Morgunblaðið - 03.02.1991, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.1991, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 stundatöflu til að fara eftir. Aðstaða til starfsnámsins í Breiðholtsskóla er í alla staði mjög góð og stundum koma dagar þegar þessir tíu nem- endur eru jafnvel að vinna á fimm stöðum. Tveir nemendanna gætu verið að vinna í bóklegu fagi á meðan aðrir tveir eru í eldhúsinu að matbúa, en þess má geta að matreitt er tvo daga í viku og að því loknu borða nemendur og kenn- arar sameiginlegan hádegisverð. Aðrir gætu verið að vinna við tré- smíði eða málmsmíði á meðan einn er að vinna í bílvél, sem komið hef- ur verið fyrir í einu horni ann- arrar kennslu- stofunnar og á sama tíma gæti einn setið við tölvu, áem starfsdeildin hefur yfir að ráða. Hefð- bundin fyrir- lestrarkennsla þekkist varla enda segjast kennar- arnir aðhyllast þá kennslufræði að nemendur læri best með því að vinna sjálfir í stað þess að hlusta eingöngu. Sjálfviljugir Nemendur koma sjálfviljugir í starfsdeild til að takast á við öðru- vísi nám en þeir þekkja. Markmið þeirra er að þjálfast í vinnubrögð- um, sem gætu leitt til þess að auð- veldara væri að fá vinnu við hæfi eða hefja nám í framhaldsskóla þó fæstir leiti þangað. Meirihluti þeirra vinnur með námi sem er af hinu góða, segja kennaramir. „Þau hafa ekki öll náð tökum á lestri þrátt fyrir mikla sérkennslu sem veldur því að vinna við framhaldsnám verður þeim erfið. Hinn almenni grunnskólakennari hefur jafnframt mjög svo takmarkaðan tíma og möguleika til að sinna einstakling- unum í bekknum þegar nemendur eru kannski 25 til 30 eins og víða er. Sem betur fer bjargar sérkennsl- an, sem boðið er upp á í skólum, stórum hópi nemenda. Samt sem áður nær þessi hefðbundna náms- lega sérkennsla ekki til allra sem þurfa á meira uppeldi og meiri þroska að halda. Nemendur, sem tilheyra þessum hópi, hafa oft og tíðum misst af lestinni um miðjan grunnskólann og hafa neikvæða og brenglaða sjálfsmynd. Sterk rök má færa fyrir því að ^ef ekkert er gert fyrir.þessa nemendur, er mörg- um þeirra hættara við að hrasa á lífsleiðinni en öðrum. Draumurinn er auðvitað sá að fleiri sér-úrræði eða valmöguleikar verði fyrir ein- staklinga sem þessa,“ segir Ragnar. Nýr möguleiki Inntaka í starfsdeildina er á þann hátt að sérkennarar og sálfræði- deild skóla bjóða nemendum pláss að vori til: Foreldrum og nemendum er gerð rækileg grein fyrir hvað fram fer. „Ég hef aldrei fundið annað en mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum. Við viljum alls ekki að litið sé á þetta sem eitthvert tossa- úrræði, heldur viljum við aðeins benda fólki á að hér sé um nýjan möguleika að ræða og að þetta sé tækifæri til að breyta viðhorfum krakkanna. Mér finnst mikill mis- brestur á því í grunnskólunum að krökkum séu kenndir hagnýtir hlut- ir um líf fullorðinna. Og ég lít á okkur í starfsdeildinni miklu fremur sem félagslega uppalendur heldur en sem kennara, sem þurfa að fara yfir eitthvert tiltekið magn af náms- efni á mettíma,“ segir Ragnar. Starfsdeildarnemendur ganga ekki í gegnum samræmd próf, eins og tíundu bekkjar nemendur gera flestir. Tvisvar yfir veturinn, við lok mis- iafnleya niður á nemendur oy öll kennsla er mjön svo personubundin. Enyinn hefur sömu stundaskrá. haust- og vorannar, er hveijum nemanda afhent skírteini er greini frá innihaldi námsins, þeim árangri sem nemandinn hefur náð og þeirri færni sem hann hefur öðlast. Einn- ig er í skírteininu almenn umsögn um ástundun, mætingar og félags- lega stöðu nemandans. Nemendum er heimilt að nota skírteinið við umsókn um atvinnu eða framhalds- skóla. Framhaldsskólar Samkvæmt framhaldsskólalög- um eiga framhaldsskólar að vera fyrir alla nem- endur. „Okkar metnaður snýst svolítið um það að reyna að koma okkar nemendum á það stig að þeir gefi skólanum „sjens“ þó flestir séu reyndar bún- ir að dæma hann vonlausan áður en komið er til okkar. Á hinn bóg- inn finnst okkur skorta þó nokkuð á skilning á framhaldsskólastiginu hvað varðar krakka sem þurfa á sér-úrræðum að halda. Framhalds- skólinn þarf að taka» við þessum krökkum og skilja þarfír þeirra bet- ur en nú er gert. Framhaldsskólinn gæti verið með einhver sér-úrræði þar sem að þessir krakkar myndu geta fengið að læra að ákveðnu marki, alast upp og þroskast innan ákveðins ramma. Eftir eitt til tvö ár i framhaldsskóla gætu þau tekið um það ákvörðun hvort þau vildu halda áfram námi eða fara út á vinnumarkaðinn. Grunnskólinn á vissulega að skila þessu hlutverki upp að ákveðnum aldri. Aftur á móti er það staðreynd að 20-25% fyrsta árs nemenda standast ekki þær lágmarkskröfur sem fram- haldsskólinn gerir. Hvað á að gera við þessa nemendur? Að mínu viti á framhaldsskólinn að koma til móts við þá í staðinn fyrir að útskúfa þeim. Með því að tala um að allir eigi jafnan rétt á námi, er ég ekki endilega að segja að allir þurfi annaðhvort að enda í stúd- entsprófi eða iðnmenntun. í breyttu þjóðfélagi, eins og hjá okkur, færist uppeldiskrafan miklu meira inn í skólana heldur en áður og þegar nemandi hætti eftir skyldunám fyr- ir tíu árum, þá fékk hann vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Núna fá þessir unglingar yfirleitt ekki neina vinnu, að minnsta kosti ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá vaknar sú spurning hvort ríki og borg eigi ekki að bregðast við. Hvað á að gera við 15 ára ungling, sem er búinn með skyldunám?" Breskir jafnaldrar Ragnar fór í kynnisferð til Bret- lands fyrir þreniur árum þar sem hann m.a. kynnti sér starfsnám, sem ætlað er unglingum, sem lokið hafa skyldunámi. Ragnar segir að í norðurhéruðum Bretlands a.m.k. séu unglingar mjög meðvitaðir um það mikla atvinnuleysi, sem þar rík- ir, og sé það yfir höfuð mikið KVEIÐ FYRIR AÐ VAKNA OG FARA í SKÓLANN segir Bubbi Morthens í nýlegri bók sinni þegar hann rifjar upp skólaárin lér gekk feikilega vel í skólan um fyrstu árin. Átta ára var ég næsthæstur í lestri í bekknum. Þá var ég kominn með kennara sem hét Arnþrúður. Við vorum látin lesa af blaði meðan skeiðklukkan tifaði og ég bunaði textanum út úr mér. Núna get ég tekið inn heila blaðsíðu í einu þegar ég hraðles texta, og það var strax þá farið að bóla á þessum hæfíleika. Ég lærði að draga til stafs og það gekk eðlilega fyrir sig. í níu ára bekk voru engin teljandi vand- ræði. Ég las og skrifaði stafí, en reikningurinn gekk ekki vel. Töl- urnar brengluðust á Ieiðinni niður á blaðið, ég skrifaði tvo í staðinn fyrir sex, fjóra í staðinn fyrir átta. Ég sé tölustafí fyrir mér í litum — 6 er til dæmis rauðbrúnt og 8 svar- grænt, og ég varð að hugsa um lit- inn til að muna lögunina. Ef ég gerði það ekki kom allt vitlaust. En margföldunartöfluna lærði ég utanbókar og skólinn var ennþá yndislegur. í frímínútum klipum við stelpur, fórum í kíló og teygjutvist og hoppuðum parís.“ Það er Bubbi Morthens sem er að segja frá í bók sinni „Bubbi“, sem út kom fyrir jólin. Reynslu hans svipar mjög til þeirrar reynslu bama og unglinga, sem hér eru gerð að umtalsefni enda kom það á daginn, seint og um síðir, að um lesblindu var að ræða í hans til- viki. Við grípum aftur niður í bók- inni. „Ég var smámæltur, gat ekki sagt 2 eðlilega og var sendur til talkennara. Eg mætti stíft, skróp- aði ekki eitt einasta skipti.' Mér var strítt á því að vera að læra að tala, en ég tók því með ró. Ég vissi að það yrði tímabundið. Skólabróðir minn einn sem stamaði átti að vera með mér í tímum en kom aldrei. „Þetta er þrælgaman,“ sagði ég við hann, en hann vildi ekki koma. Sennilega hefði hann getað lagast eins og ég, en hann stamar ennþá ... Þegar skólaárinu var að ljúka sagði talkennarinn: „Þú ert búinn að standa þig svo vel að þú þarft ekkert að koma til mín aftur.“ Og ég fór heim og sagði ess ess ess ess framan í spegilinn! Þessi maður gerði mér gott, en ég var heldur ekki farinn inn í skelina. Ég var ennþá opinn og óhræddur. Síðan kemur tíu ára bekkur. Ég var ennþá hjá Amþrúði og nú fórum við að kljást við stafsetningu og málfræði í alvöru. Þá fínn ég — og sé og heyri — að ég er ekki eins slyngur og hinir krakkarnir. Það var rosalegt áfall. Allt í einu gekk ekkert upp. Ég víxlaði stöfum, gerði ekki greinarmun á hljóðum, missti stafi úr. Ég tengdi alls ekki skrift og lestur. Ég horfði á orð sem ég hafði skrifað og sá ekki hvort það var rétt stafsett. Til að vera viss varð ég að læra stafsetninguna á hverju orðið utanbókar eins og páfagaukur. Þegar leið á veturinn fór mér að líða illa. Ég kveið fyrir að vakna og fara í skólann. Þó var ég ekki skammaður í skólanum, heldur var mér sýnt algert afskiptaleysi. Það var hætt að kalla á mig upp að töflu, hætt að spyija mig, hætt að tala við mig. Ég fór að hafa hátt í tímum, stríða og trufla til að fá athygli, en ég sagði ekki frá þessu heima. Svo voru auðvitað foreldra- fundir og mömmu var sagt að ég væri erfiður. Það kom henni á óvart því allt hafði gengið vel með eldri bræðuma og mig fram að þessu. Næsta stig var að ég fór að fela stflabækumar mínar og öll skrif- færi. Ég gróf holu við Hálogaland, stakk dótinu ofan í hana og mokaði yfír; fór svo í skólann og sagði að það væm engir peningar til heima fyrir stflabókum. Einhvem tíma man ég að mamma kom heim af foreldrafundi alveg í öngum sínum. Þá höfðu kennararnir sagt henni að það væri ekki nóg að vera sjálf svona vel til höfð og flott til fara ef hún tímdi ekki að láta barnið hafa peninga fyrir stflabókum og skriffærum. Mamma kom af fjöll- um, vissi ekki hver djöfullinn var að ske og spurði mig hvers vegna ég skrökvaði svona að kennurunum. Ég svaraði út í hött. Ég gat ekki talað við neinn um þessa auðmýkingu, bældi hana bara dýpra og dýpra inni í mér. Fyrst vom uppi einhver áform í bekknum um að stríða mér, en þau fóru út um þúfur. Ég hélt stríðnispúkunum í skefjum með því að taka æði við og við og lemja þá. Þó ég hefði stálminni fór ég að spila mig vit- lausan, svara öllum spumingum með „ég veit það ekki“, „ég man það ekki“, „ég get það ekki. Ætl- arðu að fara út í búð fyrir mig, Bubbi minn?“ kallaði mamma. „Eg get það ekki,“ svaraði ég. Það var farið með mig til sálfræð- inga'sem lögðu fyrir mig greindar- próf, og niðurstaðan var alltaf sú sama: Athyglisgáfa í lagi, greind jrfír meðallagi, en á við hegðunar- vandamál að stríða. Best að láta hann eiga sig, sögðu sálfræðingarn- ir, ekki hjálpa honum heima, leyfíð honum að komast yfir þetta sjálfum — og svo framvegis. Sérfræðingarnir skáru á aðstoð- ina sem ég gat fengið heima og það var slæmt. Sú regla var brotin einu sinni. Það var fyrir málfræðipróf > ellefu ára bekk, en í því fagi hafði ég alltaf fengið núll. Þá kenndi Tolli mér málfræðina með því að setja hana upp sem stríðsleik. Sér- hljóðarnir voru ein herdeild, sam- hljóðarnir önnur, orðflokkar og beygingar fengu líka sitt hlutverk, og svo var öllu att saman. Mér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.