Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991
Þróun ríkisútvarpsins
eftir Siglaug
Brynleifsson
Fyrri grein
Ríkisútvarp hefur verið starf-
rækt hér á landi í 60 ár. Af því
tilefni hefur margt verið talað og
skrifað um stofnunina. Starfslið
hljóðvarps og sjónvarps hefur
minnst afmælisins á ýmsan hátt
og blaðaskrif um stofnunina bein-
ast flest að því hversu þýðingar-
mikil hún hefur verið til upplýs-
inga, menntunar og skemmtunar.
Rætt er um að útvarpið hafi rofið
einangrun hinna dreifðu byggða
og tengt þjóðina með samtengingu
dreifbýlis og þéttbýlis. Það er ekki
allskostar rétt. Það var lagning sí-
mans á sínum tíma sem tengdi
byggðir og þéttbýli og tengdi lands-
menn umheiminum á fljótvirkari
hátt en áður hafði verið. Ef bera
á saman þýðingu símans og út-
varpsins, þá var síminn mun þýð-
ingarmeiri tengiliður en útvarpið
var á sínum tíma. Sé litið lengra
aftur í sambandi við miðlun upplýs-
inga þá tókust skipulögð samskipti
við umheiminn með konunglegri
tilskipun um póstferðir á Islandi,
útgefínni 13. maí 1776. Þótt til-
skipunin væri komin út, hófut póst-
ferðir ekki innanlands fyrr en 1782.
Tilskipunin var prentuð í Hrapps-
eyjarprentsmiðju 1782. Landpóstar
önnuðust flutning pósts milli lands-
hluta og þrisvar á ári skyldi póstur
fluttur frá Danmörku og í fyrstu
hóf reglulegt póstskip siglingar frá
Danmörku til íslands 1778. Fram
til þessa hafði póstur verið fluttur
með skipum kaupmanna til lands-
ins.
íslenska póstþjónustan hefur því
starfað í meira en 200 ár og var
og er með skilvirkustu póstþjón-
ustum í heimi.
Dreifing upplýsinga rekin af rík-
isvaldinu er því gömul á íslandi.
Eins og áður segir kom svo síminn
og loks útvarp, sem er tilefni þess-
ara skrifa.
Ríkisútvarpið er eins og nafnið
ber með sér, opinber stofnun, rekin
af ríkisvaldinu og mótuð af sömu
aðilum. Ríkisrekinn fjölmiðill hlýtur
að mótast af pólitískum viðhorfum
í meira og minna mæli. í lýðræð-
isríkjum verður að sjálfsögðu um
meira val að ræða í fjölmiðlun en
í þeim ríkjum þar sem ákveðin ríkis-
hugmyndafræði mótar stefnuna.
Auk þessa koma til fjölmiðlar, sem
eru óháðir ríkisvaldinu, blöð og
tímarit, sem gegna lykilhlutverkum
sem miðlar. Hér á landi hófst blaða-
útgáfa þegar á 19. öld og um það
leyti sem Ríkisútvarpið var stofnað
voru sjálfstæðir fjölmiðlar snar
þáttur í pólitísku og menningarlegu
lífí þjóðarinnar. Menningarefni það
sem birtist í blöðum og timaritum
var um það leyti mun viðameira
og fjölskrúðugra en samsvarandi
efni í útvarpi. Auk þessa bárust
hingað erlend blöð og tímarit og
þegar frá leið og með aukinni tækni
var auðvelt að ná til erlendra út-
varpsstöðva.
Strangar kröfur
Það hefur örlað á þeirri kenningu
að með útvarpi hafí hafíst hér á
landi nýtt menningarskeið með
stórauknu upplýsinga- og menn-
ingarstreymi innanlands og erlend-
is frá og að einhverskonar einangr-
un hafí verið rofín. Hafí verið um
einangrun að ræða þá var hún rof-
in löngu áður, með bættum pósts-
amgöngum og símanum og blóm-
legri blaðamennsku einkaaðila, fé-
laga og stofnana. Þegar Ríkisút-
varpið var stofnað töldust lands-
menn tæplega 109.000 manns, þar
af bjuggu um 56,5% í þéttbýli (lág-
mark talins þéttbýlis 200 manns)
og í dreifbýli 43,5%. Þegar talað
er um áhrif útvarps verður að taka
tilfit til aðstæðna. Á fyrstu árum
útvarpsins hagaði svo til víða í
dreifbýli þar sem rafmagn var ekki
fyrir hendi að spara þurfti gey-
mana, sem voru hlaðniröðru hvoru.
Þetta gerði það að verkum að hlust-
un varð takmarkaðri en síðar varð.
Stjórnendur Ríkisútvarpsins leituð-
ust við að vanda það efni sem flutt
var, hvort sem það var aðfengið
eða unnið innan stofnunarinnar.
Mikil áhersla var iögð á málfarið,
skilning á efninu sem flutt var og
reynt að gæta fyllsta hlutleysis í
fréttaflutningi. Próf þau sem vænt-
anlegar þulur og þulir gengust
undir voru þess eðlis, að mjög er
vafasamt, að hliðstæðir starfs-
kraftar, sem nú gegna þessum
störfum hefðu haft nokkra mögu-
leika til að teljast hæfir til þeirra
starfa. Þó eru fáeinar undantekn-
ingar til allrar hamingju, en alls
ekki nægar.
Ríkisútvarp mótast af starfsliði
og stjórnun, eins og aðrar stofnan-
ir, hvort heldur er í ríkisgeira eða
einkageira. Stefna viðkomandi
stofnana er alltaf bundin stefnu-
mörkun og skoðunum starfsliðsins
og smekk. Lengi vel bjó Ríkisút-
varpið á margan hátt að einvala-
liði, sem mótaði stofnunina, menn
sem höfðu til að bera menntun,
smekk, gott málfar og skilning á
ábyrgð sinni og viðfangsefninu.
Þær ströngu kröfur sem virtust
Siglaugur Brynleifsson
„Hættan á spillingu
móðurmálsins stafar
ekki af töluðu eða rit-
uðu máli og texta á er-
lendum tungum, heldur
af vaxandi sljóleika
landsmanna sjálfra um
vandað málfar og skrif.
Sá sljóleiki er alinn í
þeim stofnunum sem
ætlað er að kenna og
iðka íslenska tungu og
einnig að kenna erlend-
artungur.“
KYNNINGARDAGUR
Laugardaginn 16. mars kl. 13.00. ~ 18.00.
Stýrimannaskólinn / Reykjavík heldur kynningardag á morgun
laugardag, og er skólinn öllum opin frá kl.13.00.~18.00
DACSKRA
100
I.Áwarp skólameistara ^
2-Formadur nemendafélags Stýrimannaskólans flytur ávarp
og opnar kynníngardaginn.
3. Nemendur og kennarar sýna gestum tæki skólans og
kennslugögn, og hinar ýmsu stofnanir sjómanna og
fyrirtækja í þágu sjávarútvegsins kynna starfsemi sina og
þjónustu.
4. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið kl.13.00.
5-Syning á notkun fluglínutækja - Björgunarsveitin
Ingólfur.
6.Sterkasti maður heims, Jón Páll reynir krafta sína með
nemendum á milli kl. 15.00 - 17.00
7.Kvenfélagið Hrönn verður með kaffiveitingar.
100
SIGLINGAR OG
SJÓSÓKN ER NAUÐSYN.
VERIÐ VELKOMIN.
tgp STÝRIMANNASKÓLINN I REYKJAVÍK
ríkjandi innanhúss náðu einnig til
aðfengins efnis.
Málfarsleg eining rofnar
Þegar Ríkisútvarpið hóf starf-
semi sína ríkti ekki sú málfarslega
skipting meðal þjóðarinnar, sem
einkennir víða erlend samfélög.
Síðan eru liðin 60 ár og á síðari
hluta þess tímabils tók að örla á
málfarslegri skiptingu þjóðarinnar,
þó einkum eftir miðbik áttunda
áratugarins. Ástæðurnar voru fjöl-
margar. Þegar slíkt gerist, er stofn-
unum sem eiga að sinna fjölmiðlun
frétta, fræðslu og skemmtiefnis
hætt, einmitt vegna þess að efnið
er öílum ætlað. Fyrsta opinbera
staðfestingin á þeirri staðreynd að
málfarsleg eining þjóðarinnar væri
að rofna, var stofnun Rásar tvö og
jafnframt slökun þeirra krafna sem
gerðar voru til málfars og efnis
lengst af í sögu útvarpsins. Slík
afstaða flýtir fyrir málfarslegri
skiptingu og menningarlegri stétt-
arskiptingu, sem af henni leiðir.
Þarfir allra
Starfsmenn Ríkisútvarpsins
héldu upp á 60 ára afmælið með
hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu
og nefndu hana „Besti vinur þjóð-
arinnar". Nafngiftin er talsvert
hástemmd og ber vott um töluverða
ánægju með stofnunina sem slíka.
Eins og áður segir mótaðist stefna
útvarpsins af ströngum kröfum um
efnisval og flutning og þýðing út-
varpsins sem miðils menningarefn-
is var ótvíræð. Hljómlist og þá
ekki síst klassísk hljómlist, vandað-
ar bókmenntir og leiklist urðu öll-
um aðgengileg. Móttökur þessa
efnis voru mismunandi, en þótt
ýmsir settu upp hundshaus þegar
imprað var á „menningu" þá var
ekki hlaupið til og skipt yfir í vin-
sælla efni. Viðhorf stjórnenda og
starfsmanna voru ekki þau, að ekki
mætti flytja efni sem höfðaði að-
eins til fremur fámenns hóps, sem
héfði kunnáttu til og gerði kröfur
um það besta sem vestræn menning
hefur að bjóða. Það var ekki fyrr
en síðar að örla tók á þeirri skoð-
un, að fjölmiðlar ættu aðeins að
flytja það efni sem öllum væri skilj-
anlegt og þar með að allt efni skyldi
miðast við sem allra minnsta þekk-
ingu og lágkúrulegastan smekk.
Þessi afstaða er nákvæmlega sama
eðlis og afstaða jafnaðarmanna og
félagshyggjumanna sem kenndu
sig við sanna þjóðernishyggju hér
á árunum og höfðu það að við-
kvæði „að draga upp hanann á
skammbyssunni, þegar orðið menn-
ingu bar á góma“.
Fyrir skömmu var rætt við ein-
stakling úr hópi eins þeirra starfs-
hópa eða nefnda sem settar voru
á stofn í tilefni árs læsis. Ástæðan
til viðtalsins var endurvarp erlendra
sjónvarpsstöðva um íslenskt sjón-
varp. Einstaklingur þessi taldi leyfi
til slíks endurvarps fráleitt, þar sem
ekki fylgdi íslenskur texti og þar
með væru fjölmargir sem gætu Iít-
ið gagn haft af slíkum sendingum
og að þessi ráðstöfun bæri í sér
vanvirðingu við þann hóp. Með
þessari staðhæfíngu er því haldið
fram að lestur erlendra blaða og
tímarita sé ekki lítið skeinuhættur
íslensku máli og einnig vanvirðing
á þeim, sem lésa ekki erlend blöð
eða tímarit.
Vaxandi sljóleiki
Hættan á spillingu móðurmáls-
ins stafar ekki af töluðu eða rituðu
máli og texta á erlendum tungum,
heldur af vaxandi sljóleika lands-
manna sjálfra um vandað málfar
og skrif. Sá sljóleiki er alinn í þeim
stofnunum sem ætlað er að kenna
og iðka íslenska tungu og einnig
að kenna erléndar tungur. Því betri
íslensku sem menn læra og því
vandaðri ensku, frönsku, dönsku
eða þýsku því minni hætta er á
málsmitun. Það er staðreynd að
þeim sem eru sæmilega mæltir á
íslensku og hafa jafnframt náð
skilningi á erlendum málum er ekki
hætt við málblendingi. Þeim er
hættast sem hafa hiotið ónóga
þekkingu á tungunni heima eða í
skólum og auk þess grautað eitt-
hvað í erlendum málum á þann
hátt sem stundað er innan íslenska
skólakerfisins.
Tungumálið er heimanfylgja sem
best má heyra og sjá á textum
þess fólks sem hefur varla í skóla
komið en talar og skynjar tungu-
málið mun betur en sú tegund föl-
rauðra menntamanna og seminar-
ista. sem belgja sig hvað mest út
og telja sig vita flest öðrum betur,
svokallaðir „besservisserar" eða
„lúmpen-intellingensar"
Njörður P. Njarðvík ritar um
útvarpið nýlega (Morgunblaðið 9.
janúar sl.). Höfundur ræðir menn-
ingarhlutverk og áhrif útvarpsins
fyrir daga hinnar svonefndu fjöl-
miðlabyltingar, sem hófst með
stofnun margra útvarpsstöðva og
sjónvarpsstöðva. Þessar stöðvar
útvarpa einkum afþreyingarefni
ásamt fréttum o.fl. Höfundur telur
að meginhluti efni útvarpsstöðv-
anna sé fremur rýr, sem rétt er,
Iágkúrulegt afþreyingarefni ein-
kenni þessar stöðvar, en þær virð-
ast þjóna þeim tilgangi, samrýmast
e.t.v. ríkjandi tíðaranda?
N.P.N. ræðir síðan viðbrögð Rík-
isútvarpsins við þessari fjölgun ljós-
vakamiðla, sem voru þau að stofna
til Rásar 2, sem keppinautar
„frjálsra stöðva“ og þá undir sams-
konar forteiknum. Síðan gerist það,
að Rás eitt hneigist til svipaðrar
stefnu.
Þessi fjölgun og umbreyting ljós-
vakafjölmiðla á sér einnig aðra
kveikju en tíðarandann, en það er
mikil fjölgun þeirra sem lagt hafa
stund á fjölmiðlafræði 'erlendis.
Þeir sem útskrifast hafa í fjölmiðla-
fræði þarfnast atvinnutækifæra og
þau er helst að hafa í blaða-
mennsku og við Ijósvakamiðla,
einnig við tímarit og sem blaðafull-
trúar. Þetta er orðinn talsverður
hópur, sem er tilbúinn að takst á
við vandamál frétta og miðlunar-
þjónustunnar og einnig innan
skemmtanaiðnaðarins. Því kemur
margt til sem stuðlar að grósku
fjölmiðlunar.
Höfundur er rithöfundur.