteinsson og var kaupmaður, en
móðir Unnar hét Jóhanna Stefáns-
dóttir, og mun hafa verið skyldleiki
með henni og móðurafa mínum,
eftir því sem ég bezt veit. Það var
líka töluverður samgangur milli
heimilanna.
U ng að árum giftist Unnur Ant-
oni Olasyni, sem var bifreiðastjóri
á Seyðisfírði, en er nú látinn fyrir
fjölmörgum árum. Þau eignuðust
eina dóttur barna, Jóhönnu, sem
vinnur hjá bæjarsímanum.
Eftir að Unnur og Anton fluttust
til Reykjavíkur árið 1956, kom
Unnur oft í heimsókn á bernsku-
heimili mitt, og aldrei liðu svo af-
mælisdagar þeirra vinkvenna, móð-
ur minnar og hennar, að þær byðu
ekki hvor annarri í heimsókn, og
aðra daga þess utan, ef möguleiki
var á, þótt tilefnið væri minna, og
minnist ég þess að hafa farið a.m.k.
einu sinni með móður minni í heim-
sókn á smekklega búið heimili Unn-
ar, sem hún bjó sér, dóttur sinni
og dóttursonum eftir andlát Antons.
í heimsóknum Unnar á bernsku-
heimili mitt fékk ég að kynnast
henni betur og heyra mismunandi
frásögur af fólki og atburðum á
Seyðisfirði á fyrstu áratugum aldar-
innar, sem urðu svo ijóslifandi fyrir
hugskotssjónum áheyrandans, að
engu var líkara en mér fyndist ég
stundum standa álengdar og fylgj-
ast með atburðunum gerast. Eg
hafði því mikla ánægju af að hlusta
á þær vinkonur og ömmu mína rifja
upp gamlar minningar frá árum
þeirra á Seyðisfirði.
Þegar heilsa Unnar fór að gefa
sig, og hún sá sér ekki lengur fært
að heimsækja vinkonu sína, hringdu
þær mjög oft hvor í aðra og gátu
þá talað saman löngum stundum í
símann.
Af því að fyigjast með þessum
nána vinskap og sterka sambandi
milli Unnar og móður minnar, sá
ég bezt hvaða manneskju Unnur
hafði að geyma, og að hér fór að
mörgu leyti óvenjuleg kona um
margt. Umhyggja hennar fyrir
dóttursonum sínum tveimur bar
þess líka Ijósan vott.
Að leiðarlokum bið ég henni
blessunar Guðs og góðrar heim-
komu, og sendi Jóhönnu og öðrum
aðstandendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Unnar Her-
mannsdóttur. Hafi hún kæra þökk
fyrir allt og allt.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afT og langafi,
BJÖRN EMIL JÓNSSON
járniðnaðarmaður,
Ásgarði 139,
lést á Borgarspítalanum miðvikudaginn 30. janúar.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Hans Jón Björnsson, Lykke Björnsson,
Emil Sæmar Björnsson, Aida Snæbjörnsdóttir,
María Ingunn Björnsdóttir, Frans Jensen,
Björn Elías Björnsson,
Sveinn Lúðvík Björnsson, Margrét Pétursdóttir,
Jón Hafberg Björnsson, Valgerður Helga Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
HERBORG HÚSGARÐ,
Bakkaseli 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. febrúar
kl. 13.30.
Jens Tómasson,
Sverrir Jensson,
Unnur Jensdóttir, Birgir Jóakimsson,
Eiríkur Jensson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR ÞORSTEINSSON,
Heinabergi 6,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákstirkju laugardaginn 2. febrúar
kl. 14.00.
Rakel Guðmundsdóttir,
Anna Garðarsdóttir, Eyvindur Sigurfinnsson,
Guðmundur Garðarsson, Ingibjörg Georgsdóttir,
Þorvaldur Garðarsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Vilhjálmur Garðarsson, Hafdís Sigurðardóttir
og barnabörn.
Hrefna Sigfúsdóttir
Vogum - Minning
Fædd 4. desember 1923
Dáin 27. janúar 1991
Útför Sigríðar Hrefnu Sigfús-
dóttur verður gerð frá Kálfatjarnar-
kirkju í dag. Foreldrar hennar voru
Sigfús Sigurðsson skólastjóri á
Stórólfshvoli og Sigríður Nikulás-
dóttir. Eiginmaður Hrefnu var Jón
H. Kristjánsson kennari og skóla-
stjóri á Vatnsleysuströnd, en hann
lést í júnímánuði sl. Börn þeirra
eru: Sólveig Kristín fædd 1942,
skrifstofumaður. Hennar maður er
Ólafur Karlsson aðalendurskoðandi.
Sigfús fæddur 1944, forstjóri, kona
hans er Bergljót Sigurðardóttir full-
trúi. Kristján fæddur 1948v blaða-
maður, og Finnur Hrafn fæddur
1958, verkfræðingur.
Skammur tími leið frá því að
Hrefna missti eiginmann sinn, þar
til hún kenndi sér þess' meins er
leiddi hana til dauða á stuttum tíma.
Það er kannski rökrænt, að þau sem
alltaf fylgdust svo náið að í lífinu
fylgist einnig að yfir landið ókunna,
en fyrir okkur hin er það sárt að
sjá á eftir þeim báðum með svo
stuttu millibili. Heimili þeirra ein-
kenndist af gagnkvæmri virðingu
og innilegri vináttu. Aldrei heyrðist
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN LOFTSSON
bóndi,
Haukholtum,
verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 2. febrúar
kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.30.
Oddleifur Þorsteinsson, Elín Kristmundsdóttir,
Loftur Þorsteinsson, Hanna L. Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Minníngarkort Krabbameinsfélagsins fást
í flestum lyfjabúðum í Reykjavík
og á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi.
Einnig er hægt að hringja í síma 62 14 14.
Ágóða af sölu minningarkortanna
er varið til baráttunnar gegn krabbameini.
Krabbameinsfélagið
þar misklíð og þótt ég dveldist um
tíma á heimili þeirra og væri þar
síðan tíður gestur, heyrði ég þeim
aldrei verða sundurorða. Hrefná var
dul og hljóðlát og einstaklega hátt-
prúð kona. Lestur góðra bóka var
henni yndi og minni hennar mjög
gott. Ég hygg að hún hafi myndað
sér skoðanir um flesta hluti, en
flíkaði þeim ekki nema eftir þeim
væri ieitað. Hrefna og Jón voru
gestrisin og kunnu þá list að gera
hveija heimsókn í senn ánægjulega
og fræðandi. Hrefna sinnti mikið
áhugamálum eiginmannsins. Jón
ólst upp við sjó og hafði alla tíð
mikla ánægju af að eiga bát og róa
til fiskjar. Hrefna var manni sínum
styrkur í því sem öðru, fór á sjóinn
og reri með honum mörg sumur.
En bátarnir sem þau eignuðust
báru ætíð nafn hennar.
Ég vil enda þessi kveðjuorð um
mágkonu mína með því að votta
aðstandendum samúð og vona að
góðar minningar um hina látnu
heiðurskonu megi milda söknuð
þeirra.
Sigfús Kristjánsson