Morgunblaðið - 01.02.1991, Síða 49
MQRGUNBiLAStlÐ FÖSTUPAGUR 1. FpEBR^ÚAR 1991,
-
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
^UiáiMiSmUUaUiA
Gefum smáfuglunum
SLÆMT
ÁSTAND
Til Velvakanda.
Það er farið að ganga fram af
fólki hvernig farið er með skaUpen-
inga þess. Ríkisstjórnin hjálpar
poppurum að verða heimsfrægir
stóð í DV fyrir skömmu. Nefnd í
þetta verkefni var skipuð af fjár-
málaráðherra, utanríkisráðherra,
forsætisráðherra og menntamála-
ráðherra.
Á sama tíma er eins og tveggja
ára bið eftir plássi á hjúkrunarheim-
imli fyrir sjúk gamalmenni, og ef
eitthvert pláss losnar eru fleiri
hundruð manns sem bítast um það
og þriggja manna úthlutunarnefnd
sem ákveður hver það hlýtur.
Ég hefi gengið fyrir hvers manns
dyr sl. ár til þess að reyna að koma
konu minni inn á hjúkrunarheimili
þar sem ég er enginn maður til
þess að hjálpa henni eins og þyrfti
og er sjálfur að kikna undan svefn-
leysi og stressi sem því fylgir að
hafa hana heima.
Við fáum heimilishjálp en það
hefur gengið illa með þær stúlkur
sem hafa komið til okkar, sumar
reykja svo mikið að við fáum hósta
um leið og þær eru komnar inn úr
dyrunum. Okkur skilst að þær séu
svo illa launaðar að það sé mjög
erfítt að fá gott fólk í þessi störf.
Áður en konan varð heilsutæp
fórum við á heilsuhælið í Hvera-
gerði á hveiju ári og var það mikil
upplyfting fyrir okkur, en eftir að
heilsu hennar fór að hraka meira
var okkur sagt að þetta væri engin
aðstaða til þess að hafa þá sem
ekki gætu séð um sig sjálfir. Þetta
finnst mér óskiljanlegt þar sem
þama eru fjórir læknar starfandi,
hjúkrunarforstjóri og fjölmennt
starfslið.
Við búum í okkar gamla húsi.og
höfum ekki hugsað til þess að kaupa
okkur svokallaða þjónustuíbúð, en
kunningjafólk okkar sem býr í einni
slíkri, segir að þær séu eingöngu
fyrir fólk sem er vel rólfært, en
engin þjónusta þegar veikindi herja
á íbúana, utan þess að fá heimilis-
hjálp og mat sendan heim, eins og
sú þjónusta sem við fáum í heima-
húsum.
Það er hvergi eins slæmt ástand
á þessum málum og hér í Reykja-
vík, vegna þess að margt aldrað
fólk sem fluttist hingað af lands-
byggðinni fær inni á hjúkrunarhe-
imilum og sjúkrahúsum hér í
Reykjavík til jafns við hina.
Áðaláhyggjuefni aldraðs fólks í
dag er: Hvað gerist ef ég missi
heilsuna og iifi?
Ellimóður
Til Velvakanda.
Nú í þorrabyijun leita smáful-
garnir enn á náðir okkar því ef
snjóinn tekur ekki upp fljótlega er
lítið um æti handa þeim. Þá þurfa
kattareigendur að passa vel að hafa
ketti sína ekki útivið því lífsbarátta
Til Velvakanda.
Við erum hérna nokkrar „smáp-
íkur“ eins og þú nefndir okkur síð-
astliðinn föstudag, nánar tiltekið
25. janúar kl. 9 í einu af bíóhúsum
borgarinnar.
Við viljum lýsa þessari bíóferð
frá okkar sjónarhóli. Við sátum
fjórar saman og þú og vinafólk
þitt til hliðar við okkur og tvær
vinkonur okkar fyrir framan. Þeg-
ar myndin var rétt nýbyijuð fóru
þessar tvær sem sátu framar að
tala og þá var gripið harkalega í
öxlina á annarri og henni var sagt
að halda kjafti. Það var orðbragð
þitt. Við hefðum tekið þetta til
greina ef þú hefðir ekki bætt um
betur og kastað pappadós í höfuð-
ið á einni okkar þegar hún beygði
sig fram.
Sömu skipanir með sama orð-
bragði dundu á okkur fram að hléi,
en þá sagðir þú eitthvað á þessa
leið: „Það er alveg óþolandi að sitja
hjá ykkur með þessi smápíkulæti."
Eftir hlé hélt þetta áfram og það
þó að ein okkar skipti um sæti við
strák sem sat þarna nálægt okkur.
Eins og þú sagðir sjálfur í út-
varpsþætti þínum þann 28. janúar,
þá byrjaðir þú að lemja í hausinn
á stráknum því hann var alltaf að
fara á klósettið (hann fór einu
sinni), þú sagðir einnig að þú hefð-
ir náð í vörð til að láta þagga niður
smáfulganna er nógu erfíð samt á
þessari árstíð. Kettirnir eru vísir til
að ráðast á fuglana og eins geta
þeir varnað þeim að ná í æti sem
dreift hefur verið fyrir þá með því
að vera á vappi í grenndinni.
Dýravinur
í okkur. Eitthvað fðr lítið fyrir
þeim verði því ekki sáum við þig
svo mikið sem standa upp alla sýn-
inguna.- En þú sýndir þroska þinn
og yfirburði þegar þú hélst áfram
að lemja í hausinn á okkur og segja
okkur að halda kjafti. Kona sem
sat við hliðina á þér lamdi síðan
allharkalega í bakið á stráknum
og annað hvort ykkar bað okkur
um að fara heim í Barbieleik.
Okkur þykir leitt ef þú telur að
við höfum spillt fyrir þér sýning-
unni. En það dregur hver dám af
sínum sessunaut og þín framkoma
var ekki beint til fyrinnyndar. Þar
að auki veist þú að bíóhúsin eru
ein af þeim fáu stöðum sem ungl-
ingar geta sótt, og þar af leiðandi
eru alltaf einhver læti á níusýning-
um um helgar. Það má bæta við
að kona sem við þekkjum og var
í sama bíói sagðist sjaldan hafa
farið á jafn rólega sýningu.
Við viljum benda þér á að ungl-
ingar hafa sama rétt og fullorðnir
og að þú ert ekki einn í heiminum.
Næst þegar þú segir frá ein-
hveiju opinberlega hafðu þá allt
rétt, en reyndu ekki að bæta þinn
hag með því að sleppa úr mikilvæg-
um atriðum.
Li(ja Karlsdóttir
Harpa Guðjónsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Harpa Heimisdóttir
EKKIBEINT TIL
FYRIRMYNDAR
Opið bréf til Bjarna Dags Jónssonar
Smellin, lítil nýjung
SIEMENS -gæði
STÓRGLÆSILEG
NÝ ÞVOTTAVÉL
FRÁ SIEMENS!
Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun
og hönnun heimilistækja.
í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í
gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið-
endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð
tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem
býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur
þekkst.
Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding ( áföngum og
þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt
svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og
þann hámarkshita sem hann þolir.
Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina
( samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er
( gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa þv(
sem þvegið er.
Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns-
hripum heldur vatninu á stöðugri
hreyfingu og tryggir þannig jafnt
gegnumstreymi á vatni um
þvottinn. Þessi nýjung sér til
þess að þvotturinn fær bestu
hugsanlegu meðhöndlun.
SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og
óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er
mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst
stjórnborð. Itarlegur leiðarvísir á (slensku og greinargóð
tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með.
Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar
og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa
endingu.
Gæði á gæði ofan frá SIEMENS
SMITH&
NORLAND