Morgunblaðið - 01.02.1991, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.02.1991, Qupperneq 51
ieei flAUHHST - MORGUNBLAÐIÐ «...._j_....•_...~—jM ÍHémR FOLX ■ STUTTGARTtapaði, 0:2, fyrir brasilíska félaginu Palmeiras á alþjóðlegu móti í Brasilíu í gær- kvöldi. ■ ROGER MilJa mun leika með Kamerún gegn Englandi á Wem- bley í næstu viku. Milla, sem er 38_ ára, var hetja-Kamerún í HM á ítaliu. ■ LIVERPOOL hefur keypt skoska landsliðsmanninn David Speedie, 30 ára, frá Coventry á 675 þús. pund. Speedie er fjórði miðvallarspilarinn sem félagið kaupir á stuttum tíma. Áður hafði það keypt Jimmy Carter frá Mill- wall á 700 þús. pund, hinn 17 ára Jamie Redknapp frá Bournemo- uth á 700 þús. pund og Don Hog- hton frá Hartlepool á 300 þús. pund. I SPEEDIE ætlaði að gera samning við Aston Villa, en félag-_ ið var ekki tilbúið að borga honum’ 300.000 ísl. kr. í vikulaun, en aftur á móti var Liverpool tilbúið að borga honum þessa upphæð. ■ ABEL Resino, markvörður Atletico mun setja nýtt spánskt met - ef hann heldur markinu hreinu í fyrri hálfleik gegn Betis. Miguel Reina, markvörður Barcelona, setti metið fyrir átján árum - hélt markinu hreinu í 824 mín. M LOREN Seagrave, þjálfari Ben Johnsons, hefur ákveðið að hætta starfi sínu og snúa aftur heim til Bandaríkjanna. Hann hef- ur þjálfað Johnson síðan í sumar og segist sannfærður um að hann eigi eftir að verða fljótasti maður heims á ný. M BERNARD Tapie, eigandi franska knattspyrnuliðsins Mar- seille, 'var með fjögurra og hálfs tíma fund með leikmönnum liðsins í gær, en leikmennirnir hafa sagt að þeir ætli í átta mánaða verkfall verði árs banni Tapies ekki aflétt. Tapin bað leikmenn sína að leika gegn Bordeaux í kvöld. „Ég get aðeins svarað einni spurningu. Leik- mennirnir ætla að leika gegn Bord- aux,“ sagði Tapin við fréttamenn eftir fundinn. M LEIKMENN Marseille mættu á stutta æfíngu fyrir fundinn og síðan héldu þeir til Bordaux eftir að honum loknum. Leikmennirnir sögðu að verkfalli þeirra hafi ekki verið aflýst. Við munum ræða mál- in nánar á næstu dögum, sögðu þeir eftir fundinn. M 1000 stuðningsmenn félagsins fögnuðu Tapin þegar hann kom í herbúðir Marseille. Heyrst hefur að Tapie hafi í hyggju að áfrýja dómnum. Hann hafði áður sagt að hann myndi sætta sig við dóminn og selja félagið. M MANFRED Kastl, sóknarleik- maður hjá Stuttgart sagði í viðtali að eins og staðan væri nú - væri hann ekki inn í byijunarliði Stuttg- art. „Fritz Walter og Eyjólfur Sverris- son eru fastir í sessi, en ég er ákveðinn að gefast ekki upp og ætla að endurheimta sæti mitt,“ sagði Kastl. M CORRADO Ferlaino, forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napólí, má ekki láta sjá sig á knattspyrnu- völlum eða í búningsherbergjum fyrr en 1. júlí. ítalska knattspyrnu- sambandið felldi þennán dóm í gær vegna aðdróttana forsetans. Hann sagði að formaður sambandsins drægi taum liða á Norður-Ítalíu og ásakaði sambandið um að hafa sett „hlutdrægan" dómara á leik Nap- ólí og Juventus, sem Juve vann 1:0. M STIG var dæmt af franska lið- inu Toulon í gær vegna þess að áhorfendur slösuðu línuvörð á leik liðsins gegn París St. Germain fyrir mánuði. Dómarinn stöðvaði leikinn og ákvað aganefnd að hann færi fram aftur og þá á hlutlausum velli. Félaginu var gert að greiða tæplega 600.000 ÍSK í sekt. FráJóni Halldóri Garðarssyni -ÍV-Þýskalandi KNATTSPYRNA Sigurður æfir í Þýskalandi! SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem hef- ur lítið sem ekkert getað leikið með Arsenal vegna meiðsla, er þessa dagana í læknismeð- ferð í Dússeldorf í Þýskalandi og virðist loks hafa fengið rétta meðhöndlun. Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði, fékk lækni í Dusseldorf til að skoða Sigurð og í Ijós kom að brjósk á milli hryggjarliða þrýsti á taug, sem olli því að hann stífnaði ávallt upp í hægra læri við áreynslu. URSLIT Körfuknattleikur UMFT-UMFG 102:82 Sauðárkrókur, Úrvalsdeildin í körfuknatt- leik, 31. janúar 1991. Gangur leiksins: 8:8, 12:13, 20:18, 29:27, 35:31, 41:39, 49:41. 55:45, 61:49, 67:56, 82:63, 88:65, 97:71, 102:82. Stig UMFT: Pétur Guðmundsson 26, ívan Jónas 22, Valur Ingimundarson 17, Sverris Sverrisson 17, Einar Einarsson 10, Karl Jónsson 8, Pétur Vopni Sigurðsson 2. Stíg UMFG: Guðmundur Bragason 24, Jóhannes Kristbjörnsson 15, Steinþór Helgason 14, Dan Krebbs 12, Ellert Magn- ússon 9, Sveinbjörn Sigurðsson 4, Marel Guðlaugsson 2, Bergur Hinriksson 2. Dómarar: Guðmundur Maríasson og Krist- inn Óskarsson, sem dæmdu vel. Áhorfendur: 640. Haukar-ÍBK 86:91 Iþróttahúsið við Standgötu. Gangur leiksins: 0:2, 9:14, 23:21, 28:33, 36:41, 42:52, 63:70, 78:81, 80:83, 86:91. Stíg Hauka: Damon Vance 30, Pálmar Sigurðsson 15, Jón Amar Ingvarsson 14, Henning Henningsson 11, Ingimar Jónsson 9, ívar Asgrimsson 4, Pétur Ingvarsson 3. Stig ÍBK: Falur Harðarson 26, Thomas Lytle 17, Sigurður Ingimundarson 17, Jón Kr. Gíslason 15, Albert Óskarsson 7, Júlíus Friðriksson 6, Egill Viðarsson 3. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al- bertsson dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 130. A-RIÐILL FJ.Ieikja U T Stig Stig NJARPVÍK 19 KR 19 HAUKAR. 19 SNÆFELL 18 ÍR 19 15 4 1759: 1515 30 11 8 1556:1507 22 9 10 1598:1613 18 4 14 1392:1616 8 4 15 1518: 1765 8 B-RIÐIL L Fj. leikja U T Stig Stig iBK 19 TINDASTÓLL 19 GRINDAVI'K 19 VALUR 19 ÞÓR 18 15 4 1872:1694 30 13 6 1817:1719 26 12 7 1619: 1579 24 6 13 1582: 1656 12 5 13 1685:1734 10 Skíði HM í Saalbch Tvíkeppnissvig kvenna: (Fyrri brautin var 51 hlið og sú síðari 49 hlið og fallhæð 168 metrar) 1. Vreni Schneider (Sviss) 1:23.14(41.10/42.04) 2. Annelise Cobcrger (Nýja-Sjálandi) .................. 1:25.51 (42.97/42.54) 3. lngrid Stöckl (Austurriki .................. 1:25.91 (42.72/43.19) 4. Gaby May (Sviss) .................. 1:26.07 (43.06/43.01) Alpatvikeppni kvenna: (Samanlagur árangur úr svigi og bruni) stig 1. Chant^l Bournissen (Sviss).....26.45 2. Ingrid Stöckl (Austum'ki.......33.76 3. Vreni Schneider (Sviss)........42.13 4. Miriam Vogt (Þýskalandi).......44.81 5. Katja Seizinger (Þýskalandi)...46.94 Handbolti 2. dcild kvcnna: Grindavík - Haukar................12:11 Ikvöld Snæfell og Þór leika i úrvaldeildinni i körfuknattleik i Stykkishólmi í kvöld kl. 20.00. Þessi leikur átti að fara fram í gærkvöldi, en var frestað þar sem ekki var flugfært frá Akureyri. Eg hef gengið til hinna ýmsu sérfræðinga í Englandi án ár- angurs. Einn hefur sagt mér að gera þetta og annar hitt, en það er fyrst hérna, sem ég hef féngið rétta greiningu," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sigurður sagði að aldrei hefði verið minnst á sérstakar bakæfing- ar, en hann hefði verið látinn vera í gifsi í tvo mánuði í fyrra, sem hefði greinilega gert illt verra. Nú væri hann hins vegar í geislameð- ferð og sérstökum bakæfingum í sex tíma á dag. Hann hefur verið í sjúkrameðferð í Dússeldorf í 10 daga, en fer aftur til Englands á morgun og heldur þar sérstökum sjúkraæfingum áfram næstu þijár vikurnar. „Það er allt kapp lagt á að styrkja bakið og ná auknu jafnvægi á milli vöðva- hópa. Síðan má ég fara áð skokka, en hingað til hef ég verið látinn byija á fullu allt of snemma. þessi meðferð lofar góðu og vonandi verð- ur þetta til þess að ég nái mér fljót- lega,“ sagði Sigurður. KORFUKIMATTLEIKUR GóðursigurTindastóls: Pétur með á ný E sonar í lið Tindastóls hafði góð áhrif á leik liðsins gegn Grindvík- ingum í gærkvöldi. Tindastóll sigr- aði í mjög þýðingar- Björn miklum leik, 102:82, Björnsson á Sauðárkróki. skrifar Tindastólsmenn unnu öruggan sigur og má segja að leikurinn hafi verið ijögurra stiga leikur fyrir þá því þeir eru að beijast við Grindvíkinga um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn var jafn til að byija með, en síðan náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og mestur var munurinn 26 stig. Pétur Guð- mundsson var atkvæðamestur og skoraði grimmt. Hann gekk ekki heill til skóar - haltraði mest allari leikinn. Valur Ingimundarson var einnig góður hjá heimamönnum og þá léku Ivan Jonas og Sverrir Sverr- isson vel. Guðmundur Bragason var yfirburðarmaður hjá Grindvíking- um. ÍBK á beinu brautinni Keflvíkingar lögðu Hauka í skemmtilegum leik í Hafnar- firði í gærkvöldi og stefna nú hrað- PéturH. Sigurðsson skrifar byri að því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var mjög hraður og áttu liðin- oft í erfiðleikum með hraðann. Hittni leikmanna beggja liða var frekar slök framan af. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn af krafti, gerðu þtjár þriggja stiga körfur og náðu tíu stiga forskoti. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en skorti ávallt herslumuninn. Undir lok leiksins munaði aðeins þremur stig- um á liðunum þegar Haukar stálu boltanum af Keflvíkingum, en þeir misstu boltann klaufalega og gest- irnir brunuðu upp og skoruðu. Þriggja stiga körfur frá Jóni Arn- ari og Pálmari í lokin komu of seint. Falur Harðarson átti góðan leik fyrir ÍBK ásamt Jóni Kr. Gíslasyni. Einnig var Thomas Lytle sterkur í vamarfáköstunum. Hjá Haukum var Damon Vance bestur, spilaði góða vörn og skoraði dijúgt. Ingi- mar Jónsson átti einnig góðan leik og brá oft fyrir skemmtilegum sam- leik milli hans og Pálmars. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Stjömusigur Stjaman stendur vel að vigi í keppninni um þriðja sæti deild- arinnar eftir nauman sigur á ÍBV í spennandi leik þar sem heimaliðið tryggði sér bæði Frosti stigin með tveimur Eiösson mörkum á lok- skrifar amínútunni. Eyjamenn vom sterkari aðilinn framan af og þeir náðu fljótlega fjögurra marka for- skoti og munaði þar miklu um stór- leik Sigmars Þrösts í markinu og góða nýtingu Gylfa sem skoraði sex mörk úr sjö tilraunum. Tveimur mörkum munaði í leikhléi og ÍBV skoraði fyrstu tvö mörk hálfleiks- ins. Um miðjan síðari hálfleik greip Eyjólfur Bragason þjálfari Stjörn- STAÐAN Víkingur 19 18 0 i 473:394 36 Valur 19 15 1 3 468:414 31 Stjarnan 19 12 1 6 466:450 25 FH 19 10 3 6 448:443 23 Haukar 19 11 1 7 451:453 23 ÍBV 19 7 4 8 455:450 18 KR 19 6 6 7 436:433 18 KA 19 7 2 10 441:428 16 Grótta :.19 4 2 13 420:448 10 ÍR 19 3 4 12 418:453 10 Selfoss 19 3 4 12 387:447 10 Fram 19 2 4 13 390:440 8 unnar til þess ráðs að taka Gylfa og Sigurð G., úr umferð og leysa þannig upp sóknarleik IBV. Stjarn- an náði að jafna 22:22 og þeir Pat- rekur og Axel sáu um að innsigla sigurinn. Axel homamaður var besti leik- maður Stjömunnar, auk þess að skora fimm mörk fiskaði hann fjög- ur víti og var sterkur í vörn. Sigmar Þröstur átti stórleik í marki IBV, varði nítján skot, þar af fjögur af átta vítum Stjörnunnar í leiknum. Stjarnan - ÍBV 24:22 íþróttahúsið í Garðabæ, 1. deild karla í handknattleik, - VÍS keppnin, fimmtudag- inn 31. janúar 1991 Gangur leiksins: 1:3, 3:7, 8:9, 11:13, 11:15, 18:20, 21:20, 22:22, 24:22. Mörk Stjörnunnar: Skúii Gunnsteinsson og Axel Björqsson 5, Sigurður Bjamason 4, Pati'ekur Jóhannesson og Magnús Sig- urðsson 4/2, Guðmundur Albertsson 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 12. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 10/3, Jóhann Pétursson 5, Sigurður Gunnarsson, Þor- steinn Viktorsson og Helgi Bragason 2, Sigurður Friðriksson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 19/4. Utan vallar: 4. mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnarson dæmdu vel. Áhorfendur: Um 170. ■ KJARTAN Einarsson og Ólaf- ur Pétursson, leikmenn meistara- flokks ÍBK í knattspyrnu, fóru til Manchester í Englandi um helg- ina. Þar munu þeir æfa næsta hálfa mánuðinn með Manchester United og Manchester City. Peter Keel- ing, fyrrum þjáifari Keflvíkinga, aðstoðaði leikmennina. ■ KRISTJÁN Hilmarsson, sem leikið hefur með FH undanfarin ár, hefur gengið í ÍBK, sem hann lék með í yngri flokkunum. ■ MARK Duffield, sem hefur verið orðaður við Víði, á í viðræðum við KS um að þjálfa liðið áfram næsta sumar. ■ HALLDOR Hafsteinsson og Þórir Rúnarsson taka þátt í opna belgíska meistaramótinu í júdó sem fram fer í Visen á morgun, laugar- dag. Halldór sem stefnir á að kom- ast á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 mun taka þátt í 10 til 12 al- þjóðlegum mótum á árinu. Hann er nýkominn úr æfingabúðum í Rauris í Austurríki þar sem flest- ir bestu júdómenn Japans voru samankomnir. ■ BJARNI Friðriksson sá sér ekki fært að taka þátt í mótinu í Belgíu, en mun keppa á opna franska meistaramótinu 9. febrúar. ■ STEFÁN Ólafsson, knatt- spyrnumaður í IR, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við KA. Þess má geta að KA er í sambandi við tvo erlenda leikmenn - Tékka og Júgóslava. ■ GUÐMUNDUR Torfason og félagar hans hjá St. Mirren - einn- ig leikmenn Hibs í Skotlandi geta sofið vel í nótt. Þeir eiga nú ekki lengur á hættu að falla úr úrvalsdeild- inni. Ákveðið var L gær að fjölga liðuni í deildinni úr 10 í 12. Tvö félög bætast við deildina næsta vetur. ■ SVÍINN Andreas Limpar hjá Arsenal sagði að markið gegn Leeds í bikarkeppninni, 1:1, væri þýðingamesta mark sem hann hefur skorað. „Elland Road er minn happavöllur - þar skoraði ég tvö mörk í deildinni á dögunum. Ég vona að ég skori siguraiark gegn Leeds á Highbury," sagði Limpar, sem hefur skoráð tíu mörk fyrir Arsenai. ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sá ekki hið glæsilega mark Limpar. Sjón- vaipsupptökumaður hljóp fram fyr- ir Graham þegar Limpar skoraði. ■ BIRMINGHAM hefur óskað eftir því við stjórn Exeter að félag- ið fái að ræða við' Terry Cooper, framkvæmdastjóra félagsins - ti að bjóða honum starf. Frá Bob Hennessy íEnglandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.