Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D wgtuiltfsiMfe STOFNAÐ 1913 62. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeltsín segir stríðs- yfirlýsingu sína hafa verið óþarfa Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti RússlaiMs, segir í viðtali við Komsomolskaja Pravda í gær að það hafi verið óþarft að nota orðið „stríð“ er hann gagnrýndi forystu Sovétríkjanna í ræðu um síðustu helgi. Segist hann hafa ákveðið er hann steig í ræðustólinn að flytja ræðuna blaða- laust. „Ég sagði það sem mér bjó í brjósti ... Kannski hefði ég þrátt fyrir allt átt að lesa textann. Þá hefði svona lagað líklega ekki hrokk- ið upp úr mér,“ sagði Jeltsín við blaðið. í ræðunni sagði hann að lýsa ætti yfir stríði á hendur forystu landsins sem hefði leitt þjóðina út í ógöngur. Var þetta túlkuð sem bein árás á Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Júrí Prókófjev, flokksleiðtogi kommúnista í Moskvu, bar á blaða- mannafundi á miðvikudag ástandið í Sovétríkjunum saman við ástandið í Chile rétt fyrir valdatöku hersins árið 1974. „Að mínu viti erum við á barmi chílesks ástands og Gorb- atsjov er Allende,“ sagði Prókófjev. Einn af aðstoðarmönnum Prók- ófjevs sagði að eftir fundinn hefði flokksleiðtoginn verið spurður hvort þá mætti líkja Jeltsín við Pinochet og hefði hann svarað „tvímæla- laust". Á sunnudaginn verður gengið til atkvæða í öllum lýðveldum Sov- étríkjanna um nýjan sambandssátt- mála. Um 63.000 manns starfa nú á vegum sovéska hersins til að stuðla að því að sambandssáttmálinn nýi verði samþykktur. Háttsettir menn innan hersins greindu frá því í gær að meðal annars hefðu verið settar upp 6.872 kjördeildir á vegum hers- ins og flotans til að tryggja að allir hermenn gætu'tekið þátt í kosning- unum. Var því spáð að um 90% sové- skra hermanna myndu greiða sátt- málanum atkvæði sitt. Þá greindu talsmenn hersins frá því að auk hermanna gætu þeir sem ekki hefðu möguleika á að kjósa þar sem þeir byggju kosið í þessum kjör- deildum. Er þessu beint gegn Eystrasaltsríkjunum og þeim lýð- veldum Sovétríkjanna sem neitað hafa að taka þátt í undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjá „Ertu enn staðráðinn í að skrifa ekki undir?“ á bls. 25. Furstinn af Kúveit á heimaslóðum Furstinn af Kúveit, Sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah (stendur í dyrum flugvélar- innar), lyftir höndum sínum í bæn er hann kom á ný til landsins í gær eftir nær átta mánaða útlegð. Hann flúði land er írakar lögðu landið undir sig 2. ágúst sl. en yngri bróðir hans mun hafa fallið í bardögum við innrásarliðið. Gagnrýni hefur farið vaxandi á Sabah-ættina, sem öllu ræður i Kúveit, og furstann sem er 63 ára gamall. Mörg- um Kúveitum þykir ganga hægt að koma brýnustu þjón- ustu í gagnið á ný óg mennta- menn kreijast þess að staðið verði við loforð um lýðræðis- umbætur. Sjá „Fátt manna fagnaði al-Sabah . . . “ á bls. 24. Reuter James Baker um deilu araba og ísraela: ívantsjúk sigr- aði í Linares Linares. Reuter. SOVÉSKI stórmeistarinn Va- sílíj ívantsjúk sigraði á Linar- es-skákmótinu sem lauk í gær- kvöldi. ívantsjúk hlaut 9,5 vinninga og vann sér inn 7.500 dollara og bifreið en sovéski heimsmeistar- inn Garríj Kasparov varð annar með 9 vinninga eftir jafntefli við landa sinn Artúr Júsúpov. Þriðji varð Sovétmaðurinn Alexander Beljavskíj með 8 vinninga en hann tapaði fyrir Anatolíj Karpov fyrrum heimsmeistara í 63ja leikja skák. Stefna ber að lausn sem byggist á samþykktum SÞ Damaskus. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær vongóð- ur um að hægt yrði að finna leið til að tryggja frið í Mið-Austurlönd- um eftir að hafa rætt við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í sjö klukkustundir og lokið ferð sinni til nokkurra arabaríkja og ísraels. „Ég varð var við mikinn vilja til að stuðla að friði. Við komum okkur saman uin að leita heildarlausna á deilu araba og ísraela sem byggjast á ályktunum 242 og 338,“ sagði Baker á blaðamannafundi á flugvellin- um í Damaskus áður en hann fór til Moskvu. Báðar ályktanirnar kveða á um að ísraelar láti hernumin svæði af hendi til að tryggja frið. Baker kvaðst vera á sama máli og Sýrlendingar um að varast bæri tvöfalt siðgæði þegar fjallað væri um deilu araba og Israela. „Banda- ríkjastjórn hyggst gera allt sem í valdi hennar stendur til beita áhrif- um sínum í ísrael til að stuðla að friðsamlegri lausn,“ sagði hann. Aðspurður um hvort slíkt nægði kvaðst hann fullviss unr að „eitt- hvað“ kæmi út úr þeirri viðleitni. „Það er enn of snemmt að tala um að tekið hafi verið tímamótaskref í átt til friðar," bætti hann við. Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði að heimsókn Bakers hefði verið árangursrík og ætti að auðvelda lausn á deilu araba og Israela. Baker sagði að enn væri ágreiningur milli Bandaríkjastjórnar og Sýrlendinga varðandi hryðjuverk- astarfsemi en Sýrland er á lista yfir ríki sem hafa stutt hryðjuverkasam- tök. Shara sagði að ágreiningurinn fælist ékki í því hvort beijast ætti gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi heldur hvernig skilgreina bæri hana. ,, Birmingham-sexmenn- ingarniru lausir úr haldi London. Reuter. SEX Irar, sem setið hafa í haldi í sextán ár, dæmdir í lífstíðar- fangelsi fyrir sprengjutilræði í bresku borginni Birmingham, voru í gær látnir lausir. Gerðist það eftir að breskur áfrýjunar- dómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu að þeir væru saklaus- ir. Þetta er mikið áfall fyrir breskt réttarkerfi og lýsti Kenn- eth Baker, innanríkisráðherra Bretlands, því yfir eftir að dóm- urinn féll að hann hygðist skipa rannsóknarnefnd til að kanna málið og reyna að minnka líkur á að svipað geti gerst aftur. „Ég er sannfærður um að þetta eigi eftir að leiða meiriháttar um- bætur af sér,“ sagði Baker. Mennirnir, sem ganga undir nafninu „Birmingham-sexmenn- ingamir" voru sakaðir um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði í knæpum í borginni Birmingham árið 1974 sem 21 manns biðu bana í. Eru þetta mannskæðustu hermd- arverk sem framin hafa verið á Bretlandseyjum og vöktu þau gífurlega reiði meðal almennings. Sakfelling sexmenningana byggðist fyrst og fremst á tækni- legum sönnunargögnum sein nú eru talin fremur óábyggileg. Meðal annars áttu leifar af sprengiefnum að hafa fundist á höndum þeirra en nú telja vísindamenn að önnur efni, t.d. sápa, hefðu getað valdið sömu niðurstöðu. Irski lýðveldisherinn lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér en sagði sexmenningana vera sér óviðkomandi. „Við erum búnir að vera blóra- bögglar í sextán og hálft ár,“ hróp- aði Patrick Hill, einn sexmenning- anna, til mannfjöldans sem tók á móti þeim er þeir voru látnir laus- ir. „Lögreglan sagði okkur frá Garry Hunter og Palrick Hill, tveir sexmenninganna, fagna frelsinu í gær eftir sextán ára fangselsisvist. upphafi að þeir vissu að við hefðum ekki gert þetta. Þeir sögðu okkur að við hefðum verið valdir úr og að það ætti að koma sökinni yfir á ökkui'.‘“ Honecker kominn til Sovétríkjanna Bonn, Berlín. Reuter. ERICH Honecker, fyrrum leið- togi austur-þýska kommún- istaflokksins, er kominn til Sovétríkjanna til læknismeð- ferðar. Þýska stjórnin krafðist þess að Sovétmenn sendu hann til baka þar sem hann á yfir höfði sér ákæru vegna beit- ingu skotvopna við þýsk-þýsku landamærin. Ekki hefur verið gefin nánari skýring á hvað hrjái Honecker en frá því honum var steypt af stóli haustið 1989 hefur hann gengist undir gallblöðruaðgerð, þjáðst af nýrnakrabbameini og verið með of háan blóðþrýsting. Honecker hefur undanfarið ár dvalist á sovéskum herspítala í austurhluta Þýskalands. Heilsa Honeckers hefur fram að þessu komið í veg fyrir að hann verði dregin til saka vegna glæpa sem framdir voru á stjórn- arferli hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.