Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 2
£ 2 tftfti síiam .a.r ímoAauTaövi aiaA.ravtunííOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Seðlabankinn: Yfirdráttur ríkis- ins nær 9 milljarðar - sagði Friðrik Sophusson á Alþingi FRIÐRIK Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, staðhæfði í eldhúsdagsumræðu á Alþingi í gær, að yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka hafi numið 8,8 miiyörðum króna [8.800 m.kr.] í byrjun þessarar viku. Friðrik sagði fjánnáláráðherra reyna með tilfæringum og talna- leik að gefa í skyn að staða ríkis- sjóðs sé betri en hún raunverulega er. Ráðherrann hafi í janúarmán- uði síðastliðnum fáert 1.200 m.kr. á Byggingarsjóð ríkisins af við- skiptareikningi ríkisins, þótt út- gjöldin hafi í raun átt sér stað á árinu 1990. „Þannig sýndi ríkis- sjóður betri stöðu um áramót, eða 300 m.kr. inneign hjá Seðla- banka.“ „í dag fékk ég þær upplýsing- ar,“ sagði þingmaðurinn, „að yfir- dráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka hafi verið hvorki meira né minna en 8,8 milljarðar króna í bytjun þessarar viku. Sú tala gefur vís- bendingu um að hallinn á ríkissjóði í ár verði enn meiri en fjármálaráð- herrann vill vera láta.“ Staða prófessors við læknadeild HÍ: Jónas fékk flest atkvæði JÓNAS Magnússon hlaut flest atkvæði í kosningu um prófessors- stöðu í handlæknisfræðum við Háskóla íslands á fundi í læknadeild á miðvikudaginn. Þetta voru fimmtu kosriingarnar sem fram fóru í deildinni vegna þessarar stöðu en ekki hafði tekist að ná fram tilskildum meirihluta lögum samkvæmt fyrr en nú. Fjórir umsækjendur voru um og yfirlæknir á Fjórðungssjúkra- Landhelgisgæslunni hefur boðist Sikorsky Jayhawk björgunarþyrla. Hér er ein slík máluð í litum banda- rísku strandgæslunnar. Landhelgisgæslunni býðst ný Sikorsky björgunarþyrla stöðuna, en þeir dr. med. Brynjólf- ur Mogensen, yfirlæknir á bækl- unardeild Borgarspítalans, og Gunnar Gunnlaugsson, yfírlæknir og dósent, höfðu dregið sínar um- sóknir til baka. í fyrri umferð kosn- inganna hlaut Jónas Magnússon, sérfræðingur á Borgarspítalanum, 26 atkvæði, Halldór Jóhannsson, dósent við læknadeild, hlaut 25 atkvæði, Gauti Amþórsson, dósent reyn, hlaut 5 at- kvæði og Einar Olafur Ambjöms- son, dósent og sérfræðingur við Háskólaspítalann í Lundi, hlaut 2 akvæði og einn seðill var auður. í síðari umferðinni var kosið á milli tveggja efstu og þá fékk Jón- as Magnússon 33 atkvæði og Hall- dór Jóhannsson 26. Enginn seðill var auður. Landhelgisgæslunni hefur verið boðin til kaups björgunar- þyrla af nýrri gerð frá banda- rísku Sikorsky flugvélasmiðjun- um. Þyrlan er af gerðinni HH- 60J Jayhawk og er hún búin öll- um fullkomnustu fjarskipa-, sigl- ingar- og björgunartækjum sem völ er á, auk afísingarbúnaðar, að sögn Albínu Thordarson, umboðsmanns Sikorsky. Þyrlur af þessari gerð kosta á bilinu 500-1.000 miHjónir, eftir því hve fullkominn búnaðurinn er, að sögn Albínu. Að jafnaði tekur 2-3 ár að fá björgunarþyrlur afhentar en mun styttri af- greiðslutími kemur til greina í undantekningartilvikum sem þessum, segir Albína. Bandariska strandgæslan tók fyrstu björgunarþyrlurnar af Jay- Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Efast enn nm að bráðabirgða- lögin standist stjómarskrána Telur ekki ólíklegt að niðurstaða Hæstaréttar kynni að verða önnur DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segist ennþá hafa efasemdir um að bráðabirgðalagasetning ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna við BHMR standist stjórnarskrána. Úrskurður Borgardóms Reykjavíkur hafi ekki breytt afstöðu hans, þótt hann ætli ekki að deila við dómarana. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að flest rök sækjanda hefðu verið tekin til greina af hálfu dómsins, en niðurstaðan væri að hans mati ekki í samræmi við það sem dómararnir sjálfir viðurkenndu. „Það sem við sögðum, sjálfstæð- ismenn flestir hveijir, var að mála- tilbúnaður ríkisstjómarinnar varð- andi þetta mál væri .allur í ólagi. Reyndar kölluðu þeir Steingrímur og Ólafur Ragnar þennan samning síðan tóku þeir sig til og sögðu þennan samning marklausan. Þeim málatilbúnaði töpuðu þeir fyrir Fé- lagsdómi og settu síðan lög,“ sagði Davíð. „Borgardómur virðist taka flest en niðurstaðan er aftur á móti ekki í samræmi við það sem dómaramir sjálfir viðurkenna. Þeir viðurkenna að dómstólar megi dæma um hvort um brýna nauðsyn er að ræða eða ekki. Þeir viðurkenna að skapast hafi eignarréttarástand varðandi launin. Þeir byggja dóminn á því að aðilar sem sömdu á eftir BHMR hafi mátt vænta þess að fá sam- svarandi hækkun og BHMR, þrátt fyrir það að engin slík ákvæ'ði væru í þeirra samningum. Þetta finnst mér vera rökstuðningur sem er á afskaplega hálli braut,“ sagði Ðav- íð. Á hinn bóginn sagði Davíð að. dómstólar hefðu verið afskaplega hræddir við að dæma í málum sem þessum. „Það er kannski ekkert óeðlilegt að undirréttardómur hafi ekki til þess afl að gera það og ég teldi ekkert ólíklegt að niðurstaða Hæstaréttar kynni að verða önnur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokks- hawk gerð í riotkun seint á síðasta ári. Kröfur Strandgæslunnar voru að þyrlan kæmist 300 sjómílur (555 km) frá björgunarstöð, gæti verið á svæðinu í 45 mínútur, flutt til baka 6 skipbrotsmenn og átt eftir 10% eldsneytis. Þegar þyrlan var tekin í notkun kom í ljós að hún fór fram úr þessum kröfum, getur tekið 12 menn um borð í 300 sjó- mílna fjarlægð frá stöð og flutt til baka. Þyrlan kemst frá Reykjavík á flest fiskimið íslenskra skipa án þess að tefjast við að taka elds- neyti á leiðinni. Hún hefur burðar- getu til að taka um borð í einu hali áhöfn af flestum ef ekkl.öllum íslenskum skipum á venjulegum slóðum íslenskra skipa og flutt til lands. Flugdrægni án varaeldsneyt- . is er um 735 sjómílur (1.360 km) og getur þyrlan verið lengst á lofti í rúma sjö og hálfa klukkustund. Bandaríska strandgæslan gerði kröfu um að þyrlan gæti leyst öll sín verkefni af hendi í ellefu vind- stigum. Afising er á aðalþyrli og stélþyrli, rúður eru upphitaðar og loftinntök véla. Hafa þær hliðstæða afisingu ög innanlandsflugvélar Flugleiða og geta farið allra sinna ferða í flestum veðrum hér á landi, þar á meðal yfir hálendið. Sikorsky Jayhawk björgunar- þyrlan er í grundvallaratriðum sömu gerðar og Sikorsky MH-60G Pave Hawk björgunarþyrlur banda- ríska flughersins, sem verða teknar í notkun á Keflavíkurflugvelli á næstunni. við BHMR tímamótasamning, en þau rök til greina sem máli skipta, Morgunblaðið/Sverrir Söngæfingar á Rigolettó í íslensku óperunni standa nú yfir æfingar á Rigoletto. Garðar Cortes og Sólrún Bragadóttir voru í gær að æfa aðalhlutyerkin. Myndbandaleigueigandi krefst 15 millj. skaðabóta af ríkinu í BÆJARÞINGI Reykjavíkur var í gær flutt fyrir fjölskipuðum dómi skaðabótamál sem eigandi myndbandaleigu í Reykjavík höfðaði gegn dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra. Krefst hann 15 milljóna króna skaðabóta. vegna aðgerða lögreglu, sem lagði hald á 967 myndbönd á leigu mannsins í eftirlitsátaki, sem dómsmálaráðuneyti hafði frumkvæði að og gert var á myndbandaleigum um alla borg- ina þann 22. desember 1986. Allar myndir sem ekki voru merkt- ar kvikmyndaeftirliti ríkisins eða ís- lenskum umboðsaðilum voru teknar og að auki 19 sem báru merki um skoðun þessara aðila. Fjórar mynd- anna reyndust á bannlista yfír of- beldismyndir. 2. apríl á síðasta ári var manninum skilað 984 spólum, fleiri en manninum hafði verið sagt að hald hefði verið lagt á. í greinargerð lögmanns hans, Gunnars Jóhanns Birgissonar hdl, segir að svör hafí fyrst borist frá ríkissaksóknara um að málið hefði verið fellt niður eftir að stefnt hafði verið í málinu. Lögmaðurinn segir að ekki sé með haldbærum rökum hægt að halda því fram að nauðsyn- legt hafi verið að leggja hald á um- ræddar spólur þrátt fyrir að eftirlits- átakið stæði yfir og að eigandi mynd- bandaleigunnar hafi á engan hátt gefið til kynna eða vakið grunsemdir um að hann væri að leigja út ólög- Jggt efni eða að fyrirtæki hans væri ekki rekið lögum samkvæmt í greinargerð Guðrúnar M. Áma- dóttur, hrl, sem flytur málið fyrir ríkissjóð og krefst sýknu af öllum kröfum, segir að leitin hafi verið lið- ur í lögreglurannsókn sem beindist sérstaklega að því að upplýsa hvort maðurinn hafi brotið ákvæði laga um bann við ofbeldiskvikmyndum og ákvæði höfundalaga. Þar sem hvorki hafi verið þeir ágallar á lögregluað- gerðumum, sem geti leitt til skaða- bótaskyldu gagnvart manninum, né hafi hann uppfyllt það skilyrði laga að líklegra sé að hann hafi verið saklaus af þeirri háttsemi sem hann var borinn í rannsókninni beri að sýkna ríkissjóð af bótakröfunni. Einnig heldur ríkislögmaður því fram að bótakrafa mannsins sé fymd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.