Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 23

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR áÚNNUbAGDR‘3.'í’ÉÖ'RÚ'AR 1991 C 23 Minning: Sighvatur Bjarna- son málarameistari .....JGGJANDI Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 Fæddur 17. september 1911 Dáinn 21. janúar 1991 Eg ætla að minnast með nokkr- um orðum elsku afa míns, sem nú er látinn eftir mikil veikindi. Það var mér mikið áfall að heyra að hann væri dáinn, því þótt ég vissi að hann væri mjög veikur, vildi ég ekki trúa því að hann mundi fara svo fljótt. Ég sá hann síðast 6. janúar, daginn sem ég fór aftur út til náms, eftir að hafa eytt yndis- legu jólafríi með honum og ömmu í Heiðargerðinu. Þar var alltaf svo gott að vera, svo mikill friður og kærleikur á heimilinu. Þótt hann væri mikið veikur þegar ég var hjá honum, bar hann sig vel, og var alltaf stutt í kátín- una og hláturinn hjá honum. Hann var svo lífsglaður og yndislegur maður. Og alltaf var hann svo góður við mig, vildi allt fyrir mig gera, sem og alla sem voru í kring- um hann. Allar mínar bernskuminningar tengjast honum afa mínum, en ég ólst upp að miklu leyti hjá honum og ömmu, og á ég ennþá mitt her- bergi á heimili þeirra. Þau hjónin voru mjög hamingjusöm og sam- stillt og er missir ömmu minnar mjög mikill. Ég minnist þess hvemig ég gat setið á hnjánum á afa á skrifstof- unni hans og teiknað meðan hann vann sín verk, og allar þessar teikningar hefur hann geymt síðan ég var þriggja ára. En hann var mikill listamaður og þykir mér mjög vænt um að eiga málverk eftir hann sem hann gaf mér. Það var hans líf og yndi að teikna og mála og eru þær ófáar myndirnar sem han hefur gert. Hann var líka mjög trúaður og las alltaf bænim- ar fyrir mig á kvöldin þegar ég var litil. En af þeim kunni hann mikið og vildi helst kenna mér þær allar. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í huga mér þegar ég minnist afa míns, að það er ótrúlegt að hugsa sér að núna sé þetta allt búið. Mér þykir svo ofsalega vænt um hann og mun aldrei gleyma honum. Hann er og verður alltaf minn elsku besti afi. Ég kveð hann með miklum sökn- uði en með þökk í hjarta fyrir að hafa fengið að hafa hann fyrir afa minn, og bið Guð um að blessa hann um alla eilífð. Guðlaug Jónsdóttir Vaskhugi Vaskhugi er forrit sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfald- leika í notkun. Fjárh.bókhald, viðskm.bókhald, sölukerfi, birgðir, uppgjör vsk., jafnvel einföld ritvinnsla... allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði. Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur í síma 656510. íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ. ÚRVALS HÓTEL SKÍNANDI SKEMMTI- OG VEITINGASTAÐIR HELGARFERÐIR Á HAGSTÆÐU VERÐI Knstján Kristjánsson g \ Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. FLUGLEIDIR jSr ■ \ J Ráöhústorgi 3 • 600 Akureyri Sími 96-25000 • Fax 96-27833 r RYMINGARSALA á útlitsgölluðum heimilistækjum, tækjum úr sýningareldhúsum og örbylgjuof naáhöldum GERID RÍFANDIGÓD KAUP 20-50 % af sláttur af áhöldum Ahaldasett Nú 1.790,- Aður 2.550,- Nú 1.490- Áður 1.990,- Varanleg áhöld 4 stk. léttáhöld (1 pk) í örbylgjuof na kr. 200,- Vaskar 30-50% afsláttur. Gufugleypar frá 5.000,- Einnig þurrkarar og þvottavélar, (rystiskápar,meismávægilegum Eínar Farestveít &CO.Hf. útlitsgöllum. Borgartúni 28, simar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.