Morgunblaðið - 10.03.1991, Page 32

Morgunblaðið - 10.03.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA k'UNNIÍBAGÚR 10. MARZ 1991 ATVtWmVAUGLYSINGAR Sölumaður Innflutningsfyrirtæki á rafbúnaði óskar eftir að ráða rafiðnfræðing eða rafvirkja. Starfið felst \' afgreiðslu, sölumennsku og tilboðsgerð. Framtíðarstarf. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 16.03. ’91, ásamt upplýsingum um ald- ur og fyrri störf, merktar: „F - 6867“. Fjölbrautaskóli Suðumesja Líffræði - íslenska í hressan kennarahóp vantar kennara í íslensku og Ifffræði næsta vetur. Vinnuaðstaða er mjög góð. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-13100. Skólameistari. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Félagsráðgjafi - unglingadeild Unglingadeild Félagsmálastofnunnar óskar eftir að ráða til starfa félagsráðgjafa eða starfsmann með sambærilega menntun. í starfinu, auk vinnu við málefni unglinga og fjölskyldna þeirra, felst vinna við vímuefna- varnir. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður unglingadeildar, Snjólaug Stefánsdóttir, í síma 625500. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofn- unnar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Dvalarheimilið Seljahlíð vantar í eftirtaldar stöður: Hjúkrunardeildarstjóra á vistdeild og húkrunardeild. Einnig vantar hjúkrunarfræð- inga á morgun- og kvöldvaktir og sjúkraliða á allar vaktir. Nánari upplýsingar veita Mari'a Gísladóttir, forstöðumaður, og Guðrún Björg Guðmunds- dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 73633 frá kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Aðstoðarlæknar - 6. árs læknanemar Sex stöður aðstoðarlækna við Landakots- spítala, sem veitast frá 1. júlí 1991, eru lausar til umsóknar. Um er að ræða fyrra ár í tveggja ára náms- stöðukerfi, þar sem hver aðstoðarlæknir starfar í 6 mánuði á lyflæknisdeild og 6 mánuði á handlæknisdeild á 1. ári og mun hafa val um námstíma á barnadeild, svæf- ingadeild, augndeild og röntgendeild á 2. ári. Umsóknum óskast skilað fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Steinn Jónsson, kennslustjóri, í síma 604300. Landako tsspítali. Hveragerðisbær Hveragerðisbær Þroskaþjálfi/fóstra Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa eða fóstru í hlutastarf síðdegis (3 klst. á dag) vegna stuðnings við þroskaheft barn. Til greina kemur að ráða starfsmann, sem hefur (starfs)reynslu í samskiptum við börn. Umsóknir þurfa að berast skriflega á bæjar- skrifstofur fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 14. mars nk. Hveragerði, 8. mars 1991. Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri. Leitum að hressum og dugmiklum einstaklingi til að gegna stöðu yfirsjúkraþjálfara hjá Endurhæfingarstöð hjarta- og lungna- sjúklinga. Um er að ræða ríflega hálft starf. Góð laun í boði. Vinnutími er síðdegis. Fjölbreytt og gefandi starf. Nánari upplýsingar veitir Soffía St. Sigurðar- dóttir, yfirsjúkraþjálfari, í síma 84999 milli kl. 17.00 og 20:00 virka daga. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Yfirsjúkraþjálfari - 6862“, fyrir 18. mars 1991. Framkvæmdastjórn H.L. stöðvarinnar. Læknafulltrúi Héraðslæknirinn í Reykjavík (áður Borgar- læknir) vill ráða læknafulltrúa á skrifstofu sína í fullt starf. Starfið er laust nú þegar. Umsóknum, er greina frá fyrri störfum, menntun og aldri, skal skila til héraðslæknis- ins í Reykjavík, Heilsuverndarstöðinni við ..Barónsstíg, fyrir 20. mars nk. Um laun fer samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Sölumaður Tryggingafélag í borginni vill ráða sölumann til almennra sölustarfa á skrifstofu. Starfið er laust strax. Stúdentspróf af viðskiptabraut og/eða verslunarpróf, eða starfsreynsla, er skilyrði. Hér er um að ræða gott framtíðar- starf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 15. mars nk. fxUÐNÍ IÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞ]ÓNUSTA TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfarar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, óska eftir að ráða að- stoðarmann. Um er að ræða rúmlega hálft starf. Upplýsingar í síma 604172. II ■5 Húsvörður Húsfélagið, Asholti, Reykjavík, vill ráða húsvörð til starfa. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Almennt eftirlit með eigninni, minniháttar viðhald, þrif á stigum og lóð, ásamt skyldum verkefnum. Leitað er að iðnlærðum manni, heppilegur aldur 45-55 ára. Reglusemi og snyrti- mennska áskilin. Æskilegt að um hjón sé að ræða. 53 fm íbúð fylgir. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Guðnt TÓNSSON RÁÐCJÓF & RÁÐN I NGARÞJÓN USTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 PAGVI8T BARIVA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Gullborg Laufásborg Rofaborg Heiðarborg v/Rekagranda MIÐBÆR v/Laufásveg ÁRBÆR v/Skólabæ v/Selásbraut s. 622455 S. 17219 s. 672290 s. 77350 Húsvörður Húsvörður óskast í verslunar- og skrifstofu- byggingu í Reykjavík. íbúð fylgir og umsækj- andi verður að hafa þörf fyrir hana. Leitað er að starfskrafti, sem er samviskusamur, þrifinn og heiðarlegur. Starfið er ekki erfitt, hægt að Ijúka því á þremur til fjórum tímum á dag, en samt nokkuð bindandi á verslun- ar- og skrifstofutíma. Eiginhandarumsókn, með launakröfu (til við- bótar íbúðinni sem fylgir og er um 80 fm) og almennum upplýsingum, óskast send á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Fullorðinn - 8671“. & Mosfellsbær - áhaldahús Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús. Þarf að hafa vinnuvélaréttindi og reynslu í meðferð vinnuvéla. Allar nánari upplýsingar gefur yfirverkstjóri áhaldahúss í síma 666273 frá kl. 8.00-17.00 alla virka daga. Yfirverkstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.