Morgunblaðið - 10.03.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1991
21
það var of seint fyrir þá sem fangað-
ir voru meðan á ógnaröldinni stóð.
Þremur mánuðum síðar kom í ljós
að allt fólkið, 200 manns, hafði ver-
ið látið grafa sér fjórar grafir og
skotið niður í þær. Var kalki hellt
yfir, sem varð til þess að hægt var
að bera á það kennsl þegar upp um
grafirnar í Podsucha komst 15. des-
ember 1944. „Ég þekkti undir eins
minn mann á tönnunum og undirföt-
unum sem þeir fengu að vera í, en
þeirri sjón gleymi ég aldrei,“ segir
Laufey. Þá þýddi ekki að bíða leng-
ur. Fór nú mörgum að finnast
„bræðurnir" heldur lélegir banda-
menn, fyrst þeir fóru alveg eins að
og erkióvinurinn nasistar og ekki
undarlegt þótt margir yrðu ráðvilltir.
I fangabúðum í 18 mánuði
Laufey segir að þá hafi sig bara
langað til að komast heim. Hún vissi
að ógerlegt var að komast beint
heim, en hafði samband við vinkonu
sína í Kaupmannahöfn og ákvað að
bíða hjá henni. Hún undirbjó brott-
förina, ætlaði að selja húsið og pakka
saman dótinu sínu, en það átti allt
eftir að hverfa henni. „Mest sé ég
eftir bókum á átta tungumálum sem
ég átti, 12 albúmum með persónu-
legum myndum og öllum dagbókun-
um mínum. Ég átti meira að segja
dagbækur frá því ég var stelpa í
sveit í Gaulveijabænum. Þessu kom
ég í geymslu í borg á leiðinni til
landamæranna. Því þegar ég kom
þangað var búið að loka landamær-
unum,“ segir Laufey. Hún sneri við
til mágkonu sinnar í Ceske
Budejovice skammt frá Prag. Ætlaði
að bíða þar til landmærin opnuðust
aftur. Dag einn var komið og hún
beðin um að koma niður á stöð. „Ég
gleymi þeim degi ekki. Ég var í
þunnum svörtum kjól, en þá var sið-
ur að ekkjur gengju svartklæddar,
og fór eins og ég stóð. Ekki einu
sinni í kápu, en þó með handtöskuna
mína. Atti mér einskis ills von. En
án nokkurra skýringa var ég sett í
fangabúðir. Ég vissi að ég hafði
ekkert gert og beið alltaf eftir að
vera yfirheyrð — í níu mánuði. Fékk
þó fatatösku að heiman.“
Hún kveðst ekki hafa vitað fyrr
en löngu seinna. að af því að hún
átti eignir þurfti að finna hjá henni
einhveija sök. Hafa hana í haldi í
minnst hálft annað ár til þess að búa
til ástæðu til að gera þær upptæk-
ar. En þeir fundu ekkert bitastætt
á hana. „Til þess að sýna hve langt
var seilst þá fannst við eina húsrann-
sóknina í borginni af mörgum bréf
á þýsku frá Henry Bay í norska
sendiráðinu í Reykjavík. Ég hafði
unnið í sendiráðinu á árunum
1929-36 og hann skrifaði þetta með-
mælabréf handa mér. Þeir sögðu að
þetta sýndi að ég gæti ekki verið
nein venjuleg húsmóðir. Ef maður
talaði þýsku þá var maður stimplað-
ur Þjóðveijavinur. Þessa níu mánuði
vorum við flutt stað úr stað og ég
var aldrei yfirheyrð. En ég var þó
svo heppin að Lúðvíg Guðmundsson
skólastjóri, sem sendur var til megin-
landsins til að liðsinna íslendingum,
skrifaði þeim bréf og sagði að ég
væri undir vernd Rauða krossins og
ekki mætti misþyrma mér. Og ég
fór að fá Rauðakrosspakka, 'sem
björguðu heilsu minni, því annars
var bara súpugutl og brauð. Ég vó
ekki orðið nema 42 kg. Eftir að
þeir höfðu leitað að sök í 9 mánuði
kom ég fyrir alþýðudómstól. Ég gat
þá sloppið ef ég skrifaði undir plagg
um að ég gerði engar kröfur til neins.
En ég hafði sem betur fer heyrt að
þeir skildu bara eftir eyðu fyrir ofan
undirskriftina og skrifuðu þar játn-
ingu um sök á eftir. Ég sagði við
þann sem hafði forustuna í þessum
alþýðudómstóli og ég vissi að hafði
verið eitthvað viðriðinn Þjóðveija og
nú var orðinn kommúnisti: „Heldur
vil ég vera hér með mína hreinu
samvisku en úti í frelsinu með sam-
visku yðar.“ Þá varð- mágkona mín
alvarlega hrædd. En ég sagði að
þeir gætu tekið allt frá mér annað
en góða samvisku og minningarnar.
Svo ég var dæmd í hálf annars árs
fangavist, en var búin að sitja af
Tékkneska hornið í stofunni hjá henni Laufeyju. Fremst er myndin af tékknesku forsetunum Mazarek
og Benes, sem hún faldi alltaf á sér. Þá eru myndirnar af henni og manni hennar Jan Jedlicka, sem
hún sendi heim áður en ósköpin dundu yfir og af leiðinu hans. Og þarna er auk tékkneska fánans ís-
lenski fáninn á stönginni með 33 nöfnum á stallinum, kveðjugjöfin til Laufeyjar frá leikfimiflokki ÍR 1936.
mér 9 mánuði.“
„Ég þarf ekki að lesa neina róm-
ana, minningarnar duga. Úr því að
ég hélt þetta út þá vildi ég eftirá
ekki hafa misst af þessari reynslu,"
segir Laufey ennfremur. Hún segir
mér frá gamalli aðalskonu í fanga-
búðunum, sem leyfði engum að
hjálpa sér við að viðra teppið sitt,
það var ættargripur og á því miðju
var ofið inn í mynstrið skjaldarmerki
ættarinnar, sem hún var að fela.
Og frá atvikinu þegar tvær konur,
ungversk og þýsk, flúðu og náðust
og öllum var hegnt með því að láta
þá standa úti í kuldanum. Þannig
var að allir áttu að vera merktir,
gyðingar með saumaða gula stjörnu
á yfirhöfn sína og Þjóðveijar með
N. Laufeyju hafði verið skipað að
bera N, en hún neitaði að vera í
kápunni, sagðist ekki vera þýsk. Nú
stóð hún úti í kuldanum kápulaus.
Þá sögðu þeir henni að hún yrði
fyrir þijóskuna sett í kjallarann þar
sem var rottugangur og ekkert var
hún hræddari við en rottur. Þá var
hún næst því komin að guggna. En
þá var væntanleg einhver eftirlits-
nefnd frá Rauða krossinum, sem þau
áttu að fá að tala við. „Ég reyndi
að standa uppi í hárinu á þeim vegna
annarra kvenna, því vegna bréfsins
þorðu þeir ekki að pynda mig“, seg-
ir Laufey. Hún var farin að fá pakka
frá íslandi, Noregi og Danmörku
gegn um Rauða krossinn og í pökk-
unum voru dönsku vikublöðin og
Morgunblaðið. Lá þó við að það
kæmi henni í koll þegar þeir sáu
auglýsingu í blaðinu frá Eimskipafé-
laginu með „hakakrossmerkinu", en
henni tóks að útskýra að þetta væri
merki guðsins Þórs, enda ekki alveg
eins.
Svo kom einhver nefnd og fór að
skrifa upp þjóðerni fólksins, sagt að
smám saman ætti að senda það heim
i fangaskiptum, því það gæti ekki
unnið fyrir sér. En um þær mundir
kom prófessor einn í fangabúðirnar
og sagði Laufeyju eitt kvöldið eftir
vinnutíma að það væri bara yfir-
varp, skilríkin yrðu tekin af fólkinu
og það brennimerkt með númeri á
handlegginn svo enginn gæti fundið
það og síðan yrði að sent til Síberíu.
„Nú varð ég verulega hrædd,“ segir
hún. „Ég vissi að Pétur Benediktsson
var sendiherra í 7 löndum með að-
setri í París og að hann hafði að-
stöðu hjá norska ræðismanninum í
Prag. Ég átti blýantsstubb, sem ég
faldi alltaf í uppslaginu á kápunni
minni og notaði til að strika á mínar
ljósu augabrúnir. Ég skrifaði bréf
til Péturs, bað hann um að nefna
ekki að ég hefði skrifað en reyna
að veita mér einhvetja vernd. í búð-
unum var ungverskur fyri-verandi
ráðherra. Hann var farlama og gat
ekkert unnið, en trésmiður í bænum
kom alltaf og sótti hann á morgnana
og borgaði svo dagsvinnu fyrir hann
þegar hann skilaði honum. Svona
gat fólk verið gott. Þetta gerðu fleiri.
Þennan mann bað ég fyrir bréfíð.
Og Pétur brást skjótt við. Skrifaði
bréf þar sem stóð að Laufey Einars-
dóttir væri undir vernd íslenska
ríkisins. Hún muni sitja inni eins
lengi og ætlast var til, en þegar
hennar tími sé búinn bíði hennar
vegabréf og farseðill á norsku ræðis-
mannsskrifstofunni.“ Og það stóð
heima. Þegar Laufeyju var sleppt í
desember 1946 lagði hún af stað
heim með eldgamalli hrörlegri her-
flugvél. Og _kom í janúarmánuði
1947 heim til íslands eftir 9 ára fjar-
veru, slypp og snauð. Og þó, hún
var enn með myndina af forsetunum
í kápunni og íslenska fánann á borð-
fánastönginni, sem Fimleikadeild ÍR
hafði gefið henni við brottförina með
33 nöfnum á stöplinum. En Laufey
var leikfimikona og hafði m.a. verið
með IR í leikfimiflokknum fræga
sem 1927 sýndi í Noregi og Calais
og víðar við góðan orðstýr. Fána-
stöngina hafði mágkona hennar
varðveitt.
Eigunum skilað?
Strax árið eftir, 1948, fór Laufey
út til þess að reyna að fá leiðrétt-
ingu sinna mála. Hjá Rauða kross-
inum í Prag hafði hún fengið skilríki
um að hún ætti rétt á öllum sínum
lausamunum. Hún vissi hvar það
átti allt að vera en það var horfið.
„En vinkona mín vissi um hjón, sem
höfðu verið höll undir Þjóðveija en
voru nú hátt settir kommúnistar.
Það datt alveg andlitið af konunni
þegar hún sá mig, því þetta fólk
hélt áð þeir sem dæmdir höfðu verið
saklausir mundu aldrei þora að sýna
sig þar aftur. Veggirnir hjá þeim
voru þaktir málverkum, sem höfðu
verið hirt úr eigum fólks, en þar var
ekkert af okkar myndum. En þarna
stóðu í stofunni borð og stólar frá
okkur. Ég sagðist vera að sækja
það. Hún varð dauðskelfd þegar hún
sá fram á að við mundum bera dó-
tið út í augsýn allra í götunni. Þá
sagðist ég skyldi hlífa henni ef hún
borgaði þetta og setti upp hátt verð.
Hún greiddi það orðalaust. En ég
gat því miður ekki hlíft ungum hjón-
um, upprennandi kommúnistum,
sem höfðu farið og valið sér alveg
sérstakan svefnsófa sem við hjónin
höfðum átt og ég vildi fá heim. Sóf-
inn var borinn út á bíl og geymdur
þar til ég gat fengið hann sendan
heim. Þeim vorkenndi ég. Kisturnar
^með dagbókunum og persónulegu
mununum fann ég ekki.“
Laufey fékk góða atvinnu hjá
Ludvig Storr eftir að hún kom heim,
vann þar á skrifstofunni í 30 ár og
átti orðið skuldlausa íbúð. Hugsaði
ekki meira um þetta. Hún vinnur
raunar enn svolítið að bókhaldi. „Og
nú fæ ég allt í einu þessi þijú bréf
þar sem fólk býðst til að hjálpa
mér,“ segir Laufey, sem alltaf hafði
farið til að sjá „húsið sitt“ þegar hún
var á ferðinni í Tékkóslóvakíu.
„Maðurinn sem hafði ætlað að kaupa
húsið mitt virtist þekkja allt málið
og vera líklegastur til þess að hafa
hag af því að því 'verði skilað, því
þá fengi hann gömlu innborgunina
sína aftur, svo hún sendi honum
umboð og skilríki til þess að mega
kaupa það og kaupsamninginn á
lóðinni sem hún fann hjá sér. Á þó
ekkert frekar von á að heyra nokkuð
frekar um það.
o
Alltaf ágerðist kúgun
og hnignun
Laufey fór fjórum sinnum til
Tékkóslóvakíu eftir að hún slapp
þaðan, á árunum 1948, 1964, 1972
og 1989, þremur mánuðum fyrir
„þíðuna" og hún segist hafa upplifað
hvernig þessi skelfilega efnahags-
lega og andlega hnignun ágerðist
og kúgunin fór sífellt vaxandi. Eng-
inn þorði að tala. Það var ekki fyrr
en hún var komin bak við luktar dyr
með vinunum að þeir sögðu henni
frá því sem var að gerast. Hún lýsir
þessu með nokkrum dæmum. Þegar
hún kom 1964 til þess að vera í
brúðkaupi guðdóttur sinnar, bjó hún
á hóteli, enda vildi hún ekki koma
neinum í vandræði fyrir að hýsa
útlending, og fór á morgnana í leigu-
bíl til fjölskyldu manns síns. Bílstjór-
inn var skrafhreifinn og spurði mik-
ið um íslands. Eitt sinn var frænka
hennar með í bílnum og hún hafði
orð á því að bílstjórinn hlyti að hafa
farið öfugu megin fram úr rúminu
um morguninn, ekki togaðist út úr
honum orð. Þá sagði frænkan: „Nú
erum við þijú. Þá voruð þið bara tvö
og engin vitni að samtalinu." Daginn
fyrir brúðkaupið kom móðir brúðar-
innar að máli við hana og sagði
henni að nú ættu þau von á njósnar-
anum í hverfinu í kjölfar brúðkaups-
ins og þá yrði hún að segja að hún
hefði gefið þeim útvarp með plötu-
spilara. Brúðguminn var Tékki sem
bjó í Vínarborg og tækið hafði hann
keypt ódýrara í Tékkóslóvakíu.
Hann hafði orðið að bíða í tvö ár
eftir brúði sinni. Þegar hún ætlaði
svo daginn eftir brúðkaupið að fá
vegabréf til að fara með honum, var
þeim tilkynnt að hún hefði bara
fengið leyfi til að ganga í hjónaband
með útlendingi, ekki brottfararleyfi.
Milli Bratislava, þar sem hún bjó,
og Vínarborgar er klukkutímaakstur
og hann fékk þó leyfi til að koma
um helgar og heimsækja konu sina.
En þar sem hann þekkti- háttsettan
kommúnista þá fékkst loks 9 mán-
uðum seinna leyfi til þess að hún
flytti til hans. Foreldrarnir fengu þó
aldrei fararleyfí til þess að heim-
sækja þau — ekki fyrr en núna. Og
Dað er mikil hamingja þegar fjöl-
skyldan hittist og þau fá nú að sjá
barnabörnin sín.
Laufeyju er mikið niðri fyrir og
hún heldur áfram að segja mér
dæmi um kúgunina á ættfólki
mannsins síns og vinum hennar.
„Mágur minn rak fyrir stríð lítið
fyrirtæki sem verkar garnir, hafði
einn mann í vinnu. Hann taldist því
sjálfstæður atvinnurekandi. Dætur
hans fjórar, sem eru bráðvel gefnar,
fengu því aldrei leyfi til inngöngu í
háskóla. En þær kláruðu sig með
iví að læra ljósmyndun og tækni-
teiknun og flúðu svo, tvær til Þýska-
lands og tvær til Austurríkis. En
foreldrunum var hegnt fyrir að þær
fóru. „Nú eru þau að skrifa mér og
eru himinlifandi yfir því að geta
heimsótt hvert annað. Það er þessi
kúgun sem fór svo illa með fólkið.
Það vissi hvernig þessi fámenna yfir-
stétt lifði. í Prag var hótel með svo
miklum lúxus að engu var líkt, að-
eins fyrir þetta fólk. Útlendingar
fengu ekki einu sinni aðgang að
því. En lifnaðurinn síaðist .út með
þjónustufólkinu. Öll þessi flærð og
fals sýndist mér verst þegar ég kom
þarna. Þegar Ólympíuleikarnir voru
1972 notaði ég tækifærið og fór
áfram til Tékkóslóvakíu og sá að enn
hafði ástandið versnað. Og 1989,
þremur mánuðum fyrir þíðuna, fór
ég þangað síðast. Þótt mín besta
vinkona hefði skrifað mér hvernig
ástandið hefði enn versnað, þá hefði
ég ekki trúað því nema sjá það allt-
af sjálf. Þá hvarflaði ekki að neinum
það sem átti eftir að gerast. Fólkið
var svo þrúgað og reitt að það hefði
ekki komið mér á óvart þótt það
hefði ráðist á þessa kommúnistayfir-
stétt þegar lokið lyftist. En það fór
bara friðsamlega út á götuna með
kerti og blóm. Það er allt Vaclav
Havel að þakka. Ef mig hefði grun-
að hvað í vændum var hefði ég beð-
ið með ferðina. Nú hefi ég engin
efni á að fara þangað aftur."
Meðan við sitjum yfir kaffibollum
í fallegu stofunni hennar Laufeyjar,
hlær hún við og segir frá því þegar
hún bauð dóttur mágs síns til ís-
lands 1966. Stúlkan hafði beðið í tvö
ár eftir að fá fararleyfi til íslands
og þegar hún kom hafði hún 360
kr. meðferðis, peningana sem hún
mátti fara með úr landi. Laufey
hafði orð á því hve leiðinlegt væri
að hún gæti ekki talað við neinn.
„Jú, ég kann rússnesku og hana get
ég talað alls staðar," sagði stelpan.
Þetta hafði henni verið kennt í skó-
lanum og hún varð svo vonsvikin
þegar hún áttaði sig á því hve miklu
hafði verið logið í hana. Þegar þær
komu svo niður í bæ spurði hún
hvar allir vopnuðu amerísku her-
mennirnir væru? Hún er af trúaðri
fjölskyldu, en í skólanum hennar
hafði strax verið komin mynd af
Stalín í staðinn fyrir Kristsmyndina
milli tveggja logandi kerta. Og eng-
inn þorði auðvitað að leiðrétta neitt
sem sagt var við hana í skólanum.
Börn voru hvött til að klaga foreldra
sína og dæmi um að þau gerðu það.
Trúfrelsi átti að vera í orði. Fólk
mátti fara í kirkju, en ef til dæmis
starfsmenn hins opinbera gerðu það
voru þeir umsvifalaut reknir. Aldur-
hnigin móðir verkfræðings, sein var
vinur mágs Laufeyjar, gat ekki
hugsað sér annað en að barnabarnið
yrði skírt í kirkju. Sonurinn lét það
eftir henni. Enginn átti að vita það.
En eftir þá helgi var honum sagt
upp vinnunni, „Það er þetta sem er
svo skelfilegt. Það er búið að sá svo
mikilli tortryggni. Hlaða undir við-
hlægjendurna, en kúga hina,“ segir
Laufey þegar hún rifar upp öll þessi
ljótu atvik.
Nú er allt annar tónn í bréfunum
sem Laufey fær frá Tékkóslóvakíu.
Einn segir stoltur: Sonur minn er»
farinn að læra ensku! Annar segú?»
Nú getum við tekiðcbíldruslunaoRB
ekið hvei'L sem viðj^l^uni! Oj^sjW
þriðji, sem er einstæðfngun,og finnuu|
til þess hve illa hanfí er búinn undir
lífið, skrifar: Við höfum frelsi, en
mikið er það hart!