Morgunblaðið - 01.02.1991, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
Stórmót og einvígi í Hollandi
__________Skák_____________
Margeir Pétursson
HINU árlega Hoogovens-skák-
móti lýkur í Wijk aan Zee í
Hollandi um helgina. Það er
nú haldið í 53. sinn og auk hins
venjulega mótahalds fara þar
fram tvö áskorendaeinvígi.
Viktor Kortsnoj hefur nú tekið
forystuna í einvígi sínu við
Ungveijann Sax. Hann vann
fimmtu skákina en fjórum
fyrstu lauk með jafntefli. Fjór-
um fyrstu skákum Sovétmann-
anna, Sergeis Dolmatovs og
Arturs Jusupovs, lauk einnig
með jafntefli, en Dolmatov á
unna biðskák í þeirri fimmtu.
Alls verða tefldar átta skákir í
einvígjunum.
Staðan í hinum fimm einvíg-
unum er þessi:
Timman - Hubner 2-1
Anand - Dreev 2 'A-l'/ 2
Gelfand - Nikolic 1 'A-l ’/2
Ivantsjuk-Judasjin 3-0
Speelman-Short 0-1
Helgi Ólafsson er á meðal
þátttakenda í efsta flokki á
mótinu í Wijk aan ZeeC Eftir
góða byrjun hefur Helgi verið
algjörlega óþekkjanlegur í
síðustu umferðum.
Að venju er þetta mót at'ar
öflugt og keppendahópurinn er
samansettur með það fyrir augum
að barátta verði mikil og keppnin
um efsta sætið spennandi. Þrír
Sovétmenn eru á meðal keppend-
anna 14 í efsta flokki, en til sam-
anburðar má nefna að á stórmót-
inu í Reggio Emilia, sem nú er
að Ijúka, eru hvorki meira né
minna en átta keppendur af 14
sovézkir og hafa margar skákir
þar orðið stutt jafntefli.
Staðan eftir níu umferðir
1.-3. Michael Adams, Englandi,
John Nunn, Englandi og Jeroen
Piket, Hollandi 6 v.
4. Valery Salov, Sovétr. 5'A v.
5.-7. Alexander Chernin, Sov-
étr., Yasser Seirawan, Banda-
ríkjunum og Alexander Khalif-
man, Sovétr. 5 v.
8. Curt Hansen, Danmörku 4 'A
v. og biðskák
9. -12. John Fedorowicz, Banda-
ríkjunum, Joel Lautier, Frakkl-
andi, John Van der Wiel, Hollandi
og Ivan Sokolöv, Júgóslavíu 3 'A v.
13. Zdenko Kozul, Júgóslavíu 2'/2
v. og biðskák
14. Helgi Ólafsson 2'/2 v.
Svo sem sjá má af stöðunni er
ómögulegt að spá fyrirum úrslit.
Hollendingar eru að vonum án-
ægðir með yngsta stórmeistara
sinn, hinn 21 árs gamla Piket, sem
hefur m.a. lagt Salov að velli í
sóknarskák með svörtu. Seirawan
hefði átt að vera nokkuð sigur-
stranglegur eftir öruggan sigur
yfir Timman, 4-2, í æfingaeinvígi
um áramótin.
Helgi byijaði mótið vel með
öruggum sigri yfir hinum 17 ára
gamla Frakka, Joel Lautier:
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Joel Lautier
Kóngsindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3
- Bg7 4. e4 - d6 5. Be2 - 0-0
6. Rf3 - Rbd7
Þetta er ekki talin nákvæm
leikjaröð, en Lautier vill ekki gefa
Helga kost á uppskiptaafbrigðinu
6. — e5 7. dxe5 — dxe5 8. Dxd8.
7. 0-0 - e5 8. Dc2
Á Ólympíumótinu hafði Helgi
annan hátt á gegn sama andstæð-
ingi: 8. Be3 — c6 9. d5 — c5 10.
Rel - Re8 11. Rd3 - Rb6 12.
Db3!? - f5 13. f4 - exf4 14.
Rxf4 - De7 15. a4 - Rc7 16.
a5 - Rd7 17. Re6 - Rxe6 18.
dxe6 - Dxe6 19. Rd5 - Hb8 20.
exf5 — gxf5 21. Hadl og samið
jafntefli, enda hefur hvítur full-
Viktor Kortsnoj hefur tekið
forystuna í einvíginu við Sax.
nægjandi færi fyrir peðið í þess-
ari tvísýnu stöðu.
8. - c6 9. Hdl - De7 10. d5 -
c5 11. g3!?
Athyglisverð hugmynd og
nokkuð óvenjuleg í kóngsind-
verskri vörn. Með þessum og
næstu leikjum sínum undirbýr
hvítur að mæta f7-f5 með f2-f4,
og beijast við svart um rými á
kóngsvæng. Þetta heppnast mjög
vel í þessari skák. Ivantsjuk hefur
leikið 11. - Rg4 12. Rh4 - Rb6
13. a3 — f5 í stöðunni, sem virð-
ist heldur virkara en það fram-
hald sem Lautier velur.
11. - Re8 12. Rh4 - Rb6 13.
Be3 — f5 14. exf5 — gxf5 15.
f4 — exf4?
Eftir þetta verður peðið á f5
afskaplega veikt og hvítur nær
brátt sterkum tökum á kóngs-
vængnum.
16. Bxf4 - Be5 17. Hfl - Bxf4
18. Hxf4 - Rg7 19. Hafl - Bd7
20. Bd3
Hvítur hefur náð fram eins
konar óskastöðu, enda hefur tafl-
mennska Frakkans ekki verið til
mikilla trafala. Hvítur setur á
veika peðið á f5 með hvorki meira
né minna en fimm mönnum og
það er dæmt til að falla.
20. - Dg5 21. b3! - Hf7 22.
Bxf5 - Rxf5 23. Rxf5 - Bxf5
23. — Haf8 er svarað með 24.
Re4.
24. Hxf5 - Hxf5 25. Hxf5 -
De3+ 26. Kg2 - He8 27. Hf4 -
Rd7 28. Df5 - Hf8 29. Dg5+
og svartur gafst upp, því hann
tapar drottningunni.
Sigurvegarinn frá því í fyrra,
John Nunn, byijaði vel með tveim-
ur sigrum yfir Kozul og Fed-
orowicz, en tapaði í fimmtu um-
ferð fyrir Salov. Sigurskákin gegn
Bandaríkjamanninum var stutt og
glæsileg þrátt fyrir að Nunn hafi
leyft honum að tefla afbrigði sem
er mjög vinsælt meðal vestur-
heimskra skákmanna og þaul-
kannað af þeim.
Hvítt: John Nunn
Svart: John Fedorowicz
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 —
Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6
8. 0-0-0 - h6 9. Be3 - Rxd4
10. Bxd4
Short drap með drottningu
gegn Dlugy frá Bandaríkjunum í
Wijk aan Zee í fyrra og tapaði
illa. Við morgunverðarborðið dag-
inn eftir þá skák minntist Nunn
einmitt á að mun betra væri að
drepa með biskupi og rökstyður
nú þá fullyrðingu sína.
10. - b5 11. f4 - Bb7 12. De3!?
Þetta mun vera nýr leikur í
stöðunni. Hér hefur áður verið
leikið 12. Bxf6 og 12. Bd3.
Nú verður Fedorowicz strax á
í messunni. Það hefði verið fróð-
legt að sjá hvað Nunn ætlaði að
gera gegn 12. — Be7, því eftir
13. e5 — dxe5 er ekki að sjá að
hann geti fært sér opnún d-
línunnar í nyt.
12. - Dc7?! 13. Bb6 - Dc8?
Eftir þetta ræður svartur ekki
við neitt, skárra var því 13. —
Dc6, þótt hvíta staðan sé mun
þægilegri eftir 14. Rd5! — Hc8
15. Rxf6+ gxf6 16. Bd3
14. e5 - Rd5
Eftir 14. — Rd7 15. exd6 —
b4 virðist 16. Be2! öflugast með
hugmyndinni 16. — bxc3? 17.
Dxe6+! — fxe6 18. Bh5+ og
mátar.
15. Rxd5 — Bxd5 16. exd6 —
Dc6
17. Hxd5!! - Dxd5 18. Be2 -
I)xa2
Vegna lélegrar liðsskipunar
sinnar er svartur varnarlaus. Eft-
ir 18. - Dxd6 19. Hdl - De7
20. Bf3 — Hc8 21. De4! er hann
t.d. vamarlaus gegn hótuninni 22.
Dc6+.
19. Df3 - Bxd6 20. Dxa8+ -
Ke7 21. Db7+ - Kf8 22. Bc5!
- Dal+ 23. Kd2 - Dxhl 24.
Db8+ og svartur gafst upp því
hann er óveijandj mát í nokkmm
leikjum.
FURÐUVERÖLD TWIN PEAKS Á
ídrangakórinn
Hverfinnur
dagbók
Lauru Palmer,
fegurðardrottningarinnar
með vafasömu
fortíðina.
Vegleg verðlaun.
Þrir
spörfuglar
dansa á
sviðinu!
Laugavegi 45 - s. 21255
í kvöld:
LOÐIN ROTTA
Á næstunni:
5. og 6. feb.
MAMMA VEIT ALLT
frá Hornafirði
7. feb.
HEITIR SVANSAR
Geiri Sæm og Co.
8. og 9. feb.
GALÍLEO
Eldhúsió opið alla daga
frá kl. 18.00-22.30
Hressustu bar-snúðarnir
sjá um tónlistina og
drykkina
Opiðtilkl. 03.00
Enginn aðgangseyrir
Spariklæðnaður
Hátt aldurstakmark
LOKAÐ VEGNA
EINKASAMKVÆMIS
HÖTEL ÍMÆD
Föstud. 1. febr. opið kl. 20-03
Svarti blúslistamaðurinn
í næst síðasta sinn
Gestur kvöldsins:
AÐGANGUR AÐEINS KR. 500
MÆTUM TÍMANLEGA - SÍÐAST
VAR UPPSELT!
tónlistarmiðstoð
djass & blús