Morgunblaðið - 10.03.1991, Page 12
Í2f
MORGUNBIÍAÐIEH SUNNUÐAGUR ‘ÍO.'MARZ' 1991'
að þein'a, við unnum meirihluta,
og höfum síðan í hveijum kosning-
unum unnið æ stærri meirihluta og
loks þann stærsta nú sl. vor. Borg-
arstjórnarflokkur sjálfstæðismanna
hlýtur að fagna því að heyra sagt,
að svo leikandi sé borginni stjórn-
að, að flestum sýnist það vera ekk'-
ert mál.
Já, ágætu landsfundarfulltrúar.
Þegar þið gangið um höfuðborgina
okkar, þá getið þið haft þá góðu
tilfinningu, að yfir 35.000 manns,
6 af hveijum 10 mönnum, sem þið
mætið, hafi greitt D-listanum at-
kvæði sitt. Þessi sigur sjálfstæðis-
stefnunnar hér í höfuðborginni þarf
ekki endilega að vera bundinn við
Reykjavík og hina stærri kaupstaði
hér í nágrenninu. Ég tel að allar
byggðir landsins eigi Sjálfstæðis-
flokkinn skilið og við verðum og
okkur ber skylda til að sinna öðrum
byggðum, öðrum hiutum landsins
með sama hætti og við höfum sinnt
Reykjavík. Víst er borgin góð og
víst hefur hún marga kosti, en hún
væri æði lítils virði, máttlaús og
magnþrota, ef hún nyti ekki lands-
ins alls. Því á landið allt að njóta
hennar.
Við sjálfstæðismenn viljum engar
kollsteypur. Víð viljum ékki sjá
landið okkar sporðreisast. Við vilj-
um að byggðirnar allar hafí sem
besta möguleika og jafnasta. Það
hlýtur að vera forgangsverkefni á
íslandi að skapa þau skilyrði, sem
skynsemin segir okkur að megi
ekki bresta. Skilyrði þess að menn
njóti verka sinna, afls og áræðis,
hvar sem þeir búa. Þegar til lengri
tíma er horft, þá getur það ekki
orðið nema til skaða ef öfluga og
lífvænlega byggð er ekki að finna
hvarvetna um landið.
í raun er ekkert undarlegt að orð
eins og byggðastefna sé orðið hálf-
gert skammaryrði í máli manna.
A.m.k. fannst mönnum það ekki
skrítið, þegar þeir heyrðu viðtal við
forsætisráðherrann á dögunum.
Hann sagði á blaðamannafundi, að
byggðastefna undanfarandi 10 ára
hefði brugðist. Það var engu líkara
en blessaður forsætisráðherrann
væri að koma heim úr 10 ára sum-
arfríi og hefði heyrt á skotspónum
að eitthvað hefði farið úrskeiðis á
meðan. En það sem verra var, að
honum nægði ekki að láta þess
getið, að byggðastefna undanfar-
inna 10 ára hefði brugðist. Hann
bætti því nánast við, að á næstu
árum yrði haldið áfram á sömu
braut og brugðist hafði.
Ég er sannfærður um það, að
það stolta og hugrakka fólk, sem
byggt hefur þetta land austanlands
og vestan, norðanlands og sunnan,
vill ekki láta tala til sín með því
oflæti, sem stundum heyrist, eða
með þeirri uppgerðaralúð, sem of-
lætið er stundum skreytt með. Ég
er sannfærður um að fyrir því góða
fólki vakir ekki annað en að halda
stöðu sinni og virðingu. Fá skilyrði
til þess að njóta afraksturs verka
sinna og þess sem aflað er og þess
sem landið og miðin bjóða upp á.
Og ekkert kýs þetta fólk frekar en
að þurfa ekki að vera upp á sjóða-
kóngana hér syðra komið. Winston
Churchill sagði, þegar hagur Breta
var sem þrengstur í upphafi síðari
heimsstyrjaldarinnar, í bréfi til
Bandaríkjaforseta: „Látið okkur
hafa verkfærin og við skulum ljúka
verkinu." Ég býst við að forráða-
menn hinna dreifðu byggða geti
með sama hætti sagt: „Gefið okkur
sömu tækifærin og eftir það mega
allar byggðastofnanir, nefndir og
ráð, kóngar og kommissörar sigla
sinn sjó.“
Verðum að sætta sjónarmið
Við þurfum fijálsara og opnara
atvinnulíf, sem stenst fullkomlega
samkeppni við atvinnulíf annars
staðar. En um leið verðum við að
tryggja, að þeir, sem þurfa að glíma
við ýmis vandræði vegna þess að
atvinnulífið verður opnara og fijáls-
ara, geti lagað sig að breyttum
aðstæðum. Mér fínnst rétt að kann-
að sé, hvort þeim fjármunum, sem
fást með söiu ríkisfyrirtækja, sé til
að mynda varið til þess að auðvelda
bændum aðlögun að nýjum aðstæð-
um. Þó að ljóst sé, að landbúnaður
gert. Það tekur tíma að vinda ofan
af óreiðunni.- Við vitum að þessi
ríkisstjórn hefur hækkað skatta
sem nemur um 16 milljörðum króna
á sama tíma og uppsafnaður halli
ríkissjóðs er um 30 milljarðar. En
það sem verra er, við vitum að ráð-
herrar þessarar félagshyggjustjórn-
ar hafa nú á undanförnum vikum,
mánuðum og misserum lýst því yfir
hver á fætur öðrum, að óhjákvæmi-
legt sé að hækka skatta stórkost-
lega. Steingrímur Hermannsson
hefur beinlínis gumað af þessari
skattahækkunarstefnu, Svavar
Gestsson hefur tekið í sama streng
og ekki þarf að minnast á Ólaf
Ragnar. Því miður hafa krataráð-
herrarnir heldur ekki afneitað þess-
um áformum. Ólafur Ragnar hóf
fjármálaráðherraferil sinn með því
að segja að fjárlög hans væru tíma-
mótaplagg, sem marka mundi sögu-
leg þáttaskil. Ólafur Ragnar hefur
aldrei átt mikil samskipti við þær
systur hógværð og háttvísi. Þegar
Iitið er til skattahækkanaáforma
vinstri flokkanna er það heilmikil
yfirlýsing af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins að segja: Við munum ekki
taka þátt í að hækka skattana. Með
þeim hætti höfum við þá þegar
dregið skörp skil í stjórnmálabar-
áttunni, sem framundan er. Með
slíkri yfirlýsingu er í raun komið
hyldýpi á milli okkar og vinstri
flokkanna. En við skulum þó segja
við okkur sjálf, að sú ákvörðun að
lýsa því yfír, að við munum ekki
hækka skattana, er aðeins fyrsta
skrefið, fyrsta skrefíð til að stoppa
af þann skriðþunga skuldasöfnunar
og skattahækkana, sem núverandi
ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Fyrst
stoppum við af skattahækkana-
skriðuna og svo vindum við ofan
af þeim. Skattana verður að iækka.
En hvernig mun þessi umræða
þróást? Þegar við segjum: Við rrmn-
um ekki hækka skattana — skulum
við segja það með þeim hætti að
okkur verði trúað. Þá spyija and-
stæðingamir: Fyrst þið viljið ekki
hækka skatta, hvar ætlið þið þá að
skera niðuf? Við þekkjum þennan
söng. Ég segi: Þetta er fyrst og
fremst spuming um hugarfar,
miklu meiri spurning um hugarfar
en sundurliðun á einstökum þáttum
þar sem niðurskurðarhníf verði
beitt. Hér reynir á grundvallaraf-
stöðu og þær pólitísku hugsjónir
sem menn hafa. Ef stjórnmálamenn
gefa sér fyrirfram, að sú leið sé
alltaf fær að hækka skattana, þá
brotnar niður fyrirstaðan á öðrum
sviðum. Ef menn drepa í dróma
athafnagleði og athafnaþrá, þá
hrynja Ijármunir út úr þjóðfélaginu
og skatttekjur minnka. Við munum
ekki láta draga nokkur niður á útúr-
snúningaplan Ólafs Ragnars Gríms-
sonar.
getur varla staðið undir miklum
vexti á næstu ámm, þá tel ég rangt
að neyða nokkum mann til að
bregða búi. Sjálfstæðisflokkurinn
er flokkur allra stétta, og hann á'
fylgi í öllum byggðum Iandsins.
Hann getur ekki leikið sama leik
og Alþýðuflokkurinn, að skera upp
herör gegn einni stétt landsins.
Hann verður að sætta sjónarmið,
sætta frelsi og mannúð. Hann verð-
ur að taka tillit til hvors tveggja,
neytandans í þéttbýli og framleið-
andans í stijálbýli.
Við skulum gera okkur glögga
grein fyrir því, að kosningabarátt-
an, sem hefst með þessum lands-
fundi, verður nokkuð öðru vísi en
við erum vön við svipaðar aðstæð-
ur. Vissulega er hér vinstri stjórn,
sem hefur verið óvinsæl allan sinn
feril, og haft mörg helstu einkenni
slíkra stjóma, svo sem eins og
óþijótandi ásælni í fé okkar borgar-
anna, stöðuga skuldasöfnun og fjár-
hagslega óreiðu og glundroða eins
og nú sjást dæmi um á hveijum
einasta degi, þegar hver ráðherrann
á fætur öðrum verður að leggja
fram frumvörp sín upp á eigin spýt-
ur, án þess að stjórnin sem heild
standi á bak við þá. Áðúr stöndug-
ir sjóðir birtast nú sem botnlaus
hít og fullkomnar ógöngur blasa
við í mikilvægum málaflokkum eins
og húsnæðismálunum. Mér fannst
það sláandi og táknrænt við þing-
setningu í haust, þegar presturinn
í dómkirkjunní horfði fyrst á
Steingrím, þá Jón Baldvin og loks
á Ólaf Ragnar og bað svo fyrir þjóð-
inni! Þótt mörg vinstri stjómar
ólukkan sé einkenni þessarar
stjómar er eitt þó öðru vísi en menn
hafa átt að venjast. Verðbólgan fer
ekki ljósum logum um landið eins
og jafnan hefur gerst í tíð hinna
fyrri vinstri stjórna. En þá er nauð-
synlegt að hafa í huga, að þessi
vinstri stjóm hefur aðeins starfað
í rúm tvö ár og reynslan kennir
okkur, að þau sjúkdómseinkenni,
sem eru að bijótst út núna, bijót-
ast einmitt út á þriðja og fjórða
meðgönguári vinstri stjórnar.
Óbeint verðstöðvunarár
Ríkisstjórnin nýtur þess enn
ómaklega, að aðilar vinnumarkað-
arins komu sér saman um að gera
afar hógværa kjarasamninga til
þess að skapa möguleika á að draga
varanlega úr verðbólgunni. Öllum
var auðvitað ijóst, að slíkir samn-
ingar einir sér duga ekki þegar til
lengri tíma er horft. Þeir skapa
skilyrði og skjól fyrir atvinnulífíð
og hið opinbera til að koma fjármál-
um fyrirtækjanna og landsins í heil-
brigðan faiveg. En ríkisstjómin
hefur látið undir höfuð leggjast að
notfæra sér þetta skjól og þessi
skilyrði. Hún ýtir vandanum á und-
an sér, sópar undir teppið og þar
hrannast hraukarnir upp. Það eina
ár, sem svokallaðir þjóðarsáttar-
samningar hafa gilt, er í raun eins
konar óbeint verðstöðvunarár. Með
hörðum áróðri er haldið aftur af
fyrirtækjum og stofnunum í því
skyni að þær þrengi að sér til þess
að kaupmáttarrýmun verði minni
en ella. Slíkum aðferðum er alls
ekki óeðlilegt að beita um skamma
hríð til að styrkja þau skilyrði, sem
hinir ágætu samningar sköpuðu.
En á sama tíma gerist það, að ríkis-
stjómin ákveður að hækka skattana
og álögur allar og þrengja kost og
kjör manna enn frekar. Og á sama
tíma heldur ríkið áfram að auka
skuldir sínar. Og það þarf sérstaka
„ráðsnilld" til að hækka skatta
verulega og þurfa samt á sama tíma
að reka ríkissjóð með 30 milljarða
króna halla. Ríkisstjórnin hefur því
brugðist. Hún -hefur glutrað niður
besta tækifæri, sem nokkur ríkis-
stjórn hefur fengið, til • að koma
efnahagsmálum landsins varanlega
á réttan kjöl' í því mikla skjóli fyrir
efnahagslegum stormum, sem þjóð-
arsáttarsamningarnir sköpuðu.
Tökum þessari
hólmgönguáskorun
Ég' vona að það. hafi ekki farið
frám. hjá neinum nú þegar kosn-
ingabáráttan fer að hefjast, að tveir
af þremur núverandi stjómarflokk-
um halda því hart að fólki að þeir
stefni’ að því að samskonar ríkis-
stjórn sitjj áfram næstu ijögur árin..
Enginri váfi er á þvi að Bteingrimur.
Hennannsson, sem sér ekki sólina
fyrir sjálfum sér, og Framsóktiar-
Auðlindirnar
mega ekki ganga
okkur úr greipum
HÉR FARA á eftir ummæli
Davíðs Oddssonar varaform-
anns Sjálfstæðisflokksins á
landsfundi í gær um Evrópuvið-
ræður.
Framundan era átök um mörg
mikilvæg mál, önnur en þau, sem
ég hef þegar vikið að. Ég ætla
ekki að tæpa á þeim öllum núna.
Ég vil þó nefna sérstaklega, að
við stöndum í samningaviðræðum
við ríki Evrópu í samfloti við önn-
ur EFTA-ríki. Auðvitað göngum
við óhikandi til slíkra viðræðna
og eram ekki full minnimáttar-
kenndar. En á hinn býginn þá
göngum við líka til viðræðnanna
með því sjálfstrausti, að við eigum
þann kost að vera utan við Evr-
ópubandalagið og það gerum við
fremur en að þurfa að lúta ein-
hveiju því, sem lífsafkoma okkar
þolir ekki eða sjálfstæðisvitund
okkar mælir gegn. Við erum ékki
í Evrópuviðræðum viðræðnanna
vegna. Við eram heldur ekki í
þeim viðræðum Evrópuríkjanna
vegna, þótt við viljum gjarnan sjá
Evrópu sterka. Við erum fyrst og
fremst í þeim til að sjá okkar eig-
in hagsmunum borgið. Við
göngum því til þeirra með opnum
huga, án þess þó að missa. nokkru
sinni sjónar á því, að auðlindir
okkar til sjávar og lands mega
ekki ganga okkur úr greipum
undir neinum kringumstæðum.
flokkur hans stefna ótrauðir að
sama ógeðfellda stjörnarmynstrinu.
Og Alþýðubandalagið heldur fundi,
þar sem þeir flökta saman um
landið foringjar þess og segja að
allt verði að gera til að halda sömu
stjórn áfram. Og þeir bæta því við,
að þá sé ekki markmiðið eingöngu
að þessir þrír flokkar verði áfram
samskipa, heldur fullyrða þeir tæpi-
tungulaust, að takist þau áform,
þá muni þeim einnig auðnast að
gera útaf við Sjálfstæðisflokkinn
eins og þeir orða það. Við sjálfstæð-
ismenn tökum þessari hólmgöngu-
áskorun og við tökum henni fagn-
andi og göngum glaðir til leiks.
Okkur finnst það vissulega fífl-
dirfska af þessum þremur mönnum,
sem verma ráðherrabekki af hálfu
Alþýðubandalagsins, að bjóða þjóð-
inni enn upp á sósíalismann, komm-
únismann, þrátt fyrir að eymdin og
upplausnin í sósíalistaríkjunum sé
orðin æpandi. Niðurlæging heilu
þjóðanna og þjóðbrotanna hefur
verið opinberuð og óhugnaðurinn
blasir við sérhveijum manni. Á torgi
í þeim huta Berlínar, sem áður'var
handan múrsins vonda, stendur
■ stytta af þeim Marx og Engels. Á
bakhlið styttunnar hefur einhver
krotað: „Þetta gengur betur næst.“
Og á framhlið hennar hefur einhver
krotað: „Þetta var ekki ykkur að
kenna.“ Á þessum stað, þar sem
þeir Svavar Gestsson, Hjörleifur
Gúttormsson og margir, margir
-fleiri náðu sér í forða í hugsjónabar-
áttu sína, virðast sem sagt ennþá
einhveijir tilbúnir að taka þátt í
blekkingarleiknum við sjálfan sig
og aðra. En það mun ekki ganga
betur næst og þetta var allt saman
marxismanum að kenna. Glötunin
,er innbyggð í sósíalismann sem
sumir kalla félagshyggju. Ég trúi
því ekki að þeim kumpánum takist
að ganga enri í ruslahaug sögunn-
ar, draga þar upp pólitískan úrgang
og leggja á borð fyrir kjósendur í
þessu landi og segja: „Görið þið svo
vel.“ Ég býst við að lyst kjósenda
verði lítil.
Engin ómerkjleg
kosningáloforð
Við sjálfstæðismenn ætlum okk-
ur ekki að ganga frá þessum lands-
fundi til kosningabaráttu með
ómerkileg kosningaloforð upp á
vasann. Við viljum forðast yfírboð
og við viljum leitast við að segja
ekki meira en .við getum átt raun-
hæfan kost á að standa við, komi
til þess að flokkurinn fari með stjórn
landsmála eftir kosningarnar. Við
höfum ekki sagt ennþá, að við ætl-
um að afnema alla skatta, sem
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar hefur sett. Auðvitað stendur
okkar von og vilji til þess, en við
vitum að slíkt er hægara sagt en