Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 14

Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 atorku og eljusemi, á vilja þeirra og metnaði til að standa sig T lífsbaráttunni, ábyrgir eigin gerða, — vera veitandi fremur en þiggj- andi. Frelsi og mannúð — við hvað er þá átt? Frelsi til orða og athafna teljum við víst öll til hinna dýrmætustu lífsgæða og fögnum því af ein- lægni, þegar einstaklingum og þjóðum tekst að bijótast undan oki harðstjórnar og kúgunar. Við vit- um jafnframt, að frelsið er vand- meðfarið. Það þekkjum við af reynslu sögunnar. Þannig vitum við mæta vel, að hin hömlulausa ftjálsa samkeppni getur fyrr en varir snúist upp í einokun. Einokun aðstöðu og valds, einokun fjár- magns í krafti aflsmunar og yfir- gangs hins sterka. Þegarfrelsi eins þýðir ófrelsi og áþján annars, þá hefir það snúist upp í andverfu sína, sem nærist ekki lengur á þeirri frelsishugsjón, sem býr hveijum manni í brjósti. Til mannúðarteljum við virðingu fyrir almennum mannréttindum, félagslegt réttlæti í samfélagi manna, kærleiksríkt hugarþel í garð náungans. — Allt eru þetta gömul og ný sannindi, sem kannski er óþarft að minna á — og þó! Virt í verki? Nú er eftir að vita, hvort þessi göfugu og fersku einkunnarorð, „Frelsi og mannúð", verða virt í verki sem stefnumið Sjálfstæðis- flokksins á komandi árum. Eða hvort þau munu reynast innantóm orð, sem falla hávaðalaust í gleymsku. í þeirri von, að hinir ungu og vösku menn, þeir Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, sem nú hafa valist til æðstu for- ystu í Sjálfstæðisflokknum, beri gæfu til að hafa þau að leiðarljósi óska ég þeim til hamingju og vel- farnaðar í vandasömu starfi. Höfundur er menntaskólakennari. > Athugasemd frá Kenn- arasambandi Islands í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins 10. mars er birt grein eftir Jó- hönnu Ingvarsdóttur um frumvarp það til grunnskólalaga sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. í lok greinarinnar er vitnað í umsögn Kennarasam- bands íslands um frumvarpið, en því miður er tilvitnunin tekin úr samhengi það sem fram kemur í umsögninni og gefur þannig ranga mynd af umsögn KÍ um frumvarpið. Kennarasamband íslands styður frumvarp til grunnskólalaga sem nú liggur fyrir og telur flestar þær breytingar sem þar eru gerðar á gildandi grunnskólalögum til bóta. Meðan frumvarpið var í undirbún- ingi í menntamálaráðuneytinu gafst KI tækifæri til að gera athugasemd við drögin sem fyrir lágu og voru m.a. haldnir nokkrir fundir í ráðu- neytinu þar sem fulltrúar KÍ ræddu og rökstuddu athugasemdir sínar. Við endanlega gerð frumvarpsins var tekið tillit til flestra athuga- semda KÍ. Eðli málsins samkvæmt vildu samtök kennara stíga fleiri og stærri skref en frumvarpið gerði ráð fyrir tirframfara í skólastarf- inu. Þær athugasemdir KÍ sem ekki var tekið tillit til vörðuðu því langf- lestar atriði sem hefðu aukið kostn- að við skólastarfið í grunnskóla til muna frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Kennarasamband íslands hefur lagt mikla áherslu á að fyrirliggj- andi frumvarp til nýrra grunnskóla- laga fái afgreiðslu á yfirstandandi þingi. KÍ hefur m.a. skrifað öllum þingmönnum bréf þar sem fram kemur að verði frumvarpið að lög- um yrðu stigin stór skref í fram- faraátt fyrir skólastarf á íslandi. Kennarasamband íslands harmar að í grein Morgunblaðsins skuli eina beina tilvitnunin í athugasemd fé- lagsins vera það sem þar er sagt um áhrif annarra laga — þ.e. laga um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga — á starf í grunnskólum, en þess nánast að engu getið hvaða skoðanir félagið hafur á markmið- um og inntaki frumvarpsins sjálfs. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. Að loknum landsfundi TÖKUM I i ALFRÆÐI H05TDUM SAMAK Tökum höndum saman, leggjum grunn að framtíð fermingarbarnsins. Gefum því íslensku alfræðiorðabókina — háskóla heimilanna, bók sem byggjandi er á. mi Hufjmynd að ferming argj öf ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11 ■ Sími 84866 VNNV1IWI3H nOXfVH - MIMQ8Vaa0ia»liJlV VM8N11SI VNNV1IMI3H I10N8VH ■ NIM08va8OIO»NJlV VNSNH8I ★ HASKÓil HCIMILANNA iSLCNSKA ALFRÆDIORDABOKIN ■ MÁSKOll HEIMILANNA > eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur „Frelsi og mannúð" — stóð skrif- að stóru letri yfir sviði Laugardals- hallar á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem einkunn- arorð fundarins og kosningabar- áttunnar, sem nú er hafin. Fleirum en mér þótti vænt um að sjá þessa fallegu yfirskrift. Ég hefði getað búist við: „Fijálst fram- tak til bættra lífskjara" — eða ein- hveiju í þeim dúr. Mér fannst ég þarna upplifa notalega tilbreytingu frá endalausri síbylju undanfarinna ára um aukinn hagvöxt, aukna framleiðni, öflug atvinnulíf. — Allt eru þetta að sjálfsögðu verðug við- fangsefni og markmið hvers stjórn- málaflokks, sem vill, að hann sé tekinn alvarlega. Um það er ekki deilt. En þegar umræðan verður of einhæf og yfírþyrmandi, verður hún vægast sagt leiðigjörn þeim, sem finnst, að margt annað skipti máli. Jafnvel að því marki, að ýmsir fijálslyndari sjálfstæðis- menn hafa talið sér orðið illvært í flokknum. Á réttri leið Á landsfundinum nú var fjallað um, undir sérstökum dagskrárlið: „íslensk menning á umbrotatím- um“. Ég man ekki til, að slíkt hafi gerst áður á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. — Nú eru þeir á réttri leið, hugsaði ég. Yfir álykt- unum fundarins almennt fannst mér líka hvíla annar og hugnan- legri blær en oft áður á landsfund- um. — Hvergi að finna lofgjörð „Mér heyrðist þarna nýr tónn, sem ástæða væri til að fagna, ólíkur þeim, sem glumið hefur í eyrum þjóðarinnar á undanförnum árum frá hörðum hægrimönnum innan Sjálfstæðis- flokksins, sem kenna sig við „frjálshyggju“, sem er í raun þröng og einstrengingsleg pen- ingahyggja og, þegar verst lætur, gengur á svig við almenn — og kristileg siðgæðisvið- horf.“ um yfirburði og óskeikulleik hinna taumlausu markaðsafla og „ósýni- legu handarinnar" hans Ádams sáluga Smith, — sem hluta almætt- isins. í prýðilegri setningarræðu flokksformannsins, Þorsteins Páls- sonar, kom ýmislegt fram, sem mér fannst bera að sama brunni, í anda frelsis og mannúðar. Og afdráttarlaus höfnun hans á því, að flokkurinn færðist lengra frá miðju — til hægri, voru orð í tíma töluð. Mér heyrðist þarna nýr tónn, sem ástæða væri til að fagna, ólík- ur þeim, sem glumið hefur í eyrum þjóðarinnar á undanförnum árum frá hörðum hægrimönnum innan. TtfiSLENSKA ALFRÆDIOR DA B ÓKIN - Sigurlaug Bjarnadóttir Sjálfstæðisflokksins, sem kenna sig við „fijálshyggju", sem er í raun þröng og einstrengingsleg peningahyggja og, þegar verst lætur, gengur á svig við almenn — og kristileg siðgæðisviðhorf. Margt bendir til, að þessi þrá- hyggjustefna — kredda, sem geng- ið hefír yfir Vesturlönd sem eins- konar tískusveifla á undanförnum tíu til tuttugu árum sé nú, góðu heilli, á undanhaldi sem óbrúkleg öfgastefna. Mér kemur hún fyrir sjónir sem afbökun, allt að því af- skræming á okkar íslensku sjálf- stæðisstefnu, sem hefír frá upp- hafi byggt á einstaklingsfrelsi, á vilja sjálfstæðra einstaklinga til sjálfsbjargar og uppbyggingar af JAMAICA er á Hótel Loftleiðum alla þessa viku Dagana 13.-17. mars verður JAMAICA - vika á Hótel Loftleiðum og það er öruggt að þú upplifir sanna JAMAICA stemningu í mat og drykk, auk þess sem leikin verður JAMAICA - tónlist. Hádegisverðarhlaðborðið í Lóninu verður með JAMAICA - ívafi og á hverju kvöldi matreiða meistarakokkar frá JAMAICA fjölda bragðgóðra rétta og suðræn lög fylla kvöldið stemningu, sem erfitt er að lýsa. Matseðill: Rauðbaunasúpa Regnbogasalat Sterkkryddaður kjúklingur eða smjörsteikt smdlúða með fersku grænmeti Sætkartöflu-búðingur Sláðu til og komdu til JAMAICA á Hótel Loftleiðum. FLUGLEIDIR i ioi ir íMííiiniw Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. ...þegar matarilmurinn liggur í loftinu Borðapantanir ísíma 22321.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.