Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 12

Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Rauðu pennarnir Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Rauðu pennarnir. Bókmennta- hreyfing á 2. fjórðungi 20. ald- ar. (286 bls.) Mál og menning 1990. Ein sjö ár eru liðin frá þvj að höf- undur bókarinnar, Öm Ólafsson, varði doktorsritgerð sína um bók- menntahreyfingu Rauðra penna við háskóla í Frakklandi. Til þessa tíma hefur aðgangur almennra lesenda að ritgerðinni verið býsna erfiður af skiljanlegum ástæðum. Það ber því að fagna því að þessi grundvallar- rannsókn skuli nú liggja fyrir í íslenskri útgáfu. í formála gerir Öm grein fyrir markmiðum rannsóknarinnar sem var að skrá sögu hreyfíngarinnar. Hann reynir að greina upptök hennar í sundurlausum straumum sem kenndu sig við sósíalisma og jafn- framt reynir hann að svara því hvers vegna hreyfingin lagðist af. I formálanum leyfír höfundur sér að leiðbeina lesandum um notkun bókarinnar sem er reyndar hreint ekki út í hött. Verkið er safn mikill- ar þekkingar sem hægt er að torga með ýmsum hætti. Ekki síst sýnist mér bókin nýtast vel til uppsláttar um tímabil sósíalraunsæis í íslensk- um bókmenntum. Vönduð nafnaskrá og ritaskrá gerir slíkt aðgengilegt, auk ýmissa taflna, stöpla- og línurita. í þessum stutta ritdómi verður valin sú leið að stikla á köflum bókar- innar og rekja það helsta úr hverjum. Þeir eru átta talsins og skiptast yfir- leitt aftur í allmarga undirkafla. í fyrsta kafla gerir Örn grein fyr- ir fagurfræði marxismans sem í lok 19. aldar og í upphafi þessarar bar raunar ýmis andstæð sjónarmið. Annars vegar er krafan um að skáld- verk séu raunsæisleg og lýsi lífi verkalýðsins og svo hin sem felur í sér að skáldverkin skuli vera gegns- ýrð nýjum hugsunarhætti sem mótist af samstarfi verkalýðsins við fram- leiðslustörfin. Gegnum Alþjóðasam- band rithöfunda varð hreyfing Rauðra penna síðan hluti af þeirri sovésku bókmenntastefnu sem fól í sér kröfuna um að bókmenntimar skyldu opinbera byltingarbaráttu verkalýðsins og leiða hann um refil- stigu samfélagsumræðunnar. Um aldamótin seinustu byijaði að losna um í íslensku þjóðfélagi og erlendir samtímastraumar, bæði í menningu og tækni, áttu greiðari aðgang hingað en áður. Um þessar hræringar fjallar Örn í öðrum kafla. Stéttarvitund eykst stöðugt eftir því sem tímar líða; árið 1920 er ijórðung- ur verkamanna í verkalýðsfélögum en hlutfallið hækkar síðan í þriðjung 1930. Samt áttu róttækar bókmennt- ir lítið upp á pallborðið hjá almenn- ingi, nema þá helst í tíman'tum. Þriðji kafli fjallar um Félag bylt- ingarsinnaðra rithöfunda, skipulag þess og framkvæmdir á þriðja og fjórða áratuginum. Félagið átti sér aðdraganda á þriðja áratugnum en var stofnað síðla árs 1933 og voru Kristinn E. Andrésson, Steinn Stein- arr og Ásgeir Jónsson kosnir í nefnd sem setja skyldi félaginu lög. "Samkvæmt úttekt Arnar verður ekki annað séð en starfsemi félagsins hafi verið býsna fálmkennd í upp- hafi. T.a.m. virðast félaginu ekki hafa verið sett lög og félagatal var á reiki. T.d. er fundagerðabókin týnd ef hún hefur þá nokkurn tíma verið til. En þrátt fyrir anarkískan blæ á framkvæmdum var hugmyndafræði félagsins klárari; félagsmenn skyldu vera starfandi róttækir rithöfundar. Þeir komu saman vikulega til hálfs- mánaðarlega, ræddu og gagnrýndu eigin verk og annarra. Auk þeirra þriggja, sem áður er minnst á, mættu Halldór Stefánsson, Sigurður Einars- son, Jóhannes úr Kötlum, Sigríður Einars, Halldóra B. Bjömsson og fleiri á fundina. ”Auk ritaðra gagna byggir Örn rannsókn sína í þessum kafla á ýmsu frá fyrstu hendi. Þetta er dýrmætt eftir á að hyggja. Nú eru menn eins og Ásgeir Jþnsson, Guðmundur Dan- íelsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson ekki lengur til frásagnar um rauð- pennungana. Fjórði kafli bókarinnar spannar Örn Ólafsson bókmenntakenningar tímabilsins, bæði þær sem viðteknar voru sem og hinar róttæku. Á fjórða áratugn- um eru viðteknar bókmenntakenn- ingar af sundurlausum toga. En bók- menntakenningar róttæklinga voru líka sundurlausar þótt þykja megi einkennilegt. Halldór Laxness og Halldór Stefánsson eru á þessum tíma róttækir nýjungamenn í stíl og frásagnarhætti. Þótt sósíalískir séu, nægir þeim ekki að lýsa lífinu „eins og það er“ heldur eins og það „gæti orðið“. Róttæk ljóðskáld brutu líka markvisst upp hefðina á þessum árum og ortu módem ljóð með annar- legu myndmáli. Milli róttækra og „göfgandi" bókmennta er á þessum tíma ekki sterk spenna. Þegar tekur að nálgast 1940 breytast viðhorfin og bókmenntasköpunin gerist hefð- bundnari, í þeim tilgangi að ná betur eyrum alþýðunnar. Og einmitt þessi afturhaldsviðleitni er, að mati Arnar, undirrótin að þeirri miklu andstöðu sem atómskáldin mæta þegar þau koma síðan fram um um miðja öld- ina. Bókmenntatúlkendur hreyfíng- arinnar hneigðust æ meir til þess að leggja stjórnmálalegan mælikvarða á bókmenntirnar en ekki listrænan. Róttæknin varð óvart afturhald. Þetta verður að teljast býsna athygl- isverð og sannfærandi sögutúlkun. í fimmta kafla tekur Örn fyrir einstök bókmenntaverk hreyfingar- innar og greinir þau. Um er að ræða verk eftir þessa höfunda: Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Halldór Laxness. Greiningin er fróð- leg en kaflinn stendur í heild heldur á ská við meginefnið, hugsanlega hefði betur farið á því að læða grein- ingunni inn á víð og dreif. Sjötti kafli bókarinnar er eins kon- ar framhald þriðja kafla, fjallar um hreyfingu sósíalískra höfunda frá 1936 til stríðsloka. Um þetta leyti verða ákveðin skil í hreyfingunni, bæði af innlendum og erlendum toga. Hreyfingin rekur hér á landi útgáfu- félag, rithöfundafélag og gefur út nokkur tímarit. Erlendis gerast vá- legir atburðir. Viðgangur fasismans leiðir af sér að fornir féndur, kratar og kommar, taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Gárumar af þessari nýju afstöðu náðu alla leið að ströndum íslands. Samkvæmt Erni fól aukinn út- gáfustyrkur hreyfingarinnar í sér aðlögun sem samræmdist ekki rót- tækri stefnu. Hreyfingin aðlagaðist umhverfi sínu, æ minna bar á bylt- ingarstefnu en þjóðernisstefna jókst að sama skapi. Um leið og Sósíal- istaflokkurinn jók verulega fylgi sitt 1942 var hann jafnframt orðinn frá- hverfur byltingarstefnu. Sjöundi og seinasti kafli geymir yfirlit og lokaályktanir. Hér dregur Órn stærstu ályktanirnar af rann- sókn sinni, sú stærsta felst e.t.v. í seinustu málsgreininni: „Það er hrein goðsaga að líta á „tímabil hinna Rauðu penna“ sem eina glæsta heild." Af orðum Arnar má skilja að tímabil róttæku skáldanna hefur ein- kennst af sundurlausu markmiði bókmenntanna og því sem kalla mætti sögulega óheppni. Loks þegar tímaritið Rauðir pennar tók að koma út fengu liðsmenn hreyfingarinnar tilkynningu um að Alþjóðasamband byltingarsinnaðra rithöfunda hefði verið lagt niður um leið og hvatt var til þreiðrar andfasískrar samfylking- ar. Auk þess bendir Örn á að Félag byltingarsinnaðra rithöfunda hafi tæpast komið nokkru skáldi á legg þótt slíkt hafi verið markmiðið. Þetta ættu að þykja tíðindi um það tíma- bil bókmenntasögunnar sem hefur þótt heilsteypt og kennt hefur verið við félagslegt raunsæi. Það þarf engum að blandast hugur um að Örn hefur með þessu verki lagt af mörkum mikilvæga grund- vallarrannsókn á ákveðnum straum- um í bókmenntasögu 20. aldar. Bók- in er stútfull af fróðleik. Hér er samt ekki allt hafið yfir gagnrýni. T.d. fannst þessum les- anda hér framsetningin allsundur- laus og kunna að liggja fyrir því tvær orsakir sem erfitt hefur verið að ráða bót á. Hinn fyrri liggur í því að höfundurinn umbylti byggingunni frá doktorsritgerð sinni til þessarar bókar; Örn tekur fram í formála að ritgerðin hafi verið þematískt upp- byggð andstætt sögulegri uppbygg- ingu bókarinnar. Hin ástæðan sýnist mér téngjast þeirri staðreynd að tímabil rauðpennunganna er ekki eins auðaðgreinanlegt og vel skil- greinanlegt og venjulega hefur verið talið. Margir rithöfundar hreyfingar- innar voru mótsagnakenndir í list- sköpun sinni, hugmyndafræðilega séð. Nægir að nefna Halldór Lax- ness, Stein Steinarr og Halldór Stef- ánsson í þessu sambandi. Slíkt leiðir eðlilega af sér að ályktanir um efnið eru erfiðar og jafnvel mótsagna- kenndar. Með öðrum orðum má spyija hvort sá rannsóknarrammi sem verkinu er settur í upphafi standist nógu vel þegar niðurstöður liggja fyrir. ÞÚ VINNUR MEÐ BIACKSlDECKER HEIMILISTÆKJUM HRÆRIVEL/ÞEYTARI MS5 5 hraöastillingar VERÐ KR: 4.850,- HANDRYKSUGUR HC 100-160 Frægar fyrir styrk og þrautseigju. VERÐ FRÁ KR: 2.990,- ir ^ RAFMAGNSHNÍFUR EK 15 VERÐ KR: 2.990,- KAFFIVEL DCM 320/321 Gott kaffi sem bregst ekki. VERÐ FRÁ KR: 2.990,- BLONDUNARVEL FP 31 Fjölhæf í eldhúsið VERÐ KR: 5.980,- BLONDUNARVEL MINI H 224 Ómissandi fyrir barnafólkiö VERÐ KR: 3.650,- STRAUJARN SE 10/205 Sérlega létt og handhæg VERÐ FRÁ KR: 3.890,- BRAUÐRISTAR TA 27/TA 45 VERÐ FRÁ KR: 2.740,- UTSOLUSTAÐIR: REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: Borgarljós hf., Skeifunni 8 Brynja hf., Laugavegi 29 BYKO, Kringlunni Glóey hf., Ármúla 19 H.G. Guðjónsson, Stigahllð 45-47 Hagkaup, Skeifunni/Kringlunni Ljós og Raftæki, Strandgötu 39, Hf. Ljósbær, Faxafeni 14 Rafbúðin hf., Álfaskeiði 31, Hf. Rafglit, Blönduhlíð 2 Rafvörur, Langholtsvegi 130 Skipaverslunin Goði, Hringbraut 121 S. Guðjónsson, Auðbrekku 9-11, Kóp. VESTURLAND: Axel Sveinbjörnsson, Akranesi Blómsturvellir, Hellissandi Einar Stefánsson, Búðardal Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði Húsið hf., Stykkishólmi Lúx hf., Borgarnesi Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi VESTFIRÐIR: Jónas Þór, Patreksfirði Straumur hf., ísafirði Rafsjá hf., Bolungarvík NORÐURLAND: Aðalbúðin hf., Siglufirði K.V.H., Hvammstanga Ósbær hf., Blönduósi Radíóvinnustofan Kaupangi, Akureyri Rafsjá hf., Sauðárkróki Torgið hf., Siqlufirði Valberg hf., Ólafsfirði öryggi sf., Húsavlk AUSTURLAND: Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Sveinn Guömúndsson, Egilsstöðum Sveinn O. Elíasson, Neskaupstað SUÐURLAND: Árvirkinn hf., Selfossi Neisti hf., Vestmannaeyjum R.Ó. Rafbúð, Keflavík Rafborg hf., Grindavlk Rás hf., Þorlákshöfn Þríhyrningur hf., Hellu Skeifan 8,108 Reykjavík. S. 82660-687933 # BLACKi DECKER ®

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.