Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. .MARZ 1991
9
Þakka afalhug elsku og vinsemd, sem mér var
sýnd á afmœli mínu 1. mars.
Magnea Þorkelsdóttir.
Fundur um geðræn málefni
Geðlæknafélag íslands stofnar til opins kynningar- og umræðu-
fundar laugardaginn 16. mars kl. 14.00 í Menningarmiðstöðinni
í Gerðubergi 3-5.
Tilgangur fundarins er að ræða ýmiss mál er snerta geðlæknis-
fræði, geðsjúkdóma, fordóma og framtíðaretefnur.
Dagskrá fundarins:
1. Magnús Skúlason, geðlæknir:
Fordómar og geðsjúkdómar.
2. Jón Brynjólfsson, geðlæknir:
Stefnur og straumar í geðlæknisfræði.
3. Fyrirspurnir og frjálsar umræður.
Fundarstjóri: Tómas Zoéga, formaður Geðlæknafélagsins.
Fundurinn er öllum opinn og allir, sem áhuga hafa, hvattir til að mæta.
Geðlæknafélag íslands.
Royal
skyndibúðingur
MMC Lancer GLX, órg. 1989, vélorst. 1500, Audí 100CD, órg. 1987, vélarst. 2200,
5 gíra, 4ro dyta, hvítur, ekinn 33.000. sjálfsk., 4ra dyra, beige, ekinn 47.000.
Verð kr. 840.000,- Verð kr. 1.500.000,-
MMC Pajero stuttur, árg. 1990, vélarst. V6-
3000,5 gíra, 3ja dyra, rauður, ekinn 27.000.
Verð kr. 1.760.000,-
MMC Pajero longur, árg. 1989, vélarst. V6-
3000 bensin, 5 gira, 5 dyra, blár, ekinn
27.000.
Verð kr. 2.150.000,-
ATH!
Inngangur
frá
Laugavegi
mmm miAn
LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660
AATH!
Þriggja ára ábyrgðar
akirtaini fyrir Mlltubiahi
bifreidir glldir fri
fyrala tkriningardagl
Ólafur Ragnar og liðsmenn hans með nýja fánann.
Rauður punktur í grænni slikju
Undirbúningur flokkanna fyrir þingkosningarnar 20. apríl nk. er nú
kominn í gang. Alþýðubandalagið hefur því gengist undir andlitslyft-
ingu í því skyni að ásjóna þess og foringjanna hugnist kjósendum
betur en hingað til. Flokksmálgagninu, Þjóðviljanum, hefur verið
umbylt og nýr fáni flokksins (merki) hefur verið hannaður og dreginn
að húni í fyrsta skiptið.
Miðjumoð
Því færri sem lesa
Þjóðviljann og því minna
mark, sem á honum er
tekið, þess tíðari gerast
breytingarnar á útlitinu.
Þetta gamla blað bylting-
arsinna, róttæklinga og
„félagshyggjufólks“ er
nú ckki nema svipur hjá
sjón. Einu byltíngarnar,
sem aðstandendur Þjóð-
viljans láta sér annt um
nú orðið, eru uppsagnir
starfsfólks og nýtt útlit.
Gömlu kommúnistafor-
ingjarnir og rauðliðamir,
sem stóðu að Þjóðviþan-
um, myndu snúa sér við
í gröfinni, ef þeir sæju
þá miðju-moðhausa og
þau kratalíki, sein ríða
þar húsum.
Um langt árabil hefur
Þóðviljinn kyimt sig sem
málgagn sósíalisma,
þjóðfrelsis og verkalýðs-
lireyfingar. Undir þeim
einkuimarorðum hefur
blaðið reynt að samfylkja
ólíkustu vinstri hópmn
undir fána Alþýðubanda-
lagsins.
Utstrikun
Þessi orð, sósíalismi,
þjóðfrelsi og verkalýðs-
hreyfing, voru strikuð út
í umsköpuðum Þjóðvilja,
enda ekki lengur mál-
gagn þeirra hugsjóna.
Það er í raun engin
furða, því sósíalismiim
(kommúnismiim) hefur
verið afiijúpaður síðustu
misseri sem helstefna,
þjóðfrelsi er orðið merk-
mgarlaust eftir að þjóðir
Austur-Evrópu öðluðust
frelsi sitt, enda merktí
það ætíð sovézkt þjóð-
frelsi í inumii Þjóðvilja-
manna, og ekki er blað
eða flokkur málsvari
verkalýðshreyfingar eft-
ir samningsrof og laga-
setningar ráðherra
flokksins á kjarasamn-
inga. Þjóðviljinn er því
rótlaust rekald í íslenzkri
pólitík og hefur ekki aim-
að hlutverk en að styðja
við bakið á foringjum
flokkseigendafélagsins.
Líkið í lestinni
Uinskapaður Þjóðvilj-
inn fékk reyndar ekki að
vera laus við líkið í lest-
iimi nema fjóra daga, því
allt í einu birtust ein-
kmmarorðin gömlu aftur
með blaðhausum sl. mið-
vikudag. Þeir, sem
þekkja til í Alþýðubanda-
laginu og á blaðinu, geta
ímyndað sér allan þann
darraðardans, sem þar
hefur átt sér stað, þegar
gamla kommaklíkan
kúgaði endurskoðunar-
smnana á blaðinu til að
setja sósíalisma, þjóð-
frelsi og verkalýðshreyf-
ingu aftur inn. Einhverjir
ganga sárir frá þeim
slag.
Fánahyllingin
En það var ekki nóg,
að skrýða Þjóðviljann
nýjum fötíim (tötrum),
því fyrir síðustu helgi var
kymitur opinberlega nýr
fáni Alþýðubandalagsins
og merki. Fánimi var
dregiim í fyrsta siim að
húni í viðurvist for-
mannsins, Ólafs Ragnars
Grímssonar, og með-
frambjóðanda hans í
Reykjaneskjördæmi. Það
var liðið, sem hylltí nýja
fánann, samkvæmt mynd
í Þjóðvi(janum. Þar voru
ekki viðstaddir fulltrúar
gömlu kommaklíkmmai-,
þeir Steingrímur J. Sig-
fússon, varaformaður, og
Svavar Gestsson, 1. mað-
ur á listanum í
Reykjavík. Kamiski á
fjarvera þeirra að vera
táknræn.
Gamli blóðrauði
flokksfáninn var aflagð-
ur fyrir mörgum árum,
þegar nauðsyn þótt enn
einu shini að samfylkja
hvers kyns róttæklingum
og „félagshyggjufólki"
undir regnldíf Alþýðu-
bandalagsis. I staðinn var
látíð nægja að hafa rauð-
an punkt sem inerki
flokksms.
Rætumar
Nýi fánhin, og merkið,
heldur rauða punktínum
áfram, en umhvcrfis
hami eru komnar grænar
slikjur. Flokksformaður-
inn segir, að grænu slikj-
urnar eigi að vera útlínur
Islands. Það þarf að hafa
skarpa sjón og auðugt
ímyndunarafl tíl að sjá
fóstuijörðina út' úr
grænu þokunni og midir
rauða punktínuni. Fi-óð-
legt verður að sjá, hvern-
ig Alþýðubandalags-
menn sjá landið í hug-
sjónaþoku sinni.
Græni liturinn í merki
Alþýðubandalagsins á
sér trúlega þá einföldu
skýrhigu,- að hann eigi
að mhma á rætur for-
manns flokksins, Ólafs
Ragnars Grhnssonar, i
Framsóknarflokkum og
Möðruvallai-lu-eyfing-
unni.
ITgR
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI
FOSTUDAGUR TIL FJAR
SNJÓSLEÐAR
í DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
BYGGT&BlJII)
I KRINGLUNNI